Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 45

Æskan - 01.12.1972, Page 45
 ÞaS var englnn kotbúskapur hjá þelm Tryggva og Stefaníu { Kaupmannahöfn. Þau dvöldu á fínasta hóteli borgarlnnar, Shera- ton-hótelinu, sem var aðeins ársgamalt. Litla hafmeyjan er augnayndi, enda heimsækja hana flestir, sem tll Hafnar koma. Handan hafnarinnar er skipasmlSastöS og einnig stöSvar danska flotans. Kengúrurnar, þessl skrltnu dýr frá Ástralíu, voru á belt I slnni stlu. Heldur fannst börnunum haglnn þeirra snöggur. Kengúrurnar eru miklar grasætur. Rétt h]á þelm voru feikna miklir og stór- hyrndir uxar. Þeim hafði verið gefið á garðann og hámuðu nú I sig ilmandi heyið. Uxarnir voru svo stórhyrndlr, að það var ábyggl- lega góður faðmur milll hornaoddanna. Tryggvi og Stefanla sáu á spjaldi, að þessl tegund hét Matusluxar. I búrlnu hjá þeim voru elnnig antilópur, sebrahestar og strútar. Stórkostlegt var að sjá nashyrningana stangast. Hornin bæði sterk og hvöss og dýrin sterk, og ef einhver alvara hefði verið I slagsmálunum, værl sennilegt, að annað hvort hefði fengið skrámur. En þetta virtust meinleysisskepnur, svona Innan við háan og mikinn steingarð. Ekki þótti Tryggva fýsllegt að fara Inn fyrir til þeirra. Rándýrin voru innl vegna þess að verið var að gefa þeim. Sum höfðu lokið máltíðinni og sieiktu hrammana og þvoðu sér I fram- an elns og kettir. Hlébarðlnn var órólegur, stökk upp I járnrimlana tll þess að reyna að komast út. Stærsta tlgrlsdýrlð þarna var frá Bengal, grlðarlega mlkil skepna og grimmdarleg. Ekki voru hljóð- In heldur falleg, sem það gaf frá sér. Enginn hefði verið öfunds- verður af að mæta þvl I frumskóginum. Þarna voru llka hlébarðar frá Klna og jagúarinn var ekki heldur árennilegur. Mikll ókyrrð var á dýrunum vegna þess að verlð var að gefa þeim, og skemmtilegt að horfa á þau. Stefanla og Tryggvl héldu aftur út I sólskinið og sáu nú ýmiss konar dýr, sem þau höfðu áður leslð um, m. a. dvergsebú frá Ceylon. I búrunum útl voru rándýr frá Afrlku og Suðvestur-Aslu. Þau voru mjög llk hlébörð- unum I útliti, sýnilega kattaættar. Geiturnar og ekki hvað slzt kiðlingarnir vöktu athygli barnanna. Þeim höfðu verið gefnar grelnar með miklu laufi á, og nú kepptust þær við að háma I sig. Úlfurinn hefur löngum þótt hættulegt rándýr, og vlst er hann óárennllegur, þegar hann glennir upp ginlð. Þarna voru tveir úlfar. Þeir geltu og spangóluðu. Geiturnar voru samt skemmtilegrl, fannst börnunum, sérstaklega þær afríkönsku, gráar að lit. Kiðl- ingarnir sóluðu sig I sandinum ósköp róleglr og falleglr. 43

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.