Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 2» Bergsteinn Einarsson fram- kvæmdastjóri. Áslaug Helgadóttir bankagajald- keri. Stórbrotinn heimur Til Velvakanda. Heimurinn okkar er stórbrotinn, einum um of fyrir einstakling að meðtaka. Ráð er því að kyrra hugann, slappa af og lesa síðan það sem vísindamennimir hafa skrifað, hægt og rólega. Skilyrði til lífs á hnetti hliðstætt jörðinni, verða að teljast fremur þröng. Viðkomandi sólstjarna verð- ur að vera stök sér (flestar þeirra eru tví- eða margstimi sem ganga hveijar um aðra). Viðkomandi sól- stjama verður að hafa jafna útgeisl- un og vetnissammna. Belti það, er vatn helst fljótandi á, er mjótt, hér er það á milli Venusar og Mars. Belti þetta má ekki vera í of kröft- ugu þyngdarsviði sólar, því þá hefur plánetan bundinn möndulsnúning og snýr ávallt sömu hlið að sólu, eins og Merkúr. Viðkomandi jarðstjarna verður að vera hæfilega efnismikil, of efn- islítil stjarna heldur ekki lofthjúpi eins og t.d. mars eða tunglið, stór pláneta er með illviðrasaman allt of þykkan lofthjúp, sem hleypir engri birtu í gegn, t.d. Júpíter. Plánetur hægja á möndulsnún- ingi sólna, og margar þeirra snúast hratt um sjálfa sig, og era því plán- etulausar. Engin nálæg sólstjarna innan tuga ljósára fjarlægðar, upp- fyllir skilyrðin fyrir jarðneskt líf, en þó eru plánetur með lífsmögu- leika einhveijar milljónir í þessari vetrarbraut einni, að viðbættum hinum vetrarbrautunum, sem eru milljarðar að tölu, mælanlegar. Reiknað hefur verið út í tölvu að skyrijanlegur hluti alheims hafí vaxið í núverandi stærð (hann fer enn stækkandi) í sprengingu, „big bang“, úr óendanlegri smæð. Inn- skot: Sumir vilja halda því fram að þarna hafi svarthol opnast yfir í aðra vídd. Þá er alheimur var kúla tíu senti- metrar í þvermál á fyrstu sekúndu- brotum sprengingar, varð efnið til, vetni allt í upphafi. Efni að þyngd frá helíum allt að járni myndast við kjarnasamrana í miðju sólstirna og losnar við það aukaorka sem geislar út. Til myndunar þyngri efna, jáms og þar fyrir ofan,' þarf orku. Sú orka myndast við þyngdarhrun risa sólstima, og þeytast efni þessi út í geiminn í hamfarasprengingum (súpernóvur). Mest af efni hverrar vetrarbraut- ar er samanþjappað í óendanlegum punkti að smæð inni í miðju henn- ar. Þyngdarkraftur punkts þessa heldur öllum sólunum á braut um- hverfis miðjuna. Ofursólir eru samanhrandar vetr- arbrautir. Yfirleitt fjarlægjast vetr- arbrautir okkur hraðar, sem þær eru lengra í burtu. Lýsir þetta sér i breyttri tíðni ljóssins frá þeim, til- færsla yfir í rautt, svonefnt rauð- vik. Sumar ofursólir kunna þó að vera nær en talið hefur verið, því rauðvik getur einnig stafað af því að ljósið á orðið erfitt með að sleppa undan ofurþyngdarafli svartholsins í miðjunni. Bjarni Valdimarsson Súpa - steik - desert kr. 990,- Barnadiskur og ís kr. 300,- Kaffihlaðborð Löwenbrau brandarakeppni í kvöld Húsið opnað kl. 21.00 Aðg. kr. 100,- Sjálfsagt að búa á landsbyggðinni „Manni finnst alltaf ósköp gott að koma heim eftir að hafa verið í Reykjavík því hér.er ekki sama stres- sið og þar,“ sagði Áslaug Helgadótt- ir bankagjaldkeri. „Og svo fínnst mér bara alveg sjálfsagt að búa á landsbyggðinni. Það er kostur að hafa höfuðborgina svona innan seil- ingar ef þarigað þarf að sækja eitt- hvað. Hér er öll þjónusta sem við þurf- um, skólar frá bamaskóla upp í framhaldsskóla. Héma er allt mun rólegra en á höfuðborgarsvæðinu. Og varðandi börnin þá eru þau nær umhverfinu héma og stutt fyrir þau út í náttúruna," sagði Áslaug Helga- dóttir. — Sig. Jóns. Kringum fyrsta mars Til Velvakanda. Fyrsta mars 1989 fögnuðu bjór- þyrstir menn langþráðum sigri með ærinni viðhöfn. Forseti borgar- stjórnar í Reykjavík klippti með hátíðasvip á táknrænan borða sem sýna skyldi að 75 ára bjórbanni væri nú létt af fijálsri þjóð. Trúlega mun það afrek lengst halda nafni hans á lofti í sögu Reykjavíkur. Nú er rétt að rifja upp hvað leitt hefur af þessum sigri hinna bjór- þyrstu. 