Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FJOLMIÐLAR sunnudagur 4. MARZ 1990 C 19 Hanson lávarður: auðmelt tónlist. Bach: þaggað niður í honum. Jass en engimi Bach EINN helsti áhugamaður um svo- kallaðan stórsveita-jass áranna um og eftir síðari heimsstyijöld í Bret- landi, kaupsýslumaðurinn Hanson lávarður, verður formaður í stjórn útvarpsstöðvar, sem mun eingöngu flytja létta eða auðmelta afþreying- artónlist á Stór-Lundúnasvæðinu. göngu sína í Bretlandi stöð sem kall- ast Jazz Radio. Tvær nýjar út- varpsrásir verða opnaðar á þessu ári og unnendur æðri tónlistar eru í við- bragðsstöðu. Manndómsferð til A-Evrópu Hjónin Þórir Guðmundsson og Adda Steina Björnsdóttir dvelja í Austur-Evrópu næsta hálfa árið. Þórir sendir frétt- ir heim til Stöðvar 2, en hún til Ríkisútvarpsins Við höfðum lengi ætlað okkur að fara í einhverja manndóms- reisu og í heilt ár höfum við verið að skipuleggja hana. Þegar atburðimir gerðust í Austur-Evrópu í haust, ákváðum við að dvelja þar lengur en upphaflega var ætlað, eða í hálft ár. — Það er svo stórkostlegir hlutir að gerast þarna,“ sagði Þórir Guð- mundsson fréttamaður á Stöð 2 í samtali við Morgunblaðið. órir og Adda Steina Björns- dóttir blaðamaður, eiginkona hans, leggja land undir fót um næstu mánaðamót. Þórir hefur fengið ársleyfi frá Stöð 2 og næsta hálfa árið ætla þau hjónin að kynna sér breytingamar í A- Evrópu, kynnast staðháttum og fólkinu sjálfu. Síðan hyggjast þau ferðast um Asíu, en sú ferð hefur ekki verið endanlega skipulögð. Á ferðalaginu munu þau senda frétt- ir heim, hann til Stöðvar 2 en hún til Ríkisútvarpsins. „Það er ekki bara byltingin í Austur-Evrópu sem gerir svona ferð mögulega, heldur líka tækni- byltingin,“ segir Þórir. Hann verð- ur með tökuvélar með sér og hyggst senda myndefni heim. Tækninni hefur fleygt mjög fram á síðustu tveimur árum, þannig að nú geta fréttamenn auðveld- lega tekið sjálfir upp sjónvarps- hæft efni. Slíkt hefði verið ill- mögulegt fyrir aðeins tveimur ámm. Þórir og Adda Steina verða með íbúð í Búdapest í Ungverjal- andi og þaðan hyggjast þau ferð- ast á eigin bíl um önnur lönd. Stöðin á að ná til fólks af eldri kynslóðinni, sem getur ekki hlustað á háværar „popp-“stöðvar og hefur dálæti á Glenn Miller, Benny Goodman og Stan Getz. Hópar áhugamanna um sígilda tónlist í Bretlandi bmgðust reiðir við þegar leyfð var enn ein útvarpsstöð, sem flytur eingöngu óæðri tónlist. „Einkennilegt" og „óafsakanlegt", tautuðu talsmenn þeirra. Þeir hafa reynt að fá leyfi til að reka einka- stöð, en æðri tónlist hefur ekki átt upp á pallborðið hjá stjórnvöldum. Þó er bent á að ríkisútvarpið BBC hafi enga samkeppni á sviði flutnings á vönduðu tónlistarefni í Bretlandi. Alls sóttu 32 aðilar um afnot af nýrri útvarpsrás þegar hún var boðin út. Átta þeirra vom fylgjendur sígildrar tónlistar og nutu meðal annars stuðnings söngleikjahöfund- arins Andrew Lloyd Webber, óperusöngkonunnar Kiri Te Kanawa og hljómsveitarstjórans André Previn. Þau bentu á að áhugi almennings á léttri klassík hefði aukist og sala á sígildum hljómplötum rokið upp úr öllu valdi. Það væri því ekkert vafamál að vandfýsnir hlustendur þyrftu aðgang að fleiri útvarpsrásum en Radio 3, sem er á vegum BBC og flytur klassíska tónlist. Nýja „stórsveitastöðin" heitir Me- lody Radio og á að keppa við Rad- io 2 BBC. Fyrr á árinu 1989 hóf í fjölmiðlum ■JVý LEIKGERÐ Njálu var frum- flutt á rás 3 breska ríkisútvarpsins, BBC, fyrir skömmu. Rithöfundurinn David Wade vann handritið eftir þýðingu Magnúsar Magnússonar. Leikritsflutn- ingurinn var hluti af dag- skrárgerð sem rás 3 stendur fyrir til vorsins og er helguð Norðurlöndun- um. Verkið fékk rnjög jákvæða dóma hjá gagnrýnendum. Þannig segir í gagnrýni Daily Telegraph þann 20. febrúar sl. að leikgerð Wades hafi verið beinskeytt og ein- föld. Þrjátíu leikarar tóku þátt í fiutn- ingi Njálu undir leikstjórn Jeremy Mortimer. Með hlutverk Njáls á Bergþórshvoli fór leikarinn góðkunni Bernard Hfepton. Hlutverk Gunnars á Hlíðarenda var í höndum Struan Rodgers og Mörð Valgarðsson lék Shaun Prendargast. Lengd leik- gerðarinnar tók fjóra klukkutíma og var tónlist frumsamin. Tilgangur flutnings Njálu í BBC var m.a. að vekja athygli breskra hlustenda á þessum merkilegu sögum sem varð- veist hafa á íslandi frá því á miðöld- um. NÁTTURUFEGURÐ . S m ja aGIc , ils. •• *. i' * / . Á ff # > fHp .4 i * Á' Q&r 'S' er eingöngu unninn ur náttúnilegum efnum. Hann er níðsterkur í allri sinni mýkt og er því framúrskarandi endingargóður auk þess sem hann er eldtraustur. 5 Síðast en ekki síst er hann til í ótal munsturlilbrigð- um sem gleðja augað og gefa umhverfinu þann blæ sem liver og einn kýs. ÍKROMMENIE LINOLEUM fara því saman náttúmlegur styrkurogfegurð, hugaiflug og hagkvæmni. GÓLFEFNI GÓLFEFNl GÓLFEFUWiÓLFEFNI GÓLF^ftr^AFEFNi GÖLFa* ^fFEFNI GÓLFEFFlrÖDLFEFN! GÓLFEFNi GÓLFEFN! 3SM& ■ - Viðþekkjumöllhin nolalegu álirif sem náttúran slafar frá sér og | þvíþarfenganaðundra I hinar stórkostlegu | vinsældirnáttúrulegra Ö i ó gólfefna. KROMMENIE LINOLEUM gólfdúkurinn Maimoleum Gæðagólfdúkar Ekiaran ^ Góifbúnaður Viljirðu nánari upplýsingar, líttu inn eða hringdu! “SlÐUMÚLA 14 í-SlMI (91 >83022 «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.