Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRIL 19« ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM Mynd af sýningu Sigurjóns. Sigurjón Ólafsson sýnir í Unuhúsi Laugarásbíó: MAÐUR OG KONA Það kemur stundum fyrir að maður verður leiður á verð- launamyndum og á myndum sem taldar eru sérlega listrænar. Með öðrum orðum verður orð- ið „list“ að hálfgerðu skammar- yrði. En svo koma annað slagið þessar perlur, sem sýna manni að list er bæði skemmtileg og yndisleg, og að aðeins léleg list getur verið leiðinleg, meira að segja stundum miklu verri en þar sem ekki er reynt að ná neinum listrænum takmörkum. Þessi mynd er ein af perlun- um. Hún er frábær að allri gerð, enda margverðlaunuð og að verðlei’kum. Annar höfundur handrits er Claude Leloudh og er hann jafnframt leikstjóri. Hann tekur þarna einfalda litla ástarsögu og lyftir henni í æðra veldi, þar sem einfaldar iltlar ástarsögur eiga heima, þegar satt er frá sagt. Flestir sem ná- lægt svona sögum koma, tor- tima þeim með tilfinningavellu og með því að ofkeyra tilfinn- ingarnar. En hjá venjulegu góðu fólki, eru ástarsögur fallegar frekar en dramatískar, sannar frekar en spennandi og ef þær eru fyllilega sannar, hljóta þær að vera svolítið vandræðalegar á köflum. Þannig er þessi saga. Hún seg ir frá manni og konu, sem kynn ast þannig að þau eiga hvort sitt barnið í sama heimavistarskól- anum. Segja þau hvort öðru sögu sína og er það mjög sér- kennilegt, að minningarnar eru í litum, en raunveruleikinn er grár. Hún var gift manni, sem vann við að vera staðgengill leikara í hættulegum atriðum í kvik- myndum (stuntman á ensku). Var þetta góður maður og heil- steyptur, enda syrgði hún hann djúpt eftir að hann lét lífið við vinnu sína. Hann er kappaksturs maður að atvinnu. Hafði hann slasast á Le Mans kappakstrin- um og kona hans fengið tauga- áfall og framið sjálfsmorð. Hrein unun er að horfa á hvensu nærfærnislega Lelouch fer með kynni þeirra. Eitt til- lit segir meira en langar ræður hjó klaufskari mönnum. Per- sónumar leita tilfinninga hvors annars á hikandi og óstyrkan hátt, sem er okkur dauðlegu fólki kunnugur. Það er hvergi stigið skref út fyrir svið þess trú lega, sem í þessari mynd er jafn mikil dyggð og það væri ódyggð í æfintýramynd. Sérlega athyglisvert er einnig margt í tæknilegri gerð myndar innar. Litir eru notaðir sér- kennilega, og eins og fyrr segir eru minningarnar í venjulegum litum, samvistir þeirra eru all- ar gráar, en litimir mýkjast smátt og smátt og þegar þau elskast er umhverfið allt ljós- rautt. Annað sérkenni er það, þegar hljóðin frá einni senu halda áfram yfir í aðra alls ó- skylda. En sennilega hefur þó Claude Lelouch sýnt hvað mest an karakterstyrk við valið á börnunum. Hann hefur varazt þá augljósu freistingu að velja óvenjulega falleg og sniðug börn í hlutverk barnanna tveggja. Þess í stað hefur hann venjuleg börn ,sem stela ekki senum frá foreldrunum. Hlutverk stúlkunnar leikur Anouk Aimée og Jean-Louis Tritigniant leikur manninn. Er leikur beggja í miklu jafnvægi og án umbrota. Þau eru einnig alveg rétta fólkið í þessi hlut- verk. Ég get skýrt þetta nánar þannig, að ef þetta handrit væri tekið, fengið Ross Hunter til stjórnar, með Rock Hudson og Sophiu Loren í aðalhlutverkum og börnin leikin af hliðstæðum Hailey Mills og Sal Mineo á yngri árum, yrði útkoman hræði leg. Þetta er tvímælalaust ein þeirra mynda, sem ráðlegt er að sjá. Skemmtileg saga og frá- bær kvikmyndalist. Háskólabíó. Killer skýrslan (The Kuiller Memorandum) KVIKMYND þessi er titt af betri dæmum um hvað leynilög reglumyndir af hinni nýju gerð geta orðið. Hún er hröð, lífleg og ekki sagt meira en nauðsyn