Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 23 MYNDLIST/ Er eftirmálun ámœlisverö? Gamalt, eldra. „FRÆGASTA MÁLVERK á íslandi síðustu daga og vikur" voru þau ummæli sem Haraldur Blöndal, stjórnandi listmunauppboðsins á Hótel Sögu 1. febrúar, hafði um myndina af Ara Magnússyni og Kristinu Guðbrandsdóttur. Það eru orð að sönnu. Áhugi fjölmiðla á hugsanlegu söluverði myndarinnar tröllreið um skeið Qölmiðlun- um, sérstaklega Ijósvakamiðlunum. Þegar e&iafræðileg aldursgrein- ing verksins (sem var reyndar gerð að frumkvæði og á kostnað fyrri eigenda hennar) leiddi líkur að því að það gæti aðeins verið frá 1830 hið elsta, fannst miðlunum þeir sviknir. Var það í góðu samræmi við þann skilning þeirra að hinn almenni borgari hafi meiri áhuga á svikum og prettum en listinni sjálfri. Þetta viðhorf Qölmiðlanna er eftil vill fyrirgefanlegt í ljósi stöðugrar sam- keppni, en ætti samt ekki að losa þá undan skyldu til að Qalla um málið í víðara samhengi - þ.e. um eftirmyndagerð í íslenskri mynd- list. Er hún algeng eður ei? Er gerð eílirmynda tilraun til fölsun- ar? Hver er munur eftirmynda og falsana? Þannig mætti vekja upp ýmsar lleiri spurningar, sem vert er að fjalla lítillega um. Gerð eftirmynda hefur verið vel þekktur hluti listalífsins í gegnum aldirnar. Löngum var það talin ein heppilegasta aðferðin við listkennslu; að láta nemendur vinna eftir fyrirmynd- um, bæði mál- verkum og högg- myndum, og læra þannig af hand- bragði meistar- anna. Þó nokkuð hafi dregið úr þessu í kennslu, þá er þetta ætíð eftir Eirík Þorlúksson góð æfing fyrir listnema, og ekki undan því að kvarta, því að slíkt býður upp á mikla þjálfun og sjálfs- aga. Einnig vár gerð eftirmynda mjög mikilvægur þáttur í þvi að kynna myndlist allt fram á þessa öld. Þetta voru í fæstum tilvikum til- raunir til falsana. Kaupendur sem þekktu til myndlistar vissu hvað þeim stóð til boða; þeir sóttust ein- faldlega eftir því að eiga eftirmynd- ir af viðkomandi verkum. Ljós- myndun í lit var ekki til og menn kynntust verkum frægra lista- manna frá fyrri öldum fyrst og fremst í gegnum eftirmyndir og koparstungumyndir, en margir listamenn, t.d. á Ítalíu, lifðu á að framleiða slíkt fyrir ferðamenn frá fjarlægum löndum. Jafnframt er ljóst, að menn pöntuðu sér oft eftir- myndir, ef þeir voru sérstaklega hrifnir af einhveiju listaverki. Þór Magnússon þjóðminjavörður hefur leitt sterkar líkur að því að þannig sé umrætt málverk til kom- ið; það sé eftirmynd, gerð eftir pöntun áhugamanns, sem gjarnan vildi eiga eintak af verkinu. Frum- myndin hafi verið tiltæk í Kaup- mannahöfn á ákveðnum tíma til að fá slíkt gert og hefði enginn haft neitt við það að at- huga. Vandamál- in fara hins vegar að hrannast upp, þegar eftir- myndir eru ekki merktar sem slíkar, og heimildir um þær eru óljós- ar. Þá er aug- ljóst að upp munu koma spurningar um hvað sé frummynd og hvað sé eftir- mynd. Svarið við þeim spurningum getur skipt miklu máli, bæði fyrir listasöguna, svo og verðmætamatið á viðkomandi verkum; eftirmynd er lítils virði við hliðina á frum- myndinni. Þetta var kjarni málsins varð- andi myndirnar af Ara Magnússyni og Kristínu Guðbrandsdóttur. Upp- boðsmyndin var ómerkt, og því í raun ekki hægt að fullyrða neitt um hana. Þrátt fyrir að efnafræði- leg greining, svo og sögulegar líkur, bendi