Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 17 því ferðamenn fengið sér húsa- skjól í sæluhúsinu meðan beðið var eftir ferjumanni frá Gríms- stöðum. Pétur var lengi búinn að sjá, að hagkvæmara mundi fyrir fjárleitarmenn að hafa frekar bækistöð við Nýjahraun heldur en austur við Jökulsá. Vorið 1923 er hann var við fjárgæzlu á þessum slóðum, byrjaði hann einn að koma upp slíkri bæki- stöð- Að sjálfsögðu var það verk erfitt og miðaði byggingunni hægt áfram í fyrstu, því útvegg- ir voru hlaðnir úr grjóti. Síðan héldu svo næstu gæslumenn verkinu áfram, jafnfram gáfu þeir byggingunni nafn — Pét- urskirkja. Unnið var að kirkju- byggingunni eftir því sem ástæð ur frekast leyfðu fullbyggð var hún árið 1925, og þá tekin í notkun. Péturskirkja var síðan endurbyggð, skammt frá þeirri fyrri árið 1952. Með þessum framkvæmdum við Nýjahraun sem að framan greinir, batnaði til muna öll aðstaða fjárleitar- manna á svæðinu. Pétur í Reyni hlíð átti óefað mestan þátt í því á sínum tíma að þarna var hafizt handa. Síðan Péturskirkja var fullbyggð og fram á þennan dag, hefur mikill fjöldi manna gist þar og átt góðar nætur. Ekki væri óeðlílegt þótt Pét- ur hefði einhverntíma lent í öllum þeim mörgu ferðum er hann hefur farið upp á fjöll að vetrarlagi, þegar allra verða er von. Þó lætur hann sjálfur lítið yfir því. Frekar minnist hann vor- og sumarferða á fjöllum, þegar náttúran skartar sínu feg- ursta, sú mynd tignar og mikil- leiks gleymist ógjörla. Ég vil þó geta einnar ferðar, er Pétur fór fyrrihluta vetrar að sækja kindur norður í Kelduhverfi. Hann var þá staddur við Nýja- hraun, og lagði þaðan af stað norður snemma morguns. Gekk sú ferð vel og til baka í Svína- dal. Þar gisti hann um nóttina. Næsta morgun lagði Pétur upp frá Svínadal. Páll bóndi fylgdi honum nokkurn spöl. Allmikið hafði snjóað um nóttina. Þegar suður á Grjótháls kom ,var slík ófærð að illmögulegt var að koma kindunum nokkuð áfram. Þó heldur hann áfram allan dag inn, þar til hann kemur á Hlíðar haga eftir 14 tíma ferð frá Svína dal. Mjög var hann þá orðinn blautur og hrakinn. Ekki var vistin góð á Haganum, því ó- mögulegt reyndist að tendra eld þar eð eldspýtnastokkur, sem hann bar á sér, hafði blotnað- Strax er inn í kofann kom fór hann að skjálfa, enda mjög kalt þar. Var þá þrautaráð hans að reyna að berja sér, einnig líka að syngja. Gekk svo alla nótt- ina. Hafði hann af hvorutveggja nokkurn hita, um svefn var ekki að ræða. Matföng voru engin, hafði aðeins með sér smábita, er hann fór frá Svína- dal. Ekki var heldur gert ráð fyrir að gista á Hlíðarhaga, þegar lagt var af stað um morg- uninn að norðan. Eftir að Pétur var búinn að eiga frekar ömurlega nótt á þess um næturstað hélt hann heim- leiðis. Ekki taldi hann ráðlegt að fara lengra með kindurnar, eins og færi var háttað og aðrar kringumstæður, og skildi þær því eftir. Voru kindurnar síðan aóttar norður næsta dag, af tveimur mönnum. Eflaust hefur Pétur oftar verið einn á ferð, og lent í slíkum hrakningum, en þess mun ekki getið hér frekar. ' Veturinn 1936 var ákaflega snjóþungur hér um slóðir, og erf itt með alla aðdrætti. Þennan vetur fór ég tvær ferðir til Húsavíkur með hest og sleða. Mig minnir að Pétur í Reyni- hlíð hefði eiginlega forustuna í þessum ferðum öðrum fremur. Hann átti líka afburða duglegan dráttarhest, er