Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 ljóðræna. <í * Tvær myndi Arabíu-Lárc með Peter 0 ole og Omar if; hið sögnlej bland við hið Joseph Conrad; tímaritareyfari varð 500 síðna bók. Lean með myndavélina til reiðu við tökur á Ferðinni til Indlands. KVIKIVIYNPIR eftir Arnald Indriðason UM MIÐJAN þennan mánuð byrjar hinn 82 ára gamli breski leikstjóri David Lean tökur á skáldsögu Josephs Conrads, Nostromo, suður á Spáni. í 30 ár hefur það talist til meiriháttar við- burðar innan kvikmyndaheimsins þegar Lean, þekktastur fyrir sögu- legar stórmyndir eins og Arabíu- Lárens og Zivago læknir, fer af stað með bíómynd og svo er einnig nú og ekki síst af því menn komast ekki hjá að hugsa sem svo að líklega verður Nostromó síðasta mynd hins aldna meistara. Hann hefur fengið í lið með sér framleiðandann Serge Silberman, sem framleiddi Ku- rosawa-myndina Ran og tvo af fremstu handritshöfundum Bret- lands, gamla samstarfsmanninn Robert Bolt (A Man for All Sea- sons) og leikritaskáldið Christopher Hampton (Hættuleg sambönd), ein- hveija bókmenntalegustu bíóskríb- enta samtímans en sagt hefur verið að Nostromo sé merkasta bók- menntaverk á enskri tungu sem enn hefur ekki verið kvikmyndað. Hún er líka martröð handritshöfundar- ins. Hún reyndist David Lean a.m.k. ekki auðveld lesning. Hann komst ekki í gegnum söguna fyrr en í fimmtu tilraun og aðeins eftir að kvikmyndafélagið í Oxford-háskóla hafði hvatt hann til að gera hana að næstu mynd sinni. Þetta var árið 1986 og Lean hringdi í Hampt- on, sem unnið hafði handrit uppúr sögunni fyrir framhaldsmyndaflokk í sjónvarpi er reyndist of dýr, og bauð honum heim til sín. „Mér skilst," sagði Lean, „að þú viljir gera Noströmo.“ Hampton játti því. „Ég líka,“ sagði Lean. „Drffum í því.“ Nostromo byijaði sem harðsoð- inn reyfari í bresku tímariti árið 1903 eða átta árum eftir að Conrad, sem fæddist í Póllandi, fluttist til Bretlands. Þjakaður af peninga- vandræðum skrifaði hann: „Ef ég get lokið við N á þremur mánuðum er ég hólpinn." Sá útreikningur stóðst aldrei, brátt var sagan komin langt inní 1904 og hún átti eftir að verða lengsta verk Conrads og margbrotin og flókin eins og stærstu verk heimsbókmenntanna. Sögusviðið í hinni 500 síðna bók er ímyndað ríki í Suður-Ameríku, friðsælt og ríkulega búið af silfri en þegar herinn ætlar að steypa góðviljuðum einræðisherranum flækjast allar hinar fjölmörgu per- sónur Conrads inní myndina, þ. á m. breski námueigandinn Charles Gould; eiginkona hans sem þekkir spillingarmátt silfursins; fransmaðurinn og hugsjónamaður- inn Decoud og hinn glæsilegi ítalski skipstjóri Okkar maður, Nostromo, en nafn hans lýsir vilja hans til að drýgja hetjudáðir fyrir næstum hvern sem biður um það. Hér er sumsé allt sem prýða má sögulega stórmynd í 70 mm breið- tjaldsstíl Davids Leans; vangaveltur um siðgæði, framandi staðsetning, andrúm fortíðar og hetjudáðir. Lean er einstakur kvikmyndagerðarmað- ur. Fáir ef nokkrir aðrir leikstjórar hafa jafn góða tilfinningu fyrir sögulega frásagnarforminu og töfr- um hins ljóðræna innan þess. Stór- myndatríó hans, Brúin yfir Kwai, Arabíu-Lárens og Zivagó læknir, eru dæmi um fullkomnun hand- verksmannins sem undirbýr sig í mörg ár áður en hann byijar tök- ur, velur bókmenntaleg verkefni af kostgæfni og gerir allt - hversu óþægilegt sem það er fyrir alla í kringum hann - til að ná því fram sem hann sækist eftir. Verk hans eru svo gallalaus í framkvæmd að það hefur jafnvel farið í taugarnar á sumum. Bandaríski gagnrýnand- inn Pauline Kael bar hann eitt sinn saman við John Huston og biblíu- mynd hans (The Bible) og tók Hust- on framyfir af því hjá honum mátti búast við hinu óvænta, jafnvel ein-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.