Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 Býst við yfírboðum á efíii o g þjónustu - segir Hinrik Bjarnason um væntan- lega samkeppni á sjónvarpsmarkaðnum „ÞEGAR þrjár sjónvarpsstöðvar keppast um sama efniö og hafa mismikla peninga handa á milli, hlýtur sú sem býður best að standa með pálmann í höndunum. Lögmál viðskiptanna er einfaldlega þess eðlis. Eg held að í framtíðinni muni verða meira um yfírboð á erlend- um sjónvarpsmörkuðum af hálfú íslenskra sjónvarpsstöðva heldur en verið hefur til þessa. Hinsvegar verð ég að segja að þó takmark- að sé framleitt af mjög góðu sjónvarpsefíii í heiminum, ætti það samt sem áður að vera nóg til þess að tvær og jafíivel þijár sjón- varpsstöðvar með afar takmarkaða dagskrá geti skipt því á milli sín,“ segir Hinrik Bjarnason, dagskrárstjóri hjá ríkissjónvarpinu. Eins og fram hefúr komið í fréttum undirbýr Sýn hf. nú helgarsjón- varp og er fyrirhugað að meginuppistaðan í dagskránni verði erlent sjónvarpsefíii. Eg held að samkeppn- in sé af hinu góða ef öllum er gert kleift að starfa á sam- keppnisgrund- velli. Ríkisút- varpið þarf að fá að lúta sömu Hinrik lögmálum og keppninautarn- ir, einkastöðvamar. Afnotagjöldin eru t.d. ekki í samræmi við verð- lagsþróun á hveijum tíma og ýmis ákvæði útvarpslaganna gera það að verkum að aðstaða Ríkissjón- varpsins er með öðrum hætti en almennt gerist hjá einkastöðvunum. Ríkissjónvarpið er ekki nálægt því eins afdráttarlaus markaðsaðili eins og keppinautamir og nýtur ekki til fulls lögmála hins venjulega við- skiptalífs eins og þeir,“segir Hinrik. Innkaup á erlendu efni fyrir sjón- varp eru í rauninni afar skyld öðram innkaupum á vöra sem flutt er til FURÐUHEIMAR FJÖLMIÐLANNA (Þjóðráðadeild) í áíiti neftidar sem kannað hefúr til hvaða ráðstafana sé unnt að grípa í því skyni að minnka ferðir búfíár, nautgripa, hrossa og sauð- Qár á þjóðvegum og i nánd við þá, er lagt til, að með breytingu á búfjárræktarlögum verði eigend- um eða umráðamönnum nautgripa og hrossa gert skylt að halda grip- unum á vegum landsins árið um kring. - Morgunblaðið íslands, að sögn Hinriks. „Innkaup- in fara ýmist fram á mörkuðum, stóram og smáum, og einnig fara þau fram með þeim persónulegu samböndum sem innkaupamenn hafa við seljendur. Starf innkaupa- stjóra byggist töluvert á mannleg- um tengslum og samböndum." - Er nóg framboð af efni? „Ef aðeins er rætt um magn, þá er nóg framboð af efni og miklu meira en það. Ef talað er um þau gæði, sem við íslendingar viljum hafa, minnkar framboðið til mikilla muna. Smám saman öðlast menn reynslu í innkaupunum. Menn vita nokkurn veginn á hvaða mið skal sækja og hvar helst er fengs von. Við höfum keypt af fjöldamörgum seljendum hjá fjöldamörgum þjóð- um. Okkar helstu seljendur era í Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýska- landi, Kanada, Ástralíu, Frakk- landi, á Ítalíu og Spáni. Við höfum líka keypt töluvert frá Tékkóslóv- akíu og frá Ungveijalandi og Pól- landi, þó í minna mæli. Þá eru ótal- in Norðurlöndin, en þaðan fáum við