Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1908 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri: Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 10-100. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 22-4-80. í lausasölu: Kr. 7.00 eintakið. Áskriftargjald kr. 120.00 á mánuði innanlands. SAMSTILL T Á TAK Á árinu 1967 fluttu Bretar inn nýjan fisk, frystan og ísaðan fyrir um 25 millj- ónir sterlingspunda, en á sama tíma nam innflutning- ur þeirra á niðurlögðum og niðursoðnum sjávarafurðum um 42 milljónum punda. At- hyglisvert er, að í síðar- nefndu tölunni nemur inn- flutningur á laxi 27 milljón- um sterlingspunda eða hærri upphæð en heildar inn- flutningur á nýjum, ísuð- um eða frystum fiski. í*essar tölur gefa að vísu ekki rétta mynd af fisk- neyzlunni í Bretlandi vegna þess að Bretar veiða sjálfir mikinn fisk, en þó hlýtur að vekja athygli, að Bretar flytja meira inn af niður- soðnum og niðurlögðum sjáv arafurðum en af nýjum fiski eða frystum. Á sama tíma og þróunin er þessi á Bretlandsmarkaði kemur í ljós, að stærstu út- gerðar og fiskvinnslusam- steypur Bretlands gera ráð- stafanir til þess að draga úr þeim hluta reksturs síns sem snýr að sjávarútvegi. Þannig hyggst t.d. Ross-samsteypan auka starfsemi sína á öðrum sviðum matvælaframleiðslu og þá sérstaklega kjúklinga- framleiðslu og önnur stór samsteypa, sem rekur tugi togara og 8 verksmiðjutog- ara, hefur í hótunum um að hætta rekstri þessara skipa og selja þau ef ríkið hlaupi ekki enn frekar undir bagga. Öll er þessi þróun býsna athyglisverð fyrir okkur ís- lendinga. Hún sýnir okkur í fyrsta lagi að sjávarútvegur á í erfiðleikum víðar en á ís- landi og t.d. í Bretlandi er því haldið fram að ekki sé hægt að reka fiskveiðar með hagnaði. í öðru lagi bendir skipting innflutningsins í Bretlandi a.m-k. til þess að neyzla aukizt á ýmsum öðr- um sjávarafurðum en þeim sem við framleiðum helzt. Hér á landi hafa hvað eft- ir annað orðið miklar um- ræður um nauðsyn þess, að auka vinnslu sjávarafurða til þess að auka vinnu inn- anlands og verðmæti aflans til útflutnings. Flestar til- raunir okkar í þessum efn- um hafa þó gengið afar illa. Sfldarverksmiðjur ríkisins hafa byggt niðurlagninga- verksmiðju á Siglufirði, en rekstur hennar hefur ekki gengið eins vel og æskilegt væri, og um skeið voru slæmar horfur um hinar myndarlegu framkvæmdir nokkurra einstaklinga í Hafn arfirði, þótt vonir standi nú til að sá rekstur komist á réttan kjöl. Samt sem áður virðist þurfa hér nýtt og stórt átak til þess að auka vinnslu sjávaraflans innanlands ekki sízt ef neyzla fer vaxandi á sjávarafurðum, sem unnar eru með ýmsum hætti. Hér er vissulega verkefni fyrir samtök, sem útgerðarmenn og fiskverkendur gætu myndað á breiðum grund- velli, því að sá tími er liðinn að einstaklingur eða nokkr- ir slíkir geti brotið nýjar brautir í atvinnumálum ís- lendinga. Til þess þarf sam- stillt átak margra og þá búa yfir langri þekkingu og fyrst og fremst þeirra, sem reynzlu í sjávarútvegi okk- ar. ENDURSKIPU- LAGNING BANKAKERFISINS ¥ ræðu sinni á ársfundi -*• Seðlabankans ræddi dr. Jóhannes Nordal nokkuð skipulag bankakerfisins og benti á, að á síðustu 15 ár- um hafa þrír viðskiptabank- ar verið stofnaðir, 40 banka- útibú verið sett á laggirnar, þar af 30 utan Reykjavíkur og 10 í Reykjavík, og 10 sparisjóðir verið stofnaðir, en 12 verið breytt í banka- útibú. Síðan sagði dr. Jó- hannes Nordal: „Það er því skoðun banka- stjórnar Seðlabankans, að tímabært sé orðið að huga gaumgæfilega að skipulagi bankakerfisins í ljósi reynslu undanfarinna ára.. Það er á engan hátt tímabært að gera í þessu efni ákveðnar tillögur, en bankastjórn Seðlabankans er þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að hefja athugun á því sem allra fyrst, hvort ekki sé hægt að vinna að samruna bankastofnana hér á landi, þannig, að í stað 6 viðskipta- banka nú verði þeir aðeins 3 til 4 að nokkrum árum liðn um..... Sérstaklega virð- ist ástæða til að athuga, hvort ekki sé rétt að fækka ríkisbönkunum 'úr 3 í 2, t.d. með sameiningu Búnaðar- bankans og Útvegsbankans, en úr þeirri sameiningu ætti að geta myndast mjög sterk- ur alhliða viðskiptabanki. Hliðstæð rök má að sjálf- sögðu færa fyrir sameiningu o IIT ■ a t| iin iirim vss j Ul w 1 