Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 M. Fagias: FIMMTA I KOmN Nemetz hlustaði og honum létti. Hann var með ofurlítinn hita, bara tvö strik, en þó nóg til þess, að hann vonaði, að ekk- ert sérstætt vandamál bærist honum daginn þann. Hann gaf Kaldy skrá yfir drykkjufélaga Bartha, og bað hann senda alla rannsóknarlögreglumenn, sem hann gæti náð í, til að tala við þá. Sjálfur fékk Kaldy miklu erf iðara hlutverk, sem sé það að finna litlu stúlkuna, sem Nemetz hafði fundið sitjandi hjá dauðu konunni ljóshærðu fyrir framan brauðbúðina á laugardagskvöld- jð. Síðan á mánudag hafði Kaldy með þolinmæði og samvizkusemi haft auga með brauðbúðinni og spurt hvern einasta sem þangað kom. Hann hafði komizt að því, að þessi ljóshærða hét Kovacs að ættarnafni — eða þá Takacs Szakacs. Það var nú lítið gagn í því, þar eð þetta voru allt al- geng nöfn, en hann hafði líka komizt að því, að hún hafði í- búð í götu bak við þinghúsið. Það svæði var í höndum Rússa, en engu að síður voru þar stað- settir margir andstöðuflokkar. Þrátt fyrir endurteknar áskor- anir stjórnarvaldanna, höfðu þessir flokkar ekki fengizt til að leggja niður vopnin. Öðru nær, þeir sátu sem fastast í varð stöðum sínum og víggirðingum. Að komast á þessa varðstaði, var hreint ekki hættulaust verk. Samt sem áður reyndi Kaldy það — úr því að Nemetz var það svo mjög í mun að ná í þennan stelpukrakka. Nemetz hafði oft gramizt þessi gjörsam- legi forvitniskortur hjá Kaldy. Hann var hissa á því, að hann skyldi geta framkvæmt þetta verk sitt ár eftir ár, svo sam- vizkusamlega og reglulega, eins og eitthvert vélmenni. Því sam- vizkusamlegar sem Kaldy vann, því meir fór þessi þögla kur- teisi hans í taugarnar á Nemetz. Rétt fyrir klukkan tíu, stakk Irene höfðinu gegn um gætt- ina og tilkynnti, að Josef Bartha biði í biðstofunni. En hann var ekki einn á ferð, því að með honum voru bæði konan og berklaveika dóttirin. Öll þrjú voru svartklædd, eins og þau væru að fara í jarðarför. Nemetz kallaði á B artha i nn í skrifstof una. Konurnar sátu kyrrar á bekknum fyrir utan. Við hlið frú Bartha stóð taska. Hún var sjálf- sagt með nærföt . og tannbursta með sér handa manninum sín- um. Nemetz bauð skóaranum sæti, og Bartha settist niður og and- varpaði. Eftir langa þögn spurði Nemetz hann, hvort hann hefði nokkuð meira að segja frá laug- ardagskvöldinu. — Ekki neitt út yfir það, sem ég sagði frá í gær, sagði mað- urinn og hristi höfuðið. — Ég er búinn að tala við tvo þeirra, sem ég var með. Og þeir segja báðir eitt og það sama. Að við byrjuðum í Rado—vínstofunni og héldum svo áfram í ölkránni. Og þar vorum við til klukkan um níu. — Hvert fóruð þér þaðan? Getið þér heldur ekki munað það? Eða voruð þið kannski of fullir til þess? — Nei. Maðurinn hristi aftur höfuðið. Þeir voru ekki offullir. En ... Hann þagnaði og dró djúpt a nd ann. — En þeir segja, að ég hafi farið frá þeim, þeg- ar við komum úr ölkránni, og einn míns liðs. En hvorugur þeirra veit, hvert ég fór. — Reyndu þeir ekki að stöðva yður þegar þeir sáu, hvað þér voruð fullur? — Það held ég ekki. — Sjáið þér nú til, Bartha. Ég hef látið athuga b yssuna yðar, og það hefur verið skot- ið úr henni nýlega. Það er að segja á síðustu fjórum eða fimm dögum. Maðurinn leit upp. — Það hefði ég getað sagt yður sjálf- ur. Vitanlega hefur verið skot- ið úr henni. Ég skaut til marks úti í garðinum, eitt kvöld í vik- 36 unni, sem leið. Þetta gerir hver maður, fjandinn hafi það. — Hvernig stendur á því, að þér skuluð yfirleitt eiga skamm- byssu spurði Nemetz. — Þetta eiga allir. Falda bak við spegil eða í vatnsheldum poka við eldhúsafrennslið. Þar var ég vanur að fela mína. Ég geng út frá, að öllum hafi ver- ið það ljóst, að það gæti kom- MJÓLKLRFRAMLEIÐSLAN 1967 BETRI OC MEIRI MJÓLK EN NOKKRU SINNI FYRR Eftirfarandi upplýs- ingar eru fengnar hjá Kára Guðmundssyni. Fyrir 20 árum ákvað heildbrigðismólaráðu- neytið í samaiáði við landlækni að sikipa sér- stakan starfsmann, er haia skyldi með hönd- um eftirlit með mjólk- urframleiðslu og fram- leiðsiu mjólkurafurða hér á landi og þá sér- staklega í þeim héruð- um, þar sem mjólkur- stöðvar voru starfandi og afhentu neyzlumjólk eða mjólkurafurðir til sölu. Þá voru starfandi aðeins 8 mjólkursamlög í landinu, en eru nú 19 talsins. Framfarir hafa því orðið stórstígar á þess- um síðustu tuttugu ár- um — meiri og betri framleiðsla — sem táknar að sjálfsögðu betri heilsu, þvi nú drekka flestir lands- menn gerilsneydda mjólk. Innvegið mjólku- magn mjólkursamlag- anna á síðasta ári (1967) reyndist vera um 100.000.000 kg, sem nær eingöngu flokkaðist í I. og II. gæðaflokk, eða nánar tiltekið um 99%. Mjólkursaml'ög og mjólkurstöðvar eru nú dreifðar um allt land, eins