Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 190« Benzínsjálfsalar um nætur í borginni? BORGARRAÐ skoraði nýlega á olíufélögin að taka upp sölu á benzíni að næturlagi, og auka þannig þjónustu við bifreiðaeig- endur. Nú hafa olíufélögin sótt um það til borgaryfirvalda, að þau fengju að setja upp sjálfsala við benzínsölustöðvar, svo að unnt yrði að fá þar benzín allan sólarhringinn. Borgarráð hefur vísað þessari beiðni til Bruna- varnaeftirlits rikisins og Eld- varnaeftirlits Reykjavíkur. Mbl. sneri sér til Önundar Ás- geirssonar, forstjóra Olíuverzlun- ar íslands, og spurði hann um málið. Önundur sagði, að næst- um ár væri síðan sjálfsafgrei'ðslu tæki þessi hefðu komið á mark- aðinn. Unnt er að nota sömu benzíndælur og nú eru notaðar, en við þær er tengd lítil tölva, sem tekur við peningaseðli og af greiðir benzínmagn sem svarar til verðgildis hans. Hér er gert ráð fyrir að tölvan taki við eitt- hundrað króna seðli. Tæki þessi eru nú framleidd og notu'ð víða um heim. Þau eru nokkuð dýr og þótt leyfi fengist til notkunar þeirra hérlendis, líð- ux nokkur tími unz unnt verður að setja þau upp, vegna þess að smíða þarf lestrartæki 100 króna seðilsins sérstaklega. Aðspurður sagði Önundur, að eldvarnar- yfirvöld hefðu verið nokkuð treg til að leyfa notkun véla sem hleyptu benzíni undir bert loft. Hins vegar kvað Önundur þa'ð ástæðulaust, þar eð aðeins yrði um 10 lítra, eða þar um bil að ræða fyrir hvern seðil. - ÞOKA Framhald aif bls. 28 mjög snögglega yfir. Fjöldi flug- véla af ýmsum stærðum og gerðum, — allt frá þotu niður í minnstu gerðir kennsluflugvéla voru þá hér við borgina eða á leið til lendingar. Urðu flug- stjórnarmenn á Flugturninum á Reykjavíkurflugvelli að kalla flugvélar þessar inn til tafar- lausrar lendingar. Vel sást til þokunnar úti yfir Flóanum og stefndi þokubakkinn, þó að hvítalogn væri inn yfir land. Milli kl. 19,34 og 20,17 lentu alls 10 flugvélar á Reykjavíkurflug- velli og sú stærsta þeirra einn Faxanna. Einnig lenti lítil far- þegaþota sem orðið hafði að snúa frá Keflavíkurflugvelli, sem lokaðist nokkru áður en Reykjavíkurflugvöllur. Flug- turninn sagði, að ekki hefði leg- ið fyrir spá um þessa þoku og hefðu erlendar flugvélar, sem voru á leið um íslenzka flug- stjórnarsvæðið orðið að breyta flugáætlun sinni og ýmist fljúga yfir ísland — án ráðgerðrar við- komu eða hreinlega snúa fró. Var mikið að starfa í Flugturninum við að veita flugvélum aðstoð og leiðbeiningar. Um klukkan 9 í gærkvöldi var þokan svo svört á Reykjavíkur- flugvelli, að skyggni þar var að- eins 25-30 metrar. Á sama tíma var sólskin uppi við Gufunes. Arnargæzla kostaði Akureyringar skemmta sér ekki einungis á skíðum i Hlíðar- fjalli þessa daga. Um páskana skemmtu nokkrir ungir drengir sér á sjóskíðum á Akureyrarpol lli, og er myndin tekin við það tækifæri. — Ljósm.: Hallgrímuur Tryggvason. 