Gráni hét. Oft- ast var Gráni á undan lestinni og látinn troða slóðina, þótt æki hans væri síst léttara en annara Þar sem þetta voru mínar fyrstu ferðir með hest og sleða þessa leið bar Pétur nokkurskonar á- byrgð á mér og leit eftir að allt væri í lagi. f þessari lest voru að mig minnir milli 15 og 20 menn með jafnmarga hesta. Fyrri ferðina fórum við um miðj an febrúar, tók hún vikutíma alls. Hrepptum við hið versta veður á heimleiðinni, hörku frost og stórhríð á Sandinum, margir fengu kalbletti í andlit- ið. Sumir komust heim eftir 5 daga ferðalag frá því þeir fóru að heiman. Öll ækin höfðu verið skilin eftir á tveimur stöðum á leiðinni, og hestarnir teymdir lausir síðasta spölinn. Eftir skamman tíma voru þau sótt, tók sú ferð tvo daga. Síðari ferð in til Húsavíkur .þennan vetur var farin um sumarmálin, gekk hún prýðis vel, tók aðeins þrjá daga. Mér sem unglingi fannst mikið til um harðfengi og dugn- að Péturs í þessum ferðum. Nú vil ég geta þess, að í febrúar- mánuði 1968 fór ég þá leið í bíl á 2 kl.st. fram og til baka, sem tók 3 til 5 daga 1936, og stundum lengur. Mikill er sá munur. Á fjárskiftaárunum voru lömb flutt héðan úr sveitinni suður í Árnessýslu. Þegar Pétur frétti að mig vantaði gæzlumann á minn bíl, bauðst hann strax til að taka þann starfa að sér. Stóð hann upp á bílnum tvær ferðir suður að Flúðum Ekkert virtist hann þó þreyttur eftir það ferða lag. Er ég honum ætíð þakklát- ur fyrir þá hjálpsemi og góðu aðstoð. f mörg ár átti ég góða samvinnu og samistarf með Pétri í vegagerð. Vann ég hjá honum þar um mörg ár við akstur. Á ég margar góðar endurminning- ar frá þeim dögum. Oft hafði Pétur þann sið, þegar tækifæri gafst að leggja ýmsar spurning- ar og erfiðar getraunir fyrir okkur Reyndi þá stundum á góða hæfileika og kunnáttu í þessum leik. Fyrir kom, að þeir, er spurðir voru, vissu margt, enda sumir ágætis námsmenn í skóla þá. Pétur hefur töluvert fengist við að kasta fram vísum og hendingum, oft er hann fljót- ur til þeirra hluta, og margar vísur hans víða heyrzt. Árið 1942 ræðst Pétur í það þrek- virki að reisa íbúðarhús, og fékk til þess nýbýlaaðstoð. Nefndi hann býli sitt Reynihlíð. Þetta hús var á sínum tíma byggt af stórhug og myndar- skap. Jafnframt því að vera í- búðarhús, var þar líka aðstaða til gistingar og greiðasölu fyrir ferðafólk. Á árunum 1947-1949 byggir Pétur með sonum sínum Hótel Reynihlíð, nú eign hluta- félagsins Reynihlíð h.f. Síðan hefur hótelið verið stækkað og endurbyggt. Á síðasta ári var gerð á því veigamikil breyting. Er nú svo komið að Hótel Reyni hlíð er ekki einungis vel þekkt hér á landi heldur og út um víðan heim. Þar gistur og dvelur mikill fjöldi fólks á ári hverju. Pétur hefur síðustu ár haft með höndum afgreiðslu fyrir póst og síma. Með vaxandi framkvæmd- um hér og fólksfjölda, er það starf nú orðið mjög umfangsmik ið. Ég held að óhætt sé að segja, að þetta starf hefur hann rækt af miklum dugnaði og árvekni. Þegar Pétur varð sextugur, brá hann sér í langt ferðalag, eða alla leið suður á Ítalíu. Dvaldi hann um páskaleytið í Rómaborg, gekk á fund páfa og meðtók blessun hans hátignar. Eftir heimkomuna úr þessari Rómaför, flutti Pétur ferðasög- una á skemmtisamkomu hér í sveitinni, mjög skýrt og skil- merkilega, þó hafði hann ekkert skráð. Höfðu margir gaman af að hlýða