Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 43

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 43
Fyrir eldri börnin Draumaráfiningar Blek. — Að nota blek, er oft fyrir upphefð. En að hella niður bleki eða verða blekugur á höndunum, er óheilla- boði. Blinda. — Að vera blindur getur bæði verið fyrir þvi, að einhver, sem dreym- andinn treystir, sé varhugaverð per- sóna, og einnig, að dreymandinn verði hjálparþurfi fljótlega. Blóðberg. — Að dreyma blóðberg er alltaf fyrir velgengni. Blóm. — Að dreyma blómatínslu er þér fyrir hamingju, ef það er á þeim árstíma, sem þau spretta. Annars ekki. Fá blóm að gjöf: gleði og gæfu. Gefa blóm: Nýjar ástir. Visnuð blóm merkja heilsutap. Að binda blóm skjóta gift- ingu. Blómavasi. — Að fá blómavasa að gjöf boðar áríðandi bréf eða skeyti. Blómstur. — Að sjá blómgað tré boð- ar gott, einkum ef það er ávaxtatré. Blómvöndur. — Að vera með blóm- vönd þýðir, að þú munt brátt giftast eða verða við mikla hjónavígslu. Að kasta frá sér blómvendi boðar aðskiln- að frá ástvini. Blys. — Að halda á blysi boðar fé, sem fæst með vissum skilyrðum. Að kveikja á blysi getur verið fyrir þvi að dreymandinn veki ástarhug hjá ein- hverjum. Bók. — Að lesa í bók boðar virðingu góðra manna og upphefð. Að þiggja bók að gjöf: ógiftum fyrir ást og hjóna- bandi. Að semja bók: léleg atvinna. Að blaða bók: óþægiiegar fréttir. Að kaupa bók: námsiðkun. Að sjá bók brenna: sorg. Að heyra lesið úr bók: áhyggjur. Sjá bækur í bókaskáp: góð framtið. Bókasafn. — Að vera staddur í bóka- safni boðar, að einhver kann að hafa þig mjög á valdi sínu, og betra að vera gætinn. Borðl. — Borðar í björtum eða sterk- um litum boða dálitla skemmtun, pen- ingaeyðslu. Rauðir borðar tákna umtal eða hneyksli. Bót. — Að finnast þú vera skyldugur til að bæta föt þín táknar, að slíkt mun aldrei henda þig um ævina. Brauðmolar. Að sjá smáfugla vera at éta brauðmola táknar, að velviljaðir vinir þínir munu verða þér til mikils happs. » Brekka. — Að ganga upp brekku er fyrirboði þess, að þú munt alla ævi þurfa að strita til þess að eiga aðeins til hnifs og skeiðar. Að komast upp á brekkubrún er hins vegar fyrir góðu, en að gefast upp í brekkunni er fyrir ósigri. Vont er að dreyma, að maður gangi niður brekku. Brestur. — Að heyra háan brest í lofti eða fjöllum boðar dauða merks manns. Brjóstnál. — Að finna brjóstnál og festa hana á sig veit á það, að þú munt eignast peninga. Bróðir. — Að dreyma bróður sinn er fyrir langri ævi í hjónabandi. Að tala til hans: gremju. Að sjá hann látinn: langlífi hans. Bros. — Að vera fagnað með brosi boðar gæfu og gengi á margan hátt. Brot. — Að brjóta eitthvað veit á, að líklegt er að óheppnin elti þig í nokkra daga. Brú. — Að fara yfir brú tálmunar- laust er merki um velgengni. Að fara undir brú er fyrir erfiðleikum. Blý. — Að sjá blý er oft fyrir veik- indum, þunglyndi, samvizkubiti út af einhverju áður drýgðu. Brúða. — Að leika sér að brúðu boð- ar að þú skalt ihuga fyrirætlanir þínar betur, því mikil hætta er á þvi, að þær séu vanhugsaðar. Sé dreymandinn ung stúlka, er afar líklegt að hún giftist aldrei. Brúður. — Að dreyma brúði merkir sættir og gleði eftir mikið ósamlyndi á milli tveggja persóna. Brúðarmær. — Að vera brúðarmær er fyrirboði þess, að trúlofun sé endaslepp. Niður með sígaretturnar Farðu nú og kauptu fyrlr mig sígarett- ur, vinurinn. Þessi orð heyra þúsundir barna foreldra sína segja, og síðan rétta þau þeim peninga fyrir einum pakka. Það virðist færast i vöxt hjá unglingum að reykja, svo að jafnvel 16 ára ungling- ar eru komnir upp f einn pakka á dag. En hvað skyldi einn maður eyða miklu ( reykingar á ári? Ef við reiknum með því, að pakkinn kosti 71 krónu og mað- urinn reyki einn pakka á dag, þá eyðir hann i sígarettur hvorki meira né minna en 25.915,00 krónum á ári. Ef annar maður hefði hins vegar lagt til hliðar 71 krónu á dag i 10 ár, þá gæti hann keypt sér bil fyrir peningana. En þetta eru alls ekki einu afleiðingarnar, sem við mætum fyrir að reykja. Við heyrum til dæmis oft um það ( útvarpinu, að hús hafi brunnið til kaldra kola, vegna þess að gleymzt hafði að slökkva i einni sigarettu. Við heyrum, að maður hafi ætlað að ieggja sig og fengið sér eina stgarettu en sofnað út frá henni og húsið brunnið og maðurinn með, og kannski fleiri menn. En ekki má gleyma því, að sígaretturnar fara llla með lík- amann. Lungu eyðileggjast og maður- inn verður þróttiítill. Til dæmis mundi enginn íþróttamaður reykja, ef hann gerði sér grein fyrir því, hvaða afleiðing- ar það gæti haft. En af hverju byrja menn þá að reykja, þegar menn vita, hvað hættulegt það er? Nú á tímum er það því miður komið í tízku að reykja, og unglingar gera sér ekki fyllilega Ijóst, hvað er að gerast. Þeir halda, að það sé bara fínt að apa eftir fullorðna fólkinu, en því miður er það ekki svo. Kæri lesandi. Viltu ekki hugleiða vel, hvað þú ert að gera, áður en þú ferð að neyta tóbaks. Björn G. Pálsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.