Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 13
MORGUNBL,AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 19&8 13 Sr. Pétur Magnússon Vallanesi — 75 ára í febrúar 1892 var séra Magn- úsi Blöndal Jónssyni veitt Valla nes á Völlum. Hafði hann þá setið Þingmúla í Skriðdal eitt ár og þjónað Hallormsstaðar- sókn þaðan. Var það ýmist á ofanverðri öldinni, að Þingmúla prestur þjónaði Hallormsstað eða öfugt, en 1880 var ákveðið, að prestsetur yrði af tekin á báð- um þessum stöðum og kirkjurn- ar yrðu annexíur frá Vallanesi. f Þingmúlasókn var allur inn- ánverður Skriðdalur, í Hallorms staðarsókn bæirnir niður í Gunn laugsstaði og Mýrar og Geir- ólfsstaðir í Skriðdal, í Valla- nessókn allt svæðið frá Vaði og Stóra—Sandfelli niður í Egils- minningarnar frá bernskudögun um, sem ungur drengur átti með móður og góðum vinum, töluðu hlýjum og hughreystandi orð- um. Svo gekk hann í nýja hús- ið, sem reist hafði verið á gamla fjósgrunninum — og gerði það að hefðbundnu setri með 20 ára veru. Að andlegum bólstað. Síra Pétur er af merkum stofn um. Margir forfeður hans og frændur í báðar ættir voru þjóð- kunnir gáfumenn og rithöfund ar. Föðurbræður hans, synir síra Jóns Bjarnasonar og frú Helgu Árnadóttur (frá Hofi í Öræf- um), voru Bjarni frá Vogi, pró- fessor og alþingismaður og dr. Helgi, náttúrufræðingur. Páll E. Olason segir um séra Jón, að hann hafi þókt góður kennimað- ur, enda gáfumaður mikill og vel að sér, en enginn raddriaaður. Hve líkt séra Pétri? En hin veika rödd reyndist að geta flutt kröftugt mál. Móðir síra Péturs, frú Ingi- björg Pétursdóttir, var sonar- dóttir síra Friðriks Eggerz rit- höfundar. Móðir hennar Jakob- ína, dóttir Páls amtmanns Mel- steðs. Alsystkin frú Ingibjargar í Vallanesi voru Páll verzlm., sem fór til Ameríku, frú Arndís í Vatnsfirði og Elínborg, sem átti Kristján verzlm. Hall á Borð eyri, — en hálfsystkin sýslu- mennirnir Guðmundur og Sig- urður (ráðherra), frú Solveig á Völlum og Ragnhildur kona Ól- afs læknis Thorlaciusar í Bú- landsnesi. Fjölmargir niðjarþess ara systkina eru landskunnir. Má t.d. nefna rithöfundana frú Sigríði frá Völlum, Thorlacius, og Ernu Eggerz, sem nýlega hefur skrifað merka grein um síra Friðrik, langafa þeirra. Síra Pétur missti ungur sína góðu og gáfuðu móður. Frú Ingi- björg dó 31 árs, hafði þá alið 8 börn. Þegar hún lézt, á há- sumrinu 1898, var yngsta barnið aðeins 6 vikna. Mörg börnin dóu ung, en berklar voru land- lægir í Vallanesi. Meðfram vegna þess flutti síra Magnús bæinn. Keypti mestallt Valla- nesið af ríkissjóði og reisti stór- hýsi norður við Fljótið 1907. Þetta hús, sem enn stendur, er einstakt sinnar tegundar í sveit á fslandi. Þar er hátt til lofts og vítt til veggja í orðsins fyllstu merkingu. í risi eru 10 herbergi, miklar stofur á aðal- hæð, en salur í kjallara. Á þeim stað er hið fegursta bæjarstæði við „Fljótið milli staða“, víðsýn- ið skín í unaðslegri náttúru Héraðsins. Þessi glæsilegi herra garður var æskuheimili síra Péturs. Slík eru og einkenni hans, hið háreista og viðfeðma. En gamla dyrahellan líka, tryggðin og ástúðin. Hún er undirstaða hins. Öllum landslýð er hann löngu kunnur sem rithöfundur, — af fjölda blaðagreina, smá- ritum, leikritum og útvarpserind um. Einnig þekkja menn prest- inn langt út fyrir sóknarmörk Vallanesprestakalls, þar sem hann hefur svo oft