auðvitað verulegt af efni. Eins og í allri annarri neyslu, verður inn- kaupastjóri sjónvarpsefnis að taka tillit til tískunnar, sem er uppi hveiju sinni, venju neytandans og smekk hans. Einnig verður inn- kaupastjórinn að vera opinn fyrir nýjungum, sem síðar yrði að ráðast hvernig tekið yrði á markaðnum." - Áttu von á því að Ríkissjón- varpið þurfí aukið fjármagn í kjöl- far harðnandi samkeþpni á sjón- varpsmarkaðnum? „Um það get ég ekki sagt. Það verður eflaust eitthvert kapphlaup milli íslensku sjónvarpsstöðvanna um efnið. Ég geri ráð fyrir því að forráðamenn Ríkissjónvarpsins þurfi að vera undir það búnir að mæta aukinni samkeppni með því að greiða meira fyrir efni og þjón- ustu en hingað til hefur verið gert. Mér sýnist það vera hið sjálfsagða lögmál samkeppninnar." ■ Þriðja íslenska sjón- varpsstöðin getur haft þau áhrif að fram- boðafinn- lendu efíii minnkar Samkeppnisaðilarnir Jónas R. og Goði — í kapphlaupi um allan heim á eftir erlendu sjónvarpsefni. Stefiiir í harða samkeppni einkasj ónvarpsstöð va SJÓNVARPSSTÖÐIN Sýn hefúr markað sér dagskrárstefíiu með ráðningu Goða Sveinssonar í stöðu sjónvarpsstjóra og Páls Bald- vins Baldvinssonar í stöðu innkaupastjóra. Sérþekking þeirra fé- laga, sem unnu nyög náið saman þegar þeir þjónuðu Stöð 2, felst í því að meta, velja og semja um kaup á erlendum sjónvarps- þáttum og kvikmyndum. Reynsla þeirra af innlendri dagskrár- gerð er takmörkuð og trúlega voru þeir ekki tældir frá Stöð 2 hennar vegna. Þeir félagar voru ráðnir í lykilstöður hinnar nýju sjónvarpsstöðvar vegna reynslu sinnar af viðskiptum með erlent sjónvarpsefiii og því er ekki óeðlilegt að ætla að höfúðþungi dag- skrár Sýnar verði á erlendu efni. Þeir félagar eru ekki reiðubún- ir að svo komnu máli að tjá sig um dagskrárstefíiu þessarar þriðju íslensku sjónvarpsstöðvar. ó svo að sjónvarpsstjóri Stöðvar 2, Þorvarður Elías- son, hafí svarað því til að enginn væri ómissandi þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við brott- för tvímenninganna þá er augljóst að skarð er fyrir skildi, því reynsla þeirra og sambönd vora fyrirtæk- inu mikils virði. Það er deginum ljósara að með ráðningu þeirra var Sýn einnig að verða sér úti um viðskiptas- ambönd. Því er það að nú stendur yfír mikið kapphlaup sem nær frá Vesturströnd Bandaríkjanna til meginlands Evrópu á milli Jónas- ar R. Jónssonar, nýráðins dag- skrárstjóra Stöðvar 2, sem raunar gegndi því starfí á fyrsta ári Stöðvarinnar, og Goða Sveinsson- ar, eftir samningum um dagskrár- efni. Að sögn Jónasar R. hefur Stöð 2 á síðustu misseram skipt mikið til við sömu erlpndu aðilana og í upphafi þegar hann hélt um stjómvölinn. Hann sagðist þegar vera búinn að hringja til viðskipta- vinanna og að viðbrögðin hefðu verið eins og að hann hefði skroppið frá nokkra daga. Hann sagðist því ekki kvíða samkeppni við fyrirrennara sína á Stöðinni. Erlendir dreifingaraðilar gera ekki samning við sjónvarpsstöðv- ar um einkaleyfi á öllu efni þeirra heldur eru aðal- lega gerðir samningar um kaup á tilteknum