Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 28
INNIHURÐIR 1 landsins mesta urvaliili SIGURÐUR ELÍASSON HF. AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI. FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968. AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*80 24. sprengjan fundin — Hreirssun á slysstaðnum líklega lokið á töstudag 24. sprengikúlan, sem mjög illa gekk að finna í Landssveit, fannst í gær, en eins og kunnugt er fórst þar fyrir skömmu banda- rísk orrustuþota frá Keflavíkur- flugvelii með 24 litlum eldflaug- um, sem notaðar eru til loftbar- daga milli orrustuflugvéla. — 23 sprengjanna fundust strax og voru þær sprengdar þar austur frá, en einnar hefur verið leitað æ síðan, unz hún fannst í gær. Mbl. hafði í gærkvöldi til af Guðna Kristinssyni, bónda og hreppstjóra í Skarði á Landi, og spurðist fyrir um fund sprengj- unnar. Guðni sagði að sprengjan hefði fundizt um sjöleytið í gær- kvöldi og hefði hún legið á mel skammt fyrir sunnan Tjarnarlæk um 100 metra frá þeim stað er þotan kom niður. Sagðist hann ætla að sprengjan hefði losnað við þotuna fyrr en hinar og því hefði hún ekki fundizt, þar eð enginn átti von á henni þarna. Guðni hrósaði mönnunum, er fyrir leitinni stóðu og sagði að þeir hefðu komið í fyrradag og hafið leit um hádegi. Leituðu þeir síðan fram í rökkur, en héldu áfram snemma í gærmorg un. Sprengjan verður flutt til Keflavíkurflugvallar eins og ann að brak úr þotunni, en Guðni kvað allmikið smádrasl hafa komið í ljós er hlánaði og mun hreinsun landsins ekki lokið, fyrr en í fyrsta lagi á föstudag. Dásamlegt veður var í Lands- sveit í gær og 12 stiga hiti. Hugsunarháttur selstöðukaupmanna I UTVARPSUMRÆÐUNNI í gærkvöldi ræddi Ólatfur Björr.sson um viðskipta- og neyzlutfrelsi og þá gagnrýni sem komið hefur fram hjá stjórnarandstöðutflokkunum og verkalýðshreyfingunni á það. Sagði Ólatfur m.a. í ræðu sinni: Af hálfu stjórnarandstöð- unnar hefur því að vísu ver- ið haldið fram, að verzlunar- frelsið væri aðeins heildverzl unum í hag, en almenningi hánast til óþurftar og virð- ist það vera mat þeirra, að slíkur verzlunarháttur eigi sér talsverðan hljómgrunn meðal verkalýðsins. Ég skal ekki fullyrða um það, hvort svo sé eða ekki, en minna má á það, að um sl. aldamót, þegar fyrst fór að myndast vísir til verkalýðs- hreyfingar hér á landi var f öðruvísi á þetta litið af for- I ystumönnum verkalýðsins á þeim tíma. Þá var það fyrir- komulag ríkjandi í launa- greiðslum, að fólkið fékk kaup sitt greitt ekki í pening um heldur í úttekt hjá at- vinnurekanda sínum, sem jafnframt rak verzlun ásamt útgerð eða öðrum atvinnu- rekstri. Þá var það aðalbar- áttumál verkalýðsins að fá kaup sitt greitt ekki í úttekt heldur í peningum, sem væru í til frjálsrar ráðstöfunar, til l kaupa á varningi samkvæmt 7 eigin vali og í þeirri verzlun \ er bauð bezt kjör. Það kostaði I talsverða bartáttu að fá þessu l framgengt, því að atvinnu- 7 rekendur þeirra tíma hafa » vafalaust sagt við verkamenn 1 sína og sjómenn að það yrði i þeim sjálfum fyrir verstu, að 1 fá kaup sitt til frjálsrar ráð- J stöfunar, því að þá myndu » þeir freistast til þess að eyða * því í gráfíkjur og döðlur, sem mér skilst samkvæmt frá- sögnum aldraðs fólks, að hafi verið tertubotnar þeirra tíma, eða í annan óþarfa, sem keppinautar þeirra hefðu á boðstólum. En það er í rauninni þessi verzlunarháttur selstöðukaup- mannanna, sem fram kemur hjá stjórnarandstæðingum er þeir gagnrýna viðskiptatfrels ið, þó hann komi fram í nokk uð dulbúinmi mynd vegna | breyttrar aðstæðna frá því / sem var um sl. aldamót. En 7 þeir segja alveg eins og sel- 1 stöðukaupmennirnir, að þeg- ( ar fólkið fái að ráð- / stafa fjármunum sínum 7 etftir eigin viid þá kaupi » það útlenda tertubotna og kex I og geti þannig komið þjóðar- / Framhald á bls. 27 Stofnlánasjóður hefur lánaö nær milljarö sagði Gunnar Gíslason Sr. Gunnar Gíslason alþ.m. upplýsti í ræðu í eldhúsdagsum- ræðunum frá Alþingi í gær- kvöldi að við árslok 1967 hefðu lánveitingar Stofnlánadeildar landbúnaðarins numið nær 1 milljarð króna til bygginga, rækt unar og vélakaupa í þágu land- búnaðarins. Þá gat ræðumaður þess að á árinu 1958, voru fjárveitingar til landbúnaðarmála um 69 milljón ir króna en á sl. ári var varið til þeirra 225 milljónum króna eða 300% hærri upphæð. í gær var hafizt handa um að steypa fyrsta áfanga bílabrúar þeirrar, sem kemur til með að liggja vestan frá Hamarshúsinu og austur að Sænsk-íslenzka frystihúsinu. Brúin liggur yfir nyrzta hluta tollstöðvarinnar, sem nú er verið að reisa, en það er einmitt þar sem farmkvæmdir hófust í gær. Verkinu verður haldið áfram í dag. Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) NORÐURSTJARNAN NÓF NIÐURSUÐU Á SÍLD í GÆR Mikið kapp lagt á að fjölhœfa fram- leiðsluna til að tryggja rekstur hennar allt árið NIÐURSUÐA á síldinni, sem Norðurstjarnan hefur safnað til vinnslu undanfarna mánuði, hófst í verksmiðju fyrirtækisins í Hafnarfirði í gær. Hér er um að ræða um 90 tonn af síldar- flökum, og er það mestmegnis síld, er veiddist í Jökuldjúpinu í desember og fehrúar s. 1. Er í DAG er vika til sumars, en þrátt fyrir það er sjávarkuldi óvenjumikill fyrir Norðurlandi og austan. í gær var þoka fyrir öllu Norðurlandi og náði suður með Austfjörðum. f gærkvöldi var þokan komin suður á Snæ- fellsnes og Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvellir lokufjust í gærkvöldi vegna þoku. Þoka þessi myndast er hlýr loftstraumur sunnan að kemur yfir óvenju kaldan sjó. Þéttist þá raki loftsins og síðan er and- ar af hafi kemur þokan inn yfir landið. Við Dalatanga var í gær 2 stiga frost í þokunni, sem sýn- ir vel, hvernig ástand sjávarsins er — óvenju kalt. Líkist þetta veðurlag mjög veðurlagi ársjns 1965, en þá var fram eftir öllum maímánuði þoka með stillum. Veðurstofunni var í gær til- kynnt um ís frá tveimur stöðum. áætlað að þetta magn nægi verk- smiðjunni til vinnslu í einn til tvo mánuði, að því er Pétur Pétursson, einn af forráðamönn- um fyrirtækisins, tjáði Morgun- hlaðinu í gær. Um 30 manns vinna nú í verksmiðjunni, en til að byrja með er hún aðeins rek- in með 1/6 af hámarksafköstum Dísarfell, sem var á leið frá Norðfirði til Vopnafjarðar til- kynnti um einstaka ísjaka á sigl- ingaleið út af Rorgarfirði og Blikur, sem staddur var á miðj- um Húnaflóa um kl. 18 í gær til- kynnti mikla þoku og staka jaka um allan sjó. Einnig varaði Blikur við slæmum ísbreiðum, sem sæjust illa í ratsjá og var talið að siglingaleiðin væri ótfær í myrkri. Sennilegt er að vestanátt verði ríkjandi í dag, þykkni upp, en vindurinn nái í norðrið á morg- un og frystir þá fyrir norðan og má kannski búast við éljum. Nú er vika til sumars. Þá má geta þess, að Blikur, er var í hringferð á leið vestur og norður um land varð að snúa við í gær skammt fyrir austan Akur- eyri. Er hann nú á vesturleið. Hér í Reykjavík skall þokan Framhald á bls. 2 meðan verið er að reyna vélar o. fl Eigendur verksmiðjunnar gera sér vonir um að einhver síld kunni að veiðast hér við Suð- vesturland í maí, sem unnt verði að taka til vinnslu þegar nú- verandi hráefni þrýtur, ellegar sækja hana á miðin fyrir Aust- fjörðum, svo að mögulegt vierði að halda niðursuðu á síld áfram. Annars er mikið kapp lagt á, að fjölhæfa framleiðslu verk- smiðjunnar, að sögn Péturs til að hægt verði að tryggja rekstur hennar allt árið um kring, ef svo skyldi fara að síldin brygð- ist. Verksmiðjan hefur notið að- stoðar úr Fiskveiðimálasjóði í þessu skyni. Tilraunir hafa verið gerðar með niðursuðu á þorsk- lifur, og verða reynslusýnishorn send utan innan skamms. Enn- fremur hefur komið til tals að sjóða niður hrogn, en það mál er þó skemmra á veg komið en hið fyrra. Þess skal getið að endingu, að síld sú, sem Norðurstjarnan vinn u, er sölutryggð og fer á markað í Bandarikjunum. Síldin er seld nndir vörumerkinu King Oscar, en norska fyrirtækið Kristian Bjelland & Co. hefur með hönd- um sölu á vörunni vestan hatfs. Jótnðn sex innbrot RANN SÓKN ARLÖGREGLAN hefur handsamað tvo pilta á aldrinum 17 og 19 ára, ^sem nú hafa viðurkennt á sig sex inn- brot í borginni. Þau eru þó flest fremur smávægileg og yfirleitt framin um jólaleytið. Annar piltanna framdi svo innibrot hinn 6. þ. m. og var þá tekinn. Komust fyrri innbrotin þá upp, og báðir piltarnir hatfa játað, eins og fyrr segir. Þoka samfara sjávarkulda — Loka varð Reykjavíkur- og Keflavíkur- flugvöllum mjög skyndilega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.