45.500 krónur A SÍÐASTLIÐNU sumri hafði Fuglavemdunarfélagið eftirlit með arnarvarpsstöðvum og leigði félagið m.a. landssvæði, þar sem óttast var að varpið myndi mis- farast, vegna hlunnindanytja í nágrenni stöðvanna. Þetta kom fram á aðalfundi Fuglaverndun- arfélags fslands, sem haldinn var fyrir skömmu. Á fundinum kom fram í ræðu Péturs Gunnarssonar, sem verið hefur f ormaður félagsins, að leggja þyrfti mikla áherzlu á verndun arnarvarps. Aron Guð- brandsson, forstjóri, gjaldkeri fé- lagsins, skýrði frá því að áður- nefnd gæzla og eftirlit hefðu kostað 45.500 krónur. Voru það aðalútgjöld félagsins á síðast- liðnu ári. Fjölbreytt skemmtun í Selfossbíói SKEMMTUN verður haldin í Selfossbíói nk. föstudagskvöld kl. 9 til ágóða fyrir unga stúlku, sem nú er til höfuðaðgerðar er- lendis. Til skemmtunar verður kvik- mynd um kappakstur og flytur Sverrir Þóroddsson, kappaksturs- maður, skýringar, þá verðux efnt til skyndihappdrættis og tízku- sýningar á vegum Karnabæjar. Hljómsveitin Mánar leikur. — Kynnir og stjórnandi verður Lúð vík Karlsson.' Allir þessir aðilar hafa gefið sitt framlag til þessarar söfnun- ar. Það er Kvenfélag Selfoss- kirkju, sem stendur fyrir skemmtuninni og söfnuninni til ungu stúlkunnar. Skora konurn- ar á fólk að fjölmenna á skemmt unina og styrkja þannig þetta góða málefni. Heildarútgáfa á verkum Kambans — gef/n út af AB á nœsfa ári Á FUNDI Þjóðleikhússtjóra með fréttamönnum í gær skýrði Tómas Guðmundsson skáld frá því, að hann ynni nú að undirbúningi útgáfu á verkum Guðmundar Kambans Sagði Tómas, að Almenna bókafélagið hefði fengið rétt- indi til útgáfu á verkum Kambans og væri ætlað, að verkið kæmi í einu lagi út á næsta ári í sjö binda útgáfu. í útgáfunni munu verða leik- Ekið á bíl EKIÐ var á kyrrstæðan bíl, sem stóð framan við Sigtún 35 á tímabilinu frá kl. 11 um kvöldið annan i páskum og fram til kl. 7.45 á þriðjudagsmorgun. Bif- reiðin sem hér um ræðir er hvít Cortina R-6473 og var ekið á hægri hlið hennar. Þeir, sem kunna að hafa orðið vitni að árekstrinum, eru vinsamlega beðnir um að gefa sig fram við rannsóknarlögregluna. rit Kambans, skáldrit hans og ljóð. Papandreu sendir út boðskap hvetur alheim til að einangra herforingiastjórnina Aþenu 17. april NTB. AP. GEORGES Papandreu, fyrrver- andi forsætisráðherra Grikk- lands og leiðtogi Miðsambands- ins griska, sem nú er bannað eins og önnur stjómmálasamtök, sendi í gær frá sér boðskap, þar sem hann hvetur þjóðir heims til að einangra og hundsa her- foringjastjórnina grísku. Þetta er í fyrsta sinn, sem Papandreu eldri, hefur látið hug sinn opin- berlega í ljósi gagnvart núver- andi valdhöfum Grikklands. Alþjóðleg fiskveiðisýning b Esbjerg SJÖTTA alþjóðlega fiskveiði- sýningin hefst í Esbjerg í Dan- mörku 24. apríl og stendur til 5. maí. Þarmunu sýna rúmlega 200 aðilar frá 16 þjóðlöndum og aðil- ar frá 33 hafa tilkynnt komu sína á sýninguna. Á sýningu þessari mun gest- um gefast kostur á að kynnast mismunandi gæðum vöru, verð- mismun og eiginleikum af eigin raun. Danir auglýsa nú mjög fiskveiðisýningu þessa og segja: „Vi ses i Esbjerg!“ Fréttastofufregnum ber ekki alls kostar saman um, til hverra Papandreu hafi einkum viljað beina máli sínu og segir NTB til að mynda að yfirlýsingin hafi einkum átt erindi til hersins griska, en AP held-ur því fram, að þetta hafi verið ákall til um- Papandreu heimsins alls. AP segir, að yfir- lýsingin hafi verið undirrituð af Georges Papandreu og menn dragi ekki í efa, að Ihiún sé ósvik in. Tilkynningunni var útbýtt til erlendra fréttamanna í Aþenu í gærkvöldi. f boðskap sínum segir hinn 79 ára gamli stjórnmálamaður m. a. að valdaræningjarnir hafi hing- að til ekki fært neinar sönnur á þá