Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 12
\ 12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRTL 1958 iV (.íiL'frtí Vísindaleg tilraunastarfsemi meö fiskrækt í fjörðum — þingsályktunartillaga samþ. TILLAGA til þingsályktunar um fiskrækt í fjörðum sem Sigurður Bjarnason flutti var í gær afgreidd til ríkisstjórn- arinnar sem ályktun Aiþing- is. Er tillagan svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjómina að láta fram fara athugun á möguleikum vísindalegrar tilraunastarf- semi með fiskirækt og upp- eldi nytjafiska í einstökum fjörðum, er hentugir kynnu að þykja til slíkrar starfsemi. Skal haft samráð við Haf- rannsóknarstofnunina og Fiskifélagi íslands um þessa athugun. Friðjón Þórðarson mælti fyrir áliti allsherjarnefndar sem fjallaði um tillöguna, en samstaða var innan hennar um afgreiðslu tillögunnar. Kom fram í ræðu Friðjóns að mikill áhugi væri nú vakn aður á fiskiræktarmálum og hefðu bæði einstaklingar og hið opinbera látið þessi mál til sín taka á umliðnum ár- um. Þær tilraunir, sem þegar hefðu verið gerðar færðu ótvírætt heim sönnur þess að þarna væri mikið framtíðar- verkefni með höndum. Hér væri um stórvaxið við fangsefni að ræða og svo mikið væri í húfi um alla af- komu þjóðarbúsins, að leita yrði allra ráða til aukinnar þekkingar á þessu sviði. Friðjón minntL á þings- ályktunartillögu er hann flutti ásamt Sigurði Ágústs- syni um fiskirannsóknir á Breiðafirði og samþykkt var á þingi 1957. í umsögn fiski- deildar Atvinnudeildar Há- skólans um þá tillögu kom m.a. fram að Breiðafjörður væri sennilega mikil uppeldis stöð ungfisks og væri æski- legt, að á því yrðu gerðar kerfisbundnar rannsóknir. Sagði Friðjón að á þeim ára- tug sem liðinn væri frá sam- þykkt umræddrar tillögu hefði sennilega verið meira / hugsað um að veiða sem I mest, heldur en að gera sér I fulla grein fyrir því, hvert t raunverulega stefndi í þeim / efnum. J Sagði Friðjón að tillaga sú, I sem hér um ræddi benti á í nauðsyn þess að hefjast l handa um vísindalegar aðgerð / ir til ræktunar nytjafiska í 1 hafinu við strendur landsins. t Hér væri um hugsjónamál að í ræða, sem jafnframt hefði / mikið hagnýtt gildi. Gat hann þess að nefndin hefði sent til- löguna til umsagnar Fiskifé- lags íslands, Veiðimálastjóra og Hafrannsóknarstafnunar- innar, og hefði það verið sam róma álit, að tillagan væri athyglisverð og tímabær. Undirbúningur þess að gera akfært umhverfis landið Tillaga þessi var flutt af þing- mönnum allra flokka, en Ey- steinn Jónsson var 1. flutnings- maður. Mælti Jón Árnason fyrir áliti fjárhagsnefndar um tillög- Framhald á bls. 21 Þingsályktunartillög- ur samþykktar —Stöðlun fiskiskipa — Lífeyrissjóður togarasjómanna — Fiskeldisstöðvar — Breytt skipan lögreglumdla í Rvík — Meðferð d hrossum — Auknar sjúkratryggingar — Undirbúningur þess Samdóma taka bæri Þjððaratkvæða- greiðsla um áfengt öl Pétur Sigurðsson hefur lagt fram á Alþingi breytingartillögu við frumvarp um breytingar á áfengislöggjöfinni sem nú liggur fyrir Alþingi. Leggur Pétur til að leyfilegt verði að brugga öl til sölu innanlands og til útflutn- ings, — en áður skuli þó hafa fram farið þjóðaratkvæða- greiðsla um málið. Breytingartillaga Péturs er svoihljóðandi: Ríkisstjórninni er þó heimilt, að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu ábr. bráða birgðaákvæði þessara laga, að leyfa tillbúning öls til sölu innan- liands og útfutnings, sem hafi inni að halda allt að 4%% af vínanda að rúmmáli. Framleiðslugjald af áfengu öli skal ákveðið í lögum um gjald af innlendum tollvöru- tegundum. Nánari ákvæði um meðferð og sölu á áfengu öli skal setja í reglugerð. Áfengt öl, sem selt er innanlands, lýtur sömu lög- um um meðferð og söhi og annað áfengi. Aftan við frumvarpið korni svo hljóðandi bráðabirgða- ákvæði: Ríkisstjórninni er skylt að láta á árinu 1969 fara fram þjóð aratkvæðagreiðslu meðal alþing iskjósenda um, hvort þeir vilji leytfa tilbúning og sölu áfengs öls skv. því, sem segir í frum- varpsgrein þeirri er hér fer á undan. Ef meiri hluti þeirra, er atkvæði greiða, er samþykkur, öðlast greinin gildi. