Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.04.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. APRÍL 1968 21 — Eldhúsumræður Framfhald af bls. 1 ráðherra að ríkisstjómin hefði aetíð óskað samstarfs við verka- lýðshreyfinguna um að rétta hlut hinna lægstlaunuðu. Undxr- tektir verkalýðshreyfingarinnar hefðu hins vegar verið misjafn- ar. Verulegur árangur náðist þó um vöxt kaupmáttar hinna lægst launuðu mieð júniísaimikomulaginu 1964. Kaupbreytingarnar 1966 miðuðu í sömu átt og nú verða hinir lægstlaunuðu fyrix minni kjaraskerðingu en aðrir. Forsæt isráðherra sagði að vissulega væri æskilegt að sem víðtækast samstarf gæti tekizt um lausn þess vanda, sem þjóðinni er á höndum og fyrirsjáanlegur væri framundan og mætti hvorki met ingur né rígur manna á meðal verða því til fyrirstöðu. En frum skilyrði samstarfs er, að skoðanir séu ekki svo gerólíkar að í þver öfuga átt sé stefnt, sagði Bjarni Benediktsson. En undirstaðan er að menn hafi þor til þess að gera sér grein fyrir staðreyndun um eins og þær eru. Forsætisráðherra vék nokkuð að verðtryggingu launa í ræðu sinni og sagði að sumir teldu hana mannréttindi sem ekki mætti hagga en aðrir teldu að þótt verðtrygging ætti stund- um við, þá væri það ekki alltaf svo og allra sízt þegar yta-i að- stæður gerðu óhjákvæmilegt að skerða lífskjör og fyrirsjáanleg hætta á örum verðbólguvexti ef víxláhrif verðlags og kaup- gjalds væru óheft. Ráðherrann benti á að frá því að verðtrygg- ing á laun var upp tekin 1939 hefðu verið sett 19 breytileg laga boð um hana og gilti einu hverj- ir verið hefðu í stjórn, það hefði ætíð orðið að laga hana eftir aðstæðum. Loks benti forsætis- ráðherra á að vinstri stjórn 1 Finnlandi hefði gert ráðstafanir til þess að afnema verðtrygg- ingu launa en þar fór gengis- felling fram í október. Bjarni Benediktsson vék í ræðu sinni, að tillögu þeirri sem flutt hefur verið á Alþingi um Víetnammálið og benti á að í greinargerð fyrir henni væri sagt að hún væri í meginatrið- um sniðin eftir ályktun hollenzka þingsins frá ágústmánuði 1967. Við samanburð á tillögunum kæmi hins vegar í ljós að þær væru ólíkar í meginatriðum. Holl enzka tillagan lýsti berum orð- um ugg vegna baráttuaðferða tveggja stríðsaðila í Víetnam og fór þess á leit, að Norður-Víet- nammenn sýndu samningsvilja jafnframt því sem Bandaríkin hættu loftárásium á þá, en í tillögunni hér væri gert ráð fyrir að Bandaríkin tækju einhliða ákvörðun um stöðvun loftárása þegair í stað og hinir sýndu samningsvilja ekki fyrr en loftárásum linnti. Síð- ar hefðu aðstandendur tillögunn ar boðizt til þess að breyta henni til samræmis við hollenzku til- löguna og með því hefðu þeir gert mikla yfirbót en áður en tími hefði unnizt til þess að afgreiða málið á þeim grund- velM hefði aðstaðan gerbreytzt og kvaðst Bjami Benediktsson hafa tjáð Lúðvík Jósefssyni að fjarstæða væri að miða ályktun við annað en þessa breyttu stöðu Á þetta hefði Lúðvík hins veg- ar ekki viljað hlusta og hann og félagar hans gert þetta að árásar efni á sig en í gær kvaðst ráð- herrann hins vegar hnfa heyrt að afstaða þessara manna væri breytt og væri það í sjálfu sér ekki þakkarvert. Loks gerði Bjarni Benedikbsson að umtals- efni í ræðu sinni ítrekaðar full- yrðingar