predikað í Dómkirkjunni og víðar. Hvort heldur í ræðu eða riti sækir síra Pétur á djúpmið. Fer aldrei með löndum. Þeir, sem gerhugsa lífs- rökin með íhugun eða heimspeki legri hugmyndafræði, — og svo fagurkerarnir — meta hann mikils. En af því hve hann er góð- gjam maður og mildur, óþolinn undir órétti og falsi, en unnandi hinnar ómenguðu mann legu fegurðar, sveitalífs og ein- faldleika án kröfugerðar um ytra tilhald, mun einlægustu að dáendur hans og þakklátustu vini að finna á kyrrlátum heim- ilum gamalla sóknarbarna, þeirra, sem áttu gæfuna til að skilja þennan merkilega persónu leika á langri og náinni sam- leið._ Ágúst Sigurðsson í Vallanesi. I?.1 staði. Af því að sú sókn var stærst áleizt réttast að prest- setrið væri í Vallanesi við sam- steypuna. Síra Magnúsi var veitt ur Þingmúli með þeim bréfum, að hún flyttist í Vallanes, er það losnaði. Það varð fyrr en ætlað var, því að síra Bergur Jónsson í Vallanesi dó sama vorið og síra Magnús kom að Þingmúla, aðeins 66 ára. Ekkja hans, frú Guðrún Helga Jóns- dóttir, sem áður var gift Einari Gíslasyni alþingismanni á Hösk- uldsstöðum í Breiðdal átti sitt náðarár í Vallanesi, fardagaárið 1891—92. Þá var setrið laust handa síra Magnúsi lögum sam- kvæmt. En flutningur hans þang að var ekki eins sjálfsagður í augum Vallamanna og kirkju- stjórnarinnar. Varð órói, er þeim þótti skikkaður til þeirra hirð- irinn. Gengu margir úr þjóð- kirkjunni og í fríkirkju. Þ.á.m. niðjar síra Bergs, sterkir aðilar. Síðar reistu fríkirkjumenn kirkju á Ketilsstöðum, steinhús, sem enn stendur. En söfnuður- inn leystist upp um það leyti, sem síra Magnús gaf upp prest- skap í Vallanesi 1924—25. Að sönnu var þessi skipting Valla- manna í tvö kirkjufélög annar- leg, einkum fyrir sóknarprest- inn og fjölskyldu hans. Pétur cand. theol., son síra Magnúsar, tók ekki við embætti hans, eins og þó var mjög í tízku lengi í Vallanesi, að sonur tæki við prestskap af föður. Það var að öllu óskyldur maður, síra Sig- urður Þórðarson frá Skeiði í Selárdal, sem vígðizt að Valla- nesi 1924 og tók að fulli við ári síðar. Við samruna safnaðar- ins af nýju, eftir hans tilkomu, styrktist sóknin svo mjög, að unnt var að efna til nýrrar kirkjubyggingar í Vallanesi, var hún vígð 1931. Síra Sigurðar naut ekki lengi við. Hann dó ungur, aðeins 36 ára, á hvíta- sunnu 1935. Aftur var Vallanes laust. Og ekki sótti Pétur cand. théol. Magnússon. Ungur guð- fræðingur vígðist að brauðinu, sírá Marinó Kristinsson, Sunn- lendingur. Hann fékk ísafjörð 1939. Enn hafði Vallanes losnað. Og nú vígðist þangað síra Pétur Mághússon, hálf fimmtugur, nít- ján árá guðfræðingur. Kom Kánh að staðnum það haust, og staldraði á gömlu dyrahellunni við bæjartóttirnar, þar sem ÞE55I CLÆ51LEGU ROCOCO SÓFASETT ERU KOMIN AFTUR, - Á5AMT FLEIRI GERÐUM. .*□ PANTANIR OSKAST STAÐFESTAR - T AKM ARKAÐAR BIRGÐIR - SKEIFAN KJÖRGARÐI S í M1, 18580-16975 HVAÐ ER TIL ÚRBÚTA í SKÚLAMALUM? RÁÐSTEFIMA Á ÍSAFIRÐI Á VEGLM S.L.S. OG FYLKIS F.L.S. Ráðstefnan verður haidin laugardaginn 20. apríl í Sjálfstæðishúsinu á ísafirði og hefst kl. 15. llæðumenn verða: ^ Jónas B. Jónsson, fræðslustjóri. ★ Jóhann Ármann Kjartansson, kaupm. ★ Birgir ísl. Gunnarsson, form. S.U.S. Á eftir verða frjálsar umræður. *-j : í Jónas B Jónsson Jóhann Árm. Kjartansson Birgir ísl. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.