Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 13 kiofning í röðum skæruliða Chin Pengs til þess að fá marga þeirra til að taka boði um sakaruppgjöf. Árið 1987 gáfust um 1.000 uppreisn- armenn upp, þegar Thailendingar buðust til að gefa þeim upp sakir. Þeir uppreisnarmenn, sem eftir voru, neyddust til að setjast að samninga- borði fyrir rösku ári, aðallega fyrir atbeina Thailendinga. Thailendingum hefur gramizt að uppreisnarmenn hafa neytt íbúa þorpa á landamærunum til að greiða- „skatta“. Thailendingar hafa auk þess reynt að fá Malaysíumenn til samvinnu í baráttu gegn uppreisn múhameðskra aðskilnaðarsinna á landamærunum, sem eru 600 km löng. Sú uppreisn geisar á sama svæði og skæruliðar Chin Pengs hafa haldið sig á. Thailendingar hafa líka vonað að þeir geti aukið áhrif sín í Suðaustur-Asíu með samstarfi við Malaysíumenn um að knýja Chin Peng til að semja frið. Chin segir að skæruliðarnir séu nú 1.100 talsins, en samkvæmt öðr- um heimildum eru þeir innan við þúsund. íbúar á frumskógasvæðinu á landamærunum hafa lítið orðið varir við skæruliðana á undanförnum árum og óvíst er hvort þeir taki eft- ir vopnahlénu. Þótt kommúnistar hafi verið að- gerðarlitiir hafa stjórnir Malaysíu og Singapore haldið því fram að upp- reisn vinstrisinna ógni enn jafnvægi. Báðar stjómirnar hafa sakað meinta undirróðursmenn um tengsh við kommúnistaflokkinn og haft þá í I haldi án dóms og laga, þótt ásakan- Heim úr frumskóginum eftir 45 ár: Japanirnir Hashimoto (til vinstri) og Tanaka gefast upp í thailenzkum herbúðum. eins 4.668 óbreyttir borgarar féllu eða særðust. Þegar átökin stóðu sem hæst var teflt fram 50.000 hermönn- um, 60.000 lögreglumönnum og 200.000 heimavamarliðum gegn fá- mennum her kommúnista. Fram- förum seinkaði í landinu og einum milljarði Malayadollara var ’">.rið til stríðsrekstrarins. Skæmliðar hafa sjaldan beðið eins mikinn ósigur fyrir venjulegum her- afla. „Eitt getur jafnvel Chin Peng ekki dulið,“ sagði Robert Thompson, helzti hernaðarráðgjafinn í barátt- unni gegn honum. „Hann hóf stríð til að flæma brezku heimsveldis- sinnana burt — og nú eru þeir farn- ir. Við vorum ekki flæmdir burtu — við eram farnir og getum borið höf- uðið hátt, og það voru Bretar, sem veittu Malaya sjálfstæði, ekki Chin Peng.“ Útlagar í eigin landi Vopnahlé komst ekki á, þótt neyð- arástandinu væri aflýst. Stríðið breyttist. Framskógarhermenn Chin Pengs urðu útlagar í eigin landi og földu sig norðan landamæranna í Thailandi. Chin Peng huggaði sig við að Mao beið í 30 ár áður en hann sigraði í borgarastríðinu í Kína, en þegar Chin hafði beðið jafnlengi sagði hann mönnum sínum að leggja niður vopn. Hann hefur aðallega dvalizt í Kína síðan 1960 og hafði ekki sézt utan kommúnistalandanna síðan 1955, þegar friðarsamningarn- ir voru undirritaðir á dögunum. Stjórn Malaysíu neitaði þráfald- lega að ræða við kommúnista, en á síðari árum hefur hún notfært sér irnar hafi ekki alltaf verið vel rök- studdar. Stjórnin'í Singapote sagði í haust að kommúnistar héldu áfram útvarpssendingum. Friður á landamærunum