Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 81

Æskan - 01.12.1972, Page 81
GAMLAR MYNDIR f . . • . ' ' HöfuðbóliS Grund I Eyjaflrði á sér litrika sögu að baki. Hér ríktu Sturlungar á 13. öid og hér bjó hag- leiksmaðurinn Ólafur Briem, sem nam trésmiði f Kaupmannahöfn og varð sfðan þekktur fyrlr kirkju- byggingar slnar norðanlands á öldinni sem leið. Núverandi klrkju á Grund lót Magnús Sigurðsson reisa þar árið 1905. Magnús var umsvifamikill at- hafnamaður hór. Hann flutti hingað fyrsta bflinn, sem kom til Norðurlands árið 1907, og stundaði all- mikla sveitaverzlun jafnframt búskapnum og mun þessl mynd vera frá þeim tima. Þá má geta þess, að hornsteinn Kaupfélags Eyfirðinga var lagður hér með stofnun Pöntunarfélagsins eyfirzka þann 19. júnf árið 1886. G. Sæm. með sér aðra gamla konu. Þær læddust fyrst út i fjósið og fóru svo laumulega, að halda mátti, að þar væru þjófar á ferð. Seint og síðar meir komu þær svo með Búkollu i bandi i áttina til baðstofunnar! Þær námu staðar framan við dyrnar, sem voru opnar, og töl- uðu saman i hljóði, þvi að þær þorðu ekki að tala hátt. Síðan hófu þær hið furðulegasta handapat, bæði yfir kroppi kýrinnar og kringum höfuð hennar. Augljóst var, að nú ætluðu þær að reka burt alla þá vondu anda, sem stóðu henni fyrir þrifum. Kúnni þótti þetta kynlegir tilburðir. Hún þefaði og rumdi og baulaði öðru hverju. Hún áttaði sig víst ekki á því, hvað þær meintu með þessu framferði! Eftir nokkra stund lagði gamla konan af stað með hana kringum baðstofuna og gekk það vel fyrsta hringinn. Kýrin vildi ráða ferðinni og fór svo hratt, að sú gamla var að springa af mæði. En innan úr húsinu tóku nú að berast alls konar undarleg hljóð. Köttur mjálmaði og vældi aumkunarlega. Hani gól og hænur gögguðu. Gaukur lét einnig til sín heyra og allir smá- fuglar skógarins. Síðan heyrðist til hinna stóru: orra, þiðurs og rjúpu. Það var happ, að gömlu konurnar heyrðu illa. Annars hefðu þær áreiðanlega athugað þennan fuglasöng ofurlítið nánar. En þær voru svo uppteknar af kukli sínu, að það leið langur timi, áður en þær veittu honum athygli. En þegar þær loksins urðu hans varar, töldu þær víst, að það væru andarnir vondu, sem nú létu til sín heyra og bæru sig illa. Það voru þeir, sem höfðu kvalið kúna. En nú skyldu þeir verða að snauta burt, °S þá var ekki nema eðlilegt, að þeir bæru sig illa. Kýrin varð hrædd við öll þessi læti og stakk nú við fótum. Kerlingarnar toguðu i hana af fremsta megni, þvi að nú lá mikið við. Ef þær kæmu henni einn hring í kringum húsið í við- hót, þá ... Nú birtist allt í einu i dyragættinni stórt, luralegt dýr. Það hoppaði yfir þröskuldinn og hélt i áttina til kýrinnar í rökkrinu, rymjandi og ýlandi. Hún varð augsýnilega hrædd, starði á dýrið, stundi og rumdi. Og eftir skamma stund tók hún til fótanna og hljóp niður völlinn. Gömlu konurnar ætluðu vissulega ekki að sleppa henni, og togaði önnur i bandið en hin í halann. En þær urðu brátt að láta i minni pokann og duttu báðar kylliflatar, en kýrin hljóp beint til skógar. Kerlingarnar bröltu á fætur og voru bæði reiðar og hræddar. >,Hvaða skepnu-skömm heldurðu að það hafi verið, sem gerði kúna hrædda?“ spurði Ingiborg undrandi. „Hvaða skepna? Já, það skal ég segja þér. Þarna voru að verki einhverjir af þeim strákabjálfum, sem alls staðar eru að gera eitthvað til bölvunar! Ja-a, þessi börn nú á tímum !‘ „Nú ber þetta sjálfsagt engan árangur með kúna, fyrst stráka- skammirnar fóru svona að ráði sínu!“ Siðan tóku þær að skamma strákana af svo mikilli mælsku og krafti, að þeir töldu hyggileg- ast að hypja sig burt sem fyrst. En uppi við húsin á Hóli lágu vikadrengurinn og tveir vinnumenn á gægjum og skellihlógu. Þeir höfðu komizt að þvi, hvað til stóð, og vildu ekki missa af góðri skemmtun. Búkolla kom ekki heim aftur þetta kvöld. Og daginn eftir leit- uðu nokkrir menn lengi að henni. Meðal þeirra var Pétur sjálfur. Hann var í fjarska vondu skapi. Hann var reiður við þessar kjánalegu kerlingar, sem voru fullar af hjátrú og hindurvitnum, og hann var reiður við strákana og kúna. Það bætti ekki heldur út skák, að honum var vel ljóst, að nú mundu sveitungar hans hafa nóg til að hlæja að næstu daga. Og þeir mundu áreiðanlega ekki spara hláturinn, margir hverjir — á kostnað hans! Ýmsir voru vissulega sömu skoðunar og Pétur, að nú sæist aftur glöggt dæmi þess, hve ómerkilegir Fögruhlíðardrengirnir væru orðnir. Já, nú sáu menn greinilega, að þeir urðu alltaf verri og verri. Enginn mundi kæra sig um að hafa neitt saman við slíka snáða að sælda! Og hóndinn á Mýri var sannfærður um, að það væri að þakka ráðstöfun æðri máttarvalda, að hann hefði losnað við að hafa Þór á heimili sínu. En svo voru aðrir, sem litu þannig á málið, að Pétri væri þetta mátulegt. Hann hafði rekið börnin burt úr Fögruhlíð og tekið kúna frá þeim, og það var óréttlátt gagnvart svo góðum og duglegum börnum. Og allt þetta tal hans um óráðvendni þeirra og óknytti var áreiðanlega fleipur, sem hann hafði fundið upp. Ó, já, hann Pétur karlinn hafði vafalaust séð, að telpurnar voru duglegar eftir aldri, og að kýrin mjólkaði vel! Og vinnufólk og mjólk var einmitt það, sem Pétur þurfti á að halda! — Þeim, sem þannig litu á, þótti bara vænt um, að Pétur legði dálítið á sig við að leita. Það var leitað að kúnni i nokkra daga, en hún fannst ekki. Loksins kom Sigga með lausnina á gátunni: „Kannski Búkolla hafi farið aftur heim í Fögruhlíð?" Svo var vinnumaður sendur þangað. Og þar var hún. Hún hafði hnoðað opnar hlöðudyrnar, hámaði i sig angandi heyið og virtist á engan hátt vansæl. Þvert á móti: Svo var að sjá sem kukl kerlinganna hefði haft áhrif, þvi að þarna undi hún hag sinum hið bezta. Framhald. 79

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.