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna skal fara eftir lögum um kosn- ingar til Aiiþingis, eftir því sem við á. Óskar E. Leví tekur sæti á Alþingi ÓSKAR E. LEVI tók í fyrradag sæti á Alþingi vegna veikinda Pálma Jónssonar á Akri. Óskar skipaði fjórða sæti lista Sjálf- stæðisflokksins í N'orðurlands- kjördæmi vestra í kosningunum s. 1. vor. Var kjörbréf hans sam- þykkt á fundi í sameinuðu þingi í fyrradag. Óskar hefur áður átt sæti á Alþingi, tók sæti á þingL er Einar Ingimundarson sagði af sér þingmennsku. Þá tók aftur sæti sitt á Alþingi Skúli Guðmundsson, en hann hefur verið fjarverandi megin- hluta þingtímans, vegna lær- brots. álit sérfræöinga að öruggasta tilboöinu að gera akfært umhverfis landið NÍU þingsályktunartillögur voru teknar til umræðu á fundi Sam- einaðs Alþingis í gær og voru 8 þeirra samþykktar samhljóða, umræðu um níundu tillöguna var lokið, en atkvæðagreiðslunni var frestað. Stöðlun fiskiskipa Þingsályktunartillaga um stöðl un fiskiskipa var flutt af Braga Sigurjónssyni og mælti Matthías Bjarnason fyrir áliti allsherjar- nefndar sem fjallað hafði um til- löguna. Mælti nefndin með sam- þykkt tillögunnar, en gerði jafn- framt á henni nokkrar breyting- ar. Svo breytt var tillagan sam- þykkt með 33 samhljóða atkv. Lífeyrissjóður togarasjómanna Sú tillaga var flutt af Pétri Sigudðssyni og mælti Bragi Sig- urjónsson fyrir áliti allsherjar- nefndar sem fjallað hafði um til- löguna. Kom fram að nefndin hafði sent stjórn lífeyrissjóðsins tillöguna til umsagnar, og mælti hún með samþykkt hennar. Við atkvæðagreiðsluna var tillagan síðan samþykkt með 32 sam- hljóða atkvæðum. Fiskeldisstöðvar Sú þingsályktunartillaga var flutt af Birni Jónssyni, Jónasi G. Rafnar, Jónasi Péturssyni og Jóni Á. Héðinssyni. Fjallar tii- lagan um að ríkisstjórninni verði falið að kanna á hvaða hátt fisk- eldisstöðvar sem reknar yrðu sem aukabúgrein hentuðu bezt ís lenzkum bændum. Tillagan var samþykkt með 32 samhljóða at- kvæðum. Breytt skipan lögreglumála Þingsályktunartillaga um breytta skipan lögreglumála í Reykjavík var flutt af Friðjóni Þórðarsyni og fjallar hún um að almenna lögreglan í Reykjavík og rannsóknarlögreglan verði sameinaðar undir yfirstjórn lög- reglustjóra. Mælti Bragi Sigur- jónsson fyrir áliti allsherjarnefnd ar, sem mælti einróma með sam> þykkt tillögunnar. Var hún síðai? samþykkt með 37 samhljóða at< kvæðum. Meðferð á hrossum Tillögu þessa flutti Jónas Árnason, og fjalláði hún um að Alþingi álykti áð skora á land- búnaðarráðherra að sjá til þess, að ákvæðum laga um hýsingu, fóðrun og aðra hirðingu sé fram- fylgt að því er varðar hross sem og annan búpening. Mælti Vil- hjálmur Hjálmarsson fyrir nefnd aráliti allsherjamefndar um til- löguna, sem var síðan samþykkt með 32 samhljóða atkvæðum. Auknar sjúkratryggingar Sú tillaga var flutt af Jóni Árnasyni, Oddi Andréssyni, Ás- geiri Péturssyni, Ásmundi B. Ol- sen og Gunnari Gíslasyni og fjallar hún um að IV. kafli laga um almannatryggingar vei*ði end urskoðaður, með það fyrir aug- um að sjúklingar sem leita þurfa læknishjálpar erlendis, fái verulega auknar bætur frá því, sem nú á sér stað. Matthías Bjarnason mælti fyrir áliti alls- herjarnefndar um tillöguna, sem var síðan samþykkt með 33 sam- hljóða atkvæðum. — greinargerð Póst- MORGUNBLAÐINU harst í gær greinargerð frá Póst- og síma- málastjóminni, er fjallar um gagnrýni þá, er fram hefur kom ið á tilboðsvali í útveggi við- byggingar Landssímahússins í Reykjavík. í