En friðarsamningar vora undirrit- aðir í hóteli í landamærabænum Hat Yai í desemberbyijun og friður ríkir á landamæram Malaysíu og Thai- lands í fyrsta skipti í 41 ár. Skærulið- unum hafa verið gefnar upp sakir og flestir þeirra hefja nýtt líf á jörð- um, sem þeir fá til ræktunar í út- jaðri frumskógarins, á sama hátt og aðrir uppreisnarmenn, sem hafa lagt niður vopn á undan þeim. Samkomu- lag varð um að þeir skæruliðar, sem þess óska, fái að snúa aftur til Mal- aysíu og taka þátt í stjórnmálum landsins „með tíð og tíma“. Chin Peng hefur neitað að svara því hvort hann inuni snúa aftur til Malaysíu. Hann segir að „það mál verði að ræða í miðstjórn flokks okk- ar“. Hann vill heldur ekki svara því hvort samningarnir jafngildi því að kommúnistaflokkurinn sé liðinn und- ir lok. Sumir telja að kommúnistar muni reyna að stofna nýjan flokk með'öðram en marxistum. Fáir telja þó að Chin muni aftur gegna mikil- vægu hlutverki í stjórnmálum Mal- aysíu. Allt að 40 skæraliðanna era frá Singapore og stjórnin þar mun líklega neita að taka við þeim. Þeir sem voru viðstaddir undirrit- un friðarsamninganna sögðu að Chin Peng minnti á velstæðan, kínverskan kaupsýslumann, en ekki aldraðan frumskógahermann. Þannig hafði hann einnig komið Tunku Abdul Templer í eftirlitsferð: þegar hann tók við urðu straumhvörf í stríðinu. Chin Peng ogskœrulidar hans í Malaya leggja nibur vopn „Ef þið krefjizt þess að við gef- umst upp viljum við heldur beijast til síðasta manns," sagði Chin Peng, þegar kröfunni var hafnað. „Ef þú vilt frið í landinu verður annar hvor aðilinn að gefast upp,“ sagði Rahm- an. „Ég gefst ekki upp, svo að þú verður að gefast upp. Annars verður sams konar ástand hér og í Kína, Kóreu og Indókína." Malaya hlaut sjálfstæði 31. ágúst 1957. Þá voru 1.830 skæruliðar ósigraðir, þar af 470 í Thailandi. Réttum þremur áram síðar, 31. júlí 1960, var því lýst yfir að hættan væri loks liðin hjá og að neyðar- ástandinu væri lokið. Þá voru um 500 kommúnistar eftir í Malaya. Alls höfðu 6.705 uppreisnarmenn fallið, 1.286 særzt og 2.696 gefízt upp á þeim 12 áram, sem liðin voru síðan neyðarástandslögin vora sett. Á sama tíma höfðu 2.384 stjórnar- hermenn fallið og 2.400 særzt. Að- andstæðingar Japana í í heimsstyijöldinni 1939- RÚMLEGA 40 ára uppreisn kommúnista í frumskógum Malaya, sem nú er hluti Malaysíu, er lokið og þar með er ein langvinnasta upp- reisn í heiminum úr sögunni. Skæruliðar kommúnista hafa þraukað lengur en nokkurn óraði fyrir, en langt er síðan þeir misstu trúna á því að þeir gætu náð því markmiði að tryggja sér yfirráð yfir Mal- aya og Singapore. Aldurinn færðist yfir þá og smám saman varð eina takmark þeirra að láta uppreisnina ekki lognast út af. Þjóðsagnakenndur leiðtogi kommúnista, Chin Peng, varð að viðurkenna að lok- um að baráttan var orðin vonlaus. Hann gerði það með formlegum hætti, þeg- ar hann undirritaði friðarsamninga við ríkisstjómir Malaysíu og Thai- lands í byijun desember, en vildi þó alls ekki tala um „uppgjöf". Liðin voru 29 ár síðan lög um neyðarástand höfðu verið