Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 26

Æskan - 01.12.1972, Qupperneq 26
Ammuninanna og jólasveinarnir Jónas í Brekknakoti. ^^^a^yrir allmörgum árum komu — sem oftar og víðar — tveir jólasveinar á barnasamkomu um ' ' jólin í Stykkishólmi og skemmtu sér um stund með krökkunum. Þá sagði annar jólasvelnninn ^ þessa sögu: Sagan, sem ég ætla að lofa ykkur að heyra, gerðist fyrir mörgum, mörgum árum, og hún er alveg sönn. Jólin voru að koma. Kirkjuklukkurnar hringdu frið og fögnuð út um hvíta, fagra veröld, inn í glæstar hallir og fátækleg hreysi. Undir Ljósufjöllum stóð litla húsið þeirra Óla og Maríu. I 13 ár höfðu þau búið þarna og alltaf verið ein í húsinu sínu. Þau áttu engin börn. Óli hjó tré í skóginum á daginn og átti nokkrar skepnur, en María var oftast heima og sá um húsverkin. Á kvöldin sátu þau svo oft við arineldinn, stundum þögul og hugsandi, er þau horfðu á eltingaleik geisla og skugga um gólf og veggi, meðan logarnir á arninum teygðu sig upp eftir hvítum bjarkarbútum. Og bæði hugsuðu þau það sama: Bara að við ættum hóp af litlum börnum, sem þannig lékju sér í stofunni umhverfis eldinn okkar á kvöldin! Katrín, grannkonan, átti 12 drengi, hrausta og fjöruga stráka. Enda var hún roggin — fannst Maríu — er hún gekk fram hjá gluggum hennar með hópinn, — roggin og storkandi — fannst Maríu. Öfundin píndi þá barnlausu konuna, en ekki varð það henni tii neinnar hjálpar. Að öðru leyti var María bezta kona og Óli sómamaður. —--------Hátt, hátt uppi f Ljósufjöllum bjó hinn voldugi andi, Ammuninanna. Úr turni fskristallahallar sinnar sá hann um heima alla. Hann vissi allt um hagi þeirra Maríu og Óia og kenndi í brjósti um þau. Þetta jólakvöld bjó hann sig sem förukarl, fór niður [ sveitina og barði að dyrum hjá þeim. Hjónin tóku vel á móti gamla manninum, buðu honum sæti við blossandi eldinn, færðu honum mat og drykk og bjuggu honum mjúka sæng að lokum. En áður en hann gekk til hvílu sagði hann: „Þið hafið gert vel við mig, gamlan mann. Gull á ég ekki, en eina ósk skuluð þið fá fyrir góðan greiða. Um hvað viljið þið biðja? Hjónin litu hvort á annað, og bæði hugsuðu víst það sama. María sagði: ,,í 13 ár höfum við búið hér tvö ein, og um hver jól, þegar klukkurnar f kirkjuturninum hljóma fagnandi yfir fæðingu Jesú-barnsins, hef ég kropið og beðið Guð að gefa mór son, já, 13 sinnum 13 í 13 ár! Gefið okkur 13 sonu (þá ætti ég einum fleirl en Katrin, hugsaði hún), þá skulum við vera ánægð. — En til hvers ætll sé að biðja fátækan, gamlan mann um það, sem Guð hefur ekki gefið?“ Þá reis karl úr sæti sínu, rétti úr bakinu og hristi af sér tötrana. Og þar stóð hinn mikli andi, Ammuninanna, í skfnandi klæðum og með kórónu af gulli — en reiðisvlp — og sagði: „Víst get ég veitt ykkur bæn þína og skal gera það, þótt hún sé fremur heimskuleg. Nóg væri þér, og öllu heppilegra, að biðja um einn son og eina dóttur. Eða hvernig ættir þú að ráða við 13 óstýriláta stráka? En sjáum til, — takist þér að ala þá upp í guðsótta og góðum siðum, munu þeir færa ykkur gleði og hamingju. En takist það ekki, mun illa fyrir öllum fara. Við sjáumst aftur seinna." Að svo mæltu leið hinn mikli andi upp um þakið á stof- unni og alla leið upp í ískristallahöllina sína, þar sem litlar álfameyjar í mjallarkjólum og með Ijómandi stjörnur í gullnu hárinu dönsuðu kringum hásæti hans og sungu svo yndislega, að gremja hans við Maríu hvarf með öllu. En þau hjónin stóðu eftir með opinn munn og undrun í svip yfir öllu: ummyndun gamla mannsins, og svo tali hans og hvarfi upp um heilt þakið. Og svo sátu þau við eldinn á ný og fannst þetta myndi bara hafa verið draumur, en undarlegt var það þó. En þegar þau vöknuðu næsta morgun bæði sáu þau og heyrðu, að það var nú eitthvað annað en venjulegur draum- ur, því að húsið þeirra kvað við af hrópum og hlátrum 13 drengja, tveggja til tólf ára. í dagstofunni stóðu rúmin þeirra 13 í röð! Á stól við hvert rúm voru snyrtilega sam- anbrotin föt hvers og eins. f fyrstu voru hjónin hálfhrædd og vandræðaleg. En allt í einu kallaði lítili, Ijóshærður snáði: „Mamma, mamma, gefðu mér brauð, ég er svo svangur.“ Og svo taka fleiri undir sama sðnginn. Einn klifrar upp á rúmgaflinn sinn, teygir sig eftir mætti og hrópar: „Sjáðu, pabbi, hvað ég hef stækkað mikið í nótt!“ En um leið steypist hann ofan á gólf og fera að gráta. Þá finnst þeim báðum, Maríu og Óla, sem þetta séu í raun og veru þeirra eigin synir, allir saman! — Og nú varð gleði mikil í kofanum þeirra undir Ljósu- fjöllum. Svo liðu sex ár. Drengirnir fengu nóg að borða, uxu vel og voru fjömgir. En þeir voru latir að læra, latir að vinna, en hrekkjóttir og heldur slæmir strákar. Engum þótti vænt um þá, nema Maríu og Óla. Þau sáu reyndar og heyrðu, hvernig þeir voru, en ávítuðu þá sjaldan. Og þótt aðrir væru að áminna þá eða skamma, dugði það ekkert, þeir svöruðu þá illu einu. Og nú leið enn að jólum. I rökkrinu á aðfangadaginn voru drengirnir allir úti að leika sér. Árangurslaust hafði mamma þeirra beðið þá að hjálpa sér að laga til, og búa sig undir komu blessaðra jólanpa. Sumir þeirra létust ekkl heyra, aðrir svöruðu bara ill.u. Þá kom gamall maður og haltur röltandi eftir veginum. 24
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.