Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 30 C ÆSKUMYNDIN ... ER AF ÓLÖFU KOLBRÚNU HARÐARDÓTTUR. Duglegog til fyrir- rnyndar Hún syngur Neddu í óperunni Pagliacci eftir Leoncavallo í uppsetningu Islensku operunnar í Ganda bíói. Á síðustu árum hefúr hún túlkað margar frægustu kven- persónur óperusögunnar og hlotið lof og vinsældir fyrir. Ólöf Kolbrún heitir hún og fæddist i Reykjavík 20. febrúar árið 1949, dóttir hjónanna Harðar Haralds- sonar húsasmíðameistara og Aðalheiðar Jónasdóttur hjúkrunarkonu. Auk söng- menntunar heima og erlendis er hún kennari að mennt. Eiginmaður Ólafar er Jón Stefánsson organisti og söngsljóri i Langholtskirkju. * Olöf Kolbrún ólst upp í Lang- holtshverfi, þar sem hún hefur búið allar götur síðan. Hún er elst fjögurra alsystkina, en á auk þess tvö hálfsystkini. Á heimili hennar var almennur tónlistaráhugi. Fjöl- skyldan fór í leikhús og sá óperur þau fáu skipti sem tækifæri gafst til í þá daga. Á heimilinu tíðkaðist ekki að skrúfa niður í sígildri tón- list í útvarpinu. Það lá kannski beint við að ung stúlka frá slíku heimili færi í Listdansskóla Þjóð- leikhússins. Þar hóf hún ballettnám sjö ára gömul og stundaði það til 18 ára aldurs, en þá var ekki um annað að ræða en velja á milli ballettsins og söngsins. Hún var mjög dugleg, lét að sér kveða hvar sem hún var. Snemma fór hún að syngja í Langholtskirkju og gerir enn og á skólaskemmtun- um í Vogaskóla söng hún og spilað á gítar. Hún var formaður æsku- lýðsfélagsins í Langholtskirkju í eitt ár og einnig formaður skólafé- lagsins. „Það hefur alltaf verið mjög mikið að gera í kringum hana, en hún hefur alltaf gefið sér tíma fyrir vini sína,“ segir Anna Guð- mundsdóttir, vinkona Ólafar Kol- Upptekin Átti samt alltaf tíma fyrir vini sína brúnar frá 8 ára aldri. Anna segir aðspurð að Ólöf hafi síður en svo verið frek. „Hún hefur alltaf verið sanngjörn, þótt hún hafi verið ákveðin og vitað hvað hún vildi.“ Þegar hún var í Vogaskóla taldi hún ekki eftir sér að mæta á æfing- ar áður en skólinn hófst á morgn- ana. Reyndar var hún árrisul mjög og leiddist ef aðrir í fjölskyldunni sváfu frameftir. Hún var full af orku. „Ég get ekki ímyndað mér að foreldrar geti óskað sér betri og heilbrigðari ungling en hún var,“ segir Elín Bergs vinkona Ólafar Kolbrúnar frá 11 ára aldri. Vinir Ólafar segja hana aldrei hafa ofmetnast þrátt fyrir vinsældir og velgengni. Hún varð strax eftir- sóttur félagi og áreiðanleiki hennar og trygglyndi áttu sinn þátt í því. -! ÚR MYNDASAFNINU ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Hægri umferð tekur gildi Hægri umferð tók gildi á íslandi sunnudaginn 26. maí árið 1968. Skoðanir manna um nauðsyn breytingarinnar frá vinstri til hægri voru í fyrstu skiptar, en eftir að endanleg ákvörðun var tekin lögðu flestir sig fram til að tryggja að breytingin mætti takast sem best, enda varð sú raunin. Fá um- ferðaróhöpp urðu þótt þúsundir landsmanna færu út á götumar á bílum sínum fyrsta dag- inn. Menn höfðu líka verið hvattir til að sýna tillitssemi og líklega hefur jákvæðara hugarfar ekki fyrir- fundist hjá íslenskum ökumönnum í annan tíma en einmitt þennan dag. Kjörorð dagsins vom líka: „Brosum í umferð- inni“ og „Við emm öll byijendur“, og fleira í þeim dúr. Löggæslu- menn um land allt unnu líka mikið og gott starf við að leiðbeina öku- mönnum og sýndu