Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 5 mm TTF]1 W' II 1 ’ m IJ r- Enn má víða sjá blómsveiga til minningar um þá sem féllu í bylting- unni. Gjöreyðilagt hús við Hallartorgið. yrði ekki björt ef synirnir brytu gegn vilja einræðisherrans. Hann er allur og strákarnir gátu talað opinskátt við útlendinga og farið með þeim inn á Intercontinent- al-hótelið. Fram að jólum var aðeins útvöldum Rúmenum hleypt þangað inn. Strákarnir fengu þýskan bjór á dollarabarnum og Camel-sígarett- ur. Augun í þeim ljómuðu. Þeir höfðu aldrei fengið annan eins drykk. Þeir eru af kynslóðinni sem ólst upp án súkkulaðis. Enskukennari sem á tvö börn á þeirra aldri hafði sérstakt orð á að það hefði verið sárt að geta aldrei gefið börnunum súkkulaði, hvað þá banana eða app- elsínur. Enskulexía nemenda hans um jólin gekk út á hver fékk hvað í jólagjöf. Meðlimir fjölskyldunnar fengu nytsamlegar flíkur en hund- urinn fékk súkkulaði, „mikið súkk- ulaði“. Það var hans leið að segja skoðun sína á stjórnvöldum, þeirra menn komust í súkkulaði en voru ekki skárri en hundar. Hann gekk ungur í Fijálsynda flokkinn og sat 14 ár í fangelsi fyrir skoðanir sínar eftir að kommúnistar komust til valda. Hann var stoltur af að hafa aldrei verið ávarpaður „félagi" eða tekið kommúnistatitilinn sér í munn. Nemendurnir kölluðu hann „herra“. Fjögurra manna fjölskylda kenn- arans svaf í einu rúmi með húfur, trefla, vettlinga og í inniskóm á veturna til að halda á sér hita þang- að til Ceausescu var bylt. Nú er hlýrra í húsakynnum landsins. Tæp- lega þrítug kona, sem starfar fyrir varaformann Þjóðarráðsins og gekk ekki í Kommúnistaflokkinn fyrir slysni, sagðist vera fegin að þurfa ekki lengur að hafa með sér húfu og vettlinga í leikhúsið. Hitinn í húsunum var áður ekki nema 5 til 10 gráður. Hún sagði að það hefði verið erfitt að koma sér fram úr til að þvo sér á morgnana og vinna skrifstofustörf við slík skilyrði. Hún vann við utanlandsviðskipti og sagði að það hefði verið vandræða- legt þegar útlendingar voru á skrif- stofunni þegar rafmagnið var tekið af í sparnaðarskyni yfir.miðjan dag- inn og starfsmennirnir létu eins og það væri sjaldgæfur hlutur en allir vissu betur. Hún er einbirni og hefur haft það skárra en margur annar. Móðir hennar sér um að standa í biðröðum til að kaupa inn — raðir myndast enn um leið og eitthvað sérstakt, eins og egg, smjör eða kjötmeti, berst í búðir — og hún hefur feng- ið smjörskammt foreldra sinna í gegnum árin. Hún sækir ýmsar móttökur í hinu nýja starfi og þarf að vera almennilega til fara. Móður hennar þótti því tími til kominn að nota fínt, svart efni, sem hún hafði geymt í 15 ár, í nýjan kjól. Vinkona saumaði hann. Og hún á svört, hælahá leðurstígvél, sem hún mút- aði skósala til að selja sér, og svarta leðurtösku sem kunningi gerði. Svo hún er vel til fara. Hún hefur 3.300 lei í mánaðarlaun og borgaði sam-_ tals 3.800 fyrir stígvélin og tösk- una. Hárgreiðslukonan hennar kaupir ljósa litinn í hárið á henni á svörtum markaði. Rúmenskur hár- litur hefur helst til bleikan eða blá- an blæ. Ættingjar í útlöndum hafa'komið mörgum Rúmenanum vel þótt sum- ir hafi misst vinnuna út af þeim. 26 ára maður sagði að frændi sinn í París sæi sér fyrir Gillette-rakvéla- blöðum, en slíkur munaður fæst ekki í búðum. Hann sagðist hafa mynd af Mihai I. Rúmeníukonungi á kommóðunni heima hjá sér. Það kom fram í samtölum við fólk að það veit sárafátt um útlagakonung- inn en velvilji í hans garð var auð- heyrilegur og margir sögðu að það kæmi vel til