1. Áfengiskaup íslendinga árið 1989 urðu nálega 25% meiri en undanfarin ár. 2. Áfengiskaupareikningur þjóð- arínnar varð 50% hærri 1989 en 1988. Ríkisstjórn Islands ákvað á sínum tíma að taka þátt í viðleitni Heil- brigðisstofnunar Sameinuðu þjóð- anná að minnka áfengisneyslu um 25% — einn fjórða — fyrir alda- mót. Eigi það mark að nást þarf neyslan miðað við síðasta ár að minnka um 40% — tvo fímmtu hluta. Svo mjög hefur okkur hrakið frá markmiðinu. Að sjálfsögðu hefur ekki dregið úr glæpum, voðaverkum og margs- konar óhæfu og auðnuleysi sem áfengisneyslu fylgir. Samt skulum við ekki örvænta. Við skoðun Gallupstofnunarinnar kemur fram að þeim hefur mjög fjölgað sem lýsa yfir afdráttarlausu fylgi við stefnu Heilbrigðisstofnun- arinnar. í samræmi við það vilja menn að eitthvað sé gert og ætlast til þess. Það á sér m.a. rætur í því að mönnum almennt blöskrar hversu óskapleg áfengiskaupin hafa orðið. Hitt er svo annað mál að ennþá eru þeir alltof fáir sem átta sig á því að enginn sigur vinnst án bar- áttu og baráttan verður ekki sigur- sæl nema hún sé háð af fullri al- vöru og heilindum. En framhald vekjandi umræðu og vonbrigði vegna hálfvelgju og hiks mun vænt- anlega auðvelda góðviljuðu fólki að sjá og skilja að sigurvonirnar eru við það bundnar hversu margir hafna áfenginu. Þeir sem vilja vel — og þeir eru margir — munu láta sér skiljast að það eru verkin, fordæmin, sem mestu skipta. Það er gott og rétt að ætlast til nokkurs af öðrum, svo sem þingi og stjórn, en mestu skipt- ir hvers við krefjumst af okkur sjálf- um hver og einn. K ^pOM OSOJV^ ALÞJOÐLEG KEPPNI FRÍSTÆLKEPPNI1990 TÍSKULÍNUKEPPNI1990 FYRSTU VERÐLAUN KR. 150.000 - HÓTEL fjXXND 4. mars 1990. Kynnir: Gunnlaugur Helgason. 12:30 NámskeiÖ, sýning - Redken 13:00 Sýningarbásar opnir 14:00 Básarkynntir 14:15 NámskeiÖ, sýning ■ Redken 15:00 Tískulínukeppni morgundagsins 1990 15:40 Dómw 16:00 Ljósmyndun fyrir timaritiÖ Hár & fegurö 16:10 NámskeiÖ, sýning - Redken 16:30 Básar opnir - Básar kynntir 17:00 Frtstalkeppnin 1990 17:40 Dómw 18:00 Ljósmyndunfyrir tímaritiö Hár & fegurö 18:10 Kokkteill á básunum. 19:20 Matw - Básum lokaö 20:00 Myndbands og leiser sýning. 20:15 Föröunarlistamenn 20:30 Krakkarnir í Ekkert Mál 20:40 WorldClass danssýning 20:50 Sebastian International Artisác Team 21:00 Listamannaliö heildverslunarinnar Rá 21:15 Óvœnt uppikoma 21:30 Intercoijfure 22:00 Tískan '90 22:25 Matrix 22:40 Módelkynning World Class, EFF EMM 95.7 og Hárs & feguröar 23:00 Úrslit Fristal og Tískulínukeppninnar 1990 23:30 HúsiÖopiÖ Tvær keppnir Frístcelkeppnin Tískulínukeppnin Tvcer keppnir l frjálsum greiöslum Námskeið Redken Kl. 12:30. Kl. 14:15 Kl. 16:10 Sebastian 5. mars. Árni Elfar listateiknarinn teiknar þig í léttum eöa klassískum dúr eftir óskum. Sýningar Intercoiffure FörÖunarfélagiÖ Matrix WorldClass Sebastian Artistic Team EkkertMál Redken International ListamannaliÖ heildverslunarinnar Rá Tískan 1990 LeÖur og rúskinn Esprit Hús Cosmo HerrahúsiÖIAdam Madam RegnfatabúÖin Fox Sebastian International - Redken lnternational ■ Image ■ Wella - Schwarzkopf - Oggi lnternational Arctic Trctding Company - Interco - Grazette - Vidal Sassoon - Catzy ■ No Name - Ison ■ H. Helgason Krosshamar ■ Heildverslunin Rá ■ H.F. Magnússon ■ T.H. Stefánsson ■ Old Spice - Pivot Point Hárprjöi -L'Oréal ■ Chenice ■ Jingles International ■ Ex-Cel-Cis - World Class Tímaritiö Hár & Feguri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.