Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 31 Á tilteknum tíma var skipt um, frá vinstri yfir til hægri, og er þessi mynd táknræn fyrir það. MÍfHHU .V • Hægri umferð hefiir tekið gildi svo sem sjá má á þessari mynd, sem er tekin á sama stað og hin myndin af Miklubraut daginn áður. SÍMTALID ... ER VIÐ SIGRÍÐI SIGURÐARDÓTTUR HANDBOL TAKONU AUt að koma 691211 — Páll hérna. „Sigríður Sigurðardóttir hér. Er ég að tala við Pál Lúðvík Einars- son hjá Morgunblaðinu? Ég var beðin um að hafa samband hann.“ — Sá er maðurinn. Og er ég ekki að tala við Sigríði Sigurðar- dóttur fyrirliða íslenska landsliðs- ins í kvennahandbolta 1964? „Jú,_ jú.“ — Ég verð að spyija þig um „gott mál“; ég hef nú beint frétta- ljósi fortíðarinnar að sigri ykkar stelpnanna á Norðurlandamótinu 1964. Var ekki dýrlegt að vera þjóðhetja? „Jú, það var alveg mein háttar. Það studdu okkur allir. Áhuginn var alveg geysilegur á þessu móti. Það fylgdust allir með okkur, — líka fjölmiðlarnir." — Líka frétta- og blaðamenn? Við erum stundum skammaðir fyrir fálæti um íþróttir kvenna. „Það var ekki eins gert upp á milli í þá daga. Við spiluðum kannski á undan strákunum og það var fullt hús hjá báðum. Þetta var allt öðruvísi.“ - 'Samstarfsmaður á „góðum aldri“ sagði mér að þú hefðir orðið íþróttamaður ársins 1964. Ein íslenskra kvenna, — hingað til? „Það er víst rétt.“ — í hvaða fé- lagi varstu? „Val.“ — Jæja. Ertu það ennþá? „Já, já. Við þessar gömlu höfum spilað einu sinni í viku, síðustu fjögur árin.“ — Er hand- bolti nokkur íþrótt fyrir dömur — eða ráðsettar frúr, er þetta ekki harkalegt karl- mannasport? „Nei, nei. Langt frá því og alls ekki of harkaleg íþrótt. — Það er rosa gaman að spila handbolta; þegar ég fer á leik fæ ég fiðring í puttana. Það eldist ekki af manni.“ — Ertu ein um þennan bolta- áhuga í fjölskyldunni? „Ég á þijár dætur í meistara- flokki Fram.“ — Fram!! Ertu ekki Valsari? „Hann Guðjón maðurinn minn er nú í Fram. Það var lögð meiri rækt við yngri flokkana á þeim bæ, svo þær lentu þar.“ — Þú fylgist náttúrulega með strákunum okkar í Tékkó? „Það geri ég af miklum móð. Öskra mig hása, ætli maður fari ekki versnandi með aldrinum." — Strákamir eru vel að hrópun- um komnir. — En hvar em stelp- urnar okkar? „Núna loksins er mönnum farið að skiljast að það þarf að gera eitthvað fyrir kvennaboltann líka; ekki hægt að salta hann lengur. Helga Magnúsdóttir og þau þama í HSÍ gera geysilega mikið núna fyrir kvennaboltann, það er sér- staklega verið að byggja upp yngri flokkana. Ekki vantar áhug- ann hjá stelpunum. Díana yngsta dóttirin mætir t.d. klukkan níu á sunnudagsmorgnum á æfingar hjá unglingalandslið- inu suður í Hafnarfirði. Slavko Bambir landsliðsþjálfari kvenna er búinn að gera góða hluti. — Þetta er allt að koma hjá okkur kven- fólkinu." — Við vonum það. Ég og landsmenn allir þakka fyrir spjallið og Norðurlandatit- ilinn 1964. Vertu blessuð. Sömuleiðis. Bless.“ Sigríður Sigurðardóttir. „ÞETTA ER vissulega stærsti dagur í sögu íslenzk handknattleiks. Stúlkurn- ar sýndu og sönnuðu enn einu sinni, að þær gefa stallsystrum sínu á hinum Norðurlöndunum ekkert eftir, en hafa fram yfír þær óbilandi keppnisskap og vi\ja til að sigra.