krefur. Hún er einnig athyglisverð fyrr óvesjulegan hóp lekara. George Segal er kunnastur fyr- ir leik sinn í „Hver er hræddur við Virginiu Woolf“, þar sem hann stóð sig vel. en hefur fá önnur tækifæri fengið til að sýna hvað hann getur. Max von Sydow er kunnastur hér á landi fyrir leik í kvikmyndum Ing- mars Bergmans, en hefur í seinni tíð leikið í mörgum enskum og amerískum myndum. Lék hann meðal annars nýlega JesúsKrist í mynd úr Biblíunni. Senta Berg er hefur aðallega leikið Indíana inga og annað þessháttar. Er hún ekki nema rétt í meðallgagi fríð, enda notaðar þokulinsurtil að gera útlit hennar fallegra í þessari mynd. Gengur þetta svo langt að húsgögn í herbergjum verða óskýr, þegar hún er á tjaldinu, sem voru greinileg á meðan aðrir voru þar. Alec Guinness þarf ekki að kynna fyrir neinum. Mynd þessi fjallar um starf- semi leyniþjónustu, sem aldrei er ákveðið sagt um þjóðerni, sem er að komast fyrir starfsemi nýnasista í Þýzkalandi. Að und- anförnu hafa allir þeirra starfs- menn, sem við þetta mál hafa fengist, verið skotnir, er þeir nálguðust sannleikann. Þá er ungur maður að nafni Kuiller (George Segal) fenginn til að gangast í málið. Starfar hann undir stjórn Pol (Alec Guinn ess) og byrjar á því að gera það öllum kunnugt hvað hann er að vilja og ekki stendur á viðbrögð unum. Leikur George Segal er góður Má teljast merkilegt hversu ó- líkur hann er, því sem hann var í Virginiu Woolf, svo ólíkur að hann er varla þekkjanlegur sem sami maðurinn. Alec Guinness er eins o ghans er von og vísa 'frábærlega öruggur og góður, sem hinn ískaldi og miskunnar- lausi fyirmaður. Max von Syd- ow er brosleitur og mildilegur, sem foringi nýnazista, hressandi breyting frá þeim einglirnaþver hausum ,sem menn eiga að venj ast sem nazistum. Mynd þessi er tvímælalaust meðal þess betra í sumum flokki. Austurbæjarbíó. Stúlkan með regnhlífarnar. (Les paral piussees Cherbourg) Frönsk mynd. Leikstjóri: Jackues Demy Tónlistarhöfundur: michel Legrand. Söguþráður þessarar kvik myndar er ekki ýkja margbrot- inn. Ungur bifvélavirki festir ást á lítið eitt yngri stúlku og fær ást sína endurgoldna. Móðir stúlkunnar er ekki sérstaklega hrifin af því, að hún giftist „Guy“, finnst hún enn helzti ung í slíkan bransa. En ekki tekst henni að koma í veg fyrir stefnumót þeirra, gerir raunar ekki alvarlegar tilraunir í þá átt. Myndin á að gerast, er Alsír- styrjöldin stóð sem hæst, og þar kemur, axx hið örlagaríka augna blik rennur upp, þegar Guy er kvaddur í herinn og sendur til Alsír. Þau kærustupör kveðjast með trega og heita hvort öðru ævarandi tryggð, enda stúlkan nú barnshafandi orðin Hún hefði boðizt til að fela hann, til að koma honum undar her- skyldukallinu. En hann vill ekki b regðast skyldum sínum við föðurlandið og heldur til vígvallanna. Efnisþráðurjnn fylgir síðan nokkuð þekktu tema í gerð ást- arsagna, og er ekki ástæða til að fylgja honum á leiðarenda hér. Þetta er söngvamynd, eng- inn mælir orð, án þess að syngja það af munni fram. Þetta mun fátítt fyrirbæri í kvikmynda- gerð, þar sem ekki eru um hrein ar óperur eða óperettur að ræða — Um listrænt gildi tónlistar- innar treysti ég ekki til að dæma, en hún lét vel í mínum leikmannseyrum, og ekki hefur hún víst látið lakar í hlustum Dana, að minnsta kosti telur danska blaðið „Berlingsek Tid- endi“ að hér sé á ferðinni snilld arverk á tónlistarsviðinu. Hitt er þá bezt að játa, að ekki munu allir kunna að meta sem skyldi kvikmyndir, þar sem hver og ein setning er sungin. Og óneitanlega eru hversdags- legar venjur fólks eigi lítið stílfærðar með því, að láta það syngja hverja setningu. Það er meira en lítið upphafinn táls- máti. Af því