Morgunblaðið - 04.03.1990, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 04.03.1990, Qupperneq 16
4 16 C MORGUNBLAÐIÐ RISPUR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 Ljósmyndir: Sigurgeir Jónasson í svartasta skammdeginu getur verið gott að hugsa til sumarsins sem sefur í brjóstinu og bíður þess að kvikna á ný með hvanngrænum litum, fugla- söng, blómskrúði og birtu og hlýju sunnanvindsins, broshýrum börnum, gestum og gangandi frá fjöru til fjalls. Ljósmyndari Morgunblaðsins, Sigur- geir í Eyjum, er naskur að elta uppi stemmningar sumarsins og ramma þær inn í myndavélarnar sfnar. Sviðið allt blasir við, Vestmannaeyjar f hvann- grænni skikkju, fluga á blómi f hlíð, svartfuglinn í önnum hversdagsbarátt- unnar hjá ungum sfnum á bjargsyll- unni, glæsiskip heimsins undir hamra- veggjum, regnboginn í úðaslæðu morgunsins eða barnið sem leikur sér á grænum grundum. Sumarið er sem betur fer einn af þeim draumum sem verða að veruleika í takt við blæ tíma- klukkunnar og víst er að menn og málleysingjar njóta sumarblíðunnar með meiri nálægð og næmi en aðrar árstfðir þótt hver staður og hver stund búi yfir formi og fegurð. Senn fer sólin að hækka á lofti á ný og þá styttist óðfluga í að menn sjái til sumarlands- ins með fyrirheitum um Iff og fjör í hverju fótmáli. -á.j. Vökvun. Undir regnboga. Einn á báti, Jón í Sjólyst. Undir björgum Bjarnareyjar. í forgrunni eru Helgafell til vinstri og Eldfellið til hægri með nýju landi frá 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.