staðlhæfingu, að þeir nafi gripið til sinwa ráða hinn 23. apríl í fyrra, vegna þess að bylt- ing kommúnista hafi verið ytfir- vofandi. Byltingin hafi einungis verið gerð til að koma í veg fyrir stórsigur Miðsambandsins í kosn ingum, sem fram áttu að fara í maí í fyrna. Papandreu segir, að leggist all- ar þjóðir heims á eitt og hundsi og einangri stjórnina, muni það leiða til þess, að hún hrökklist tafarlaust frá völdum. Eins og skýrt var frá í fyrra- dag var vörður settur á ný við heimili Papandreu, svo og við hiús annars fyrrverandi for sætisráðherra Grikklands, Kan- ellopouolsar. í gærkvöldi var sagt, að Kanellopouls væri sjúk- ur, en hefði verið neitað um að fá lækni til sín. Þá bárust fréttir um það í gær að einn hinna eldri stjórnmála- manna landsins og síðasti forseti gríska þingsins Dimitrios Papa- spyrou hafi einnig verið settur í stofufangelsi, eftir að hann neitaði að taka aftur gagnrýni á stjórnina, sem hann birti fyrir nokkru. Og enn einn fyrrv. þingmað- ur Miðsambandsins Angelos Angelouiisisou hefur verið flutt- ur frá Aþenu til einihverra fanga eyja stjórnarinnar á Eyjahafi. Hann var handtekinn s. 1. mánu- dag og sagður hættulegur öryggi landsins. Uppreisn í banda-| Agætur afli Eyjabáta rísku fangelsi Raleigh, Norður-Karólína, 17. apríl — NTB- Reuter — FANGAR í aðalfangelsinu í Raleigh í Norður-Karólína gerðu uppreisn í fyrrinótt og voru fimm fangar skotnir til bana áður en fangavörðum tókst að brjóta uppreisnina á bak aftur. Átökin hófust þegar fanga- verðir reyndu að fá um 400 fanga til að hverfa aftur til klefa sinna, en fangamir höfðu setzt um kyrrt í fang- elsisgarðinum og kröfðust þess, að þeir fengju fleiri sjón varpstæki, betri mat og heim sóknartími yrði lengdur. Fang arnir neituðu að víkja og brátt logaði allt í blóðugum slagsmálum. Fangaverðirnir segjast hafa átt líf sitt að verja og hafi neyðzt til að beita skotvopnum til að kæfa uppreisnina. Allt er nú með kyrrum kjörum í fangelsinu og fangarnir hafa verið fluttir aftur í klefa sína. VESTMANNAEYJABÁTAR hafa aflað ágætlega undanfarna daga og má segja að dagurinn í fyrradag hafi verið hvað bezti afladagurinn, en þá komu hér á land um 1000 lestir, sagði frétta- ritari Mbl. í Vestmannaeyjum, Björn Guðmundsson, í gær. Afl- inn er þó dálitið misjafn, en sá bátur er varð aflahæstur í fyrra dag var Huginn, sem fékk á milli 60 og 70 lestir af einnar nátta fiski. Einstaka bátur fór niður í 12 lestir, en flestir voru með 20 til 30 lestir. Saltbirgðir í Eyjum voru alveg á þrotum í gær, en í nótt var væntanlegt til Eyja saltskip með 1000 lestir. Næsta skip er vænt- anlegt hinn 27., en verði afli sem hann er nú má vart búast við því að sendingar þessar nái saman, en allur aflinn fer í salt. Skreiðin selzt ekki vegna styrj- aldarástands í Nígeríu. Afli hefur yfirleitt verið rýr hjá bátum með botnvörpu, en þó hefur bátur og bátur fengið góð- an afla inn á milli. T.d. kom Öðl- ingur með 45 lestir í fyrradag, Þá hafa bátar með nót aðeins orðið fiskjar varir. Unnið er stanzlaust að verkuh aflans í Eyjum, en tiltölulega lítið er um utanbæjarfólk þar nú. Eyjaskeggjar hafa þó tölu- vert varalið, sem tekur til héndi á kvöldin, sem eru iðnaðarmenn og fleiri. Hefur aflinn unnizt vel það sem af er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.