Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 12

Æskan - 01.12.1972, Side 12
„Heyrðu," hrópaði hún allt í einu, „gluggarnir eru opnir.“ Gísli gat ekki neitað því. Nú var enn brýnni nauðsyn en áður að opna snjóhúsið. Hann tók það þó til bragðs að hlaupa heim og sækja skófluna. Með henni hlaut hann að geta opnað. Gísli byrjaði í óða önn að pjakka meðfram hurðinni. Það dugði. Ekki leið á löngu, unz isklumpurinn losnaði. Þóra færði sig fjær, það var ekki laust við, að hún væri dálítið smeyk. „Ætlarðu ekki að hjálpa mér með hurðina, hún er skrambi þung?“ Þóra vildi ekki skorast undan því að rétta bróður sínum hjálparhönd. En það hríslaðist um hana undar- legur hrollur, er hurðin opnaðist og myrkrið gein við. „Sjá ... sjáðu, þarna inn ... inni í myrkrinu eru tveir ljósdeplar á hreyfingu,“ hvíslaði Þóra í mikilli geðs- hræringu og greip í bróður sinn. En Gísli var alls ósmeykur og strunzaði inn í snjó- húsið með systur sína í eftirdragi. Augu krakkanna vöndust fljótt hálfrökkrinu. Og þá sáu þau hvers kyns var. Lítill kettlingsangi kúrði á miðju gæruskinninu. Hann mjálmaði ósköp vesaldarlega og reis stirðlega á fætur. „Sjáðu, hvað hann er fallegur, hvítur með svarta fætur,“ sagði Þóra í gælurómþ „Já, þetta er sjálfsagt flækingsgrey, sem hvergi á heima. Það hefur bjargað lífi angalórunnar að leita skjóls í hús- inu okkar,“ svaraði Gisli glaður i bragði. „Gæruskinnið er hlýtt, og svo hefur kisa litla nártað í brauðið, sem við skildum eftir og lapið mjólkina," sagði Þóra og strauk kisu blíðlega. „Við höfum þá eftir allt saman fengið jólagest í höllina okkar. Það datt mér ekki í hug,“ sagði Gísli brosandi. Hann rétti fram hendurnar eftir kisu litlu, því að auð- vitað varð hann að fá að halda á henni smástund. „Eigum við ekki að skíra hana Hosu?“ sagði hann eftir stutta þögn. „Jú, það er fallegt nafn,“ svaraði Þóra. „Við skulum spyrja mömmu, hi'ort við megum ekki eiga Hosu litlu.“ „Ég vona, að enginn auglýsi eftir henni,“ svaraði Gísli íhugandi. „Við fáum þó alltaf að hafa Hosu dálítinn tíma, kannski alltaf. Megum við ekki eiga þig alveg,“ sagði Þóra blíð-1 lega og strauk kisu litlu. „Mja - a - á, mjál“ „Þarna heyrirðu, Gísli, Hosa litla segir, að við megum eiga sig. Hún er bezta jólagjöfin, sem við höfum fengið." Þóra klappaði saman höndunum og réði sér ekki fyrir fögnuði. „Já, lifandi jólagjöf," sagði Gísli og ljómaði af gleði. RICHARD BECK: A vængjum minninganna Minningarnar verða vcengir, vegur greiður loftin blá, hug, er vitjar heimaslóða, heilla fjöll með tign um brá. Móðurhendur hlýjar réttir hafs úr djúpi eettarjörð honum mót, er hugarvcengjum hjartakœran gistir fjörð. Bjart er landsins byggðum yfir, blika stjarnaaugun skœr; undir fanna hvitum hjúpi hjarta vorsins eilíft sleer. „Hvað ætli það séu mörg böm, sem hafa fengið slíka jólagjöf á þessum jólum,“ svaraði Þóra og dansaði af kæti. „Við skulum flýta okkur inn,“ sagði Gísli. „Hosu li^u er kalt, hún skelfur." „Ó, ég held, að kisa litla hafi grátið, hún hefur kannski verið hrædd við myrkrið." „Ég veit ekki, hvort þetta eru frosin tár,“ svaraði Gísh og hjúfraði Hosu litlu að sér. „Jú, það glitrar á tárin eins og perlur eða agnarlitlar jólastjörnur,“ sagði Þóra litla lágt, og það kenndi aumkunar í röddinni. Systkinin hröðuðu sér inn. Hosa litla þurfti að komast í hlýjuna og fá volga mjólk. Gleði barnanna verður ekki með orðum lýst. EinhvO' nýr, viðkvæmur strengur ómaði í brjóstum þeirra, sem færði þeim sanninn um, að nú hafði þeim loks hlotnazt sönn jólagleði. Ármann Kr. Einarsson. 10

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.