afnumin í Malaya. Lögin höfðu veríð í gildi í 12 ár, allt frá því stríðið hófst þrem- ur áram eftir uppgjöf Japana 1945. Þegar átökin stóðu sem hæst upp úr 1950 áttu innan við 10.000 skæru- liðar Chin Pengs í höggi við 30-40 sinnum ijölmenn- ara lið Breta og Malaya. Þegar neyðarástandinu lauk 1960, þrem- ur áram eftir að sambandsríkið Malaysía var stofnað, hafði uppreisn- in verið bæld niður að langmestu leyti. Skæruliðar kommúnista höfðu verið hraktir upp að landamæram Thailands, en Chin Peng neitaði að viðurkenna ósigur. Leifar skæraliða- hersins héldu áfram aðgerðum frá bækistöðvum á litlu framskógasvæði meðfram landamæranum, en að lok- um sannfærðust jafnvel þeir um að lítil von væri til þess að barátta þeirra bæri árangur. Það hafði einn- ig áhrif á ákvörðun þeirra að upp- lausn ríkir í kommúnistaheiminum og að Kínveijar era tregir að láta bendla sig við þá. Sæmdur orðu heimsveldisins Chin Peng, sem er 67 ára gamall, er af kínverskum ættum og heitir réttu nafni Ong Boon Hua. Hann er fæddur í Sitiawan, þar sem faðir hans rak lítið reiðhjólaverkstæði, og varð aðalritari kommúnistaflokks Malaya (MCP) 26 ára gamall. Flest- ir félagar flokksins vora Kínveijar, sem vora þriðjungur íbúa Malaya og ■ ERLEND h HRINCSIÁ eftir Gudm. Halldórsson virkustu landinu 1945. í stríðinu unnu Bretar með komm- únistum gegn Japönum í Malaya. Nokkrir brezkir liðsforingjar urðu eftir í landinu, þegar Japanir höfðu lagt það undir sig, og nokkrir til við- bótar vora sendir þangað með kaf- bátum og flugvélum. Bretarnir kenndu kommúnistum frumskógar- hemað og meðferð nútímavopna. Yfirmaður þeirra, F. Spencer Chap- man ofursti, kallaði Chin Peng „áreiðanlegasta skæraliða Breta“ og annar brezkur liðsforingi, John Dav- is, sagði að hann hefði verið „lang- greindasti kommúnistinn . . . róleg- ur, kurteis og vin- gjarnlegur". Bretar sæmdu Chin Peng „orðu brezka heims- veldisins" (OBE) og „Burma- stjörnunni". Hann er eini skæruliði kommúnista, sem þeir hafa sýnt þann heiður. Honum var einnig boð- ið að taka þátt í sigurskrúðgöngu í Lundúnum í tilefni af ósigri Japana í stríðinu. Þegar styijöldinni lauk földu Chin Peng og stuðningsmenn hans vopn sín í framskóginum og tóku aftur upp fyrri störf. Þeir vora hins vegar staðráðnir í því að „frelsa“ Malaya undan stjóm Breta og koma á fót kommúnistaríki. Fé, vistum og bún- aði var safnað meðal kínverskra landsmanna (margir þeirt-a vora auð- ugir) og brotizt var inn í vopna- geymslur. Þegar stríði var lýst yfír í júní 1948 svöraðu Bretar með lög- um um neyðarástand. Morð og spellvirki Morð, spellvirki og hryðjuverk urðu daglegt brauð. Aðallega var ráðizt á einangraðar lögreglustöðvar og námur og gúmmíplantekrar í eigu Evrópumanna inni í landi. Hryðju- verkamenn reyndu að hreiðra um sig á „frelsuðum svæðum", sem þeir notuðu til að safna nýliðum og þjálfa Vopnabræður: Mountbatten þakkar Chin Peng samstarfið í stríðinu. þá og fyrir stökkpálla til enn víðtæk- ari aðgerða. Glundroði ríkti á flestum sviðurft í landinu eftir stríðið og kommúnist- ar vora vongóðir um sigur í