Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 Yið settumst inn á skrif- stofu hans. Það var von á sjónvarpsmönn- um sem áttu að tala við fjölskylduna í stof- unni. Drottningin kom og heilsaði og bað af sökunar á óreiðunni á skrifstof- unni. „Við höfum ekki haft tíma til að taka til.“ Rúmeníufáni stóð á stöng í horni, bunki af rúmenskum blöðum lá á stól og bréf frá Rúmen- um þöktu skrifborð konungs. „Við fylgdumst með þróuninni í Rúmeníu í fjölmiðlum í gegnum árin,“ sagði konungur. „Sárafáir þorðu að skrifa eða hafa samband við mig. Það var of hættulegt. Það kom þó fyrir að fólk sendi mér línu í gegnum „Rad- io Free Europe“.“ Bandaríska stöð- in útvarpaði ávarpi konungs til rúm- ensku þjóðarinnar um áramót. „Það faldi bréf til mín í umslagi sem það sendi þangað. Mér barst meira að' segja bréf frá verkamönnum stórrar verksmiðju í Búkarest fyrir 5 til 10 árum. Ég held hún heiti 23. ágúst. Kommúnistar byggðu hana. Þeir skrifuðu ekki undir en sögðu að hún væri frá hópi verkamanna." 23. ágúst verksmiðjan er stærsta verk- smiðja Rúmeníu og Ceausescu var einkar stoltur af henni. „Nú berst ijöldi bréfa daglega. Gamalt fólk segist muna fortíðina og margt ungt fólk segist álíta mig samein- ingartákn þjóðarinnar. Allir sem skrifa segja að þeir vilji að ég snúi aftur.“ Rúmenía varð konungsríki 1881. Carol prins af Hohenzollem-Sig- maringen-ætt varð fyrsti konungur landsins. Hann var bamlaus svo Ferdinand, frændi hans, erfði krún- una. Viktoría Englandsdrottning var amma Marie, eiginkonu Ferdin- ands. Carol, sonur þeirra og krón- prins, var látinn kvænast Helen Grikklandsprinsessu árið 1921 til að tryggja vináttu þjóðanna. Hann hélt svo framhjá henni að hann var rekinn úr landi fjórum árum seinna. Mihai, sonur hans, varð því ríkiserf- ingi fjögurra ára gamall. Þriggja manna ráði var falið ríkisforræði vegna ungs aldurs hans og heilsu- leysis Ferdinands konungs. Ferdin- and lést 1927 og Mihai varð kon- ungur. Stjómmálaástandið var svo slæmt á þessum ámm að Iliau Maniu, forsætisráðherra og leiðtogi Bændafiokksins, sá sér ekki annað fært en að kalla Carol heim úr út- legð. Hann var krýndur Carol II í júní 1930. Hann hafði lofað Maniu að skilja hjákonu sína, Mögdu Lu- pescu, sem var gyðingur, eftir er- lendis og taka aftur saman við Helenu drottningu. Hann stóð ekki við það og Maniu sagði af sér í mótmælaskyni. Valdarán Mihais I Carol hafði einræðistilhneiging- ar, breytti stjórnarskránni í sam- ræmi við það og gekk á mála hjá Hitler. Rúmenía galt mikið afhroð snemma í heimsstyijöldinni síðari. Hún missti 40% landsvæði á 10 vikum til Sovétríkjanna, Ungveija- lands og Búlgaríu 1940 og Carol varð að segja af sér. Hann fól Ion Antonescu, hershöfðingja, stjórn landsins og Mihai, sem þá var 19 ára, varð konungur í annað sinn. „Það var nasistaeinræði í landinu á þessum árum,“ sagði konungur. „ Stjómarskráin hafði verið felld úr gildi og þing afnumið. Ég setti stjómarskrána frá 1923 aftur í gildi þegar við losnuðum við Þjóðveija og betmmbættum stjómmál lands- ins 1944. Það átti sinn aðdraganda. Við létum Bandamenn vita árið 1943 að við vildum draga okkur út úr stríðinu en fengum sáralitlar undirtektir. Bandaríkjamenn og Bretar komu því þó til leiðar að við tókum fulltrúa kommúnista og sósíalista inn í hóp stjórnmála- manna sem stefndu að vopnahléi. Tækifærið gafst þegar rússneski herinn réðst inn í norðausturhluta landsins. Þjóðveijar höfðu þá sent hluta herliðs síns til Póllands svo við höfðum meira svigrúm. Ég kall- aði Antonescu á minn fund og sagði honum að við vildum vopnahlé. Hann neitaði að fara að mínum óskum svo ég átti ekki annarra kosta völ en að láta handtaka hann. Og ég gaf hemum fyrirmæli um að leggja niður vopn.