Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 82

Æskan - 01.12.1972, Page 82
Húsgagnasmiður Áður fyrr var þaö svo, að héimllislðnað- urinn var allsráðandi, en lærðar stéttir iðn- aðarmanna voru ekki til. Landsmenn bjuggu þá allir ( sveit að heita mátti, því að þorp voru naumast til — að ekki sé talað um þorgir. En ailtaf hafa verið til smiðir og mjög handlagnir menn, og oft var það svo, að þeir, þessir smiðir ,,af guðs náð“ ferð- uðust bæ frá bæ og jafnvel sveit úr sveit, til þess að smíða amþoð og ílát. Vatn var löngum borlð til bæjar f stórum tréfötum, girtum trégjörðum og síðar járngirði. Tré- trog voru notuð til að láta mjólkina standa í, þar til rjóminn settist ofan á og var siðan fleyttur af. Orf og hrífur þurfti að smíða fyrlr sumarið, og fleira og flelra féll til, og ætíð þurftl hagar hendur og hyggjuvit gott til þess að smlða þessa hluti, auðvitað allt með handverkfærum. Það var llka tal- Inn góður kostur á manni, hverjum sem var, að hann hefði „gott verksvit", og þess gjarnan getið í eftirmælum, að hann hefði verið góður smiður, „bæði á tré og járn.“ Á slðasta mannsaldri hefur orðið mikll breyting I þessu efni. Núna búa um 80% þjóðarinnar I borgum og þorpum og nú lifa fjölda margir á ýmiss konar iðnaði og handverki. Handiðnaðarmenn verða að afla sér sér- menntunar bæðl hjá melsturum I iðninni, á verkstæðum þeirra, og einnig I iðnskóla. Sá, sem t. d. vill verða húsgagnasmiður, getur hafið nám sitt 16 ára. Hann gerir námssamning við meistara 1 húsgagna- smíði, en þó mun vera áskilinn þriggja mánaða reynslutími af beggja hálfu, en séu báðir aðilar ánægðir að þeim tlma liðnum, heldur námið áfram út fjögur ár, og þá ýmist við smlðar I vinnustofu meist- arans undir leiðsögn hans eða þá sveina, sem ef til vill vinna hjá honum. Annað slag- ið á þessum fjórum árum þarf svo neminn að stunda nám f iðnskóla, en vinna hjá meistara fellur niður þann tíma, sem iðn- skólanámið varir. Húsgagnasmiður þarf að vera haglelks- maður „af guðs náð“, og er þar átt við meðfætt llnu- og litaminni. Hann þarf að vera drátthagur vel og æskilegt, að hann hafðl yndl af myndlist. Sköpunargáfa hans þarf að vera I góðu meðallagi, helzt góð. Hann þarf að hafa góða sjón og vera smekkvís, hrausta og sterka fætur þarf hann að hafa, því að oft er unnið stand- andi I þessari grein, og vandvirkur og samvizkusamur verður hann að vera. Að fjögurra ára námi loknu smíðar nem- andinn svokallað „svelnsstykki", en það er elnhver allverulegur smíðisgripur, sem svo er dæmdur af prófdómendum. Gangi lokaprófið vel, er nemandinn orðinn sveinn, en sveinn getur svo unnið sig upp I það að fá meistarabréf, en það tekur nokkurn tlma. — Kaup sveina vlð húsgagnasmíði er allhátt. 80 79

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.