“ Svo fórust Axel Einarssyni varaformanni HSÍ orð í samtali við Morgunblaðið hinn 30. júní 1964. „Það er ekki eingöngu titilinn, sem vekur ánægju okkar, heldur einnig hinn mikli áhugi, sem við höfum orðið vör við meðal alls almennings. Bar hinn mikli fjöldi áhorfenda góðan vott um vinsældir þessarar skemmtilegu íþróttar." Formaður HSÍ, Ásbjörn Siguijónsson, „var svo hás og raddlítill eftir öll köllin og hvatn- ingarhrópin, að hann gat lítið sagt, en án- ægjan og sigursælan skein úr svipnum og talaði sínu máli.“ Norðurlandamótið í handknattleik kvenna ut- / anhúss, hófst föstudaginn 26. júní. Daginn eftir sagði t dagblaðið Vísir. „í fyrsta skipti í íþróttasögu íslands .sækja okkur heim landslið allra Norðurlandanna í einu. Það eru landslið kvenna í handknattleik, samanlagt 65 stúlkur." I íþróttum eru spádómar óvarlegir en danska liðið var talið sigur- stranglegt en Islendingum var af mörgum spáð öðru eða þriðja sæti. Íþróttasíða Vísis greindi frá leikjum föstu- dagsins: „Það var kalt í gærkvöldi á Laugar- dalsvelli og slyddurigning af og til . . . Samt mætti fólkið til að horfa á — og svo sannarlega varð það ekki fyrir vonbrigðum, því íslenzka landsliðið vann Svía með.5:4 í FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Stærsti dagur í sögu íslenzks handknattleiks Stelpurnar okkar Norð- urlandameistarar 1964 Ss<i m} \«eg*í varaíon«»ður hörkuspennandi leik.“ Leikurinn gegn Dön- um:„Dönsku stúlkurnar voru mun betri og virtust öruggar með stóran sigur . . . Nú kom yfirburðaleikur Dana og 4 dönsk mörk hawitoaW M.S.Í- fylgja og í hálfleik var staðan 6:2 .. . En þrátt fyrir þreytu í liðinu var ekki að fínna neina uppgjöf og smáheppni færði íslandi brátt mörk.“ ísland var nú efst og hafði möguleika á sigri í keppninni — og SAS-bikamum. Mánudagurinn 30. júní var lokadagur keppninnar. Island-Noregur; ef ísland sigr- aði gat það þýtt titilinn og ef Noregur sigraði nægði jafntefli við Dani til að sigra í keppninni. Morgunblaðið segir frá 1. júlí: „Noregur komst nú í 4-2 og áhorfendur farnir að velta ýmsu fyrir sér í stú- kunni . . . Sigrún Ingólfsdóttir skoraði tvö glæsileg mörk á þessu krítiska augna- bliki . . . 5-5 í hálfleik . . . Norsku stúlk- urnar byijuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og skoruðu fljótt 2 ágæt mörk . . . Ekki batnaði ástandið er Sigríður misnot- aði tvö vítaköst . . . En um miðjan hálf- leikinn urðu þáttaskil . . . Síðustu 5 mínú- turnar voru eitt æðisgengið taugastríð." Allt ætlaði um koll að keyra, ísland vann 9:7! r „Nú var bara að bíða og vona. Skyldi Noregi takast að sigra Dani? Var norska hvatt rækilega með einstökum hrópum og eins með skipulögðum kórum, sænskum og íslenzkum . . . Endanleg úrslit urðu 8-4. Og þar með er Island orðið Norður- landameistari í útihandleik kvenna.“ — Stelpurnar okkar höfðu unnið! Hveij- ar voru þær? Fyrirliði var Sigríður Sigurðar- dóttir, aðrir leikmenn voru: Sigríður Kjart- ansdóttir, Helga Emilsdóttir, Svana Jörgen- dóttir, Sigurlína Björgvinsdóttir, Díana Óskardóttir, Margrét Hjálmarsdóttir, Ása Jörgensdóttir, Guðrún Helgadóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Hrefna Pétursdóttir, Sig- rún Guðmundsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Rut Guðmundsdóttir og Sigrún Ingólfsdótt- ir. Og það var Pétur Bjarnason sem þjálf- aði þessar knáu valkyrjur til sigurs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.