“ Þetta var 23. ágúst 1944. Síðan hefur sá dagur verið hátíðardagur rúmensku þjóðarinnar. Samningur um vopnahlé var undirritaður í Moskvu, 12. september. Kommún- istar vilja eigna sér valdaránið og margir fullyrða að herinn hafi stað- ið á bak við það. „Nei, það var hans verk,“ sagði Margarita prins- essa og horfði stolt á föður sinn. „Strax næsta morgun, hinn 24., stóð stómm stöfum í blöðum komm- únista að Kommúnistaflokkurinn hefði staðið einn að valdaráninu," sagði konungur. „Seinna viður- kenndu þeir að ég hefði átt ein- hvem þátt í því en létu eins og það hefði verið í skjóli þeirra. En komm- únistar skiptu engu máli á þessum tíma. Þeir vom ekki nema 300 til 400 af 20 milljóna þjóð og voru í mesta lagi fimmta hjól undir vagni í aðgerðum okkar. Varðsveitir hall- arinnar og herinn hefðu aldrei að- hafst neitt gegn Antonescu án fyrir- skipana minna.“ Rússneski herinn hertók landið. „Það komu stjórnmálamenn með herliðinu og þeir byijuðu strax að byggja upp Kommúnistaflokkinn. Honum jókst fylgi en margir gengu ófúsir til liðs við hann. Það var haft í hótunum og þeir sem neituðu að ganga í fiokkinn liðu fyrir það. Konungur fór í verkfall Það hafði verið borgaraleg stjórn í landinu í mánuð þegar Andrei Vyshinski, varautanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom á minn fund og neyddi mig til að samþykkja stjórn undir forsæti kommúnista í mars 1945. Ég reyndi að tefja máiið en Rússarnir kölluðu út her- lið í borginni. Ég reyndi að fá stuðn- ing frá Bandaríkjamönnum og Bret- um en án árangurs. Þegar ég vitn- aði í Jalta- samkomulagið barði Vyshinski í borðið og sagði: „Ég er Jalta hér.“ Þeir kúguðu alla ti! hlýðni. Ástandið fór versnandi eftir þetta,“ sagði Mihai I. „Kommúnist- ar voru með eilíf mótmæli og ollu erfiðleikum. Ég reyndi að halda aftur af þeim en það þýddi lítið. Ég notaði tækifærið þegar Banda- ríkjamenn neituðu að skrifa undir friðarsamning við Rúmeníu í ágúst af því að stjóm landsins væri ekki lýðræðisleg og krafðist afsagnar Petru Groza, forsætisráðherra. Hann neitaði. Þá sendi ég skýrslu um ástandið til Bandaríkjamanna og Breta og sagði rússneska herfor- ingjanum, sem var fulltrúi Banda- manna í landinu, af því. Hann varð auðvitað viti sínu fjær og endurtók sömu gömlu tugguna um að þetta væri óvinsamlegt athæfi gegn Sov- étríkjunum og þar fram eftir götun- um. Ég sagði að það væri nú verra og neitaði að taka orð mín til baka. Eftir þetta neitaði ég að eiga nokk- uð saman við stjómina að sælda.“ „Kóngurinn fór í verkfall," sagði Margarita. „Bandamenn ákváðu að senda nefnd til að kynna sér málið. Sendi- herrar Bandaríkjanna og Bretlands komu frá Moskvu og Rússar sendu Vyshinski aftur. Þeir ákváðu að standa að svokölluðum fijálsum kosningum 1946. Ég benti Banda- ríkjamönnum og Bretum á að það væru mestu mistök af því að kosn- Feðginin Mihai I Rúmeníu- konungur með Margaritu elstu dóttur sinni sem getur ekki erft ríkið eftir föður sinn samkvæmt gömlu stjómar- skránni. ingarnar yrðu aldrei fijálsar og heiðarlegar. En það var til einskis. Svo það var gengið til kosninga í nóvember. Þeir höfðu ekki einu sinni fyrir að falsa atkvæðagreiðsl- una. Það vom einfaldlega höfð skipti á kjörkössum. Gömlu flokk- arnir höfðu 90% fýlgi en kommún- istar fengu 90% atkvæða upp úr sínum kössum.“ Hvemig veit hann það? „Okkar menn fylgdust með því sem gerðist," svaraði hann. Konungur ýkti aðeins. Kommún- istar sögðust hafa fengið 71% at- kvæða. Gorza var áfram forsætis- ráðherra í stjórninni og fijótlega var farið að ofsækja stjórnarandstæð- inga og handtaka þá. Ráðherra með byssu í vasanum „Ástandið var óþolandi og hafði reyndar verið það í öll þessi ár,“ sagði konungur. „Stjórnarherramir voru sannfærðir um að ég myndi ekki snúa aftur til landsins þegar ég þáði boð i brúðkaup Elísabetar drottningar í London í nóvember 1947. Þar kynntist ég konu minni og við trúlofuðum okkur.