stjórnarandstæðinga um að stjómin hefði reynt að dylja fyrir landsmönnum alvarlegar horfur í atvinnu- og efnahags- málum fyrir kosningarnar sl. vor. Kvaðst forsætiisráðherra strax fyrir árslok 1966 hafa orð- ið fyrir hörðum árásuim stjórn- arandstæðinga vegna þess að í umræðum u<m verðstöðvunairfrv. hetfði hann talað um „neyðar- ástand" en þetta hefði þó ekki dregið úr aðvörunum sínum, því að í ræðu á landsíundi Sjálf- stæðisflokksins, sem birt var í Mbl. og dreift að öðru leyti með sérstökum hætti hefði hann tal- að um að „stórvandrœði blöstu við í hraðfrystiiðnaðinum“ vegna aflaleysis og þessi ummæli hefði hann áréttað með því að segja að „þegar jafn stórfellt verðfall og raun ber vitni verð- ut á fullum % útflutnings þá er óneitanlega um neyðarástand að ræða sem víða mundi taiið horfa til öngþveitis." Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir þessi og ótal mörg önnur gögn um aðvaraniir fyrir kosningair í júní sl. yrði vafa- laust haidið áfram blekkingum af hálfu sömu manna og nú standa sumir í ströngu við að gera grein fyrir, hvernig aflað var fjár til að halda áfram að greiða miklu hærra verð fyrir fisk seldan í Bandaríkjunum en raunverulega fékkst fyrir hann, einmitt fram yfir kosningarnar 1967. Þeir sem í slíku glerhúsi búa ættu ekki að halda áfram grjótkasti á þá, sem þveröfugt hafa farið að, sagði Bjarni Bene- diktsson. Forsætisráðherra sagði að allt það sem sagt var af hálfu stjórn- arflokkanna um framfarirnar á íslandi í fyrra hefði verið satt en jafnframt hefðu engir var- að eindregnar við þeirri trú að hér héldust stöðugir uppgangs- tímar en einmitt talsmenn stjórn arfloikkanna, sem vorið 1966, meðan allt var í fuUum blóma bentu á að bygging Búrfells- virkjunar og álibræðslu mætti ekki dragast því að of seint væri að hefja undirbúninig slíkra framkvæmida þegar atvinnuleysi væri skolMð á. Bjarni Benediktsson sagði að skoplegt væri að heyra stjórn- aramdstæðinga tala um að þeir hefðu verið stuðningsmenn virkj unarframkvæmda við Búrfell þegar sumir þeirra hefðu árum saman reynt að gera þær tor- tryggilegar. f lok ræðu sinnar sagði for- sætisráðherra: „Við verðum einnig að herða sóiknina fyrir fullnýtingu allra gæða lanidsins. Með því mióti einu getum við til frambúðar skapað sæmiiegt öryggi í at- vinnuháttum og forðast þær sveiiflur, sem skapa okkur mesta erfiðleika nú.“ Ólafur Bjömsson sagði m. a. í sinni ræðu: Nú þegar liðin eru 10 ár síðan núverandi stjórnar- flokkar hófu samstarf sitt, er ekki ófróðlegt að líta um öxl og gera sér grein fyrir því sem áunnizt heffur. Að mínu áliti eru Mfskjör þjóðarinnar og þær breytingar sem á þeim hafa orð- ið bezti mæMkvarðinn á það, hvort þokað hefur í framfara- átt eða hið gagnstæða. Enginn vafi er á því að lífskjör þjóðar- innar hafa batnað verulega á þessum árum. Má benda á neyzlu rakmsó'knir sem fram hafa farið, og verið lagðar til grundvallar við vísitöluútreikning, sem sönn- un þess. Samanlburður frá tím- um vinstri stjórnarinnar og nú leiðir í ljós að ársútgjöld meðal- fjölskyldu samkvæmt eldri grundvellinum námu að frá- dregnum fjölskylduíbótum 143 þús., með því verðlagi sem var um s. 1. áramót, en samkvæmt nýjum neyzlurannsóknum nému þær 265 þús. kr. Samkvæmt þessu ættu rauntekjur að hafa aukizt 85% á