fyrstu. Hins vegar höfðu meirihluti Malaya og landsmenn af indverskum ættum illan bifur á kommúnistum og kínverskum íbúum Malaya. Chin Peng fékk minni stuðning frá Rúss- um og Kínveijum en búizt hafði ver- ið við og Bretar bragðust við af meiri hörku en gert hafði verið ráð fyrir. Her skæruliða var ekki nógu vel stjórnað og auðvelt reyndist að trafla samgöngur þeirra. Tveimur árum eftir að stríðið hófst gerðu Bretar sigurvonir kommúnista að engu með áætlun, sem var kennd við nýjan yfirmann hers þeirra, Sir Harold Briggs hershöfðingja. Hann einsetti sér að koma í veg fyrir að kommúnistar gætu kúgað fólk til hlýðni með hryðjuverkum eða á ann- an hátt. Á áranum 1950-1952 vora 423.000 Kínveijar, sem höfðu setzt að í útjöðram framskógarins, fluttir í 410 „ný þorp“ með gaddavír um- hverfís og öryggissveitir fengu það hlutverk að gæta þorpanna. Þar með var komið í veg fyrir að kommúnist- ar notuðu þorp helztu stuðnings- manná sinna til að afla peninga, upplýsinga, nýliða eða matvæla. Uppreisnin náði hámarki 1951. Þá féllu 504 liðsmenn öryggissveita og 533 borgarar. Árið eftir féllu 1.097 kommúnistar, eða fímmti hver skæraliði. Það ár tók Sir Gerald Templer hershöfðingi við yfírstjórn- inni og straumhvörf urðu í stríðinu. Sérþjálfaðar sveitir bjuggu um sig í framskóginum, flugvélum og þyrlum var beitt í vaxandi mæli og áróður Barattan um „nugi og hjörtu" íbúanna: bíll með hátal- ara í „nýju þorpi“ fólks af kínverskum upprana (1951). var aukinn um allan helming. Hert var á viðurlögum við því að hjálpa uppreisnarmönnum og samstarfi komið á við Thailendinga. Um leið lagði Templer áherzlu á að „vinna hugi og hjörtu“ allra landsmanna og ákveðið var að flýta fyrir því að landið fengi sjálfstæði. Fundurinn í Baling í júlí 1955 var efnt til almennra kosninga og Tunku Abdul Rahman myndaði ríkisstjórn. í flokki hans, Bandalagsflokknum, var fólk af öll-. um kynþáttum. í lok ársins mættu Rahman og Chin Peng til friðarvið- ræðna í Baling. Rahman neitaði að ganga að kröfu Chin Pengs um að kommúnistaflokk- urinn yrði viðurkenndur. Chin hafði vonað að ef hann fengi þeirri kröfu framgengt gæti hann haldið því fram að hann hefði tryggt Malaya sjálf- stæði. Nýjar aðferðir í frumskógar- stríðinu: þyrlurteknarí notkun (1952). Kröfum hafnað: John Davis (bak við hermanninn fremst á myndinni) kemur með Chin Peng og skæruliða hans til fundarins í Baling (desember 1955). Rahman fyrir sjónir þegar þeir hitt-' ust 1955. Rahman var einn fárra, sem gagnrýndu samningana. Hann lýsti sig mótfallinn öllum hugmynd- um um að leyfa Chin að koma til Malaysíu, því að „hann mundi stofna til vandræða, hvenær sem færi gæf- ist“. Chin Peng bað enskan blaðamann fyrir kveðjur til John Davis og ann- ars „gamals vopnabróður", Richard Broone. Hann kvaðst „ekki hafa haft samband við þá nýlega". Þegar hann var að því spurður hvort hann væri ennþá marxisti svaraði hann því fyrst játandi, en bætti síðan við: „Ég er ekki kreddufastur marxisti." Japanir í frumskóginum Flestum á óvart vora tveir Japan- ir, sem höfðu barizt með kommúnist- um, í