greinargerðinni segir m.a., að það hafi verið mat sérfræð- inga og arkitekta hússins að taka því tilboði, sem mest öryggi veitti i veðráttu hérlendis, og hafi það verið mat þeirra, að það væru útveggir frá belgíska fyrirtækinu Chamebel. Auk þess var um töluverðan verð- mismun að ræða á umræddu til- boði og tilboði frá þeim innlenda aðila, er helzt þótti koma til greina. Greinargerð Póst- og símamála stjómarinnar fer hér á eftir: „Vegna blaðaskrifa í Alþýðu- blaðinu 9. og 10. apríl sl., varð- andi útveggi í viðbyggingu Lands símahússins í Reykjavík, þykir rétt að gefa eftirfarandi skýr- ingar: í janúar 1967 var leitað til- boða hjá 10 fyrirtækjum, sem álitið var að hefðu hug á að gera tilboð í fyrirhugaða létta útveggi eða gluggaveggi í fram- angreinda viðbyggingu. Bárust tilboð frá 5 aðilum. Þá var nóg að gera í byggingar- iðnaðinum og ekki farið að ræða opinberlega að taka bæri inn- lendu tilboði fram yfir erlent þótt það væri eitthvað óhagstæð ara. Þegar tilboðsgögn voru könn- uð, varð strax ljóst, að tilboðin voru mjög misjöfn að gerð og frágangi og ennfremur var mis- og símamálastjórnar jafnlega mikið fólgið í tilboðs- verðinu (33,7 millj. kr.) svo að áætla varð það, sem á vantaði vegna samanburðar. Samanburðurinn sýndi, að um raunverulega lítinn verðmun var að ræða, og því mest kom- ið undir vali frá tæknilegu sjón- armiði. Símatæknideild stofnunarinnar hafði fund með arkitektum og hitasérfræðingi hússins um þetta mál og voru allir sammála um að velja það tilboð, sem þeir töldu veita mest öryggi í þeirri veðráttu, sem hér er. Samkvæmt þessu var valinn útveggur frá belgísku fyrirtæki, sem áður hafði fengið töluvérða reynslu hérlendis. Jafnframt því, að sérfræðing- ar töldu útvegginn frá belgíska fyrirtækinu Chamebel hafa bezta einangrun og vöm gegn hélu, kulda og regni í þeirri veðráttu, sem hér er, var bent á, að mjög auðvelt væri að setja skilrúmsveggi upp að glugga- póstum svo þétt, að hljóðlburð- ur milli herbergja yrði hverf- andi. Þá þótti einnig skipta miklu máli hvað endingu snert- ir, að hver eining er málmhúð- uð (anodiseret) eftir að allri smíði, svo sem borun, sögun og rafsuðu, er lokið. í tilboðinu frá Rafha í Hafnar- firði var boðið efni frá Raufoss Ammunisjons fabrikker í Nor- egi. Eru prófíiarnir fluttir inn í lengjum og sniðnir niður hér eftir því sem við á í hverju verkefni. Efni sem flutt er inn á þennan hátt fór í 15% toll- flokk. f bréfi Rafha frá 31. 7. 1967 er upplýst, að erlendi kostnað- urinn í tilboðsupphæðinni sé kr. 1.694.000,— en 15% tollur af þeirri upphæð nemur um kr. 254.100.— en heildartilboð frá Rafha var kr. 3.080.000.— en hér verður að bæta við áætluðum aukakostnaði vegna lokaðra vinnupalla að upphæð kr. 260.000 Hið raunverulega verð, sem ríkissjóður yrði að greiða er því kr. 3.340.00 mínus kr. 254.100 eða kr. 3.085.900. Til samanburðar eru hliðstæð- ar tölur frá Chamebel kr. 3.710. 040 mínus 1.200.00 eða kr. 2.610.00 þar eð 50% tollur og söluskatt- ur er með í tilboðinu frá Cha- mebel. Þegar Ijóst var, að hagfeld- asta tilboðið væri frá Chamebel var ákveðið að athuga nánar í Danmörku og Belgíu málavexti í sambandi við framleiðslu urav- ræddra útveggja. Hafði húsameistari ríkisins gert lítilsháttar breytingar við útlit veggsins og voru nokkur önnur atriði rædd og nokkrum sparnaði viðkomið. f því sam- bandi var verðið lækkað um B. fr. 205-500. Var þá heildarverð- ið frá Chamebel komið niður í kr. 3.381.040 að frádregnum toll- um kr. 1.000.000 eða kr. 2.381.040. Auk þessa var gerð hagræð- ing, sem ekki var reiknuð til fjár en lauslega metin á kr. 100.000. í heild hefur verið lögð höfuð- áherzla á að gæta hagsmuna rík isins í sambandi við þessa bygg ingu. Póst- og símamáLastjórnin,, 17. 4. 1968.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.