mjög ákveðið til þess að hún sé eftirmynd, er með nokk- urri djörfung hægt að halda spurn- ingunni opinni áfram, því að á meðan ekki er fengin fullvissa, gefur óvissan betri sölumöguleika. Uppboðshaldarar leituðust við að nýta sér þennan vísindalega vafa, og kynntu myndina á eftirfarandi hátt: „Samkvæmt aldursgreiningu virðist málverkið vera frá um 1830-1910. Margir telja það þó Ari Magnússon og Kristín Guðbrandsdóttir — Eina spurningin var hvort það væri frummynd eða eftir- mynd, hvort allir sætta sig við svarið kemur ekki mál- inu við. mun eldra.“ Það var fyrir þessa þráhyggju sem þjóðminjavörður snupraði þá í grein 1. febrúar, og velti fyrir sér þeirri siðferðisvitund, sem væri á bak við sölumennsku af þessu tagi. Hinir auðtrúa sannfærast oft af líkum eða óvissu, og eru ginnkeypt- ir fyrir því að gera hugsanlega góð kaup; það fylgir því meiri spenning- ur að eignast frummynd á spottprís en að fá kunnáttusamlega gerða eftirmynd á þokkalegu verði. Þetta virðist hins vegar ekki hafa átt við uppboðsgesti 1. febrúar, því mynd- in seldist á fjijgur hundruð þúsund krónur (10% gjald í höfundasjóð bætist ofan á). Þetta er gott verð fyrir eftirmynd, en ekki nema fimmtungur af þeirri upphæð sem nefnd hafði verið sem hæfíleg fyrir frummynd. Það er hins vegar út í hött að tala um fölsun eða svik f sambandi við sölu þessa tiltekna málverks. Eina spumingin var hvort það væri frummynd eða eftirmynd, hvort allir sætta sig við svarið kem- ur ekki málinu við. Það væri á hinn bóginn vert að íhuga, hversu mikið sé um falsanir á íslenskum lista- verkum; það er engin spurning um hvort slíkt eigi sér stað, heldur aðeins í hve miklu mæli svik af þvi tagi koma upp við sölu listaverka. Dæmi um þetta hafa þekkst í gegn- um tíðina og þyrfti að vekja meiri athygli á þeirri hlið listalífsins, til að fólk hafí varann á sér. Tæknilega er fölsun íslenskra listaverka ekki erfítt verkefni. ís- lensk myndlistarsaga er í raun inn- an við aldar gömul, svo aldurs- greining listaverka getur ekki verið markviss. Það er ekki til heildar- skrá yfír verk neins af okkar eldri meisturum; komi „nýtt“ verk eftir einhvern þeirra á markað, gæti eðlileg skýring einfaldlega verið sú að það hafí ætíð verið í einkaeign (Kjarvalsverk austan af fjörðum, af Snæfellsnesi o.s.frv.). Hið eina sem falsari þarf að varast er að hafa verkin gömul, og ársetningar nægilega óljósar til að vera líkleg- ar. Þegar listaverk eru seld manha í millum, er erfítt að varast falsan- ir, nema leitað sé eftir sérfræðiað- stoð. Það eru litlar líkur til þess að listaverkasalar bjóði slík verk vísvitandi til sölu; það yrði bana- biti þeirra ef upp kæmist. Hins vegar geta verk sem þeir taka í umboðssölu eða setja á uppboð verið fölsuð, án þess að upp kom- ist. Á meðan þess er ekki krafíst að upprunaskrár listaverka séu fyr- ir hendi, virðist engin leið að tryggja að falsanir komist ekki í umferð í gegnum uppboðin. En þekkja listamenn alltaf sínar eigin myndir? Ekki endilega, og stundum er ekki hægt að treysta svörunum. Pieasso var einu sinni spurður, hvort hann þekkti aftur öll sín verk. Hann svaraði: „Ef mér líst vel á verkið, segi ég að það sé eftir mig. Ef mér líst illa á það, segi ég að það sé fölsun.