Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1908 3 >JOÐLEIKHUSIÐ frumsýnir laugardaginn 20. apríl n.k. leikritið „Vér morðingjar” eftir Guðmund Kamban. Af því tilefni boðaði Þjóðleik- hússtjóri til fundar með blaðamönnum. Sagði Þjóð- leikhússtjóri, að leikritið væri sýnt m.a. vegna þess, að Guðmundur Kamfoan hefði orðið áttræður 8. júní í sum- ar, hefði hann lifað. Frum- sýningin væri hinsivegar á af- mælisdegi Þjóðleiklhússins 20. apríl, þá var húsið opnað með sýningu á Nýársnóttinni eftir Indriða Einarsson, árið H950. Gunnar Eyjólfsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Kristbjörg Kjeld og Guðbjörg Þorbjarnardóttir. björg Þorbjarnardóttir, Gísli Alfreðsson, Erlingur Gíslason og Anna Guðmundsdóttir. Leikmyndir og búninga gerir Gunnar Bjarnason". Leikstjórinn, Benedikt Árnason sagði, að leikritið væri staðsett í uppsetning- unni á þeim táma, sem Kamfo- an skrifaði verkið. Hins veg- ar væri það ekki bundið tima eða rúmi. Kamiban fjallaði þarna um eilífðarvandamál í í sambúð karls og konu, og gæti þess vegna gerzt hvenær sem er. Leikritið kæmi inn á mjög marga þætti mannlegs lífs, þótt það virtist einfalt í sniðum við fyrstu sýn. frumsýnt á laugarduginn „Vér morðingjar" er eitt frægasta verk Kambans'1, sagði Þjóðleikhússtjóri, „og hefur oftast verið sýnt, enda eitt af hans beztu verkum. Það var fyrst sýnt í Kaup- mannahöfn 1920 og sama ár hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Það var aftur sýnt þar 1927, þegar Kamban kom hingað, stjórnaði sýningunni og lék sjálfur aðallhlutverkið. Þá setti Gunnar Hansen leikritið á svið hjá Leikfélaginu 1952, einnig hefur það verið sýnt af Leikfélagi Akureyrar". „Þetta er þriðja leikritið, sem við sýnum hér í Þjóðleik húsinu eftir Kamfoan. • Við sýndum „Þess vegna skiljum við“ 1952 og „Skálholt" var sýnt á tíu ára afmæli Þjóð- leikihússins 1960. Við metum Kamban mikils, og viljum heiðra minningu hans með þessum sýningum. Benedikt Árnason er leikstjóri þessarar sýningar á „Vér morðingjar". Leikendur eru Gunnar Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guð- Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Krist- björg Kjeld. Gunnar Eyjólfsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir Vísindadeild NATO veitir 570 þús. krónur til vísindarannsókna hér VÍSINDADEILD Atlantshafs- bandaiagsins hefur veitt styrk að uppliæð ísl. kr. 570.000,oo til rannsókna, þá að upphæð isl. kr. 400.000,oo. Styrkir þessir eru þættir í vaxandi viðleitni At- lantshafbandaiagsins að styrkja rannsóknir, sem niikilvægar telj ast fyrir fleiri lönd innan sam- takanna. Ra-nnsóknarráð rikisins, utan- ríkisráðuneytið og sendiherra íslanids hjá Atlantshafsbandalag inu hafahaft milligön'gu um út- vegum þessa styrks. Rannsókn- irnar eru hins vegar fram- kvæmdar við Rannsóknastofnun landbúnaðarins. Hefur Ingvi Þorsteinsson, mag., yfirumsjón þeirra með höndum, en Gunn- ar Ólafsson, fóðurfræðinguir, annast vissa þætti þeirra. Megintilgangur gróðurrann- sóknanna er að ákveða beitar- þol afrétta og anr.ara beitilanda með það fyrir au'gum að nýta þau betur en gert hefur verið og að koma í veg fyrir gnóðuireyð- ingar. Rannsóknirnar eru margþætt- ar og eiga að gefa alhliða upp- lýsingar um gróður landsins, eðli hans og ástand og notagi.ldi. Þau sjö ár, sem unr.ið hefur ver ið að þessu verkefni, hefur gróð- ur á nær helmingi af flatarmáli landsins verið kortiagður. 16 gróðurkort hafa verið gefin út af afréttarlöndum á Suðurlandi, og verða gefin út nú í vor, með- al annars af allri Gullbringu- sýslu. Gefnar haía verið út all- margar skýrslur um niðurstöð- ur rannsóknanna, t.d. um giróð- urfar og foeitarþol nokkurra af- rétta á Suðurlandi, plöntuval sauðfjár, efnamnihald og melt- anleika úthagaplantna, aðferðir til gmóðurbreytinga, o.fl. Þær þýðingarmiklu og við- tæku rannsóknir, sem hér um ræðir eru eðlilega fjárf'ekar. Krefjast mikilla ferðalaga og mannaihalids á sumrin. Útgáfa gróðurkorta er einnig kostnað- arsöm. Rannsóknimar hafa að sjálfsögðu að mestu verið unn- ar fyrir opinbert fé. Auk þess hafa þær verið styrktar af ýms- um öðrum aðiluim. Styrkir Aí- lants'hafsfoandaiagsins eru þeir stærstu, sem fengizt hafa til um- ræddra rannsókna frá öðrum en op nberum aðilum, en auk þeirra má nefna mikilvæga styrki úr Aðalfundur Fuglaverndarfé- lags íslands var haldinn í fyrstu kennslustofu Háskólans laugar- daginn 30. marz s. 1. , Formaður, Pétur