Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 TÆKHRÆÐIOR TÆKHIFRÆRHIR Ungur tæknifræðingur, Husbygningsingeni0r, sem var að ljúka námi óskar eftir atvinnu fljótlega helzt í Reykjavík. Tilboð sendist Mbl. merkt: „8841“. Sjötugur í dag: Pétur Jónsson hreppstjóri Reynihlíð TIL FERMINGARGJAFA RADIONETTE viðtæki, verð frá kr. 5970.— RADIONETTE útvarpsfónar. TELEFUNKEN segulbönd, viðtæki og plötuspilarar. AIWA segulbandstæki gerð fyrir rafhlöður og 22 v. verð frá kr. .3.835.— MONARCH plötuspilarar, verð frá kr. 2665.— DENON plötuspilarar, verð frá kr. 1712.— RADIONETTE plötuspilarar, verð frá kr. 1712.— RADIONETTE, TELEFUNKEN, STANDARD, AIWA, SONY, SHARP, RADIOMATIC, EDI og CAROLINE ferðaviðtæki, verð frá kr. 695.— RONSON hárþurrkur, verð frá kr. 1145.— ADAX og ISMET hárþurrkuhjálmar. Laugavegi 47. — Sími 15575. RATSJA HF ,,Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hetur44 Hafið ávallt & slökkvi- tæki við hendina. Margar tegundir fyr- irliggjandi. slökkvitæki veita yður öryggi og afslátt á tryggingariðgjöld- um á sama tíma. * Olafur Gíslason & Co. hf. Ingólfsstræti la, — Sími 18370. f DAG á Pétur Jónsson hrepp- stjóri í Reynihlíð sjötugsafmæli Mig langar í tilefni þessara merku tímamóta að biðja Morg- unblaðið fyrir afmæliskveðju til bans. Bið ég hann að virða vilj- ann fyrir verkið. Pétur er fædd ur í Reykjahlíð 18. apríl 1898. Foreldrar hans voru, Jón Frí- mann Einarsson, elzti sonur Ein- ars Friðrikssonar bónda í Svart árkoti, en síðar í Reykjahlíð, og Hólmfríður Jóhannesdóttir frá Geiteyjarströnd. Pétur fór snemma að vinna við öll venju- leg bústörf á heimili sínu, svo sem þá var títt með unglinga til sveita. Ekki naut hann langrar barnafræðslu, var aðeins einn vetur við nám í barnaskóla. Mjög þráði hann þó á bernsku- skeiði sínu að fá eitthvað að læra. Veturinn 1915 var hann í unglingaskóla í þrjá mánuði í Þinghúsinu á Skútustöðum, kenn ari var Jón Gauti Jónsson. Árið 1916 fer Pétur í bænda- skólann á Hvanneyri, þaðan út skrifast hann sem búfræðingur 30. apríl 1918. Hann á því 50 ára búfræðingsafmæli eftir nokkra daga. Gert er ráð fyrir að þeirra tímamóta verði minnst á komandi sumri. Eftir að Pétur kom heim frá Hvanneyri slund- aði hann um tíma ýmsa vinnu hér í sveitinni, var m.a. kaupa- maður eitt sumar hjá föðurbróð- ur sínum, Sigurði Einarsyni í Reykjahlíð. Ennfremur var hann við barnafræðslu í Reykja hlíð veturinn 1921. >á kenndi Pétur unglingum í þrjá mánuði veturinn 1920 í Presthvammi í Aðaldal. Þar mun hann hafa kynnzt hinni glæsilegu heima- sætu Þuríði Gísladóttur í Prest- hvammi, er síðar varð eigin- kona hans. Pétur og Þuríður hófu búskap í Reykjahlíð á hluta jarðarinnar árið 1922. Ár- ið 1926 flytja þau að Kast- hvammi í Laxárdal, búa þar í tvö ár, en flytja aftur í Reykja- hlíð 1928. Þar rekur Pétur síðan búskap til ársins 1951, að hann hættir að búa, og afhendir þá syni sínum og tengdasyni jarðar hlutann. Ekki er hægt að telja að Pétur hafi búið sérlega stórt í sinni búskapartíð. Fljótlega voru honum falin ýmis trúnaðar störf fyrir sveit sína og hérað. TOYOTA COROLLA 1100 Tryggið yður TOYOTA Nokkrir Toyota Corolla 1100 á hagstœðu verði til afgreiðslu strax. — J4PAIMSKA BIFREIÐASALÁN HF. ÁrmiTla 7 — Sími 34470. Árið 1932 tók hann að sér verk- stjórn við vegagerð. f fyrstu var umráðsvæði hans allviðáttumik- ið, eða frá Eyjafirði að Jökulsá. Gegndi Pétur þessu starfi óslitið til ársins 1965. Árið 1933 var verið að leggja veg hér í sveit- inni milli Skútustaða og Garðs. Vantaði þá fé til að hægt yrði að