Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ MAIUNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 LÖGFRÆDI /Betra húsnæbi í afmœlisgjöf r Hæstiréttur Islattds 70 ára framhjá því litið að húsnæði þetta er alger- lega ófullnægjandi og engan veginn samboð- ið æðsta dómstóli þjóðarinnar. ÞANN16. febrúar sl. varð Hæsti- réttur íslands 70 ára. Þar sem um er að ræða æðsta handhafa dómsvalds í landinu er við hæfi að minnast afinælisbarnsins á þessum vettvangi. Arið 1661 var Hæstiréttur Dan- merkur stofnaður og varð hann þá æðsti dómstóll íslendinga. Krafan um að íslendingar færu sjálfir með æðsta dómsvald í íslenskum málum var jafnan áber- andi þáttur í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar allt fram á annan ára- tug 20. aldar. Það var ekki fyrr en með sambandslög- unum 1918 að gert var ráð fyrir því að æðsta dóm- stigið í íslenskum málum yrði inn- anlands. Á Alþingi 1919 var síðan samþykkt frumvarp um stofnun Hæstaréttar íslands og tók hann til starfa 16. febrúar 1920. Fyrsti dómurinn var kveðinn upp í Hæstarétti þann dag. í málinu var deilt um rekaspýtu. Tildrög málsins voru þau að tré rak á fjörur jarðar- innar Bjargs. Maður nokkur sem keypt hafði lóðarstykki úr Bjargs- landi hirti rekann. Eigandi jarðar- innar krafði lóðareigandann um andvirði spýtunnar. I niðurstöðu Hæstaréttar var litið svo á að reka- rétturinn hefði ekki fylgt með í lóð- arkaupunum og var lóðareigandinn því dæmdur til að greiða andvirðið. Síðan þessi dómur var kveðinn upp hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru dómabindi Hæstaréttar nú orðin 59 að tölu. Núgildandi lög um Hæstarétt íslands eru lög nr. 75/1973. Þar segir í 1. gr. að hann sé æðsti dóm- stóll lýðveldisins. Hæstiréttur er áfrýjunardómstóll, sem merkir að til hans verður skotið úrlausnum lægra dómstigs samkvæmt þeim reglum sem nánar er lýst í lögun- um. Urlausnir Hæstaréttar eru end- anlegar og verður þeim ekki skotið til annars dómstóls. Fjöldi dómara við réttinn hefur verið breytilegur og eru þeir nú 8. Sitja ýmist 3, 5 eða 7 dómarar í dómi hveiju sinni, eftir eðli málsins og mikilvægi þess. Miklar kröfur eru gerðar til þeirra sem skipaðir eru hæstarétt- ardómarar. Auk þess að þurfa að uppfylla öll almenn skilyrði til að verða skipaðir dómarar við héraðs- dómstóla er þess krafíst að þeir hafí lokið embættisprófí i lögfræði með fýrstu einkunn og séu a.m.k. 30 ára gamlir. Þá eru gerðar kröfur um tiltekna starfsreynslu. Þessi ströngu skilyrði gera það að verkum að menn geta ekki vænst þess að verða skipaðir dómarar við Hæstarétt nema þeir eigi all langan og farsæl- an starfsferil að baki. Núver- andi forseti Hæstaréttar er Guðmundur Jónsson. Fyrsta húsnæði Hæsta- réttar var á 2. hæð hegning- arhússins við Skólavörðustíg í Reykjavík. Það var ekki fyrr en á árinu 1946 að haf- ist var handa um að byggja hús yfír starfsemi réttarins við Lindargötu. Þangað flutti Hæstiréttur árið 1949 og er þar enn. Þó stigið hafi verið stórt framfaraskref með þessu verður ekki framhjá því litið að húsnæði þetta er algerlega ófullnægjandi og engan veginn samboðið æðsta dómstól þjóðarinnar. Er þá horft framhjá því að bygginguna skortir með öllu þá reisn og virðuleik sem slíkar byggingar hafa hjá öðrum þjóðum, þar sem hún húkir í fullkomnu reiðileysi utan í Arnarhváli, húsi stjórnar- ráðsins, rétt eins og um væri að ræða eina deild þess. Þegar dóm- salnum sjálfum sleppir, er öll að- staða í húsinu afar léleg, einkum starfsaðstaða dómaranna og annars starfsfólks réttarins og fullnægir hún á engan hátt kröfum tímans. Veldur þar m.a. að málafjöldi hefur aukist gífurlega frá því sem var þegar húsið var byggt og þar með vinnuálag á dómara og annað starfsfólk. Langlundargeð dómar- anna í þessu efni sætir undrum enda er það löngu orðið tímabært að Hæstarétti íslands verði fengið húsnæði sem er samboðið virðingu hans. Þetta er verðugt umhugsun- arefni á 70 ára afmælinu. eflir Davíð Þór Björgvinsson S^JOHNSON &WALES ^UNIVERSITY Hyggur þú