Gunnarsson, forstjóri, flutti ársskýrslu um starf félagsins á s. 1. starfsári. Haldnir höfðu verið fimm fræðslufundir, allir við mjög góða aðsókn. Farnar voru tvær fræðsluferðir undir stjórn Árna Waag. Eftirlit var haft með arnarvarp stöðvum, og á vegum felagsins eftirlit með svæðunum. en á nökkrum stöðum leigði félagið landsvæði, þar eð arnarvarp Vísindasjóði, Menningarsjóði og Landgræðslusjóði. I vetur hef- ur einnig borizt fjármiagn til rannsóknanna frá sýslufélögum, sem þannig stuðla að þvi að nið urstiöður og gróðuirkort af svæð- um þeirra birtist sem fyrst. Með því fjármagni, sem þann ig hefuT fengizt, hefur þessum mikilvægu rannsóknum miðað vel áfram. Hinn myndarlegi styrkur, sem Atlantshafsbanda- lagið hefur nú veitt öðru sinni, verður þeim til mikils framdTátt air. (Frá Rannsóknarráði ríkisins). myndi þar misfarast vegna nær- liggjandi hlunnindanytja. Lagði formaður áherzlu á að í engu mœtti til slaka um þetta næstu árin eða jafnvel áratugi ef arnar stofninn á að komast yfir þá hættulegu lægð sem hann nú er í. Þakksði formaður Birgi Kvar- an fyrir hina ágætu bók Haf- örninn, sem hann taldi myndi auka áhuga og virðingu á náttúru friðun. Þá skýrði formaður frá að stjórn félagsins foefði Iheiðrað Ástu Eggertsdóttur Fjeldsted, Framhald á bls. 21 Fuglaverndunarfélagið heiðrar konu á Isafirði STAKSTEIHAR i t Hrokaíull afstaða? Þjóðviljinn birti forustugrein hinn 10. apríl s.l. um kynþátta- óeirðirnar í Bandaríkjunum og fjallar það m.a. um skrif Morg- unblaðsins um þau mál. f því sambandi segir blaðið: „Morgun blaðið segir ... í heldur ves- ældarlegri forustugrein um at- burðina í Bandarikjunum, að vandamálið sé „svo djúpstætt og rótgróið að það þarf þrotlaust starf margra kynslóða til að leysa það“. Þarna túlkar Morg- unblaðið afstöðu hinnar hroka- fullu bandarísku auðstéttar og valdakerfis hennar.“ Vegna þess- ara ummæia í forustugrein Þjóð- viljans er ástæða til að fjalla nokkuð um þá fullyrðingu blaðs ins að afstaða Morgunblaðsins sé „hrokafull" og sé hin sarna og „banðarískrar auðstéttar". • Þríþætt vandamái Vandamál svertingjanna I Banðaríkjunum er fyrst og fremst þríþætt. I fyrsta lagi sprettur það af rótgróinni and- úð hvítra manna á svörtum og fyrir okkur, sem búum í einu Norðurlandanna er hollt aðhafa í huga, að fáir hvítir menn £.' Bandaríkjunum eru svertingjum jafn andsnúnir og einmitt fóik af norrænu bergi brotið. f öðru lagi sprettur vandamálið af ó-1 hugnanlegri fátækt, sem gífur-1 legur fjáraustur hefur ekkl megnað að eyða og í þriðja lagi er orsökin menntunarskortur sem er svo rótgróinn, að jafn- ; vel þótt börn fjögurra ára göm- ul, annað hvítt, hitt svart, séu tekin saman og búin undir i skólagöngu, stendur svarta barn ið oftast langt að baki hinu hvíta, þegar að skólaskyldu kem ur. Þetta hlutskipti svartra mann í Bandaríkjunum er slík- ur blettur á hinu volduga lýð- ræðisríki að ekkert verkefni má sitja í fyrirrúmi fyrir því að bæta þann hlut. Þjóðviljinn heid ur því fram, að hægt verði að leysa þetta vandamál á skömm- um tíma ,ef gerbreyting verður á afstöðu hins hvíta hluta banda rísku þjóðarinnar. Því miður er þetta fullmikil bjartsýni. Jafn- vel þótt slík hugarfarsbreyting yrði, er umfang vandamálsins svo gífurlegt, að menn hljóta að standa agndofa frammi fyrir því. Ef leiðarahöfundur Þjóð- viljans gengi um fátækrahverfi negra í bandarískum stórborg- um mundi hann fljótlega kom- ast að raun um, að fátæktin ein verður ekki þurrkuð út á skömm um'tima, jafnvel þótt hinirhvítu þegnar Bandaríkjanna tækju all ir höndum saman um það og fjárveitingar yrðu margfaldað- ar. Og ef leiðarahöfundur Þjóð- viljans kynntist menntunar- aðstöðu svarta fólksins í Banda- ríkjunum og þeirri staðreynd sem að ofan getur um hvíta barnið og það svarta mundi hann fljótlega kom- ast að raun um að það vanda- mál, sem raunverulega er for- senda fyrir lausn annarra þátta málsins, verður ekki leyst á nokkrum árum, einum áratug, eða nokkrum áratugum. Þa® verður ekki til hlýtar leyst nema i tíð tveggja eða jafnvel þriggja kynslóða. Engum er þetta betur ljóst, en einmitt for- ustumönnum blökkumanna i Bandaríkjunum. Það sem mestn skiptir er hins vegar að ráðist verði að rót vandans með öll- um þeim ráðum sem voldugasta ríki heims hefur tiltæk. Gífnr- yrði og glamur leysa ekki þetta vandamál heldur þrotlaust starf, skilningur og þolinmæðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.