Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 27 Afengisneyzlan hérlendis minnkar AFENGISVARNARAÐ hefur sent frá sér skýrslu um áfengis- neyzlu á fyrsta ársf jórðungi þessa árs. Er þá miðað við sölu hjá Afengis- og tóbaksverzlun ríkisins. Söluaukning í krónutölu nemur samkvæmt þessari skýrslu 4.7% miðað við sama tíma í fyrra, en í rauninni mun um minna magn að ræða, þar eð frá 1. apríl 1967 hefur útsölu- verð áfengis hækkað allmikið. Heildarsala áfengis á landinu nam nú 121.308.207 krónum, en á sama tíma í fyrra 115.760.338 krónum. Mest var salan í Reykja vík eða 95.034.162 krónur nú, en í fyrra nam salan 93.693.879 krónum. Á Akureyri og á Seyðisfirði lækkar sala áfengis að krónu- tölu, hækkar lítillega á ísafirði og á Siglufirði, en mesta hækk- unin er í Vestmannaeyjum og Keflavík, en áfengisútsala var opin þar hluta af þessu þriggja mánaða tímabili árið 1967. H-umferöarverðir láta skra SJÁLPBOÐiALIÐASÖÍFNUN til umferðarvörzlu er nú hafin, vegna fyrirlhugaðna H-breyting- ar hinn 26. mai og hefur hún gengið mjög vel, að því er Pétur Sveinibjarnarson, forstöðumaður Upplýsingaskrifstofu umferðar- nefndar Reykj avíkur tjáði Mbl. í gær, en talið er að 1000 manns þurfi til umferðarvörzlunnar. Umferðarverðir munu sterfa frá og með 26. maí til 2. júní og er búizt við að þeir leggi til 2ja sig stunda vinnu á dag. Allir þeir er náð hafa 15 ára aldri geta tekið vörzlu að sér. Sem dæmi um undirtektir fólks létu 46 húsmæður skrá sig í gær og fyrradag, en yfirleitt eru sjálf boðaliðarnir af öllum stéttum þjóðfélagsins. Um 1000 flokks- stjónar hafa þegar verið skipað- ir og eru þeir úr röðum Iþrótta- manna, skáta, slysavarnarmanna og hjálparsveita. Þá hafa Kivanis félagar látið skrá sig allmargir. Viðræður um síldar- sölu til Svía í maí VIÐRÆÐUNEFND Síldarútvegs- nefndar, sem í áttu sæti, Erlend- ur Þorsteinsson, Gunnar Fló- venz, Jón Þ. Árnason og Ólafur Jónsson ræddi við nefnd Einn steinbítur á 15 bjóð MIKIL ördeyða er nú hjá bátum við Skjáifandaflóa, en þeir hafa róið að undanförnu allt að tvisv- ar á sólarhring. Einn Húsavíkur- bátanna, sem lagt hefuir net sín við Grímisey, kom að landi í gær kvöldi. Haifði hann lagt 15 bjóð og beitt nýrri loðnu. Aflinn var einn steinbítur. Grásleppuafli er nokkuð betri. Einn umsækj- andi um l\IA MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá mennta- málaráðuney tinu: „Umsóknarfrestur um embættí skólameistara við Menntaskól- ann á Akureyri rann út 15. þ.m. Umsækjandi er Steindór Stein- dórsson, settur skólameistari". Tveir umsækj- endur um f r éf f ast jórasta rf MBL. barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning frá mennta- málar áðuney tinu: „Umsóknarfrestur um starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins rann út 15. þ. m. Umsækjendur eru ívar Guðmundsson, blaðafull- trúi og Margrét Indriðadóttir, var af réttast j óri“. sænskra síldarkaupenda í Gautaborg um síðustu mánaða- mót. Mbl. sneri sér til Gunnars Flóvenz og spurði hann um við- ræður þessar. Hann sagði: „Um síðastliðin mánaðamót fóru fram í Gautaborg undir- búningsviðræður milli Síldarút- vegsnefndar