leiðir, að orðaskipti öll sækja í þá átt að verða til- gerðarleg, og meira reynir á leikarana, er þeir verða að tjá tilfinningar sínar með söng. Verða raunar tæpast gerðar kröf ur til jafnnákvæmrar leikrænn- ar túlkunar í slíkum myndum. í öllu falli verður að leggja hana undir annan kvarða en í venju- legum myndum, ef dæma á um gæði hennar. — í þessari mynd er hin unga leikkona Cather- ine Deneuve sérstaklega töfr- andi og nær, að mínu viti, sterk- ustu leikrænum áhrifum. Vegna þess, að hér er um söngvamynd að ræða, þá finnst manni efnisþráðurinn líða óeðli- lega létt og fyrirstöðulítið eftir sögusviðinu. Dramatízk spenna og tilfinningatogstreita koma ekki fram á jafngreinilegan rátt og í venjulegum talmyndum. Hinar ýmsu ástríður og tilfinn- ingar: sorg, gleði, ást, afbrýði o.s.frv., slævast við hinn ein- — Þar birtast þær takmarkan- ir, sem leita uppbótar í ljúfum lögum, fögrum litum og skraut- legum sviðsmyndum, eins og í þessari hugljúfu kvikmynd. Kvikmynd þessi hlaut fyrstu verðlaun á kvikmyndahátíðinni í gannes 1964. Austurbæjarbíó sýndi að þessu sinni skyndimyndir úr nýrri angrélikuemynd, og ræð ég af því, að hún verði páskamynd kvikmyndahússins nú. — Þarf vart að efa, að hún hreppi mikl- ar vinsældir, svo sem gert hafa hinar fyrri Angélikuemyndir. Um Iþessar mundir eru liðin 15 ár síðan Neytendasamtökin voru stofnuð. Tildrögin að stoínun þeirra voru þau, að Sveinn Ás- geirsson, hagfræðingur. hélit tvö erindi, sem hann ruefndi Neyt- endasamtök, í ríkisútvarpið okt. 1952, og vöktu þau éihuga margra á stofnun slíkra samtaka. Endan lega var svo frtá stofnun þeirra gengið 23. marz 1953. Hin þriðju elztu í heimi. Það kann að þykja undarlegt, en saga hreinna neytendasam- taka, sem enga verzlun hafa með höndum, er svo ný og stutt, að hin íslenzku eru hin þriðju elztu í heimi. Er Alþjóðasamband Neyterudasamtaka var stofnað' fyr-ir 8 árum, var fulltrúum skip að til sætis eftir stofnaldri sam- taka þeirna, og kom Sveini það alsendis á óvart að vera hinn þriðji í röðinni. fslenzku sam- tökunum var einnnig sá sómi sýndur af hálfu Alþjóðasam- bandsins fyrif tveim érum, að formanni þeirra var boðið til ísrael ti;l að vera einn af forset- um Alþjóðaþings neytendasam- taka, sem þar var haldið. Neytendasamtökin eflast yfirleitt hægt. Það er reynsla hinnar ungu neytendalhreyfingar hvarvetna í Mjög merkileg sýning er nú í Unuhúsi á vegum Helgafells, við Veghúsastíg. Það er Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari, sem þar hefur komið fyrir nokkrum úrvals verkum, bæði nýjum og gömlum. Það er sérstaklega eftir tektaivert að sjá, hver þróun hefur átt sér stað hjá jafn ein- stökum listamanni sem Sigurjón er, og það sést greinilega á þess- ari sýningu, þrátt fyrir þá stað- reynd, að sjálf sýningin lætur lítið yfir sér og er ekki í víð- áttumiklum sölum. En það er ekki nauðsynlegt fyrir mikla snill inga formsins að hrúga saman miklu magni af listaverkum til að vekja eftirtekt almennings, þar nægir jafnvel ein mynd, svo að auðséð er snilligáfa Sigur- jóns Ólafssonar. Sýning Sigurjóns í Unuhúsier ágætlega valin, og henni er mjög vel fyrir komið. Þar fær hver hlutur að njóta sín án þess að vera truflaður af ofhleðslu, um- hverfið verkar rólega og nota- legt við þessar höggmyndir og ég vil taka það þegar fram að hver sá sem eyðir stundarkomi með listaverkum Sigurjóns, ver tíma sínum ekki til einskis. Hann er það magnaður listamaður og sá snillingur í meðferð efnis og forms, að hvaða skoðanir sem maður hefur á list samtíðar eða fortíðar, hlýtur maður að hafa mikla ánægju af verkum Sigur- jóns. Það er eitthvað innilegt og heiðarlegt við þessi verk, og þau tala til manns á einföldu