ljúka vissum áfanga á þeirri leið. Meðan á þessari vinnu stóð kom þáverandi vegamálastjóri, Geir Zoega, í heimsókn. Bárust þessi fjárhagsvandræði í tal við vegamálastjóra. Er hann hafði heyrt alla málavexti, snýr hann sér að Pétri í Reykjahlíð og seg- ir. — Þessum manni treysti ég vel til að fara með peninga. Síð- an mælti hann svo fyrir að fé yrði að veita til verksins þannig að framkvæmdir þyrftu ekki að stöðvast. Pétri þótti ákaflega vænt um þessi orð og gerðir vegamálastjóra, og telur að það hafi orðið til þess öðru fremur að auka sjálfstraust sitt í hinu langa og oft vandasama verk- stjórastarfi. Eg get hér nokkurra fleiri trúnaðarstarfa, er Pétur hefur gegnt. í sveitastjórn Skútustaða hrepps var hann í 24 ár. í skattanefnd frá 1944 og þar til þær nefndir voru lagðar niður. Hreppstjóri var hann skipaður frá 1. janúar 1962. Formaður Búnaðarfélags Mývetninga var hann í 12 ár, og ungmennafélags ins nokkur ár. Oft hefur Pétur sótt aðalfundi Kaupfélags Þing- eyinga og S.f.S. Pétur var í rit- nefnd 50 ára afmælisrits, er Hér aðssamband Suður Þingeyinga gaf út árið 1964. Ég vil ekki gleyma með öllu ritstörfum Péturs. Hann hefur um nokkurt skeið unnið að fræði störfum. Með þessu starfi sínu hefur honum tekizt að forða frá glötun ýmiskonar fróðleik. Hann hefur t. d. skráð kirkju- og hreppsbækur frá gamalli tíð. Á Þjóðskjalasafnið í Reykjavík hef ur Pétur oft átt erindi, til að draga saman ýmsar himildir um Mývatnssveit. Þá hefur hann haft á hendi margskonar skýrslu gerðir í sambandi við skattfram- töl, svo og viðkomandi hrepp- stjórastarfinu. Ósjaldan hefur hann verið til kvaddur, er bifreiðaárekstrar hafa orðið hér í nágrenninu. Veit ég að skýrslur þær, er hann hef ur gert varðandi þau mál, reyn- ir hann að leysa af hendi, eins samviskusamlega og kostur er hverju sinni. Auk þeirra starfa, sem hér hafa verið talin, vil ég geta þess, að á undanförnum ár- um hefur Pétur þurft að fara á flesta eða alla bæi hér í sveit- inni við að aðstoða menn við gerð skattframtala. Segja má að Pétur gangi enn að hverju starfi af hinu mesta kappi, hann vill ógjarnan fresta þeim verkum til morguns, sem hægt sé að vinna í dag. Á búskaparárum sínum einkum framan af, fór Pétur margar ferðir til fjárgæzlu og fjárleita á Mývatnsfjöllum. Má jafnvel segja að hann hafi oft haft forustuhlutverki þar að gegna í slíkum ferðum. Hann var á þeim árum hið mesta hraust- menni, harðduglegur, kappsam- ur með afbrigðum og ósérhlíf- inn. Fyrst fór Pétur í göngur árið 1910, en í síðustu fjárleitarferð- ina 1952. Árið 1880 var reist sæluhús vestan jökulsár, gegnt Grímstöðum á Fjöllum. Þetta sæluhús á sér að mörgu leyti merkilega sögu. Þar hafa sem sé gerzt ýmsir þeir atburðir, er ekki hefur enn tekizt að skýra á eðlilegan hátt. Sæluhúsið við Jökulsá var líka lengi aðal gisti- og viðkomustaður fjárelit- ar- og fjárgæzlumanna austan Nýjahrauns. Auk þess var þá ferjað þar fyrir Jökulsá. Gátu Skolphreinsun úti og inni Sótthreinsum að verki loknu. Vakt allan sólar- hringinn. Niðursetning á brunnum og smáviðgerðir. Góð tæki og þjónusta. Rörverk sími 81617. VERZLUMRHUSIUÆÐI VIB LAUGAVEG til leigu, einnig IBKIMR- OG GEYMSLUHÚSIUÆBl v/ Laugavegi. — TJpplýsingar í síma 21815. ISAL Umsjónarmaður Óskum eftir að ráða mann til þess að hafa umsjón með erlendum starfsmönnum, er búa í Straumsvík. Kunnátta í þýzku og Norðurlandamáli nauðsynleg. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist í pósthólf 244 Hafnarfirði fyrir 25. apríl. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.