Æskan

Årgang

Æskan - 01.12.1972, Side 2

Æskan - 01.12.1972, Side 2
Ritstjórl: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn: Lækjargötu 10A, sími 17336, heimasími 12042. Framkvæmdastjóri: KRISTJÁN •J2 GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lækjargötu 10A, heimasími 23230. Útbreiðslustjóri: Finnbogi Júlíusson, skrifstofa: Lækjar- götu 10A, sími 17336. Árgangur kr. 500,00 innanlands. Gjalddagi: 1. apríl. í lausasölu kr. 60,00 eintakið. — Utaná- 12. ibl. skrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavík. Póstgiró 14014. Útgefandi Stórstúka íslands. Prentun: Prentsmiðjan ODDI hf. Desember 1972 Og Hjálmar sá, hversu Óli Lokbrá þeysti leiðar sinnar og kipp{' bæði ungum og gömlum upp á hest sinn; suma setti hann fyr'r framan sig, en suma fyrir aftan, og ætíð spurði hann fyrst: „Hvern- ig er vitnsburðarbókin?" ,,Góð,“ var svarið hjá öllum. „Jæja, lof mér að sjá,“ sagði hann, og allir, sem höfðu fengið ,,dável“ og „ágætlega", voru settir fyrir framan á hestinum og fengu að heyra fallegu söguna, en hinir, sem höfðu „laklega" og „illa“, voru settir fyrir aftan °9 grétu og vildu stökkva af hestinum, en gátu ekki, því að Þeir voru óðara grónir fastir við hann. „En dauðinn er þá allra fallegastl Óli Lokbrá," sagðl Hjálmar' „við hann er ég ekki hræddur.'1 „Það átt þú ekki heldur að vera,“ sagði Óli Lokbrá, „sjáðu að- eins fyrir því að hafa vitnisburðarbókina þlna góða.“ „Já, þetta er lærdómsríkt," tautaði andlitsmynd langafans, „Þa® hrífur þó, þegar maður segir afdráttarlaust það, sem manni Þyr I brjósti," og svo var myndin ánægð. Og lýkur svo hér að segja frá Óla Lokbrá, en sjálfur mun hann geta sagt þér meira f kvöld. Sunnudagur „Gott kvöld." sagði Óli Lokbrá, og Hjálmar kinkaði kolli, en stökk óðara til og sneri andlitsmynd langafans inn að veggnum, svo að hún sletti sér ekki fram í eins og kvöldinu áður. „Nú áttu að segja mér sögur: söguna af „grænu baununum fimm, sem bjuggu í einum og sama baunabelg," af „hanafæti, sem mangaði til við hænufót," og af „stagnálinni, sem var svo fordild- arfull, að hún gerði sér þá ímyndun, að hún væri saumnál." „Maður getur líka fengið of mikið af góðu,“ sagði Óli Lokbrá. „Þú munt vita, að ég vil helzt sýna þér eitthvað. Nú ætla ég að sýna þér hann bróður minn. Hann heitir líka Óli Lokbrá, en hann kemur aldrei til nokkurs manns oftar en einu sinni; þegar hann kemur, þá tekur hann menn með sér og segir þeim sögur. Hann kann ekki nema tvær; önnur er svo undurfalleg, að enginn maður í heimi mundi fá getið því nærri, en hin er svo afskaplega Ijót — já, þvi verður ekki með orðum lýst." Og þar með lyfti Óli Lokbrá Hjálmari litla upp í gluggann og sagði: „Þarna sérðu hann bróður minn; það er Óli Lokbrá annar, þeir kalla hann líka Dauða. Sjáðu, hann er alls ekki eins ófrýnilegur og í myndabókunum, þar sem hann er ekki annað en visin beinagrind; hann er í einkennisbún- ingi, og svört flauelsskikkja flagsast eftir honum aftur á hest- inum." w Lokbrá Kjörorðið er: ÆSKAIM FYRIR ÆSKUIMA

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.