Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 19©8 19 Skólainót í Laugagerðisskóla FÉLAG áfengisvaTnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadails- sýslu gekkst fyrir skólamióti í Laugagerðiisskóla á Snaefells- nesi, miðvikudaginn 3. apríl og hófst það kl. 2 eiftir hádegi. Þarna voru komin flest skóla- börn sveitalhreppanna á SnæfeMs nesi eða á annað hundrað nem- endur. Auk þess voru mættir átfenigisvarnarnefndamenn við- komandi hreppa. Að þessu móti stóðu einnig Laugagerðisskóli og barnaskóU Staðarsveitar. Skólastjóri Laugagerðisskóla, Sigurður Helgason, setti mótið og bauð alla velkomna. Séra Magnús Guðmundisson, Grundax firði, formaður félags áfengis- varnanefndanna, flutti inngangs- orð, en síðan hótfust ýmis atriði til fóðleiks og skemimtunar. Ung stúlka, Kristín Guðmundsdóttir, lék einleik á píanó, Kristján Jónsson bóndi að Snorrastöðum las kvæði, Árni Helgason, sím- stjóri Stykkishólmi, talaði við nemiendur og skemimti með gam anmálum. Þá léku nemendur saman á blokkflautur, nemendur úr barnaskóla Staðarsveitar sýndu þátt úr Guillna hliðinu eft ir Davíð Stefánsson og einn nem andi las upp. Teitur Gunnarsson Hjarðarfelii flutti erindi um tó- bak og áfengi og skaðsemd þess. Þá söng telpnafcór Laugagerðis- skóla og Þórður Gísilason, skóla- stjóri Ölkeldu, flutti ávarp. Þá bauð skólastjóri, Sigurður Helgason, öllum viðstöddum veit ingar í salarkynnum skólans og sáu nemendur um framreiðslu og annað. Að því loknu fiutti erindreki áfengisvarnarráðs, Bjöm Stefáns son, ræðu og sýndi tvær kvik- myndir. Þá sungu allir viðstadd- ir saman nokkur lög en skóla- stjóri þakkaði ágæta stund og sagði mótinu slitið. Þetta mót var öllum þátttak- endum til sóma og í alla staði vel heppnað. Mót þetta vax undirbúið af Pétri Bjömssyni erindreka ásamt félaginu og skólastjórunum. Frá samkomunni í Laugagerðisskóla. Akraborgin siglir aitur Akranesi 8. april. AKRABORG siglir nú aftur milli Akraness og Reykjavikuir, eftir hreingemingu og málun í hinni nýstárlegu skipalyftu Dráttarbrautar Akraness, en hún lyftir og getur staðið undir allt að 500 lesta þunga. Það em mifcil viðlbrigði og vöntun þegar áætlunarferðir þessa góða skips stöðvast, um lengri eða skemmri tíma. — Ferðatfóik ag margt annað fólk, þar á. m. lesendur dagfblaðaruna á Akranesi fagna því að hrein og hvítm'áluð Akralborg heldur nú aftur sinni stundvísu áætl- un. En það er annað mél, að mörgum finnst fargjald orðið ansi dýrt. Fargjaldið er nú kr: 280.00. fram og aftur, en vega- lengdin aðra leiðina er rúmar 11 sjómíluT og þé er fargjaldið kr: 150.00. Fyrir rúmurn 20 árum, þegar v/s. Fagranes var í þessum för- um koistaði farið kr: 2.00, og þá varð þessi vísa til — Sigur- dór Sigurðsson farþegi kastaði fram fyrri parti, en Sigfríkur Sig- ríksson stýrimaður, sem var að inniheimta fargjaldið botnaði iStax: „Keypt haf ég fyrir krónux tvær, kulda og slagvatns-tfýlu. — Frekt er logið fyrir þær, fórstu á tólftu mílu.“ Meðfylgjandi mynd er af Akraborginni í Dráttaribraut Akraness. — H.J.Þ. Karlakórinn Þrestir ásamt söngstjóra Herbert H. Ágústssyni.— Ljósmynd Kristinn Ben. Samsöngvar Þrasia í Xiafnarfirði KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði lieldur samsöngva í Bæjarbíó í Hafnarfirði dagana 23., 24., 26. og 27. april njc. Söng stjóri kórsins er Herbert Hribers cliek Ágústsson, en hann hefur stjórnað kórnum s.l. þrjú ár. í kórnum starfa nú 38 söng- menn og hefux mikJH áhugi verið ríkjandi innan kórsins í vetur. Við raddæfingar hafa verið söngstjóranum til aðstoðar þeir Rútur Hannessön, Mjóðlfæra leikari og Sigurður Hallur Stefánsson. Undirleikari á sam- söngvunum verður • Skúli Hall- dórsson, tónskáld. Ennfremur munu hljóðtfæraleikarar úr Sin- fóníuihljómsveit íslands aðstoða. Á söngsikrá kórsins eru verk- efni eftir innlenda og erlenda höfunda, þar á meðal lagasyrpa úr amerískum söngleikjuim, sem Jan Moraverk hefur tekið saman og útsett sérstaklega fyrir kór- inn. Einnig eru þar siyrpa ís- lenzkra þjóðlaga í útsetningu söngstjórans auk margra ann- arra vinsælia laga. Kórinn hefur alltaf átt fjölda styrktarfélaga, sem hafa með nokkru fjárframlagi tryggt a£- komu kórsins, en þegið á mótí. tvo miða á samisöngva hans. Auk þessa hafa styrktarfélagar rétt til þáttböku í skemawtunum og skemmtiferð á veguim kónsins