Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 60

Æskan - 01.12.1972, Side 60
Glæstir draumar „Systkinin eru nú ekkert áfjáð í að fara þangað undir eins,“ sagði hún og varp öndinni létt. „Þau skilja ekki, hve mikið mig hefur langað þangað í öll þessi þrjátíu ár. Bæði ættingjar og vinir hafa týnt tölunni allan þenn- an tíma. Það eru svo margir þeirra dánir.“ „Ég skal segja yður,“ sagði Ríkarður við Möggu, „að ég vildi verða læknir, en pabbi var því mótfallinn, og þá lærði ég það, sem hann telur vera hagnýtast og gagnleg- ast í þessum heimi, ég varð verkfræðingur. Nú, vélar geta að vissu leyti verið eins og lifandi verur, en . . .“ — Mér er ofaukið hér, hugsaði Tim, og svo smaug liún fram í eldhúsið og sýndi Önnu hringinn. „Ojæja, eitthvað gagnlegra hefðu þau nú víst getað fundið, en fallegur er hann. En nú er ég hrædd um, að þú verðir að gæta þín að glopra honum ekki niður og týna honum,“ sagði Anna hlýlega. „En nú skaltu fara inn aftur. Þú ert bara fyrir mér hérna.“ „Anna, ég er alls staðar fyrir. Enginn þarna inni segir aukatekið orð við mig. Magga og Ríkarður og María voru áðan að tala um söfn og leikhús og svo tóku þau til að rausa um störf sín. Hann er verkfræðingur og hún vinnur, held ég, eitthvað við bókasafn, líklega einhverja þurra vísindastofnun. Mín saknar enginn þarna inni... nei, láttu þetta vera, ég ætla að hjálpa þér til að þvo uPP-“ ,ÆL „Hættu þessu, Tim, það er synd að hæðast að fólki og herma eftir því. Guð getur refsað manni með því að láta mann verða eins,“ sagði Anna og átti þó erfitt með að verjast hlátri. „Nei, Anna mín, þetta telurðu mér nú ekki trú um. Það væri skrítið, ef ég gleymdi mínu eigin móðurmáli og andlitið á mér yrði eins og tungl í fyllingu, að ég tali nú ekki um skjáina. Gáfuð hlýtur hún að vera, og það sakaði ekki, þó að ég fengi agnar ögn í viðbót af' þeirri vöru. — Anna, ég hef ekki viljað segja mömmu peitt frá því, en skrifstofan, sem ég vinn í, fer víst í hundana. Það voru allir að hvíslast á um það í dag.“ „Ósköp eru að heyra þetta!“ sagði Anna dauðskelkuð, en bætti svo huggandi við: „Þetta lagast, Tim. Þú ert ung og dugleg, og það er víst margar betri stöður að fá en þessa, sem þú hefur haft. Þetta hefur eiginlega verið mesta vesaldarstaða, svo að ég segi eins og mér finnst.“ „Ó, Anna, af hverju fæ ég ekki að læra að leika? Ég er viss um . ..“ „Já, maður þykist nú vita svo margt, áður en maður er búinn að slíta barnsskónum, skal ég segja þér, Tim. Mér þætti gaman að vita, hvað margar ungar stúlkur nú á dögum eru lausar við þá grillu, að þær séu skapaðar til þess að verða ný Greta Garbo, og ekki væri síður gam- an að vita, hve margar fara í fötin hennarj Ekki ein af trilljón, skal ég segja þér. Þó að þú getir hermt eitthvað eftir og verið með einhver skrípalæti, þá er ekki þar með sagt, að þú getir leikið. En svo þarftu ekki að láta svo flónslega, að þú vitir ekki, af hverju þú fékkst það ekki. Þú veizt, að það var mest vegna þess, að ekki voru ráð á því.“ „Peningar!" Tim tyllti sér á eldhúsborðið á meðan hún var að þerra af glerskál. „Þessir peningar!" „Oo, láttu vera að spottast að þeim. Þeir eru góðir þeim, sem hafa nóg af þeim, en það er enginn vandi að tala fyrirlitlega um þá, þegar buddan er tóm. — Þú kannast víst við söguna um refinn og vínberin?" „Já, en Anna, hugsaðu þér, að standa á leiksviði og lifa sig inn í sorgir annarra og gleði!“ „Mér finnst nú, að flestum nægi þeirra eigin sorgir,“ nöldraði Anna, „og þurfi ekki að óska sér, að þeir standi uppi á leiksviði í ryki og skít, hálfstrípaðir og málaðir og reyni að ímynda sér, að þeir séu einhver Ótelló eða ég veit ekki hvað.“ 58

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.