Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 198« Landslið Islands gegn Spáni valið Leikur í IHadrid 28. og í Valencia 1. maí HANDKNATTLEIKSMENN standa enn í stórræðunum og nú stendur fyrir dyrum Spán- arför hjá landsliðinu- Halda liðsmenn utan í næstu viku eða á föstudaginn og leika tvo lands leiki við Spánverja, hinn fyrri í Madrid sunnudaginn 28. apríl og hinn síðari í Valencia 1. maí. Ferð liðsins stendur í viku og verður komið heim 2. eða 3. maí. Liðið sem fer í þessa ferð hefur verið valið, og er þannig skipað: Markverðir: Þorsteinn Björnsson, Fram Logi Kristjánsson, Haukum Leikmenn: Ingólfur Óskarsson, Fram Guðjón Jónsson, Fram Gunnlaugur Hjálmarsson, Fram Gísli Blöndal, KR Björgvin Björgvinsson, Fram Jón H. Magnússon, Víking Sigurður Einarsson, Fram Stefán Jónson, Haukum Ásgeir Elíasson, ÍR Fararstjórar í ferðinni verða Sveinn Ragnarsson og Einar Matthiesen og þjálfari Birgir Bjömsson. LOKAÞÁTTUR Þessi ferð verður lokaþáttur- inn í óvenjulega annaríku ári hjá landsliðinu, þar sem það hefur keppt hér heima og er- lendis við margar af beztu hand knattleiksþj’óðum Evrópu. Allir þeir leikir hafa tapazt sumir með litlum mun, aðrir með meiri mun, en vonandi hefur liðið orð- ið reynslunni ríkara, og ekki kannski sízt eftir síðari leikinn við Dani, sem varð fyrsti sig- urleikur ísl. landsliðsins um langan tíma. Spánverjar eiga allgóðu liði á að skipa og unnu ísl. liðið síð- ast er keppt var við þá á þeirra heimavelli. Vonandi verður þeirra ófara hefnt nú. ÝMSIR FORFALLAÐIR Ýmsir af þeim sem landsliðs- nefnd hefði viljað hafa með áttu ekki kost á því að fara vinnu sinnar vegna eða náms. Liðið er því ekki skipað þeim mönn- um, sem landsliðsnefndin helzt kaus, en eigi að síður er val- inn maður í hverju rúmi — enda er breiddin orðin það mikil hér að úr stórum hópi svipaðra eða jafngóðra manna er að ræða. NÝLIÐI Einn nýliði er í liðinu, Ásgeir Elíasson, ÍR. Hann hefur sýnt miklar framfarir og skemmtilega leiki og fékk m.a. mikið lof fyrir leiki sína í unglingaleikj- um ísl. liðsins í Noregi á dög- unum. IJrslitaleikir í handboltamótinu Fram og FH munu berjast þó leikurinn skipti engu máli HANDKNATTLEIKSMÓTI ís- lands er nú að ljúka. t kvöld verður næst síðasta leikkvöldið í 1. deild og leika þá FH gegn Val og síðan Haukar gegn KR. Á sunnudaginn verða svo úrslita- leikirnir. Úrslitaleikirnir hefjast á sunnu daginn kl. 2 síðdegis í íþrótta- höllinni. Þá fara fram úrslita- leikir í 1- flokki og leika Ár- mann og Fram. í úrslitum í 2. flokki karla leika FH gegn annað hvort Fram eða Val, en einum leik í þeirra riðli er ólokið. í meistaraflokki kvenna leika til úrslita Ármann og Valur og nægir liði Vals jafntefli til sig- urs. f 2. deild karla leika loks til úrslita þennan dag lið Ármanns og ÍR og nægir ÍR-ingum jafn- tefli tH að vinna sætið í 1. deild sem laust er. Um kvöldið fara svo fram úr- slitaleikirnir í 1. deild. Þá leika Valur og Víkingur og síðan FH og Fram. Að vísu er þegar séð fyrir um það hvaða iið fellur niður (Víkingur) og hvaða lið hlýtur íslandstitilinn (Fram), en áreiðanlega munu FH-ingar reyna að vinna meistarana í sið asta leiknum og fá með því upp bót fyrir tapaða leiki — og eins munu Framarar vilja sýna að það var engin tilviljun að þeir urðu íslandsmeistarar. Þetta verður því hörkuleikur, þó hann hafi engin áhrif á endanleg úr- slit. * Islandsglíman 28. apríl ÍSLANDSGLÍMAN 1968 verður háð að Hálogalandi, sunnudag- inn 28. apríl kl. 16.00. Rétt til þátttöku í glímunni eiga: 1. Glímukappi fslands, næstu þrjú ár eftir unna fslands- giímu. 2. Fjórir næstefstu glímumenn frá siðustu Íslandsglímu. 