þessu tímabili, en hafa ber það í huga að áður- nefndur samanburður er gróf ur mæMikvarði. Ólafur sagði að stjórnarand- stæðingar héldu því fram að það væri ekki stefna ríkisstjórnar- innar að þakka þótt Mfskjörin hefðu batnað á þessu tímabiili, heldur fremur góðæri. Sízt er að gera lítið úr þeim þætti, en benda má á það að framfarir í veiðitækni, betri skip og fuM- komnari hafa öðru fremur stuðl- að að miklum afla undanfarin ár. Þessum fiskiskipaflota hefði ekki verið komið uipp hefði gamla uppbótarkerfið sem ríkti fram til 1960 verið viðhaldið. Þá hefðu verið greiddar verðupp- bætur é afurðir sem skiluðu þjóð arbúinu Mtlum auði, en gátu gert það að verkum að frá sjónar- miði einstakMnga varð hagkvæm ara að st.unda slika framleiðs.u en t.d. síldveiðar. Þá hefði við- skiptafrelsið tvímælalaust átt sinn þátt í bættum viðskiptakjör um undanfarinna ára, gagnvart útiöndum. Einnig mætti til nefna þann þátt sem að neytend unum snýr, þ.e. hið frjálsa neyzluval, sem komið hefuir ver- ið á með afnámi innflutningshaft anna. Er sá þáttur í ræðu Ólafs rakinn annars staðar í blaðinu. Gunnar Gíslason gerði land- búnaðarmáMn einkum að um- talsefni. Sagði hann, að í hinni miklu framþróun undanfarinna ára hefði landbúnaðurinn síður en svo dregizt aftur úr. Fram- sóknarflokkurinn telur sig öðr- um flokkum fremur vera for- svarsflokkur bændastéttarinnar, en eigi að síður má benda á þá staðreynd að margar merkustu löggjafir í þágu bænda hafa verið settar í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokksins. Má þar til nefna lögin um jarðræktir og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum, sem sett voru í stjórnartíð Péturs Magnússonar landbúnaðarráð- herra Sjálfstæðisflokksins og löggjöfina um Stofnlánadeild landbúnaðarins sem sett var í tíð núverandi ríkisstjórnar og ég tel eina þá merkustu löggjöf, sem sett hefur verið landbúnað- inum til hagsbóta. Þá mætti einnig benda á að sett hefði verið ný löggjöf um bændaskóla, sem miðaði meira að verklegu námi búfræðinema. Þá mætti og benda á að ræktun hefði aldrei verið meiri hjá ísl. bændum heldur en nú síðustu árin. Því miður á íslenzkur landbún aður við margskonar erfiðleika að etja nú, og hefur orðið stór- fellt verðfall á framleiðsluvör- um hans, t.d. gærum og ull, auk þess sem tíðarfar hefur verið erfitt. Stjórnvöldin hafa reynt að koma þeim til hjálpar sem verst hafa orðið úti og í því skini stóraukið framlög til Bjarg ráðasjóðs. f lok ræðu sinnar sagði Gunnar: Á erfiðleikatím- um er nauðsynlegt að þjóðin sameini krafta sína til lausnar þeim vandamálum sem við er að etja. Á því virðist mér vaxandi skilningur meðal þjóðarinnar. Það gefur glaðari vonir um betri framtíð og batnandi hag. Tveir ráðherrar Alþýðuflokks- ins Emil Jónsson og Eggert G. Þorsteinsson töluðu af hans hálfu. Vörðu þeir meginmáM ræðu sinnar til að benda á þær orsakir, sem liggja til núv. efna hagsástands. Emil Jónson eagði í ræðu sinni, að núv. níkisstjórn mynidi leggja höfuðáherzlu á að koma í veg fyrir atvinnuleysi og sjá til þess, að atvirmuvegirnir stöðvuðust ekki þrátt fyrir slæma afkomu. Hann kvað reynslu sína um raunlhæfa lausn vanidamálanna að ekki hefði verið betra að vinna með nokkr- um flokki en Sjálfstæðistfl'Okkn- um og oftast tekizt