“ LEIKLIST/Er þetta ekki mitt leikrit? Rushdie vill banna leikrit! FYRIR NÆR ári skrifaði leikritahöfúndurinn Brian Clark (Er þetta ekki mitt líf?) leikrit er hann nefndi Hver myrti rithöfúndinn? Efiii verks- ins er morð á rithöfundi, framið af bókstafstrúar- múslimi. Clark sendi Salman Rushdie leikritið til lestrar og með fylgdi sú skýring að þó hann notfærði sér aðstæður Rushdie — hann hefúr verið í felum allar götur síðan Khomeini lýsti hann réttdræpan fyrir Söngva Satans — þá hefði hann skrifað leikritið í þeirri von að það hefði jákvæð áhrif á umræðu um bókstafstrú. Svar Rushdies var ekki einasta ótrúlegt heldur einnig sorglegt. Úlfurinn Howling Wolfog Hubert Sumlin. BLÚS /Hver var úlfurinn? STÓRFÓTUR SAM PHILLIPS, sem átti Sun-hljóðverið í Memphis og gaf út Elvis Presley, Carl Perkins, Roy Orbison, Johnny. Cash og ámóta rokk- ara, sagði fráþví að það væri bara einn tónlistarmaður sem hann gæti aldrei gleymt, Chester Burnett, sem kallaði sig Howling Wolf. Rushdie svaraði Clark á þann hátt að hann myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að koma í veg fyrir að leikritið yrði sýnt og við annað tækifæri hefur Rushdie lýst leikritinu sem„úr- gangi“. Brian Clark, sem vita- skuld þarf ekki samþykki Rushdies til að fá leikritið flutt, ákvað engu að síður að draga eftir Hóvar verkið til baka og Sigurjónsson þótt nær ár sé liðið síðan hann lauk við það hefur það ekki verið flutt ennþá. „Kaldhæðnin í svari Rushdies er svo augljós að mér varð ljóst að hugsun hans er tæpast fullkomlega skýr,“ segir Brian Clark um viðskipti þeirra. Líklega láir enginn Rushdie það þó hugsun hans sé óskýr eftir að hafa þurft að óttast stöðugt um líf sitt og fara huldu höfði úr einum stað í annan mánuðum saman. En hvað um leikrit Clarks? Er það svo slæmt að Rushdie hafi kannski eitthvað til síns máls (það kemur reyndar málinu ekkert við) — eða öllu heldur óttast Rushdie að leikritið skaði málstað hans? (Það kemur málinu reyndar ekkert við heldur.) Um leið og farið er að ljá máls á slíkum spurningum er aðeins stigsmunur á okkur og -andstæðingum Rushdies sem segja einmitt að Söngvar Satans sé slæm bók og skaði málstað þeirra. Brian Clark dró verkið til baka af hreinni tillitssemi við Rushdie og þess vegna hefur enginn séð það, en dagblaðið Guardian fékk leyfi Clarks til að leggja handritið fyrir leiklistargagn- rýnanda blaðsins, Michael Billington. Um hvað er þá þetta umdeilda leikrit? Jú, það segir frá samskiptum tveggja manna, bresks blaðamanns og íransks morðingja sem hefur ný- lega myrt rithöfund fyrir guðlastandi bók (Rushdie?), og morðinginn situr í íbúð í London og bíður eftir að sérsveitir lögreglunnar mæti á stað- inn; á meðan tekur blaðamaðurinn viðtal við hann. Það kemur fram að morðinginn og blaðamaðurinn eru gamlir kunningjar frá háskólaárum og fyrrverandi kona blaðamannsins var — og er kannski enn — ást- fangin af írananum. Billington lýsir leikritinu sem pólitískum þriller og gefur ekki upp endi verksins, ef það á fyrir því að liggja að verða ein- hvern .tíma flutt á leiksviði. Spurn- ingin sem felst í titli verksins vísar til pólitískrar hlutdeildar Breta í málefnum írans bæði fyrir og eftir fall íranskeisara. Billington fer var- lega í að dæma verkið gott eða vont, en veltir í stað þess fyrir sér þeim takmörkum sem Clark setur verkinu með því að beita spennuleikrits- forminu. Efni verksins er pólitískt, við- kvæmt og