3. Þrír efstu menn í hverjum þyngdarflokki og í unglinga- flokki Flokkaglímu Reykja- víkur. 5. Þrír efstu menn í: a) Fjórðungsglímu Vestur- . lands. b) Fjórðungsglímu Norður- lands. c) Fjórðungsglímu Austur- lands. k skíða landsmðti MYNDIR þessar eru frá skíða landsmótinu á Akureyri og sýna bezta alpagreinafólk hér á landi. Á stærri myndinni eru fimm fyrstu menn í svigi karla talið frá vinstri: Haf- steinn Sigurðsson, íslands- meistari, Samúel Gústafsson, fsafirði, Magnús Ingólfsson og Árni Óðinsson frá ísafirði og Árni Sigurðsson, fsafirði. Á minni myndinni eru kon urnar þrjár sem skiptu á milli sín verðlaununum, frá vinstri Árdís Þórðardóttir, Siglufirði, Sigríður Jónsdóttir, Siglu- firði og Karólína Guðmunds- dóttir, Akureyri. Myndirnar tók Matthías Gestsson. Þorsteinn var annar í dyggðunum þremur Boga Þorsteínssyni sérstaklega þökkuð góð störf f HÓFI sem Körfuknattleikssam bandið hélt þátttakendum í Norð urlandamótinu voru veitt sérstök verðlaun fyrir ákveðin atriði sem þýðingarmest eru talin í kapp- leik. Eru það skildir fyrir bezta hittni í leik, bezta hittni í víta- köstum og mesta fjölda fang- aðra frákasta (þegar knöttur- inn fer ekki í körfu en hrekk- ur af spjaldinu við körfuna). Verðíaunin fyrir bezta hittni í leik hlaut Finninn Kari Lathi sem í einum leikja sinna skor- aði alls 52 stig og náði 78% d) Fjórðungsglímu Suður- lands. 6. Þrir efstu menn í Skjaldar- glímu Ármanns og Skjaldar- glímu Skarphéðins. Keppendur skulu ekki vera yngri en 17 ára miðað við síð- ustu áramót. Ungmennafélagið Víkverji sér umg límuna að þessu sinni og skulu þátttökutilkynningar ber- ast Valdimar Óskarseyni, Há- túni 43, fyrir 21. þ.m. hittni í tilraunum sínum. Næstur honum í þessum efn- um kom Þorsteinn Hallgríms- son sem skoraði 49 stig í einum leikja sinna og náði 74% hittni í tilraunum sínum þá. Verðiaun fyrir bezta hittni í vitaköstum hlaut Finninn Lars Karell en hann tók í einum leik 11 vítaköst og hittni hans var 92%. Næstur honum í þessum efn- um kom Þorsteinn Hallgríms- son, sem í einum leik tók 9 víta- köst og var hittni hans þá 90%. Verðlaun fyrir að taka flest fráköst hlaut Svíinn Hans Al- bertsson (rúmlega 2 m. maður) en hann „hirti“ 35 slík. Næstur honum í þessum efn- um kom Þorsteinn Hallgríms- son, sem „hirti“ 33 fráköst. Má því segja að Þorsteinn hafi sýnt mestu alhUða hæfn- ina, því herzlumuninn vantar á að hann sé hæstur í þessum þremur dyggðum körfuknatt- leiksins. Hann er sá eini sem kemst á blað af fslendingum í þessari statistisk, en Hðsmenn annarra Hða skipta hæfileikun- um á milli sín. Fjórða dyggðin er að skora flest stig í leik. f þeirri grein sigraði Finninn Pilkawaara með alls 69 stig. Næstur kom Hans Albertsson með alls 167 og Þor- steinn í 3. sæti með alls 49 stig. í hófinu voru margar ræður haldnar og kom vel fram að Norðurlandaþjóðirnar undrast yfir hversu gott lið hin fámenna ísl. Þjóð á í þessari grein og hversu vel KKÍ tókst að skipu- leggja þetta mót. Fyrirliði ísl. liðsins Kolbeinn Pálsson flutti ræðu og færði Boga Þorsteinssyni formanni KKÍ sérstakar þakkir liðsmanna fyrir fórnfús og góð störf í þágu körfuknattleiks. Skoraði hann á Boga f.h. liðsmanna allra að halda áfram formennsku í KKÍ og hét því að það fræ sem Bogi hafði í upphafi sáð með skipu- lagningu innan körfuknattleikB- ins myndi bera enn ríkari ávöxt en orðið var. Það er vist að ísl. körfuknatt- leiksiþrótt hefur hagnast á þvl bæði íþróttalega og eins í sam- starfi við Norðurlöndin að óvenjulega margir hafa unnið óvenjulega mikið starf á óvenju lega ósérhlífin og fórnfúsan hátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.