og sænskra síldar- innflytjenda, varðandi síldarsölu til Svíþjóðar á komandi síldar- vertíð norðanlands og austan. Undirbúningsviðræður þessar snerust að verulegu leyti um afgreiðslumöguleika á síld salt- aðri um borð í veiðiskipum á fjar lægum miðum, ef veiði kynni að bregðast á heimamiðum á kom- andi sumri eins og á síðastliðnu ári. Ráðgert er að aðalsamninga- viðræður við Svía hefjist fyrri hluta maímánaðar, og fara þær fram í Svíþjóð". Málverkasýning í Sindrabæ Höfn, Hornafirði, 17. apríl. BJARNI Hinriksson, listmál- ari, Höfn, Hornafirði, hélt mál- verkasýningu í Sindrabæ yfir páskana. Á sýningunni voru 18 vatnslitamyndir og af þeim seld- ust 8. Bjarni sýndi einnig myndir í fyrra. Seldust þá 11 myndir af 16. — Gunnar. - KÍNVERJAR • Framhald af bls. 1 dæmis „Styðjið ötullega bar- áttu hinna þeldökku Banda- ríkjamanna gegn heimsvalda- stefnunni" og „niður með bandarísku heimsvaldastefn- una“ og „niður með sovézku endur skoðunarstefnuna. “ Ræða Maos var forsíðufrétt í öllum blöðum í Peking og auk þess helguðu blöðin miklu rými til að lýsa eymdaraðbúð inni, sem svertingjar í Banda ríkjunum yrðu að búa við. SíðastliSið þriðjudagskvöld héldu skátar Jónasi B. Jónssyni sextugum heiðurssamsæti að Hótel Sögu, en afmæli hans var 8. apríl síðastliðinn. Myndin er frá hófinu að Hótel Sögu og sýnir skátahöfðingjann ásamt öðrum háttsettum skátum. — Ljósm. Kr. Ben. Kosygin í Pakistan: Vopnasendingar Rússa — aðalumrœðuefni hans og Ayub forseta Rawalpindi, 17. apríl. NTB. ALEXEI Kosygin, forsætisráðh. Sovétrikjanna, kom í dag til Raw alpindi, höfuðborgar Pakistans, í fjögurra daga opinbera heim- sókn. Talið er, að eitt helzta um- ræðuefnið í viðræðum þeim er Kosygin mun eiga við Ayub Khan, forseta, verði vopnasend- ingar Rússa til Indlands, sem hafa vakið mikinn ugg í Pakist- an. Pakistanav telja, að þessar vopnasendingar raski valdajafn- væginu í þessum heimshluta og að þær geti leitt til þess að spennan í sambúð Indverja og Pakistana aukist á ný. Kosygin er fyrsti forsætisráð- herra Sovétríkjanna sem heim- sækir Pakistan. Hann sagði við blaðamenn á flugvellinum, að sambúð Pakistan og Sovétríkj- Stokkhólmi, 17. apríl. NTB-AP. SENDIHERRA Bandaríkjanna í Svíþjóð, William Heath, sneri aftur til Stokkhólms í dag eftir rúmlega eins mánaðar fjarveru Landamærum Tbaílands og Laus lokað Bangkok, 17. apríl. NTB. THAILANDSSTJÓRN hefur lokað landamærum Thailands og Laos til þess að binda enda á liðsflutninga stríðsmanna af Meoættflokknum, sem kommún- istar hafa þjálfað, að því er Praphas Charusathien, innan- ríkisráðherra, skýrði frá í dag. Ákveðið var að loka landamær- unum eftir að hermenn Thai- Iandsstjórnar tóku um 1.000 ætt- flokkastríðsmenn, sem laum- azt höfðu yfirlandamærin dul- búnir sem flóttamenn, til fanga fyrir nokkru. anna væri mjög góð og haldið yr’ði áfram að efla og bæta þessa sambúð. Ayub Khan tók á móti Kosygin á flugvellinum, en hann hefur ekki komið fram opinber- lega síðan hann veiktist í janú- ar. Orðrómur er á kreiki um, að Pakistanar hafi ekki í hyggju að endurnýja samning, sem veitir Bandaríkjamönnum rétt til að reka