Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 5----'B/LAJLF/KAM Rauðarárstíg 31 S'imi 22-0-22 MAGIMUSAR SKIPHOLTI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötn 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eSa 81748 SigurSur Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAtT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMl 82347 Skolphreinsun Losa um stífluð niðurfallsrör. Niðursetningu á brunnum. — Smáviðgerðir. Vanir menn. Sótthreinsun að verki loknu. Sími 23146. Umboðsmaður óskast til að sjá um rekstur London Au PAIR Agency — allan daginn eða hluta úr degi. — Algjör ráðvendni og með- mæli nauðsynleg. Vinsamleg- ast skrifið til Box nr. 940/ 3177 AF International, 7—9 Baker Street, London W. 1. Táningakápur Frúarkápur Dragtir st. 34—52 SuSurlandsbraut 6 Simi 83755. KápudeOd ★ Varðan Gunn- hildur Guðlaugur Gíslason á Vífilsstöðum skrifar m.a.: Beint á móti glugganum mín um er hæð. Ég hafði ekki dval- izt hér lengi, er ég spurði um nafn hennar, oig var sagt, að hún héti Gunnhíldur. Mér þótti nafnið skrítið. Seinna sagði hjúkrunarkona mér hið sama, nema að hlíðin hefði verið kölluð Vatnshlíð. Frá fyrstu tíð mun hafa staðið þarna varða sem leiðarvísir smala og fyrir aðra umferð. Frá því að hælið var byggt, höfðu sjúklingar þangað göngu sína. Eftir hennar dag byggðu þeir henni þarna minnisvarða, og þá festist nafnið Gunnhild- ur við hann. Hvert á áheitið að fara? í desember átti ég í dá- litlum erfiðleikum og hét þá á vöðuna. Hún varð við ósk minni. Nú sný ég mé til þín, Vel- vakandi góður, og bið þig að- stoðar um hjálp til að koma áheitinu til skiia“. Ekki veit Velvakandi, hvert bezt væri að skila áheitinu, því að ekki veit hann, við hverja Gunnhildi varðinn er kenndur. En kannske er þetta bara „náttúrunafn"? ★ „Mjög misráðið“ Axel skrifar Velvakanda og segist hafa verið að ná í vör- ut til skipaafgreiðslu einnar. „Hittist svo á, að það kom mað ur aðvífandi og fór að afgreiða mig með því að svívirða mig í orðum. Virtist hann bæði hálfviti og fulluT. Tel ég það mjög misráðið að hafa svona mann við afgreiðslu". — Vel- vakandi getur tekið undir það. Hrævarelda sólin Kona á Akureyri skrifar: „Ég sendi þér hér alla vísuna, sem þú og aðrir hafa verið að birta part úr, en hún er svona öll: Hrævarelda sólin, senn eru komin jólin, klæðast menn á kjólinn, kviknar gleði um bólin; það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bókmum, væna flís af feitum sauð, sem fjaila gekk í hólunum;, nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. ^ Fyrirspurn um J. Krishnamurti „Fáfróður“ skrifar: ,Mig langar að forvitnast um J. Krishnamurti hjá Velvak- anda. Ég held, að hann hafi verið Indverji, uppeldissonur Annie Beasant. — Það miun hafa verið veturinn 1927—’28, að einhver kom í Vifilsstaða- hæli og flutti erindi um Hol- landsmót, er hún sótti. Frúin kvaðst hafa verið með snert af hálsbóigu, og hún þóttist þess fullviss, að ef J. Kristhnamurti, sem mótið snerist um, snerti sig, þá hefði hálsbólgan horfið. Hins vegar sagðist hún ekki hafa boðið J. Kishnamurti að snerta sig — sér hefði fundizt það of smávægilegt, er hún stóð frammi fyrir slíkum mann- kynsfræðara. Nú hefur mér skflizt, að hálsbólga væri sjúk- dómur og hyrfi ekki, þótt mikill fræðari snerti fólk. Ég spyr því líkt og fyrir löngu var gerð í Hárbarðsljóðum: „Hverr eT sveinn sveina?” Hvað hefur J. Krishnamurti gert fyrir mannkynið? Fáfró»ur“. — Velvakandi heldur að hann sé enn á lífi, en hættur að fræða. h Við skulum halda á Skaga Helgi Bjarnason kvartar undan því, að önnur vísan hafi ekki verið rétt höfð eftir sér í dálkum Velvakanda 30. marz Hún hafi átt að vera svona: Austankaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga, velti aldan vargi hlés við skulum halda á Skaga Segir hann það síðan vera orðið að áráttu hjá fólki að hafa afbrigðilegu endinguna „Siglunes" á vísunni, í stað „Skaga“. E nnig finnst honum orðinu „þó“ vera ofaukið fyrir framan orðið „velti". Af hverju kemur kvefið og hóstinn? Gömul kona skrifar