“ Anna, kona hans, er prinsessa af Bour- bon-Parma-ætt. Móðir hennar, Margrét, var dönsk prinsessa. „Þeir urðu æfir þegar ég sneri aftur. Skömmu áður en ég átti að flytja áramótaávarpið, eða 30. desember, sagðist forsætisráðherrann þurfa að eiga áríðandi fund með mér og móður minni í Búkarest. Við höfð- um verið í Sinaia-höll yfir jólin en fómm til borgarinnar. Gorza mætti á fundinn með Gheorghiu-Dej, framkvæmdastjóra Kommúnistaflokksins. Þeir settu skjöl á borðið fyrir framan mig og skipuðu mér að skrifa undir.“ Þetta var yfirlýsing um að hann afsalaði sér konungsvöldum. „Ég sagðist þurfa að lesa þetta yfir í friði og fór í annað herbergi. Þar kom í ljós að símalínur höfðu verið rofnar, hallar- vörðurinn handtekinn og hersveit hafði umkringt bygginguna. Ég fór aftur inn til hinna og mótmælti þessu. Þeir sögðu að þetta væm nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að koma í veg fyrir að fólk þyrptist út á göturnar ef það frétti hvað væri að gerast. Þeir höfðu hand- tekið yfír 1.000 ungmenni á und- anfömum mánuðum og hótuðu að skjóta þau ef ég yrði ekki við óskum þeima. Ég skrifaði undir. Ég gat ekki borið ábyrgð á að fólk yrði líflátið mín vegna. Þegar því var lokið klappaði Gorza á jakkavasann og benti mér á að hann væri vopnaður. Hann sagðist hafa viljað forðast að hið sama henti hann og Antonescu.“ Mihai I afturkallaði valdaafsal sitt í London í mars 1948 og sagð- íst hafa verið þvingaður til að skrifa undir það. Eggja- og verðbréfasali Hann og Anna giftu sig í Aþenu tæpu ári seinna. Þau höfðu ekki úr miklu að moða en danska kon- ungsfjölskyldan var þeim ávallt inn- an handar. Konungurinn fór alls- laus úr landi og hjákona föður hans, frú Lupescu, erfði það sem Carol II hafði haft á brott með sér til Portúgals. Mihai I var ekki við- staddur útför föður síns árið 1953 móður sinnar vegna. Hann stundaði eggja- og grænmetissölu úr garði á Bretlandi með konu sjnni í tæp fímm ár þangað til þau fluttust til Sviss árið 1956 og Mihai I hóf flug- störf fyrir Bandaríkjamann sem gerði við fjarskiptatæki flugvéla. Hann vann með honum í tvö ár. Eftir það rak hann raftækjafyrir- tæki í nokkur ár. Það bar sig ekki og hann varð verðbréfasali í Genf. Við það starfaði hann þangað til hann settist í helgan stein fyrir nokkrum árum. Hann verður 69 ára í október á þessu ári. Samstarfsmenn hans vissu alltaf að hann er Rúmeníukonungur. „Það skipti engu máli,“ sagði hann. „Ég varð að viiina fyrir mér eins og aðrir.“ Hjónin búa ásamt dætrum sínum, Margaritu sem er fertug, og Sophie sem er 32 ára, í látlausu einbýlis- húsi í bænum Versoix skammt frá Genf. Sundlaug blasir við í stórum garði úr bjartri stofunni. Hinar dæturnar þijár, Helen, Irina og Marie, búa erlendis. Helen og Irina eru giftar og eiga böm. Margarita og Sophie voru í Rúm- eníu í fyrsta skipti um miðjan janú- ar og var vel tekið. Fréttir bárust reyndar um að þær hefðu reynt að hafa verðmætar fornminjar með sér úr landi en Margarita sagði að það væri uppspuni frá rótum. Þær settu á fót skrifstofu í Búkarest sem á að samræma aðstoðina sem berst til landsins og beina henni inn á réttar brautir. Þær vilja stuðla að langvarandi uppbyggingu landsins. Krúnan erfðist í karllegg í gamia konungdæminu svo Margarita er ekki ríkiserfíngi. Dreymir hana samt stundum um að verða drottn- ing Rúmeníu? „Ég hugsa aldrei um það núna,“ sagði hún. „Neyðin er svo mikil í landinu að maður vill hjálpa á hvaða hátt sem er. Ef ég er í þeirri aðstöðu að það sé hlustað á mig og tekið mark á því sem ég segi þá ber mér skylda til að leggja hönd á plóginn." Margarita sagðist hafa orðið vör við mikinn velvilja í garð fjölskyldunnar. „Einn ungur maður kom til mín og skellti göml- um skildingi með mynd af föður mínum á borðið fyrir framan mig. Mér dauðbrá en hann vildi gefa mér hann. Frímerki með mynd af pabba og þessir skildingar voru lengi merki andstöðuhreyfingarinn- ar gegn kommúnisma. Ungi maður-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.