fjarskiptastöð í Peshawar, sem er aðeins 320 km frá landa- mærum Sovétríkjanna, en sá samningur rennur út á næsta ári. Þótt Pakistan sé aðili að Suð- austur-Asíuvarnarbandalaginu — hefur landið tekið lítinn þátt í samstarfi aðildarlanda bandalags ins, og ef samningurinn verður ekki endurnýjáðux, eins og al- mennt er álitið, er sagt að rutt verði úr vegi helztu hindruninni og kvaðst fagna því að vera kom inn aftur. Heath var kallaður heim til Washington 12. marz „til skrafs og ráðagerða", en almennt var heimkvaðningin talin bera vott um að Bandaríkjastjórn vildi með henni mótmæla afstöðu sænsku stjórnarinnar til henn- ar í Vietnammálinu. í Washing- ton var afstaða Svía talin fjand- samleg, ekki sízt eftir að sænsk- ur ráðherra tók þátt í andbanda- rískum mótmælaaðgerðum. Hálfri klukkustund áður en flugvél Heaths kom til Arlanda- flugvallar í dag, var áhorfenda- stæði flugvallarins lokað til þess að ekki kæmi til mótmælaað- gerða og 35 lögreglumenn voru við öllu búnir. Sundmót KR í kvöld HIÐ árlega sundmót KR fer fram í Sundhöllinni í kvöld kl. 8.30. Mikil þátttaka verður í mótinu, eldri sem yngri og nokkur þátt- taka utanbæjarsundfólks. Meðal þeirra verðlaunagripa, sem keppt verður um er Flugfreyjubikar- inn, Sindrabikarinn og Afreks- bikar SSÍ. fyrir náinni samvinnu muli Rússa og Pakistana. Stjórnmálafréttaritarar telja, að Kosygin muni í viðræðum sín um við Ayub Khan reyna að draga úr spennunni í sambúð Indverja og Pakistana. En hvað sem því líður vona Pakistanar að heimsóknin leiði til aukinnar samvinnu í efnahagsmálum og tæknimálum. I veizlu, sem Ayub Khan, for- seti Pakistan, hélt Kosygin í gærkvöldi, flutti sovézki for- sætisráðherrann ræðu og sagði, að Bandaríkin ættu tafarlaust að hefja samningaviðræður við stjórnina í N-Vietnam. Þetta er það fyrsta, sem Kosygin hefur látið frá sér fara um hugsanleg- ar friðarviðræður styrjaldar- aðila. Mælííellspresta- kall laust BISKUP íslands hefur auglýst Mælifellsprestakall í Skagafjarð arprófastdæmi laust til umsókn- ar með umsóknarfresli til 15. maí. — Hugsunarháttur búinu á vonarvöl. Það þurfi því að takmarka þetta frelsi með því að setja að nýju á fót gjaldeyrisúthlutunamefndir, til þess að ákveða hvaða varningur megi vera á boðstól um fyrir landslýðinn og hverj ir megi verzla með hann. En erum við nú ekki flest í raun- inni þannig gerð, að við mynd um frekar kjósa nokkru lægri tekjur sem við hefðum til frjálsrar ráðstöfunar en hærri tekjur, sem við aðeins mætt- um ráðstafa eftir fyrirmælum einhverra opinberra nefnda, jafnvel þó hinir ágætustu menn skipuðu þær? Það er skoðun mín, að þegar þjóðar- búið verður fyrir áföllum svipuðum þeim sem nú hafa átt sér stað, þannig að kjara- skerðing er óhjákvæmileg, að betra sé fyrir launafólk að taka hana á sig í mynd skertr- ar vísitöluuppbótar en njóta áfram hins frjálsa neyzluvals, heldur en að láta úthlutunar- nefndir ákveða það hvað fólk megi veita sér og hvað ekki. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIOSLA»SKRIFSTOFA SÍMI ia*1QO Sendiherronn nftur til Stokkhólms

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.