Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 22
22 C MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 MELVIS Presley lést fyrir 13 árum, en er enn ofarlega í hugum fjölmargra Bandaríkja- manna. Æsifréttablöð birta í sífellu fregnir af því að sjáist í stórmörkuðum víða í Banda- ríkjunum, aukinheldur sem risavaxið líkneski hafí sést á mars. Nú er búið að setja upp fyrstu sjálfvirku Elvis-kirkj- una. Kirkjan er sjálfsali sem opinn er allan sólarhringinn. Hann birtir orð goðsins á sjón- varpsskjá og leikur viðeigandi tónlist eftir athöfnum. Það er þvi tilvalið fyrir þá sem hyggj- ast láta splæsa sig saman að bregða sér til Bandaríkjanna, en kirkjan er á 219 South West Ankeny Street, Portland, Oregon. FRONSK/MALISK LISTAHÁTÍÐ EINS og fram kemur ann- arsstaðar á síðunni leita aðstandendur Listahátí- ðar nú að dægiirtónlistar- mönnum til að troða upp fyrri hluta júní. Ekki hafa þeir enn allir komið i leit- irnar en næsta öruggt er að Les Negresses Vertes og Salif Keita munu troða upp. Negresses Vertes er frönsk ska/rai/flamen- co/rokk/þjóðlagasveit sem vakið hefur allmikla athygli á undanfömum mánuðum fyrir plötu sína Mlah, sem selst hefur allvel hér á landi. Þeir sem sáu sveitina á Hró- arskelduhátíðinni síðasta sumar bera henni vel söguna og segja hana með frískari tónleikasveitum. Les IMegresses Vertes Franskir niðurrifsmenn og háð- fuglar. Salif Keita Maliskur griot af aðalsættum. Salif Keita er malískur albinói sem vakið hefur mikla athygli í Frakklandi fyrir tónlist sína sem er hátækniv- ædd þjóðleg afrísk popptón- list. Hann hefur sent frá sér tvær breiðskífur og seldist nýrri platan, Ko-Yan, vel ytra, þó ekki hafí borið eina á henni hér. Kunnugir segja að tónleika með Keita séu ógieymanleg upplifun, en hann þykir með sérstæðari söngvurum sem komið hafa frá Afríku seinni ár. Hann kemur með sautján manna sveit með sér. TONLISTAR- ÆVISAGA EINN hæfileikamesti útsetjari („producer") Banda- rílganna í dag er án efa Quincy Jones. Um það vitna plötur sem hann helúr stýrt upptökum á seinni ár, s.s. plötur Michaels Jacksons Off the Wall, Thriller og Bad. En Quincy er þó þekktari sem tónlistarmaður og fyrir stuttu sendi hann frá sér breiðskífú þar sem nokkrir af fremstu tónlistarmönnum Bandaríkjanna leggja honum - lið. Platan nýja heitir Back on the Block og ekki hans fyrsta. Síðan hann sendi frá sér fyrstu plötuna 1959 hefur hann sent frá sér 45 plötur af öllum gerðum. Samstarfsfólk Quincy á plötunni nýju er ekki af verri endanum; George Benson, Ray Charles, Miles Davis, Kool Moe Dee, Geeorge Duke, Sheila E., Ella Fitz- gerald, Bobby McFerrin, Ice T og Barry White, svo ein- hveijir séu nefndir. A plöt- unni bregður fyrir brasilískri tónlist, jass, hipphop, poppi og afrískri tónlist, enda seg- ist Quincy hafa langað til að ná fram því sameiginlega í DÆGURTONLIST Sigrar dansrokkib heiminnf Quincy Jones öllum þessum tónlistarstefn- um. Hann segir og að Back on the Block sé einskonar tónlistarævisaga hans, þar sem bregði fyrir öllum þeim afbrigðum tónlistar sem hann hafi fengið dálæti á síðan 1950. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Aðstandendur plötunnar nýju Hilmar, Hjörtur, Megas og Gulli. Plata í áskrift UM þessar mundir eru liðin tvö ár síðan Megas var í hljóðveri að taka upp tímamótaplötuna Höfúðlausnir. Sú plata kom út vorið 1988 og týndist, þrátt fyrir góðar viðtökur gagnrýnenda. Að mati Megasar brást dreifíng á plötunni illilega. 