og skýru máli, sem ætti að vera skiljanlegt öllum. Sigurjón Ól- heiminum, að þau hafa vaxið hægt, en aftur á móti farið ört vaxandi með auknum skilningi almennings hin síðari ár. Þess ber að gæta. að hér var um al- gjörlega nýjan aðila að ræða í þjóðfélaginu, sem aðeins gat haft álhrifavald í fyrstu, en studd ist ekki við lög eða rétt né sain- takamátt á borð við stéttasam- tök og hagsmunalhápa. Vissulega voru til lög, sem áttu að vernda neytendur, en um framkvæmd margra þeirra var þannig hirt, að í reynd var neytandinn að heita mátti réttlaus. Stórt afmælisrit. Verið er nú að senda út tvö tölublöð Neytendablaðsins sam- tímis til félagsmanna, en innan skamms kemur út stórt rit í tilefni þessara tímamóta. Það eitt verður á við heildarútgáfu Neytendatolaðsins sum árin, en hún hefur orðið að lúta efnum og ástæðum. Eitt .heizta verkefni, sem bíður samtakanna, og vænt- anlega tekst að hrinda í fram- kvæmd á þessu ári. er stóraukin útgáfia Neytendatolaðsins og bar með fræðsla fyrir neytendur. f afmælisritinu verður rakin saga samtakanna og starfsemi þeirra, sem er eflaust mun meiri en flesta grunar. Tilvera þeirra ein og margs konar óibein áhrif afsson er einhver minnsti kreddu maður í list sinni, sem hugsazt getur, og hann hikar ekki við að gera það, sem hugur hana býður, og er algerlega frjáls maður, hvort heldur er gagn- vart almenningi eða tízku tím- ans. Hann er afskaplega lifandi listamaður, sem notfærir sér ó- spart það, sem verður á vegi hans, hvort heldur um nýja tækni er að ræða eða rekaspýtu, sem borið hefur á fjöru fyrir neðan vinnustofu hans á sjávar- kambinum í Laugarnesi. En lisrt- in rekur ekki á fjörur, og eng- inn hlutur fær verulega listræna þýðingu, fyrr en listamaðurinn hefur farið um hann höndum og notfært sér efni og form til að koma hugsun sinni í framkvæmd. Sumir gera þetta af leik, aðrir af ástríðu, en ég held, að það sé ekki ofsagt, að Sigurjón Ól- afsson geri listaverk bæði af leik og ástríðu. Um andlitsmyndir Sigurjóns er óþarfi að fjalla hér. Þar er hann í fremstu röð, hvar svo sem leit- að er í veröldinni, og það eitt, að við hér á íslandi, þessar ör- fáu hræður, skulum eiga annað eins afbragð og Sigurjón Ólafs- son, á þessu sviði, er eitt af því ótrúlegasta, sem nútímamenn ing á íslandi getur státað af. Enda held ég, að margir efist um sannleika þessara orða, en sannleikur er það samt. Ég vil að lokum vekja athygli á því, hve auðvelt er fyrir fólk að eignast þessi verk Sigurjóns Ólafssonar með þeim skilmálum. eru einnig veigamikið bagsmuna mál neytenda. Það hafa margir persónulega reynslu af því, þ'ött hinir séu fleiri, sem verða henn- ar ekki beinlínis varir. Félagaaukning bætir stórlega starfsskilyrði. öflu-n félagsmanna hefur fram að fyrra ári fyrst og fremst verið fólgin í hvatningu til al- mennings um að gerast félags- menn og efla samtökin með því. Þannig hefur tekizt að afla 5—6000 félagsmanna og hefur sú tala verið lítt breytt undanfarin ár, margir bætzt við, en aðrir týnzt af ýmsum ástæðum, en aðal lega vegna breytinga á heimilis- föngum. Á s. 1. ári var svo tek- inn upp nýr háttur við öflun nýrra félagsmanna, sem lýsa má svo, að hnippt hafi verið kurteislega í neytendur og þeir spurðir um áhuga þeirra á því að gerast félagsmenn. Undirtekt- ir voru framar öllum vonum, þannig að á s. 1. ári fjölgaði félagsmönnum um hátt á annað þúsund, og gjörtoreytir það allri aðstöðu þeirra til að vinna að hagsmunamálum neytenda. Frá þessu mun nánar skýrt á aðal- fundi Neytendasamtakanna, sem haldinn verður innnan skamrns. (Frá Neytendasamtökunum). Framhald á bls. 20 Neytendasamtökin 15 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.