hópi þeirra sem gáfust upp. Þeir heita Shigeyuki Hashimoto, sem var 28 ára og ókvæntur í lok heims- styrjaldarinnar, og Kiyoaki Tanaka, sem var 32 ára og átti konu og dótt- ur í Japan. Þegar Japanir gáfust upp í ágúst 1945 höfðu þeir starfað sem verkfræðingar um eins árs- skeið í stálveri, sem japanskt fyrirtæki lét reisa í Kedah-héraði í Norður-Mal- aya. Þeir félagar urðu eftir í Malaya þegar ófriðnum lauk af einhveijum óútskýrðum ástæðum og földu sig í framskóginum ásamt 13 öðrum jap- önskum hermönnum og borgurum áður en Bretar snera aftur. Líklega hafa þeir notið verndar fólks af Malayaættum, því að menn Chin Pengs voru svo fullir haturs í garð Japana að þeir hefðu áreiðanlega drepið þá, ef þeir hefðu fundizt. Þegar kommúnistar sögðu Bretum stríð á hendur 1948 og fóra aftur inn í framskóginn hafði ástandið breytzt. Þá vildu skæraliðar ólmir taka við japönskum strokumönnum og Hashi- moto, Tanaka og félagar þeirra gengu í flokkinn. „Við vildum beijast gegn Evrópu- mönnum,“ sagði Tanaka við japansk- an sjónvarpsfréttamann í vor. Þeir tóku sér nöfnin Ah Fook og Jim Toey og notuðu verkfræðikunnáttu sína til að gera við og búa til vopn. Allir hinir japönsku félagar þeirra era látnir — nokkrir féllu í bardögum og aðrir dóu úr malaríu eða af öðram eðlilegum orsökum. Líklega era Hashimoto og Tanaka síðustu Japanirnir úr stríðinu 1939- 1945, sem koma út úr frumskógum Suðaustur-Asíu löngu eftir uppgjöf keisarastjórnarinnar. Allmargir jap- anskir hermenn urðu viðskila við hersveitir sínar í lok stríðsins og héldu kyrru fyrir í afskekktum bæki- stöðvum í frumskógum Filippseyja og Indónesíu. Sumir þeirra vissu ekki að striðinu var lokið, en aðrir neituðu að sætta sig við ósigur. Nokkrum þeirra hefur verið fagnað sem hetjum, þegar þeir hafa komið aftur til Japans. Japönsk yfírvöld sáu hins vegar til þess að Hashimoto og Tanaka yrði tekið sem venjulegum borgurum, þegar þeir kæmu aftur til Tókýó nú eftir áramótin. Framandi veröld Gömlu mennirnir fengu ný vega- bréf þegar þeir komu út úr frumskóg- inum og japanskur stjómarerindreki hefur verið þeim til trausts og halds. Hann hefur til dæmis þurft að út- skýra fyrir japönskum yfirvöldum hvers vegna þeir hafa ekki skilað skattskýrslum áratugum saman. Hashimoto og Tanaka hafa fylgzt vel með gangi mála í Japan með því að hlusta á stuttbylgjuútvarp og skoða myndbönd. Japanski frétta- maðurinn, sem ræddi við þá í vor, segir að þeir hafí kannazt við helztu sumo-glímukappa Japana og spurt um japanska sjónvarps-sápuóperu. Þeir voru stirðir í japönskunni í fyrstu, en náðu sér fljótt á strik. Þó er óttazt að Hashimoto og Tanaka, sem nú eru 72 og 76 ára gamlir, verði fyrir „menningaráfalli“ eftir heimkomuna til Japans. „Þeir hafa ekki einu sinni komið í smábæ í 44 ár, hvað þá annað,“ sagði stjórn- arerindrekinn, sem hefur verið þeim innan handar, síðan þeir komu út úr frumskóginum. Tanaka flýtti sér að senda konu sinni í Japan skeyti til að biðja hana afsökunar á þvi að hafa ekki látið sjá sig í 45 ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.