1 lagi á Höfúðlausnum segir að „drukknuð börn leiti í brunninn", en hann hyggur þó á nýjar aðferðir við að koma plötu til kaupenda. Nýja platan, sem verður tvöföld plata/tvöfaldur geisladiskur, kemur út í enda apríl ef allt gengur eftir og verður dreift til áskrifenda eingöngu. Aðeins verða gefin út af plötunni 2.999 eintök, 1200 diskar og 1799 plötur, eintökin verða ekki fleiri til að forðast gullplötugjöf. En hvers vegna að gefa plötuna út í áskrift? Megas: „Reynslan með Höfuðlausnir sýndi það svo ekki verðum um villst að það ríkir stríðsástand á plötu- markaðnum og ég hef ekki hug á að lenda í þeim slag sem saklaus áhorfandi." Hilmar: „Við teljum það víst að platan verði að safn- grip á tveimur mánuðum eft- Mánudagar til... DANSÆÐIÐ í Bretlandi sem reis fyrir tveimur til þrem- ur árum hefur nú skilað sér inn í rokkið og þeim sveit- um fjölgar sem leika „dansrokk“. Efnilegustu sveitir Bretlandseyja eru á dansrokklínunni, Stone Roses og Happy Mondays, og reyndar má segja að þær sveitir hafí þegar náð almennum vinsældum. Stonc Roses er spáð ámóta velgengni og U2, en tónlist Happy Monda- ys þykir ekki eins auðtekin. ir útgáfu." Verða þá ekki bara press- aðar fleiri plötur? Hilmar: „Mótunum verður sökkt í Norðursjó um leið og búið er að steypa 2.999 ein- tök.“ Alls koma um 30 manns við sögu á plötunni, en kjam- inn er hijómsveit sem skipuð er þeim Hilmari, Birgi Bald- urssyni, Guðlaugi Óttarssyni og Haraldi Þorsteinssyni. Bakraddir skipta einnig miklu og meðal bakradda- söngvara má nefna Björku Guðmundsdóttur og Sigrúnu Jónsdóttur, sem ekki hefur sungið inn á plötu í fjölda ára. Einnig voru til kallaðar átta „gellur“ af Gauknum, sem hóað var í föstudags- kvöld fyrir stuttu. ■ LISTAHÁTÍÐ er framund- an í Reykjavík og nú er verið að ganga frá því hvaða popp- goðar komi fram. Minnugir þess þegar Leonurd Cohen fyllti Laugardalshöllina ák- váðu aðstandendur hátíðar- innar að bæta um betur og fá Bob Dylan til að troða upp með sveit sinni. Eftir langa mæðu tókst að fá svar frá umboðsmanni Dylans, sem sagði að Dyian myndi gjarnan spila í á íslandi í byijun júní, en vildi fá 250.000 dali, um 15 milljónir ísl. kr., fyrir við- vikið. Varla þarf að taka það fram að ekki er Bob Dylan væntanlegur að sinni. Happy Mondays heldur tónleika hér á landi í hátíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð 17. mars nk. Það er mikili fengur fyrir dansfífl íslensk, ekki síður en fyrir rokká- - huga- menn. Ég — . náði tali eftir Árna af tals- Matthíasson manni sveitarinnar, söngvaranum Shaun Ryder, fyrir stuttu. Shaun hefur mikið á sinni könnu og það gekk brö'sug- iega að fínna hentugan tíma fyrir spjallið sem var um síma. Shaun var vel afslapp- aður og gerði sér greinilega ekki mikiar grillur um alla veigengnina í seinni tíð, enda sagði hann sveitina hafa starfað saman í níu ár og kæmi því fátt á óvart. „Við stofnuðum þessa hljómsveit upphaflega okk- ur til skemmtunar og í átta ár hefur það gengið vel. Vinsældirnar á síðasta ári komu ekki flatt upp á okk- ur, en fyrst og fremst gera þær okkur kleift að skemmta okkur enn betur. Að öðru leyti breyta þær ekki svo miklu." — Tónlistin sem sveitin leikur hefur verið kölluð dansrokk, en ekki bar eins HaPpyMondays Við stofnuðun, hljómsveitina okfcur til skemmtunar. á slíku á fyrstu plötunni, sem John Cale [áður með Velvet Underground m.a.] útsetti. „Þegar við byijuðum að spila voru fönkáhrifin sterk og við höfðum sérstakt dá- læti á bandarískur fönk- sveitum eins og Funkadelic. Það bar ekki á því á fyrstu piötunni, enda vissum við ekkert hvað var að gerast í hljóðverinu og Cale réð öllu. Það var ekki fyrr en við fórum að taka upp Bummed að okkur tókst að fá það fram sem við vildum í góðu samstarfi við Hannet.“ Á tónieikum sveitarinnar er með henni á sviðinu dans- ari, sem kallaður er Bez og setur mikinn svip á það sem fram fer. Shaun sagði Bez hafa verið með sveitinni nánast frá byijun og byijað að dansa vegna þess að hann hafi hrifist af tónlist- inni. Eins og áður sagði nýtur svejtin nú mikillar hylli í Bretlandi og er við það að ná fótfestu í Bandaríkjun- um. Breskir plötukaupendur þykja hrifnæmir og að sama skapi fljótir að fá leið á nýjungum. Hvað verður um Happy Mondays ef sveitin verður gleymd að ári? „Ég tek hvetjum degi eins og hann kemur fyrir og velti ekki mikið fyrir mér vin- sældunum. Ef þær hefðu skipt meginmáli, hefðum við líklega aidrei haldið út að spila í öil þessi ár. Það eitt skiptir máli að við getum haldið áfram að spila eins og hingað til.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.