Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 72

Æskan - 01.12.1972, Side 72
Blindar mýs Svi8: Útilegusvæði siðsumarkvöld. Það er næstum dimmt. I baksýn til hægrl er tjald sveitarforlngja. Skátastúlkurnar sitja I kringum varðeld og syngja skáta- söngva. Sveitarforingl kemur inn á sviðið. Sveitarforinginn (við flokksf.): Haldið áfram, Kiddý. Ég er að fara niður að bilastöð- Inni tll þess að fá það ákveðið, hvenær vörubiliinn kemur eftir dótinu okkar I fyrramálið, og af þvl að þetta er slðasta kvöldið, mun ég leyfa ykkur að halda áfram enn um stund. Skátastúlkurnar: Húrral — Þökk, sveltar- foringi. Sveitarf.: Ég verð ekki lengl. (Fer til vinstri, en kemur aftur.) Heyrið annars. Ég heyrði að það væru heldur vafasamar persónur að flækjast hér á þessum slóðum. Ef einhverjar ókunnugar persónur skyldu koma, þá skiptið ykkur ekki af þeim. Kiddý: Allt I lagi, sveitarforingi, svo skal gert. (Sveitarfor. fer.) Ella: Ágætt. Heilan klukkutlma I vlðbót. Hvað eigum við að gera? Sveitarforingi getur ekki verið komin aftur fyrr en eftir hálftlma. Stingið upp á einhverju. Skátarnir (stlnga upp á hinu og þessu. Allar I elnu): Söng, leik, söng ... Kiddý: Eyðið ekki tlmanum I skvaldur. Nú veit ég. Við skulum fara I reiptog, og þær, sem tapa, verða að „spandera" gotti. Allar (I kór): Fln hugmynd. (Þær laga sig t!l og taka sér stöðu.) Kiddý: 1. 2. 3. DRAG. Skátarnir (draga, en þá heyra þær I hjól- hestabjöllu, svo þeim bregður svo við, að þær missa takið á fremsta manni og detta hlæjandi aftur á bak. Þá kemur ung stúlka inn á sviðið, hefur auðsjáan- lega verið á göngu. Hún er I stuttbuxum og peysu og virðist vera þreytt og vand- ræðaleg. Stúlkan: En sú brekka. Ég er alveg upp- gefin. (Við skátana.) Gætuð þið gefið mér vatn að drekka? — Ég er alveg að gefast upp. (Hnlgur niður á jörðina, tll hægri.) Klddý (Við elna skátast.): Náðu fljótt I vatn, það er að llða yfir hana. Minnsta skátast. (Hefur komið úr baksýn og fylgist vel með öllu. Fer fram á sviðið tll vlnstri, tekur bók úr vasa sínum og les upphátt); „Það á að láta sjúklinginn liggja flatan og skvetta vatnl á háls og herðar." (Snýr sér við og sér stúlkuna sitja og drekka vatn); Almáttugur, þær eyðileggja allt. (Fer til skátanna á sviðinu.) Stúlkan (við Kiddý): Mér þyklr leitt að valda ykkur ónæði, en ég næ mér að fuilu, ef ég fæ að hvíla mig I nokkrar mlnútur. Þið skuluð ekki hætta við það, sem þið voruð að gera. Mér þætti gam- an að sjá einhvern af ykkar skemmtilegu skátaleikjum. Skátast.: Jæja, við skulum sýna henni ein- hvern lelk. (Þær fara I einhvern leik, sem leikendur geta ráðið sjálfar.) Stúlkan: Þetta var gaman. Þakka ykkur fyr- ir (stendur upp.) Ég verð að halda áfram. (Við Ellu) Geturðu sagt mér, hvað klukk- an er? Ella: Ég gætl trúað, að hún sé að verða 9. Við erum ekki alveg vissar um það, fyrr en kirkjuklukkan slær. Stúlkan: Hefur engin ykkar úr? Ella: Jú, flestar okkar eiga úr, en sveitar- foringinn okkar sagði, að þau væru betur geymd hjá henni, þangað til við færum heim. Minnsta skátast.: Við gætum brotið þau eða týnt þeim eða fengið sand I úr- verkið. Stúlkan: Það var mjög hyggilega hugsað af sveitarforingjanum ykkar. Ég geri ráð fyr- ir, að hún geymi þau á mjög góðum stað. Kiddý: Já, já, hún geymir þau I peninga- kassanum, þar sem hún geymir peninga sveltarinnar og farmiða okkar. Minnsta skátast.: Og perlufestina mfna. Stúlkan: Mér þætti gaman að hitta sveitar- foringjann ykkar og þakka henni fyrir góðvild ykkar I minn garð. (Bendir á tjaldið) Er þetta tjaldið hennar? Kiddý: Já, en hún skrapp I burtu. Hún verð- ur ekki lengi, ef þú vilt bfða. Stúlkan: Þakka þér fyrir, mér þætti vænt um það. Mér þætti gaman að vita, hvort þið mynduð vilja fara I leik, sem mér þótt svo skemmtilegur, þegar ég var Iftil stelpa. Allar: En gaman. Viltu þá kenna okkur hann? Stúlkan: Ég býst við, að þið kunnið „Þrjár blindar mýs". Allar: Já, það kunnum vlð. Stúlkan: Allt I lagi. Þið myndið hring og haldið saman höndum, hafið allar bund- ið fyrir augu, gangið hægt I hring og syngið: „Þrjár blindar mýs" Ég stend hér I miðjum hringnum, og þegar þið haf- ið sungið lagið þrisvar sinnum —1 munið eftir — þrisvar sinnum, þá nemið þiS staðar, og sú sem kemur fyrst við mig, er úr hringnum og á að vera inni næst. Og svo koll af kolli. Þetta er svo gaman. Komið — hvar eru skátaklútarnir ykkar, ég skal hjálpa ykkur. (Hún hjálpar þeim að binda fyrir augun.) Stúlkan (Stendur I miðjum hrlngnum. Þær byrja að ganga I hring og syngja): Út á hálan Is æddu 3 blindar mýs, hæ polli, volll, djúllf, volll del. Allar duttu um koll ofan I forarpoll. Hæ, polll volll, djúlll, volll dei. Stúlkan kemur sér út úr hringnum, skýzt inn I tjald sveitarforingja, kemur út með stóran peningakassa, flýtir sér til vinstrl, snýr sér við og veifar I áttina til stelpn- anna. Þegar skátast. eru búnar að syngja þrlsvar, staðnæmast þær, rétta hendurnar Inn I hrlnginn og hlusta. — Þögn. — Það heyrist I hjólhestabjöllu. Sveitarfor. kem- ur inn frá vinstri. Sveitarfor.: Var ég nokkuð lengi? (Sér skát- ana með bundið fyrir augu) Hvað eruð þið nú að gera? Er þetta nýr leikur, eða hvað? Kiddý: Já, sveitarforlngi. Við erum að reyna að ná til stúlkunnar, sem stendur innl I miðjum hringnum. Sveitarfor. (hissa): Stúlka innl I mlðjum hringnum. Það er engin stúlka inni I miðj- um hringnum. Skátarnir: Jú, sveitarforingi. Það stendur stúlka inni I hringnum. Sveitarf.: Stúlka inni I hringnum? Ég held þið séuð allar orðnar ruglaðar. Takið frá augunum, ef þið trúið mér ekki. (Þser gera það.) Allar: Hún er farln. Hvar er hún? 70

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.