eftir því sem aðstæður leyfa. Kórinn vinnur að þessu simni að fjölgun styrktarfélaganna og vill blaðið eindregið hvetja áhugamenn um kórsöng tíl að bregðast vel við, þar sem um leið og þeim gefst kostur á góðri skemmtun, er verið að stuðla að viðgangi þessarar ánægjulegu menningarstarifsemi, sem við ótal tækifæri hefur vesrið Hatfn- arfirði til sóma. Skráning nýrra styrktarfélaga, móttaka árgjalds og atfgreiðsla aðgöngumiða mun verða í Bóka verzlun B'öðvars Sigurðssonar, Strandgötu, Hafnarfirði og er styrktarfélögum bent á að snúa sér þangað. Þrestir í Hafnarfirði munu vera elzti karlakór á landinu, en kórinn var stofnaður árið 1912 af Friðrik Bjamasyni, tón- skáldi. Er þetta því 56. aldursár kórsins, en hann hefur oft starf- að af miklum þrótti undir stjóm þekktra söngstjóra. í stjóm kórsins nú eru Þórður Stefláns- son, formaður, Sigurður Krist- insson, ritari og Ólafuir Norð- fjörð, gjaldkeri. (Fréttatilkynning). Aðalfundur Vöku AÐALFUNDUR Vöku, félags lýð ræðissinnaðra stúdenta, var hald inn í Bændahöllinn 8. apríl sL Fundurinn var vel sóttur. 1 stjóm Vöku fyrir næsta starfsár voru kjörnir: Ármann Sveinsson stud. jur., formaður, Sævar Björn Kolbeinsson stud. jur., varaformaður. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Haraldur Blöndal stud. juæ., Jón Stefán Rafnsson stud. odont., Kristófer Þorleifs- son stud. med., Ólafur Thorodd- sen stud. jur., Stefán Pálsson stud. jur., Stefán Skarphéðins- son stud. jur. og Steingrímur Blöndai stud. oecon. Endurskoðendur félagsins voru kjörnir þeir Björn Á. Ástmunds- son stud. jur. og Ólafur H. Ólafs- son stud. oecon. Matthías Johannessen, ritstjóri, flutti erindi á fundinum um I spurna beint til fyrirlesara. (Frá skóla- og menntamál. Erindinu Vöku, félagi lýðræðissinnaðra var vel tekfð og fjölda fyrir- | stúdenta). Ármann Sveinsson Greinargerð frá Skipaútgerð rík- isins vegna ádeilu Seyðfirðinga ÚT af útvarpsfrétt um samlþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um vítur á Skipaútgerð ríkisins fyr- ir ráðstöfun skipakosts eftir lok verkfalls hinn 18. f.m., skal af hálfu skipaútgerðarinnar tekið fram, að við lok verkfallsins var Rvíkurhöfn full af skipum og ekki afgreiðsluskilyrði fyrir öll í einu. í millilandaskipum, sem lágu ólosuð, var mjög mikið af vörum, sem sumpart áttu að fara út á land, en voru ekki tilbúnar, og yfirleitt reyndist töluverð tregða á að starfsemi fyrirtækja kæmist í samt lag um vörusend- ingar o. fl. eftir verkfallið. Tveim dögum eftir lok verk- falls var Esju komið af stað í hringferð vestur um land og Herðubreið í hringferð austur um land, en þar sem þá var enn deyfð um vörusendingar, var ákveðið að safna betur í mesta lestarskipið, Blikur, til Austur- landsins, og fór hann austur um land til Seyðisfjarðar hinn 23. marz með allar vörur, sem þá lágu fyrir til viðkomuhafna. Næst fór svo Esja austur hinn 4. þ.m. með vörur til hafna frá Djúpavogi til Seyðisfjarðar, en komst ekki nema til Neskaup- staðar vegna hafíss, og mun þó hafa verið fulllangt farið þar sem skipið er ekki gert fyrir siglingar í hafís og mun þegar hafa orðið fyrir verulegum tjón um í nefndri ferð. Var því á sunnudagskvöld ákveðið að skipa Seyðisfjarðarvörum upp úr Esju í Neskaupstað og snúa skipinu suður á ný, en útlit fyrir norðursiglingu var þá mjög slæmt. Nú greina fréttir, að siglinga- skilyrði við Austfirði hafi batn- að á ný og er þess að vænta, að Blikur, sem var á leið austur og norður fyrir land, komi í hvöld, (þriðjudag) til Seyðisfjarðar með þær vörur, um 30 tonn, sem Esja varð að skilja eftir í Nes- kaupstað. Er því útlit fyrir að umræddum vörum seinki um aðeins 2 sólarihringa og því tæp- lega rökstudd ástæða fyrir um- ræddri samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar. Rivík, 9. apríl 1968, fh. Skipaútgerðar ríkisins Guðjón F. Tcitsson. IMámskeið ■ smelti ÁFORMAÐ er að í sumar verði efnt til kennaranámskeiðs í smelti, (emalie). Kennari á námskeiðinu verð- ur Alrik Myrhed, frá Stokk- hólmi. Hann er kennari og gull- smiður, auk þess sem hann hef- ur menntað sig sérstaklega í smelti. Námskeiðið verður haldið á vegum fræðslumálastjórnar og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Hefst það væntanlega 15. júlí og stendur í eina viku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.