Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 98

Æskan - 01.12.1972, Page 98
Eftirfarandi stíll fékk ekki verðlaun: Frændi minn hefur keypt bíl. Þegar hann var að alca í honum i fyrsta skipti, sprakk á öðru afturhjólinu. Það, sem frændi minn sagði, þegar hann varð að ganga fimm kílómetra til að ná í síma, var miklu meira en 150 orð, en þau þori ég ekki að skrifa vegna kennarans. Læknirinn kom með sérfræð- ing til þess að líta á frúna, en hún var húin að biðja systur sína að standa nú ekki á bak við dyratjöldin til þess að lilera hvað læknarnir segðu, þegar þeir færu að bera saman ráð sín. En systirin gegndi því engu og stóð þar, þegar þeir komu út úr svefnlierbergi frúarinnar. Þá heyrði hún sérfræðinginn segja: „Þetta er einhver al- ljótasti kvenmaður, sem ég hef séð.“ „Jæja, — þá held ég þér blöskraði, ef þú sæir systur hennar!“ Móðirin: „Ertu strax orðinn þreyttur, Árni minn? Það get- ur varla verið. Mér dettur ekki í liug að fara að bera þig, þú verður að ganga. — Líttu á hestinn þarna, hann dregur þungan vagn og hleypur þó svo léttilega. Hvað segir þú um það?“ Árni: „Hann liefur líka tveim fótum fleira en ég.“ Faðirinn: „Af hverju kemur þú grátandi lieim úr kirkjunni, Jónsi minn?“ Jónsi: „Presturinn sagði í dag, að við yrðum öll að fæðast að nýju. En nú er ég svo hrædd- ur um, að ég verði kannski stelpa, þegar ég fæðist aftur.“ Faðirinn: „Jæja, Einar litii. Hvað hefur þú nú lært i skól- anum i dag?“ Einar: „Eg er búinn að gleyma því öllu.“ Faðirinn: „Gleyma því öllu? Það var leiðinlegt. En Siggi litli, félagi ]>inn, hann man allt, þegar hann kemur heim úr skólanum.“ Einar: „Já, hann á líka svo miklu styttra heim.“ 1. „Þar sem þið hafið ekkert fyrir stafni núna, strákar mínir, ættuð þið að hjálpa mér og skreppa til hans Þórðar blikksmiðs með þennan koparpott," segir faðir Bjössa dag einn við þá félagana Þránd og Bjössa. — 2. Jú, þeir eru til í það og rölta af stað með pottinn á milli sin. Það er bezta veður, og þeir félagar eru i góðu skapi. „Hefur þú heyrt, að hann Þórður sé sigauni?“ spyr Bjössi. „Já, og margt fleira," segir Þrándur. „Hann er svo laginn í höndunum, að hann getur gert við alla skapaða hluti, og hvaðan hann er upprunninn veit víst enginn. Það er líka sagt, að hann viti sitt af hverju, sem aðrir vita ekki, og ef hann reiðist, þá er honum laus höndin.“ — 3. Það er drjúg leið til Þórðar blikksmiðs, því að hann býr langt uppi í fjallshliðinni, og þegar þeir félagar hafa gengið lengi, skellur allt í einu á steypiregn. Já, hvað er nú til ráða, ekkert skjól nálægt, en Bjössi er fljótur að hvolfa pottinum yfir þá báða. Það er bara verst, að þeir sjá ekkert frá sér. — 4. Eftir veginum kemur gömul kona með regnhlíf, og hún heldur regnhlífinni þannig, að hún sér aðeins niður fyrir fætur sér. Það getur því ekki öðruvísi farið: þau rekast saman. — 5. Þau detta þarna öll i hrúgu, og konan er öll útötuð i potthrimi — og skammirnar dynja á þeim félögunum. Þetta eru nú meiri skammirnar, og orðaforðinn er gífurlegur. — 6. Enn heldur áfram að rigna, svo að þcir skella pottinum aftur yfir sig, en reyna nú að halda honum þannig, að ekki fari eins og áður. En potturinn, er þungur og öðru hvef ju rennur hann niður fyrir augu. Við beygju á veginum æða þeir loks á tré og hálfrotast, að minnsta kosti finnst Bjössa hann sjái bæði sól og stjörnur.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.