vegna birtingar á gömlu kvæði í dálkum Velvsikanda hinn 1S. okt. sl. Spyr hún, hvort sú út- gáfa sé réttari en sín, sem hún hafi lært ung að árum. Velvak- andi getur því miður ekki skorið úr því, en hér kemur kvæðið, eins og „gömul kona“ lærði það: Prófastur predikar leti, með pípuna amtmaður gengur um gólf, aldrei nennir faktor úr fleti, fyrr en klukkan er orðin tólf; af hverju kemur kvefið og hóstinn? Það kemur af leti, og því er nú ver, illa gengur að afgreáða póstinn, því aldrei úr rúminu hreppstjórinn fer. Bréf úr Hrafnistu Guðmundur Nikulásson á Hrafnistu skrifar m.a.: „Við hérna á Hrafnistu fáum flest dagblöðin, — þó fá sumir ekki öll blöðin, en segja má, að Morgunblaðið sé í hvers manns höndum. Það er stærsta blaðið, sem gefið er út, og þar er mesti og bezti fréttaflutn- ingur, sem völ er á, auk margra greina um ýmsar nýj- ungar, sem gaman og fróðlegt er að lesa um og fylgjast með. Ég segi það hiklaust, að sá, sem getur lesið Morgunblaðið, — hann er ekki einangraður, því að hann getur fylgzt með því helzta, sem gerist í þjóðmálum okkar, ásamt mörgu fleira. Við héma á Hrafnistu fáum blaðið með hálfvirði. í herberg inu, sem ég er í, búum, við fjórir. Einn okkar, Björn Þor- láksson, er blindur, en ég les alltaf fyrir hann. Þótt hann sé orðinn áttatíu og sex ára, fylg- iat hann svo vel með, hefur svo skýra dómgreind og er svo minnugur, að ég hefi ánægju af að lesa fyrir hann. Hér á Hrafnistu er gott að vera. Séð er fyrir öllum þörf- um okkar, og gott samkomulag er milli vistfólksins, en hér búa á fjórða hundrað manns. Með alúðarkveðju, Guðmundur Nikulásson". Fyrsta þyrluflugið í blöðum gat nýlega að líta frásögn af „fyrsta póst- flugi“, sem sagt var, að átt hetfði sér stað hérlendis þann 10. þ.m. Við lestur fréttarinnar minn- ist ég, að fyrir nokkuð löngu heyrði ég þess getið atf kunn- ugum manni, að póstur hafði verið fluttur í fyrsta sinn með þyrlu milli póststöðva á Aust- fjörðum einhverntíma ársins 1966 og þótti þetta merkur áfangi í póstsamgöngum hins strjálbyggða lands okkar. Vegna þessa atburðar var ég dálítið vantrúaður, þá er ég las fréttina um, að „fyrsta þyrlu- flug“ með póst mil'li staða á íslandi hefði átt sér stað 10. apríl s.l. Fór ég því að forvitn- ast um, hvað rétt væri í þessu, vegna þess að bæði hefi ég áhuga á flugi, og þá einnig vegna þess, að ég hefi safnað umslögum, sem send hafa ver- ið með fyrstu flugferðum, sem póstur hefur verið flutfur með, bæði innanlands og þá einnig til og frá ísland, á frumárum flugsins. Reyndi ég því að atfla mér upplýsinga um, hvað rétt væri í því, sem ég áður hafði heyrt um póstflug hér á landi Ég sheri mér því til Gunn- laugs Briem, póst- og símamála stjóra og spurðist fyrir um póstflutninga með þyrlum hér- lendis. Tjáði hann mér m. a., að í tilefni fréttar um póstflufn ing með þyrlu frá Keflavíkur- flugvelli til Reykjavíkur, að póstur muni nokkrum sinnum áður hafa verið fluttur með þyrlu og hafi það verið stað- fest m. a. af umdæmisstjóran- um á Seyðisfirði, að þangað hafi póstur komið með þyrlu landhelgisgæzlunnar 18. maí 1966. Frímerkjaverzlanir borgar- innar auglýstu svo atf kappi sama dag, umslög til sölu, sem send höfðu verið með þessu um rædda „þyrlutflugi“ þann 10. apríl, og er verð hvers umslágs hvorki „meira né minna en 50 krónur“, svo að notað sé orða- lag fréttastofu sjónvarpsins. Hér virðist því vera á ferð- inni einhver fjáröflunaraðferð félagasamtaka, sem telja verð- ur varhugaverða, svo að ekki sé sterkara að orðið kveðið. Ef reynf er að gera slik „Þyrlu- umslög“ að söluvöru til safn- ara, er sannleikurinn sá að verið er að hlunntfara þá, sem ánægju hafa atf því að safna slíkum umslögum, eins og reynt var að gera hér um árið með „Surtseyjarumslögum“, sem voru heimatilbúin í Vest- mannaeyjum, en að vísu með póststimpli. Umslagasafnari. VITIÐ ÞER ^ að glæsilegasta og mesta úrval landsins af svefnherbergishús- gögnum er hjá okkur. h að verðið er lægst hjá okkur. að kjörin eru bezt hjá okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.