AN UR HEIMI Gervihnettir tengdir saman meö sjálfvirkni Moskvu, NTB. þeir skildir að og héldu báðir SOVÉZKUM vísindamönnum för sinni áfram á brautum sín- tókst í gær að tengja saman tvo um. Kvikmyndir voru teknar gervihnetti úti í geimnum, á með vélum, sem komið hafði sjálfvirkan hátt og síðan voru I verið fyrir í hnöttunum og með aðstoð sjónvarps náðust mynd- irnar til jarðar. Samkvæmt Rauter-fréttum frá Moskvu, velta menn þar í borg fyrir sér, hvort sovézkir vísindamenn undirbúi nýja rann sóknarstöð í geimnum. Þetta er í annað skipti í sögu geimvís- inda að gervihnettir hafa verið tengdir saman á sjálfvirkan hátt. Stjórnmálasérfræðingar í Moskvu telja sennilegt að Sov- étmenn muni ef til vill senda upp þriðja geimskipið og tengja það hinum tveimur fyrri. Styðja ákvörðun Johnsons forseta Wellington, AP-NTB. AÐILDARLÖND að varnar- bandalagi SA-Asíu, Seato, hafa lýst sig fylgjandi þeirri ákvörð- un Johnsons, forseta, að tak- marka að verulegu leyti loftárás- imar á N-Vietnam. f lok tveggja daga ráðstefnu Seato-landanna í Wellington, höfuðborg Nýja Sjá- lands, sendu þau út yfirlýsingu, þar sem Bandaríkjaforseta er heitið stuðningi. Sex Seato-lönd af átta skrifuðu undir yfirlýs- inguna, en Frakkland hafði ekki sent fulltrúa á ráðstefnuna og fulltrúi Pakistans sagði, að hann hefði ekki tekið þátt í samningu textans. Ráðherranefndin ákvörðun Johnsons mundi hafa úrslitaþýðingu um hvort Viet- nam-stríðinu lyki. Bent var á, að brezka stjórnin hefði þegar rætt við fulltrúa stjórnarinnar í Kreml, og kváðust ráðherrarnir vonast til, að Sovétríkin gerðu sitt til að binda enda á stríðið. Þá var á það bent, að kommún- istar hefðu aukið árásarstarf- semi sína í mörgum frjálsum ríkjum SA-Asíu, og hafa Kín- verjar mjög ýtt undir þessa starf semi. f yfirlýsingu ráðherranna sagði, að meðan N-Vietnam væri í fararbroddi hvað árásir snerti á einstök frjáls ríki, þá styddi Peking-stjórnin árás á önnur ríki og þegar um Thailand væri að ræða þá ynnu þessi tvö lönd saman. Eftirlit hert með pólskiam stúdentum Varsjá, NTB. STJÓRNENDUR Varsjár-há- skóla kynna sér nú feril 1300 stúdenta við skólann, til að at- huga, hvort þeim verði leyft að halda áfram námi. Iláskólanum var lokað í fyrra mánuði sem mótmælaaðgerð við óleyfileg fundahöld stúdentanna. Nú hafa stúdentar farið fram á að hefja nám aftur og verða þeir að senda umsóknir til háskólans, sem gaumgæfir hvort þeim skuli ieyfð innganga á nýjan leik. Verður einkum tekið tillit til af- stöðu stúdenta til aga og reglu- gerðar skólans. Tveimur dósentum við háskól- ann í Krakow hefur verið sagt upp starfi og þeir reknir úr kommúnistaflokknum. Þegar stúdentar í Póllandi efndu til mótmælaaðgerða á dögunum urðu átökin einna mest í Krakow. Síðan hreinsanir hófust í Póllandi hefur um fimmtíu hátt- settum embættiismönnum verið vísað úr flokknum og reknir úr starfi. Margir hafa verið af Gyðingaættum. Að því er AP- fréttastofan segir hefur verið skipað á ný í allar þær stöður, sem þannig hafa losnað. Áber- andi er, að yngri menn hafa hlotið stöðurnar, fæstir þeirra eru meira en fertugir. Virðist sem pólska stjórnin vilji reyna að yngja embættismannastétt- ina verulega, segir AP. FY UR nokkru rændi maður nokkur aðalbankann í Mount Tabor, smábæ í New Jersev-fylki í Bandaríkjun- um. Maðurinn var dulhúinn sem kona, en falin ljósmynda vél fyrir ofan útgöngudyr bankans tók af honum þessa mynd, þegar hann var á leið- inni út með 12.000 dollara undir kápunni. Maðurinn rændi þessari fjárhæð af ein um gjaldkeranna, sem var kona, og lokaði hana síðan ásamt öðrum starfsmönnum bankans inn á salerni, og komst unda. einkabanka án þess að ég vilji nefna neina ákveðna til lögu í því efni“. Hér er vissulega um at- hyglisverðar hugmyndir að ræða. Mörgum hefur ofboðið útþensla bankakerfisins á undanförnum árum. Fjölgun banka og bankaútibúa og mikil fjárfesting bankanna í stórbyggingum hefur orðið á sama tíma og sparifjáraukn- ing hefur orðið mjög tak- mörkuð. Það virðist því rík ástæða til að skipulag banka kerfisins verði tekið til ná- kvæmrar athugunar, eins og dr. Jóhannes Nordal hefur lagt til og kannað hvort unnt sé t.d. með sameiningu tveggja eða fleiri banka að koma við aukinni hag- kvæmni í rekstri þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.