að ná sam- komulagi um lausn vandamál- anna. Eggert G. Þorsteinsson ræddi aðallega ýmsa þætti sjá- varútvegsmála. Ræðumenn Framsóknarfokks- ins í umiræðunni voru Ólafur Jó- hannesson, Jón Skaptason og Björn Pálsson. Gagnrýndu þeir steifnu ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmiáluim, og sögðu hana miða að því að velta verkefnum á framtíðina, og að leysa aMa erf- iðleika með bráðabirgðaúrræð- um. Ræddu þeir ennfremur stefnu flokiks síns sem þeir sögðu einkum birtast í þeirn miálum sem flokkurinn hefði flutti á þingi í vetur. Talsmenn Alþýðubandalags- ins í umræðunum gagnrýndu ýmsa þætti stjórnarstefnunnar í ræðum sínum og tveir þeirra, Karl Guðjónsson og Lúðvík Jósepsson réðust harkalega að núverandi vátryggingarkerfi fiskiskipa og sagði hinn fyrr- nefndi að þetta fyrirkomulag hefði kostað ríkið 100 milljónir á sl. tveimur árum og varpaði því fram, hvort ekki væri eðli- legt úr því að ríkið greiddi ið- gjöldin að það tæki einnig að sér bótagreiðslur. Þriðji ræðu- maður Alþýðubandalagsins í um- ræðunum Eðvarð Sigurðsson rakti hins vegar þróun efnahags- og atvinnumála frá því sl. haust og þar til verkföllunum lauk í marz og sagði að verkalýðs- hreyfingin yrði að undirbúa vandlega næsta áfanga í kjara- baráttu sinni. Teikning af Eric Starvo Galt“. - GRUNAÐUR Framhald af bls. 1 Þá segir í tilkynningu FBI, að Galt muni vera fæddur þann 20. júlí 1931, hann hafi brúnt bursta klippt hár og blá augu. Galt mun hafa keypt riffil í Birmmgham hinn 30. marz, en ekki hefur ver- ið staðfest, að sá riffill hafi verið morðvopnið, þó að sterk rök hnigi að því. FBI segir að Galt eigi hvítan Mustang-bíl, árgerð 1966 með skrásetningarnúmeri Alabama, og mun rannsókn hafa leitt í ljós að bifreiðin, sem lögreglan fann skömmu eftir að leitin að morðingja dr. Kings hófst, hafi verið bifreið Galts. Vitað er, að Galt var í Memphis dagana 3. og 4. apríl og fór þaðan áleiðis til Atlanta. f niðurlagi tilkynningarinnar segir FBI, að telja megi öruggt að Galt sé vopnaður og eru bandarískir borgara hvattir til að sýna fyllstu aðgát jafnframt því, sem þeir skuli veita aMa aðstoð við að hafa upp á honum. FBI nafngreinir ekki mann þann, sem á að hafa verið í vitorði með Galt og sagður er bróðir hans, né heldur er látið uppskátt, hvar lögreglan komst yfir myndina af Galt. ÞingsálYktunartill. Framhald af bls. 12 una og breytingu sem nefndin lagði til að gerð yr'ði á tillög- unni. Auk þess gerði framsögu- maður grein fyrir áliti Vegagerð- ar ríkisins á málinu. Tillagan eins og hún var samþykkt hljóð- ar svo: Alþingi ályktar að skora á samgöngumálaráðherra að láta gera áætlun um samgöngubætur yfir Skeiðarársand, sem tengi hringleið um landið. Áætlun þess ari skal hraðað svo sem unnt er og að því stefnt, a'ð hafa megi afnot af henni við gerð vegaáætl unar fyrir árin 1972—76. Eysteinn Jónsson þakkaði nefndinni undirtektir við tillög- una og lagði áherzlu á að undir- búningsrannsóknir gætu hafizt strax næsta sumar. Pétur Benediktsson sem flutti breytingartiMögu við þingsálykt- unartillöguna er hún kom fram í vetur, þess efnis að kannaðir yrðu möguleikar á loftferju yfir vötnin, kvaðst geta falMst á til- löguna eftir þær breytingar sem á henni hefðu verið gerðar, en jafnframt treysti hann því