á slíka frásögn. Ég vil að lokum þakka. Pétri og hans ágætu konu, þuríði Gísladóttur, fyrir langt og gott samstarf og greiðasemi. Þau hafa æfinlega brugðið skjótt við, er þurft hefur að leita til þeirra. Þuríður er búin að standa við hlið manns síns af miklum dugn aði í blíðu og stríðu. Hún er óvenjumikil bjartsýniskona á hverju sem gengur. Mér hefur ætíð virzt hennar kjörorð vera, að ekkert væri ómögulegt. Ég óska þeim Pétri og Þuríði gæfu og gengis á ókomnum árum, svo og fjölskyldum þeirra öllum. Kristján Þórhallsson Samband íslenzkra feg runarsérfræðinga Sumarfagnaður félagskvenna verður haldinn að Hótel Sögu laugardaginn 20. apríl með sameiginlegu borðhaldi o. fl. Þátttaka tilkynnist í símum 12757, 17762 og 52684. STJÓRNIN. Vélstjórar Þeir félagsmenn sem hug hafa á að verða aðilar að byggingu á vegum félagsins í Breiðholti á þessu ári láti vita á skrifstofu vélstjórafélagsins í síðasta lagi 24. apríl næstkomandi. Byggingarsamvinnufélag vélstjóra. Til sölti verksmiðju- og verzlunarhúsnæði með stórri afgirtri lóð á góðum stað í borginni. Eignin selst fokheld eða í því ástandi, er óskað verður. Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 25. þ.m. merkt: „Góður staður — 8544“. Stúlka eða eldri kona óskast í mötuneyti úti á landi. Má hafa með sér barn. Upplýsingar í Goðheimum 11. Húsnæði laust fyrir einhleypan mann eða konu, sem vill annast gæzlu og ræstingu hússins. Tilboð og meðmæli ásamt frásögn um fyrri störf, merkt: „Miðbær nr. 8522“ sendist afgr. blaðsins. ÚTBOÐ Bæjarsjóður Keflavíkur óskar eftir tilboði við lögn holræsis í Keflavík. Tilboðsfrestur er til 26. þessa mánaðar. Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora Sóleyjargötu 17, og á skrifstofu bæjartæknifræð- ingsins í Keflavík, Mánagötu 5, gegn 1000.— kr. skilatryggingu. H.f. Utboð og samningar. Hafnarfjörðnr Til sölu er svo til ný 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi við Álfaskeið. Laus fljótlega. HRAFNKELL ÁSGEIRSSON, HDL., Strandgötu 45, Hafnarfirði, sími 50318, opið kl. 10—12 og 4—6. I.O.G.T. Þingstúka Reykjnvíkur Aðalfundur þingstúlku Reykjavíkur verður settur í Góðtemplarahúsinu við Templarasund, laugar- daginn 20. apríl 1968 kl. 2 e.h. stundvíslega. Dagskrá: Stigveiting. Venjuleg aðaUundarstörf. Þ. T. Keflavík - kartöflugarðar Þeir sem halda vilja garðlöndum sínum áfram á sumri komanda greiði leigu af þeim í áhaldahús Keflavíkurbæjar fyrir 5. maí næstkomandi. Þau garðlönd sem ekki verður búið að greiða af þá verða leigð öðrum. Garðyrkjustjóri. VEIÐILEYFI Nokkur veiðileyfi til sölu I fiskauðugustu fall- vötnum Iandsins. Upplýsingar í sima 20082 eftir kl. 5 næstu daga. Atvinnuflugmenn Félagsfundur verður í kvöld í Átthagasal Hótel Sögu kl. 20.30. — Fjölmennið. Stjórn F.f.A. Aðstoðarmoður óskast Aðstoðarmaður á sjúkradeildum óskast að Vífils- staðahæli. Laun samkvæmt kjaradómi. Nauðsyn- legt að umsækjandi búi í Garðahreppi eða sem næst hælinu. Umsóknir með uppiýsingum um aldur og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna, Klapparstíg 29, fyrir 27. apríl n.k. Reykjavík, 17. apríl 1968. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA. Hestamannafélagið FÁKHR Reiðskóli félagsins er starfræktur alla virka daga. Hægt er að taka nokkra nemendur til viðbótar. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.