á framhaldsnúm? Fulltrúi frá Johnson og Wales verður með kynningarfund á Hótel Holiday Inn, Sigtúni 38, þann 4. mars nk. kl. 15.00 Johnson og Wales er einn af virtustu viðskiptaháskólum Banda- ríkjanna og býður m.a. upp á nám í eftirtöldum námsgreinum sem allar teljast lánshæfar hjá LIN: A. S. „Hotel-Restaurant Management“ B. S. „Hospitality Management“ B.S. „HotehRestaurant/Institutional Management“ B.S. „Travel-Tourism Management“ B.S. „Retail Mercandise Management“ M.S. „Hospitality Administration“ JOHNSON &.WALES UN IVERSITY Providence, Rhode Island, USA LÆKNISFRÆÐlÁSVr/yV/.v/ sérum líkir? ______ Smnspil eyðni ogberkla NÚ í ársbyrjun giskaði Al- þjóðaheilbrigðisstofiiunin á að í öllum heiminum væru rösklega 400 þúsund eyðni- sjúklingar. Sú útkoma var fundin með því að tvöfalda tölu þeirra sem skráðir höfðu verið í 152 löndum og stofnunin fékk að vita um. Reýnslan hefur kennt þeim sem um þetta fjalla að eyðniveikir eru síður en svo allir sjúkdóms- greindir, í öðru lagi vantar mikið á að all- ar greiningar séu skráðar í heimalandinu og loks eru hálf- dánarheimtur á skýrslum til alþjóðastofnana. En þótt vitað sé með nokk- urri vissu um svona mikinn íjölda eyðnisjúklinga eru hinir þó mörgum sinnum fleiri sem hafa tekið eyðniveiru og ganga með hana án sjúkdómsein- kenna, varlega áætlað um fimm milljónir manna. Að und- anförnu hefur grunur um það farið vaxandi að þessi mikla veiruútbreiðsla kunni að hafa áhrif á gang annarra sjúk- dóma, einkanlega berkla. Opinberar skýrslur benda til þess að 8-10 milljónir nýrra berklasjúklinga fínnist í heim- inum á hveiju ári og 2-3 millj- ónir falli í valinn. Um áttatíu af hundraði þessara nýju tær- ingarsjúklinga eiga heima í hitabeltinu, flestir í Afríku en aðrir í Asíu og Suður-Ameríku. í sumum heitum löndum hefur önnur hver manneskja milli tvítugs og fertugs smitast af berklum og eru þeir samkvæmt eðli sínu vísir til að blossa upp, ekki síst ef mótstöðukrafti líkamans er á einhvem hátt misboðið. Á síðustu áratugum hefur berklaveiki mjög verið á undanhaldi í þeim ríkjum sem talin eru til þróaðra heimshluta en annars staðar hefur lítið áunnist og jafnvel sigið á ógæfuhlið. Skilvísleg sjúk- dómsgreining og reglubundin meðferð eiga þar víða erfitt uppdráttar og kemur margt til. Samband þessara tveggja sjúkdóma kom ekki á daginn fyrr en nokkrum árum eftir að eyðni' varð allt í einu á hvers manns vörum. Eiginlega var það vestur í Karíbahafí, nánar tiltekið á Haítí, sem menn tóku fyrst eftir að þessir sjúkdómar fylgdust gjarnan að. Nú er svo komið að víða í þriðja heiminum er það deginum ljósara að berklar eru mjög tíðir meðal eyðnismitaðra. I Eþíópíu og Simbabve finnast berklar í ein- um af þrem eyðnismitaðra. Og athuganir í sumum öðrum Afríkuríkjum benda til að ann- ar hver berklasjúklingur hafi tekið eyðniveiruna. Þannig er augljóst samspil eyðni og berkla í mörgum þriðjaheimslöndum. Berkla- vamir þeirra ríkja þyrftu ræki- lega endurskoðun. Otal spurn- ingar vakna: Er óhætt að berklabólusetja böm þeirra mæðra sem eru eyðnismitaðar? Er ekki þörf á auknum rann- sóknamöguleikum þegar venjuleg berklaleit í uppgangi sjúklings reynist haldminni en áður og veikin gerist æ algeng- ari í öðmm líffærum en lung- um? Á að breyta á einn eða annan veg meðferð berkla- sjúklings sem reynist eyðni- smitaður? Hvaða áhrif kann það að hafa á útbreiðslu berkla- veiki meðal þeirra sem ekki eru eyðnismitaðir ef stórir hópar í samfélaginu ganga með eyðni- smit og meirihluti þeirra er berklaveikur? Og hver á að standa straum af kostnaði þeirra rannsókna og þeirrar meðferðar sem væntanlega mundi þurfa að koma til, ef vel ætti að vera? Fátt verður um svör að sinni. Bakterían sem Robert Koch fann árið 1882 er nú greinilega í slagtogi með veiru sem kom í leitirnar heilli öld síðar. Það bandalag hlýtur á komandi árum að verða ærið umhugsun- arefni þeim sem eiga að líta eftir heilsufari mannkynsins. eftir Þórarin Guónoson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.