Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 7

Æskan - 01.12.1972, Page 7
 horfa á snjóinn. „Það er ekki hægt að líkja saman bíl og skíðum.“ ..Sjálfur ert þú bjáni,“ hrópaði Þóra, rak út úr sér tunguna og gretti sig. ..Svona, svona nú krakkar, farið þið ekki að rífast," sagði mamma. „Þið tefjið mig svo mikið við baksturinn, að kannski fáið þið engar kökur á jólunum/1 ..Namm, — namm. Ég vil fá laufabrauð og rúsínukökur." ^g Þóra litla sneri sér í hringi á eldhúsgólfinu, eins og skopparakringla. „Það gæti verið gaman að byggja snjóhús," sagði Gísli. „Skaflarnir hérna á bak við húsið eru svo stórir.“ „Já, blessuð hjálpizt þið að því, börnin mín, að byggja snjóhús,“ svaraði mamma heils hugar fegin. „Þið megið taka skófluna í verkfærageymslunni." „Ég ætla að sækja kuldaúlpuna og vettlingana mína,“ hrópaði Þóra og þaut út úr eldhúsinu. Hvort sem rætt var um þetta lengur eða skemur, varð það úr, að systkinin færu út og byggðu snjóhús. Auðvitað klæddu þau sig vel, svo þeim yrði ekki kalt. Veður var svalt en bjart. Stjörnur blikuðu og norður- ljósin dönsuðu sviflétt á heiðbláum himni. Fallegra jóla- veður var ekki hægt að hugsa sér. Systkinin hlupu út í garðinn á bak við húsið, og Gísli ^ar skófluna reidda um öxl. Snjórinn var ekki lengur tnjög laus, undanfarna daga hafði hann dregið saman í skafla, og voru þeir sums staðar mannheldir., Ósköp var það nú gott að koma út úr hitasvækjunni °g anda að sér fersku lofti. Hressandi gusturinn strauk systkinunum litlu um vanga. Fyrsta verk Gísla og Þóru var að rannsaka, hvar heppi- legast væri að byggja snjóhúsið. Reyndar er ekki rétt að tala um að byggja hús. Snjórinn var orðinn of harður til þess að stinga hann í hnausa til að hlaða úr. Bezt var að grafa að innan stóran skafl. Þá var komið fyrirtaks snjó- hús. Systkinin þurftu ekki lengi að leita að heppilegum snjó- skafli. Norðausturhorn garðsins var fennt í kaf. Girðingin var horfin á löngum kafla. Gísli byrjaði að grafa þar, sem skaflinn var hæstur. Fóra velti frá snjóhnausunum. Systkinin töluðu fátt, en kepptust við moksturinn. Ekkert komst að í huga þeirra þessa stundina, nema snjóhúsið nýja. Það skyldi vera svo stórt, að það rúmaði ekki einungis þau tvö, heldur gætu þau líka boðið til sín gestum. Það væri, svei mér, gaman aÖ bjóða til veizlu, eins og fullorðna fólkið gerði. Systkinin skiptust á að grafa, en heldur var Þóra litla klaufaleg við moksturinn, En kappið og vinnugleðin var tttikil. Það var hreint undur að fylgjast með, hvernig skaflinn breyttist í skínandi höll. Krakkarnir gættu þess að hafa dyrnar ekki of stórar. Ármann Kr. Einarsson hefur skrifað þessa skemmtilegu jólasöfru fyrir Æskuna, en Ár- mann er einn fremsti rithöfundur íslendinga í dag, þeirra er skrifa fyrir börn og unglinga. Auðvitað urðu þau að geta lokað húsinu. En það var hætt við, að klumpurinn, sem þau notuðu fyrir hurð, dytti í sundur, ef hann væri of stór. Líka var nauðsyn- legt að gera smástromp á þakið. Það skyldi vera hreint og tært loft í nýja snjóhúsinu. Systkinin vissu ekkert, hvað tímanum leið. Þau létu ekki á sig fá, þótt dimmdi með kvöldinu. Það var nóg birta frá tungli og stjörnum. Ekki fundu þau Gísli og Þóra heldur fyrir kuldanum. Þau unnu sér til hita. Gísli tók meira að segja af sér trefilinn, svo að hann væri ekki að flækjast fyrir við moksturinn. Krakkarnir voru svo niðursokkin í verk sitt, að þau hrukku ónotalega við, þegar kallað var á þau. Það var mamma, sem kallaði. Hún sagði þeim að koma strax inn að borða. Systkinin litu undrandi hvort á annað. Hvernig hafði tíminn getað liðið svona fljótt? Þau höfðu ætlað sér að ljúka við snjóhúsið, en ennþá áttu þau talsvert eftir að grafa innan úr skaflinum. Það þýddi ekki að hugsa um það, þau yrðu að hlýða mömmu sinni. Kannski fengu þau að fara út eftir kvöldmat. „Nú líkar mér að sjá ykkur, börnin mín,“ sagði mamma brosandi, þegar Gísli og Þóra komu inn. „Þið eruð bæði svo rjóð og hraustleg, að það er eins og þið hafið stækkað heilmikið." „Megum við fara út, þegar við erum búin að borða?“ hrópuðu systkinin einum rómi. „Nei, börn mega ekki vera úti eftir klukkan átta,“ svaraði mamma ákveðin. „En þið getið lokið við snjó- húsið ykkar á morgun." Og auðvitað varð það að vera sem mamma vildi. Systkinin biðu ekki boðanna daginn eftir. Strax, þegar 5

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.