Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 13

Æskan - 01.12.1972, Side 13
Hvernig rata dýrin heim? eflir æfileiki gæludýra til aS rata heim til sin úr órafjarlægS er næstum yfirnáttúrlegur. Sér- hver fjölskylda kann einhverja sögu um tryggan kettling, sem settur hefur verið I poka og fluttur til nýs heimilis. Þar eð kisu líkaði ekki hið nýja umhverfi, hvarf hún fljótlega og fannst nokkru slðar mjálmandi ámátlega i nágrenni sfns gamla heimilis. Kettir hafa verið settir ( poka, þar sem ekki nokkur skima Ijóss barst til þeirra, og síðan komið fyrir um borð ( árabátl. Árabátnum hef- ur siðan verið róið langt út á stöðuvatn og snúið þar i ótal hringl. Þá hefur bátn- um verið róið aftur til lands. Kettirnir tóku þegar á rás um leið og þeir losn- uðu úr prísundinni, beint i áttina að heimilum sinum, og þeir, sem um til- raunirnar hafa séð, fullyrða, að kettirnir hafl alls ekki beitt þefskynjun eða á nokkurn hátt framkvæmt rannsókn á umhverfinu, áður en þeir héldu af stað. Hundar eru mjög slyngir að finna réttar áttir, en tilraunir, sem gerðar hafa verið í þessu sambandi, hafa ekki leitt tll neinna ákveðinna niðurstaðna. Hund- urinn er gæddur ákaflega sterkri þef- skynjun, og það getur í mörgum tilvik- um skýrt ratvísi þeirra heim. Hestar eru einnig mjög fljótir að rata heim, en þeir hafa einnig mjög gott minnl. Miklu erf- iðara er að skýra hæfileika laxins til að fata til heimkynna sinna, því að hann er gæddur miklu minni skynsemi en hundar og kettir. Merkingar hafa leitt t Ijós, að laxinn leitar til þeirrar ár, þar sem hann fæddist. Ekki ervitað, hvernig stendur á þessari undarlegu ratvisl hans, en það er hald manna, að þef- skynjun eigl þar ef til vill mikinn hlut að máli. Fáar lifverur sýna melri ratvisi en hýflugurnar, og náttúrufræðingar hafa eytt mörgum árum við rannsóknir á eðli CARTWRIGHT TIMMS Það er óráðin gáta, hvernig kettir, hundar, fuglar og maurar fara að því að rata heim til sín um óraleiðir. ratvisl þeirra. Nýfædd býfluga, sem tek- In væri úr búinu og siðan sleppt aðeins spölkorn þaðan, mundi aldrei rata heim. Fyrst verður hún að læra að þekkja umhverfi sitt, og hún byrjar að fljúga um það bil tlu dögum eftir að hún breytist I flugu. Þessar fyrstu flugferðlr eru beinar könnunarferðir, og þá flýgur hún upp og niður og hefur varla augun af búinu. Litlu síðar hættir hún sér ofurlitið lengra frá heimili sinu, og siðan lengjast flug- ferðirnar smám saman, unz býflugan getur flogið um allt svæði búsins. Þetta landsvæði getur verið allt að þremur milum f hverja átt frá búinu. Þannig virðist það nokkuð öruggt, að ratvisi bý- flugnanna byggist á hæfileika þelrra til að leggja umhverflð á minnið. Raunar hegða þær sér nákvæmlega eins og við gerum i nýju umhverfi. Þær leggja á minnið tré, byggingar og aðra þvlllka hluti. En þótt þessu sé þannig farið, kemur oft fyrir, að býfiugur vlllist og deyi, af þvi að þær hafa þá gleymt leið- inni heim. Það er einnig rétt, að þær fara oft i rangt bú, ef þau eru mjög mörg á sama stað. Þefskynjunin hjálp- ar býflugunum til að rata. Býflugurnar hafa aftarlega á likama sínum liffæri, sem gefur frá sér þef, og iðulega má sjá vinnubý nudda afturhluta sinum við pallinn, þar sem flugurnar hefja flug sitt og lenda, og baða síðan vængjunum. Þetta veldur þvi, að loftið umhverfis búið verður mettað þef, sem allar flug- ur búsins munu þekkja úr talsverðrl fjarlægð. Vinnumaurlnn, sem er vængjalaus, notar sólina til að átta slg eftir. Þegar maur fer frá heimkynnum sinum í rann- sóknarferð, tekur hann stefnu hornrétt á stöðu sólarinnar og ferðast síðan eftir beinni línu. Heim kemur hann sömu leið. Maurinn notar einnig þefskyn sitt, og þegar hann er við fóðuröflun, snertir hann jörðina af og til með afturenda likamans og merkir þannig leiðina með þefblettum. Það er þvi Ijóst, að ratvfsi býflugn- anna, mauranna og annarra skordýra byggist ekki á neinum dularfullum eig- inleikum, heldur er hún áunnin við eigin reynslu auk meðfæddra hæfijeika. Það á ekkert skylt við hinn furðulega hæfileika sumra fugla og dýra, sem geta fundið rétta leið á ferð, sem þelr hafa aldrei farið áður.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.