Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1972, Page 15

Æskan - 01.12.1972, Page 15
Og sjáðu svo bara hvað annar fóturlnn á mér er styttrl en hinn." „Jú,“ sagði maðurinn í hvíta kyrtlinum. „Ég sé þetta hvorttveggja. En ég sé þig líka eins og Guð sér þig; Hann hefur skapað þlg og Honum finnst þú falleg.' Nú gekk alveg fram af Söru iitlu. Hún starðl á manninn, steini lostin af undrun. „Já, en," stamaðl hún. „Öllum öðrum finnst ég Ijót — og mér sjálfri líka. Ég hef nefnilega speglað mig í Kapernaumlindinni og það var ósköp að sjá mlg. Ég er hreint ekkert hissa á þvi þó krakkarnir vilji ekkl hafa mig með sér. Mér þyklr Ifka best að horfa á allt sem er fallegt og leiðist allt sem er Ijótt, svo ég skil þau bara vel.“ Maðurinn varð nú alvarlegur á svipinn og horfði um stund þegjandi á telpuna. Loks mæltl hann: „Hefurðu aldrei beðið Guð að lækna þig og gera þig heilbrigða?" „Jú,“ svaraði Sara litla. „Það hef ég svo sannarlega. Og ég held líka að hann geri það einhvern tlma. Já, ég er nærri viss um það, enda þótt pabbi og mamma segi að það sé víst ekki hægt. Þau hafa farið með mlg tll prestanna og þeir hafa lagt hendur yflr mig og reynt að hjálpa mér. En þelr hafa llka sagt að ég muni sennilega aldrei fá bót á þessu, það sé þannig lagað. Samt bið ég nú Guð á hverjum degi að lækna mig, og því hætti ég aldrei, hvað sem hver segir." „Þú heldur þá að Hann geti það, jafnvel þótt foreldrar þínir og prestarnir séu á öðru máli?“ spurði ókunni mað- urinn. „Já,“ svaraðl telpan, róleg og ákveðin. „Ég er alveg viss um að Hann getur læknað mig, en það er náttúrlega ekki vlst að ég hafi unnið til þess; ég er stundum að hugsa um það. Reyndar hef ég víst aldrei gert neitt mikið illt af mér — og þó — stundum svolítið óhlýðin við hana mömmu, en ég hef líka alltaf beðið Hann að fyrirgefa mér það. — Nei, ég veit ekki hvort ég á það skllið, en stundum finnst mér hvfslað ofurlágt I eyrað á mér, elnkum þegar ég er að sofna á kvöldin: Ég mun lækna þig, ég mun lækna þig. Þess vegna er ég nærri viss um að Hann gerir það ein- hvern tíma. — Veiztu hvað: þegar ég vakna á morgnana, þá þreifa ég alltaf framan I mig, til að vlta, skilurðu. En æ, það eru ætlð sömu örin og vilsan — og ekkert lengist fóturinn á mér heldur. En samt — elnhvern tlma — já, einhvern tlma —.“ Ókunni maðurinn brosti. Svo steig hann yfir lága grjót- garðinn og gekk til telpunnar. Hún sá brosljómann á and- liti hans og þó var hann alvarlegur á svipinn. „Já,“ sagðl hann. „Ég held líka að Guð bæði geti og vilji lækna þig. En hvað myndir þú nú gera fyrir Hann I staðinn, ef hann gerði það?" „Ég myndi náttúrlega reyna að vera góð stúlka," anz- aði Sara litla. „Og ég myndi alveg áreiðanlega aldrel vera vond við þá sem elga bágt, þvl að ég veit hvað manni getur sárnað það ósköp mikið." Maðurinn I hvlta kyrtlinum varð nú fjarska alvarlegur I bragði. Hann kraup á annað kné sitt fyrlr framan telpuna, horfði á hana andartak með Ijómandi augum slnum og lagði svo aðra hönd slna á kollinn á henni. „Verði þér að trú þinni, góða barn,“ mælti hann mildum rómi. Þau horfðust I augu andartak, og telpan fann undarlegan fltring fara um allan llkama sinn. Og nú sá hún greinilega KASSINN Ijómann hvlta og gullna um höfuð mannsins. Á þessarl stundu var hann svo fallegur að hún varð enn sannfærðari um að hann væri engill. Svo reis hann á fætur, brosti til hennar og steig aftur yfir lága grjótgarðinn út á götuna. í þeim svifum kom móðir telpunnar út úr húslnu og kall- aðl á hana: „Komdu nú Inn, Sara mln," sagði hún. „Þú hefur ekki gott af að vera úti I hádegishitanum." Sara litla stökk á fætur — og hún varð þess alls ekki vör I fyrstunni að báðir fætur hennar voru orðnir jafnlangir; hún hljóp I spretti heim að húsinu. „Mamma!" hrópaði hún. „Mamma — það kom engill og talaði við mig! Ja, ég held að það hafi verið engill, hann var svo fallegur. Sjáðu, hann er þarna ennþá!“ Móðirin leit út á götuna, þar sem maðurinn I hvlta kyrtlin- um fjarlægðist hægum skrefum, og það brá fyrir brosi á andliti hennar. „Engill!" sagði hún. „Ég sé nú ekki betur en að þetta sé hann Jesús Jósefsson smiður, frá Nasaret, sem var hérna um árið með bræðrum slnum að byggja samkunduhúsið. Það er annars orðið langt slðan hann var hér á ferð.“ Svo leit hún á dóttur sína, og I sama bili náfölnaði hún og riðaðl, eins og hún ætlaði að hnlga niður. Þvl að þetta var nefnilega ekki halta, Ijóta og bólugrafna telpan hennar, sem henni þótti þrátt fyrir allt svo vænt um. Nei, þarna fyrir framan hana stóð yndisfagurt, alheilt barn, með Ijósbrúnt, fallegt og lýtalaust andlit. Hún Ijómaði öll af heilbrigði og gleði, horfðl á móður slna og sagði: „Ég er nærri viss um að þetta var engill — eða heldurðu, mamma — heldurðu kannski að það hafi verið Guð — sjálfur?"

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.