o>g sjá má á eítir- farandi upptalningu: Aikureyri, Borgarnesd, Búðardal, Blönduósi, Egilsstöðum, Selfossi, Grundarfirði, Húsavík, Hvammstanga, Hveragerði, Höfn í Hornafirði, ísafÍTði, Neskaup- stað, Ólafsfirði, Patreksfirði, Reykjavík, Sauðárkróki, Vopnafirði og Þórshöfn. ið sér vel einhvern daginn að eiga skotvopn, og þessvegna gæta menn vel bæði byssu og skotfæra. Og þetta er líka eina skýringin á því, að öll borgin getur orðið grá fyrir járnum á einu augabragði. — Hr. Bartha, sagði Nemetz, — getur það hugsazt að þér undir áfengisáhrifum hafið gef- ið gömlu hatri yðar til frú Halmy lausan tauminn og ákveð ið að gera upp reikningana við hana? Þér vissuð, hvort sem var, hvar hún átti heima — þér höfð- uð komið þangað. Þér eruð ann- ars ekki sá eini, sem grunaður er, Bartha. Þar getur verið um fleiri að ræða. En þér gætuð sparað þeim mönnum mikil óþægindi, ef þér .. . — Já, ef ég segist hafa skot- ið hana, greip Bartha fram í. Hann stóð upp og horfði beint framan í Nemetz. — Það mundi ég líka gera, ef ég hefði gert það. Það sver ég, að ég mundi gera. En þó veit ég það ekki. Hún var óþverramanneskja og hún eyðilagði fyrir mér atvinn- una. Ég hafði næga ástæðu til að hata hana. Stundum dreymdi mig, að ég slægi hana í kássu. Þetta gat mig dreymt nótt eftir nótt. Og samt hef ég aldrei barið neinn — ekki einu- sinni konuna mína — nema í draumi. Ég hef alltaf verið frið- samur maður. Kristinn maður. Ég mundi líka kannast við það, ef ég hefði drepið hana. Það sver ég við guðs nafn. En ég gerði það bara ekki. Það var ekki annað hægt en senda Bartha heim til sín, þó með aðvörun um, að hann yrði ef til vill aftur að mæta til yfirheyrslu. Nemetz fylgdi hon- um til dyra og sá hann slást í för með konunum í biðstof- unni. Þegar Bartha sagði kon- unni sinni, að sér hefði verið leyft að fara, varð hún bæði hissa og efablandin, og flýtti sér að taka töskuna með sér. Óþolinmóð eins og ákafur smala hundur rak hún hann út úr bið- stofunni, rétt eins og hún væri hrædd um, að Nemetz mundi snúast hugur. Hún heldur að hann hafi drepið hana, hugsaði Nemetz. Og kannski er hann alls ekki jafn friðsamur og kristinn og hann vill vera láta. Þegar þau voru farin, tók hann símann og bað Irene að sjá um, að Bartha yrði eltur á- fram. Hann kærði sig ekkert um, að hann slægist í för með þjóð- flutningunum miklu til austur- rísku landamæranna. Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Þú átt við önuglyndi að stríða í dag og lætur undam ólundinni. Hættu nú þessum barnaskap. Þetta borgar sig. Snúðu þér að alvar legum viðfangsefnum Nautið 20. apríl — 20. maí. Ekki hika við að takast á hendur dagleg störf. Láttu efann lönd og leið. Sýndu maka þínum einhvern vinsemdarvott í kvöld. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní: Tilhneiging til gjafmildi og hjartahlýju fylgir þessum degi. En leitaðu upplýsinga áður en þú sóar tima og peningum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Smámunirnir þreyta í dag — þeir hlaðast upp allan daginn. Ef leitað er aðstoðar í tíma, verður hún fúslega veitt. Rólegt kvöld. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Ekki góður dagur til ferðalaga. Eðlilegast er að leysa af hendi dagleg störf og svolitla heimavinnu. Rétt að gera varúðarráð- stafanir vegna húss og heimilis í kvöld. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Útgjöld meiri en tekjur í dag. Pósturinn kemur færandi hendi í dag, líklega með mikilvægar fréttir. Kvöldið tíðindalaust. Vogin 23. september — 22. október. Leitaðu ekki eftir láni, sem ekki býðst. Hafirðu borið tvenms konar sögur á borð fyrir tvo aðila, þá gætu þeir borið samam bækur sínar í kvöld. Færðu maka þínum eitthvað fallegt í kvöld. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Gatan er ekki sérlega greið 1 dag, en stuðningur kunningjanna léttir gönguna. Athugaðu heilsufarið. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Einhver nákominn lítur þig enm öfundaraugum. Láttu sem þú vitir ekki af því og haltu áfram við vimnu þína. Eigðu rólegt kvöld. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þeim mun fyrr sem þú kemst í gang í dag, því betra. Rétt er að vinna af kappi og halda svo upp á daginm, heima á eftir Leyfðu tilfinningunum svolítið að ráða í kvöld. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Smávægilegir erfiðleikar vegna einhvers sem þú hefur nýlega gert — því þarf að kippa í lag. Allir vilja hjálpa til við það. Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz. Manni hættir til að eyða meiri peningum en nauðsynlegt er I dag, til að bæta sér eitthvað upp. Farðu út að verzla með ein- hverjum góðum félaga. Það lægir æsit skap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.