að þeir möguleikar yr'ðu kannaðir til hMtar. Guðlaugur Gíslason tók í sama streng og Pétur og sagði að loft- púðaskip það sem reynt hefði verið hérlendis sl. sumar gæfi vissulega tilefni til að ætla að hægt yrði að leysa málið á þann hátt. Ferja af sömu gerð sem kæmi á markaðinn 1970 mundi geta flutt 7—9 bíla af venju- legri stærð og um 100 farþega. Að umræðum loknum var til- lagan samþykkt með 43 sam- hljóða atkvæðum. Pravda segir frá breytingum í Tékkóslóvakvu Moskva, 17. apríl. NTB-Reuter. MÁLGAGN sovézka kommún- istaflokksins, Pravda, birti i gær í fyrsta skipti hina nýju áætlunargerð tékknesku stjórn- arinnar. Þó var áætlunin ekki birt í heild og meöal annars var þess hvergi getið að ritskoðun hefur verið aflétt í Tékkósló- vakíu. Pravda leggur áherzlu á nauð- synlega og sjálfsagða samstöðn kommúnistaríkjanna, en segir, að hvert land verði að skipa sín- um málum eins og hagstæðast er hverju sinni. í greininni er ekki heldur vikið að breytingum þeim sem gerðar hafa verið á öryggislögreglunni, né um auk- ið ferðafrelsi og ýmislegt fleira, sem til frjálsræðis’ þykir horfa í tékknesku áætluninni. — Bonnstjórnin. Framhald af bla. 1 tökin, en bún mundi heldur e>ki setjast að samningaborði með þeim, Þá var frá því skýrt, að 575 manns hefðu verið handtekn ir, en flestir verða látnir lausior fljótlega. Forystumaður SDS-samtak- anna sagði á blaðamannafundi í Franikfurt í gær, að hvergi yrði hopað og óeirðum ekki linnt fyrr en stúdentar teldu sig hafa feng ið 'kröfum sínum fuMnægt. Blaðaljósmyndari lézt af völdum meiðsla. Ljósmynidari AP-fréttastofunn ar Klaus Frings lézt í gær á sjúkrahúsi í Munohen af vöLdurn mikilla böfuðéverka, sem hann hlaut í óeúðunuim þar í ■ borg á mánudag. Frimgis fékk stein f höifuðið, er stúdentar hófu að grýta lögreglu og blaðamenn Kiesinger kazlari hefur sent ekkju Frings samúðarkveðjur. Áttaiíu og fjögur prósent Þjóff- verja á móti óeirðunum. Wickert-stofnunin í Tuebing- en í Vestur-Þýzkalandi birti í gær niðurstöður víðtækrar skoð anakönmmar, sem gerð var tíl að kanna álit fólks á stúdenta- óeirðunum. ÚrsMt voru þau, að 84% svarenda fordæmdu óeirð- irnar, aðeins 6% tölidu þær hafa átt rétt á sér og 10% höfðu ekki myndað sér skoðun 6 miáiinu. Dutsche hressist. Líðan Ruidi Dutsche er sögð betri, er lækrnar telja hann ekk’ úr allri hættu. f tilkynningu sjúkrahússins segir,< að Dutsche sé þó kominn tii fuMrar meðvit- unar og hafi getað talað nokkur orð við hjúkrunarMð spítalans. — Heiðrar konu Framhald af bls. 3 en á hennar umráðasvæði kömust 3 arnarungar úr einu hreiðri á s. 1. sumri, sem án efla væri að þakka hennar ströngu gæzlu. Aron Guðbranidsson las upp endurskoðaða reikninga, sem voru samþykktir samhljóða, en þar kom fram að aðalútgjöld félagsins var við arnareftirlitið og leiga á landsvæðum alls 45. 500. Auk þess hafði félagið haft aifskipti af haftyrðilsvarpi og þórshanavarpi, en þetta eru sjaldgæfustu varpfuglar lands- ins eins og vitað er. Formaður félagsins Pétur Gunnarss'On baðst undan endur- koisningu en nýr formaður var kjörinn Magniús Magnússon, pró fessor, forstöðumaður Raunvís- indadeildar Háskólans, með- stjórnendur Árni Waag og Aron Guðbrandsson forstjóri, gjalid- keri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.