myndum og eru oftast í einum pakka bæði gamlar myndir og nýjar, myndir á fram- leiðslustigi, góðar og lélegar o.s.frv. Jónas R. taldi að sam- keppnin á milli Stöðvar 2 og Sýn- ar mundi aðallega felast í því hvor væri á undan að hefja máls á viðskiptum frekar en að um yfirboð yrði að ræða. Hann von- aði það að minnsta kosti. Margt bendir því til að sú sam- keppni sem fram undan er verði á milli einkastöðvanna og líkt og með útvarpsstöðvamar standi ríkisljósvakinn fyrir utan hana. Spurningin sem óhjákvæmilega vaknar er hvort markaður sé fyr- ir aðra einkastöð. Hvaða afleið- ingar hefur fyrirsjáanleg sam- keppni Stöðvar 2 og Sýnar í för með sér? Þó svo samkeppnin muni ekki auka útgjöld, eins og Jónas R. vonaði, þá er altént nokkuð víst að Sýn mun takast að klípa utan af áskriftartekjum Stöðvarinnar því þó svo einhveijir geti hugsað sér að greiða tvenn áskriftargjöld þá er líklegt að fleiri geri upp á milli. Hvernig mætir Stöð 2 minnk- andi tekjum? Fyrr eða síðar kem- ur að því að minna verður eytt í hina dýra dagskrá sem Stöðin hefur hingað til boðið upp á. Áður- nefndir Stöðvarmenn era alls ekki reiðubúnir til þess að lýsa því yfir hver dagskrárstefna Stöðvarinnar verður í samkeppni við Sýn. Rétt er að hafa í huga að þegar slíkt er skoðað er það ekki endilega vinsælasta efnið sem er ákjósan- legast heldur það sem er nægjan- lega vinsælt miðað við kostnað. Þannig getur ódýr erlend mynd verið eftirsóknarverðari en inn- lendur þáttur, sem sjaldan getur orðið ódýr, þó svo vinsældir mynd- arinnar séu margfalt minni. Fari svo að lögð verði áhersla á erlent efni. getur innlenda framleiðslan beðið skipbrot. Því er það allt eins mögulegt að tilurð þriðju íslensku sjónvarpsstöðvarinnar leiði til þess að framboð á innlendu efni minnki og þar með komi í ljós sá annmarki markaðskerfisins að stundum getur aukið framboð dregið úr fjölbreytni. BAKSVIÐ eftir Ásgeir Fridgeirsson STJÓRNMÁLARÁS Stóra bandarísku sjón- varpsstöðvamar era dæmi um það, að sam- keppni þarf ekki að tryggja fjölbreytni. Allar þrjár era þær mestanpart eins. Hver einstakur þáttur er fram- leiddur til þess að hámarka áhorfendafjöldann og fá þannig sem hæst verð fyrir auglýsingar. Vandað efni, sem höfðar til minni áhorf- endahóps, verður útundan. Stöðvamar leggja að vísu veralegan metnað í fréttir og fréttaskýringar, en um- fjöllunin verður oft snögg- soðin og yfírborðskennd þó umbúnaður og ytri mynd sé glæsileg; menn reyna að halda athygli sem flestra. Ekkert má ofbjóða meðal- jóni. Bandaríska kapalsjón- varpið býður hins vegar upp á mikla fjölbreytni, en út- breiðsla þess hefur aukist mjög hin síðari ár og stór hluti bandarískra fjölskyldna not»r það. Fyrirkomulagið er þannig, að fyrir tiltölulega lágt áskriftargjald — þús- undkall eða svo — fá menn aðgang að 10-20 rásum, en geta svo borgað aukalega fyrir viðbótarrásir, sem aðal- lega sýna nýlegar kvikmynd- ir. Kapalrásimar eru af ýmsu tagi. Þannig má t.d. horfa allan sólarhringinn á auglýs- ingalausa rás sem einungis sýnir klassískar