greina- að hann sneri aftur ef þjóðin samþykkti það í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Einn benti á að Spánn væri aftur orðið konungs- ríki. En málið er ekki á dagskrá. Mihai I. er velkominn í heimsókn og sagðist sjálfur geta hugsað sér að heimsækja landið sem ferðamað- ur ef málin skipast svo. Áróður gegn konungsfjölskyld- unni eftir að hún fór úr landi um áramótin ’47-®48 hefur borið tak- markaðan árangur. Einn viðmæl- enda minna sagði að hann hefði haft öfug áhrif. Hún gæti ekki ver- ið svo slæm fyrst kommar hefðu svona mikið á móti henni. Prinsess- unum tveimur, Margaritu og Soph- ie, sem heimsóttu landið um miðjan janúar, var vinsamlega tekið. Frétt- ir af þeim birtust í fjölmiðlum og kona sagði að þær hefðu virst við- felldnustu stúlkur. Almenningur hefði haft svipaðan áhuga á heim- sókn þeirra og ef Elizabeth Taylor gerði sér ferð til landsins. Kona mannsins sem hefur kon- ungsmyndina á kommóðunni sagð- ist hafa heyrt að Valentin, eldri og skárri sonur Ceausescu-hjónanna, hefði kynnst Margaritu í Oxford og þau hefðu trúlofast en faðir hans hefði bannað honum að kvæn- ast henni. Margarita hafði heyrt orðróminn áður. Hún sagði mér að faðir hennar hefði hringt í hana þegar hún var við nám í Edinborg á áttunda áratugnum og sagt henni af þessari frétt sem Ceausescu hefði komið af stað. Hún hafði aldrei heyrt á þennan Valentin minnst og var jafn ólofuð eftir sem áður. Hún benti á að söguburðurinn væri gífurlegur í Rúmeníu. Hún hafði sjálf heyrt að Ceausescu hefði bann- að óperuna Aidu af því að þjóðin segði að stafirnir væru lýsing á Elenu, konu hans: „Academice Ing- enere Doktoressa Analphabeta", sem mætti snara „ólæsi verkfræði- háskóladoktorinn“, en vildi ekki selja það dýrar en hún keypti það. Margarita prinsessa sagðist hafa orðið vör við að fólk mæti það mjög mikils að hvorki hún né fjölskylda hennar hefðu haft nokkuð með stjórn kommúnista og Ceausescus að gera undanfarin 40 ár. Fjölskyld- an væri hafin yfir allan grun hvað það snerti. Það er ekki hægt að segja um marga sem koma til greina sem leiðtogar og stjómendur landsins. Fólk með metnað og getu varð að laga sig að kröfum leið- toganna til að komast áfram í lífinu og gekk á mála hjá ríkinu. Því var það kannski þvert um geð en gerði það samt. Tortryggni gætir í garð þessa fólks og það verður að sætta sig við að bera hluta ábyrgðarinnar á fátækt landsins og ótrúlegu böli þjóðarinnar. Dagmömmur - Barnaheimili Valdið valið fyrir börnin Samvinnuspil. Tréleikföng íúrvali. Húsgögn ísérflokki. Hjól sem endast. ^hukít^ amicus ÍSKLASS HFV heildverslun, sími 651099, ______Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði._ Foreldrar - aðstandendur fatlaðra barna og ungmenna Námskeið til að efla og upplýsa aðstand- endur fatlaðra barna og ungmenna. Hvernig má lifa góðu lífi, þrátt fyrir þann sérstæða vanda sem fötlun hefur í för með sér. Staður: Kennaraháskóli íslands við Stakkahlíð. Tími: Námskeiðið stendur yfir í átta vikur, eitt kvöld í viku, 21/2-3 stundir í senn. Hefst 13. mars kl. 20.15. Umsjónarmenn: Dóra S. Bjarnason lektor og Sigrún B. Friðfinnsdóttir, frkv.stj. Innritun og upplýsingar í símum 15979 og 45535 frá kl. 20.00-22.00,4.-7. mars. HARLITANIR Þessa viku verðum við með kynningu á hárlitum. Sér- fræðingur frá hinu heimsþekkta fyrirtæki Wella verður á stofunni þriðjudaginn 6. mars. Líttu við eða hringdu og „ . pantaðu tíma. Þú færð ráðgjöf V. J þér að kostnaðarlausu. , V^y Sími 22138 ÓÐINSGÖTU 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.