mikla þolinmæði, sem og aðrir vegfarendur. Meðfylgjandi myndir vom teknar á þessum merku tíma- mótum í maí 1968. Séð vestur Miklubraut í vinstri umferð, daginn áður en breytingin tók gildi. STARFID STEINAR MÁR GUNNSTEINSSON VERKSTJÓRI BÓKIN PLATAN Á NÁTTBORÐINU Á FÓNINUM Steinar Már Gunnsteinsson Stundum erum við ekkert vinsælir Eflaust hafa margir orðið fyrir því að finna ekki bíla sína eftir að hafa lagt þeim ólöglega. Öku- menn taka gjarnan „sjensinn" á gangstéttinni, einkastæðinu, inn- keyrslunni eða brunahananum ef ekkert sjáanlegt stæði er láust í grendinni. Hinsvegar getur slíkt athæfi orðið viðkomandi öku- manni dýrkeypt því kostnaðurinn i'ið kranabílsflutning og sekt hljóðar upp á tæpar fimm þúsund krónur. Sé bíllinn ekki sóttur samdægurs í bílageymsluna kost- ar hver aukadagur 800 krónur. Yið erum með sex kranabíla á ferðinni alla daga. Einn helgar sig miðbænum algjörlega og fjarlæg- ir hann að meðaltali sjö til átta bíla daglega. Stundum emm við ekkert vinsælir. Yfirleitt tekur fólk þessu vel, það veit upp á sig sökina. En það em alltaf einhveijir sem skamm- ast út í okkur,“ segir Steinar Már Gunnsteinsson, verkstjóri Vöku hf. Stór hluti af starfsemi Vöku er hreinsun á númerslausum bílum, sem skildir hafa verið eftir á víð og dreif. Á síðasta ári vom 2.000 slíkir bílar fjarlægðir. „Yfirleitt em þessir bílar hálfónýtir. Um það bil tveir af hverjum tíu bílum eru sóttir til okk- ar, en hinir fara á uppboð eða eru rifnir í varahluti ef eigendur hafa ekki látið sjá sig eftir mánaðarg- eymslu." ÞETTA SÖGDU ÞAU ÞÁ... Seltjamamesið lítið og lágt... Reykvíkingum fínst þetta girnilegur biti og vita, að þessi sveit er einhver mesta framfarasveit landsins . . . Löngun Reykvíkinga í Seltjarn- ames er ekkert annað en löngun úlfsins í lambið. * Eg var að byija á bók um Morg- an Kane sem heitir Lögmál frumskógarins. Kærastinn fer alltaf á fornbókasölu eftir Morgan Kane- bókum svo að ég kemst í þær af og til. Ég les mikið af reyfurum, en ástarsögumar eru í miklu uppá- haldi hjá mér á stórhátíðum. Ég hef til dæmis ekkert á móti því að fá eina til tvær slíkar bækur í jóla- gjöf. * Eg hlusta á alla tónlist nema þungarokk. Það finnst mér ekki vera músík. Annars er sami plötubunkinn yfirleitt ávallt við plötuspilarann. í honum má meðal annars finna plötur með Dire Straits og Bmce Springsteen. í bunkanum er líka þjóðlagatónlist og jass kemur við sögu hjá mér líka. Þetta er svona úr öllum áttum. Árni Ein- arsson 12 ára Núna er ég að lesa Fátækt fójk eftir Tiyggva Emilsson. Ég er líka að fara yfir Brekkukotsan- nál Halldórs Kiljan Laxness. Sú bók hefur að vísu áður verið á náttborð- inu hjá mér, en aldrei er góð vísa of oft kveðin. * Eg hlusta voða lítið á hljómplöt- ur. Nýlega hef ég þó hlustað töluvert á nýju plötuna með New Kids on the Block og nýju plötuna með HLH-flokknum. MYNDIN í TÆKINU Indriði Ingi Styrkárson 12 ára Síðasta myndin sem ég horfði á hét að inig minnir Tveir á toppnum og var hún spennumynd. Ég fæ mér frekar sjaldan mynd- bönd, en er mest fyrir grín- og spennumyndir. Það em margar góðar myndir, sem maður liefur séð, en ég man aldrei nein nöfn. Grínmyndin Bugsy Malone var síðast í tækinu hjá mér. Mér fannst hún mjög góð. Ég fæ mér nokkuð oft myndbandsspólur á leig- unum og þá aðallega grínmyndir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.