amerískar kvikmyndir, eða þá íþrótta- rás, eða þá rás sem er bara með veðurfréttir, eða rás með dægurtónlist, eða fréttastöðina CNN o.s.frv. Þá má nefna rás sem nefnist Arts & Entertainment, sem býður upp á töluvert af menningarlegu efni í „þyngri“ kantinum, m.a. frá Evrópu, einkum Bretlandi, en slíku efni er þó sennilega mest sinnt af opinbera sjón- varpsstöðinni PBS, sem er kostuð af almannafé, styrkj- um fyrirtækja og af fijálsum framlögum notenda. Síðast- nefnda stöðin ber reyndar af hvað varðar fréttaskýr- ingar — og er þar að auki blessunariega laus við það ótrúlega auglýsingaflóð sem einkennir bandarískt. sjón- varp. Kapalrásirnar hafa það þannig fram yfir stóra stöðv- arnar, að þar geta minnihlut- ar og sérvitringar fengið ýmislegt við sitt hæfi, þó það falli ekki í kram fjöldans né dragi að sér stóra áhorfenda- hópa. Sérviskulegasta rásin er þó sennilega stjómmálarásin (kannski fyrir utan veður- fréttarásina). Þessi rás, C-SPAN, sem kapalstöðv- amar komu á legg fyrir ein- um tíu áram, kannski til að blíðka stjómmálamenn, sýnir nefnilega bara stjómmála- efni 24 tíma á sólarhring. Öllum umræðum úr banda- rísku fulltrúadeildinni er sjónvarpað beint og sömu- leiðis miklu af yfírheyrslum þingnefnda, en þær geta bæði verið fróðlegar og hin besta skemmtun eins og margir vita. Uppá síðkastið hefur þessi rás líka sjón- varpað umræðum úr bresku neðri deildinni, einkum fyrir- spurnatíma forsætisráðherr- ans. Þá sýnir rásin oft beint frá fundum, ráðstefnum og námskeiðum um stjómmál, að ógleymdum flokksþingum smáflokka á borð við Flokk fijálshyggjumanna (Libert- arian Party). Viðtöl við stjómmálamenn, embættis- menn, blaðamenn og rithöf- unda fá líka dijúgan skerf á stjómmálarásinni. Auðvitað eru áhorfendur þessarar rásar ekki stórt hlutfall af bandarísku þjóð- inni, þó furðu margir líti á hana við og við. En fyrir áhugamenn um stjómmál er hún mikilvæg og gegnir auð- vitað ákveðnu lýðræðislegu hlutverki. Sumt af efni stöðvarinnar er líka prýði- lega fallið til fræðslu í skól- um. Ekki veit ég hvernig mönnum litist á að koma upp rás af þessu tagi hér á landi. í litlu landi er hlutfallslega dýrara að sinna þörfum lítilla sérvitringahópa — og það er jafn dýrt þó sérvitringarnir séu áhugamenn um stjórn- mál og lýðræði. Altént virðist fráleitt að hugsa sér sjón- varpsrás af þessu tagi hér á landi við núverandi aðstæð- ur. Hins vegar mætti athuga hvaða kostnaður yrði af því að reka útvarpsrás með þessu sniði í landinu, þar sem m.a. yrði útvarpað öllum umræðum á Alþingi. Það yrði kannski til að gefa mönnum aðra og geðþekkari mynd af þinginu en þeir fá við eldhúsdagsumræður. Að vísu virtist beint útvarp frá umræðum á bæjarstjórnar- fundi í Hafnarfírði síðasta þriðjudag kalla það versta fram í annars gæflyndum og málefnalegum bæjarfulltrú- um, þannig að þeir höguðu sér eins og gagnfræðaskóla- strákar á málfundaræfingu. En sennilega hafa þeir bara ekki verið ósammála um neitt sem máli skiptir. Ólafur Þ. Harðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.