umfangsmikið. Spennu- leikrit krefst þess að atburðarás ráði ferðinni. Formið býður ekki upp á miklar orðræður — pólitískar rök- ræður — þá dettur spennan einfald- lega niður og botninn úr verkinu. Afleiðingin er sú að hin viðkvæma pólitíska hlið verksinsx er einfölduð til að viðhalda spennunni. Á þessum forsendum má deila um hvort þetta form sé hentugt fyrir slíkt sprengi- efni. Rökin með slíkri meðhöndlun eru þau að með því beita vinsælu formi sé verkið líklegra til vinsælda og þar með nái það til fleiri. Þetta eru. sterk rök og vafalaust er Brian Clark á þeirri skoðun — hann hefur sýnt það með fyrri leikritum sínum — að viðkvæm efni er hægt að fjalla um á skynsamlegan hátt innan ramma vinsældaformsins. Og þegar öllu er á botninn hvolft eru slíkar vangaveltur hjákátlegar því öllum ætti að vera frjálst að skrifa á hvem þann hátt er þeim sýnist um hvað- eina er þeim sýnist. Tákn þessa frels- is síðustu misserin er einmitt rithöf- undurinn Salman Rushdie. Viðbrögð hans við leikriti Clarks eru því nán- ast óskiljanleg þó líklega sé honum ofarlega í huga spurningin: Er þetta ekki mitt líf? Leikrit Clarks hefst þar sem lífi Rushdies er lokið á þann hátt sem hann óttast mest. Það er áreiðanlega afskaplega óþægileg til- hugsun. Howling Wolf var af gamla skól- anum í blúsnum; hann fæddist 1910 í West Point í Mississippi og byijaði að leika á gítar um 1928. Það var Charlie Patton, „faðir“ Mississippi-blús- ins, sem kenndi Chester undir- stöðuatriðin og af honum lærði hann líka söngstíl og sviðsfram- komu sem þótti í eftir Árno villtara lagi. Motthíosson Þrátt fyrir tón- listaráhugann var Chester seinn til og hélt sig á búgarði föður síns. 1933 fluttist fjölskyldan til Arkans- as og þar kynntist Chester Alec „Rice“ Miller (Sonny Boy William- son 2), sem fór á fjörurnar við stjúpsystur hans og kenndi Chester á munnhörpu. Stuttu síðar lögðust hann, Robert Johnson og Rice í ferðalög og léku þá saman. Chester fannst hann fá lítið fyrir sinn snúð þegar Rice hélt um pyngjuna og sneri aftur í sveitina. Hann stofn- aði eigin búgarð og vann þar, en þegar stund gafst skrapp hann til Vestur-Memphis og lék þá i hóru- húsum og á krám, er borgaryfir- völd þar sáu í gegnum fingur sér við vínsölu og vændi meðal litra. Chester kallaði sig „Big Foot“ Burnett á þessum árum, enda risa- vaxinn, tæpir tveir metrar á hæð og um 130 kíló, og fótstór eftir því. Hann komst að í útvarpi í Memphis með hljómsveit, og tók sér þá nafnið Howling Wolf, sum- part eftir samnefndu lagi „Funny Papa“ Smith og sumpart eftir söngstílnum. Blúsinn átti rætur í frumstæðustu gerð af Mississippi- blús, en gítaramir tveir sem nýttir voru í sveitinni voru yfírmagnaðir og bjagaðir, píanóleikurinn með jassblæ og rödd Wolfs hélt öllu saman; allt frá drynjandi bassa í falsettuýlfur. Hann söng og ýlfraði að hætti Charlie Pattons og lét sem væri hann með flog á sviðinu; kleif sviðstjöld, skreið eftir gólfínu með gítarinn í fanginu eða hékk skjálf- andi á hljóðnemastandinum. Sam Phillips frétti af þessum villimanni og hlustaði á útvárps- þátt Howling Wolfs. Hann sagðist síðar hafa þráð að fá að taka upp tónlist með Wolf þegar eftir að hafa heyrt í honum og ekki leið á löngu áður en hann var búinn að koma honum í hljóðver. Þá var Wolf fertugur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.