Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 HUGMYNDIN UM VEITINGASTAÐ A OSKJUHLIÐ ER ELDRI EN MENN HALDA - L 53 AR Veitingastaður á Öskjuhlíð, árið 1938. Lífseig hugmynd Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Ein- arssonar. í • < íffli MED 8MHD1GIEITIR eftir Pól Lúðvík Einarsson VORIÐ 1991 verður hægt að fá sér mat og snúning í væntanlegum útsýnis- og snúningsveitingastað, Perlunni efst á Öskjuhlíð- inni í Reykjavík. - Matar- gestir eru sennilega lang- soltnir. Þeir vita það ekki allir, en sumir hafa beðið í meira en hálfa öld. rúlega má telja Hitaveitu Reykjavíkur það fyrirtæki sem vin- sælast er meðal borgarbúa. Tákn hinnar reyklausu borgar Reykjavík- ur er Hitaveitan, tákn Hitaveitunn- ar eru mannvirki hennar á Öskjuhlíð, - eðli málsins og þyngd- arlögmálinu samkvæmt. Til að ylja höfuðstaðarbúum og næra hús borgarinnar á „blessuðu hitaveitu- vatninu" þarf vatnsmiðlun; fljótlega eftir að farið var að hanna hita- veitukerfí fyrir höfuðstaðinn lá ljóst fyrir að miðlunargeymar Hitaveit- unnar hlytu að rísa á hábungu Öskjuhlíðar. Vorið 1938 var boðað til samkeppni um fyrirkomulag á vatnsgeymum á Kóngsmelnum svo- nefnda, efst á Öskjuhlíð. Til þess að nægjanlega ört rennsli fengist til allra íbúðarhúsa í bænum var gert ráð fyrir því í útboðsgögnum að geymamir stæðu 10 metrum yfír hæsta punkti sem er 61 metra yfír sjávarmáli. Það var því Ijóst að undir geymunum yrði rými sem hægt væri að nýta í margvíslegum tilgangi. Skilafrestur í samkeppn- inni var til kl. 12 á hádegi föstudag- inn 8. júlí. Framsýni Bæjarráð Reykjavíkur samþykkti álit dómnefndar á aðsendum úr- lausnum hinn 29. júlí. Dómnefnd taldí að engin tillagnanna væri not- hæf án verulegra breytinga og því voru fyrstu verðlaun ekki veitt. Hugsýn Sigurðar Thoroddsens, 9 heitavatnsgeymar í hvirfingu og svæðinu milli þeirra má loka að o£an með hvelfingu úr gleri. Öskjuhlíðin séð frá Landspitala- lóðinni 1938. Uppdráttur Sigurðar Guðmunds- sonar arkitekts sem hann mun hafa unnið í samvinnu við Eirík Einars- son arkitekt hlaut önnur verðlaun. Gústaf Pálsson verkfræðingur hlaut þriðju verðlaun og ennfremur var keyptur uppdráttur eftir Sigurð Thoroddsen verkfræðing. Morgunblaðslesendum var greint frá niðurstöðum þrítugasta dag júlí- mánaðar. Með hliðsjón af þeim mannvirkjum sem nú hafa risið á Öskjuhlíð, má segja að þeir Sigurð- ur Guðmundsson og ennfremur Sig- urður Thoroddsen hafi verið fram- sýnir, - þó hvor með sínum hætti. Sigurður Guðmundsson gerði ráð fyrir 10 hitavatnsgeymum, þar af 9 í þremur álmum sem mynduðu 120 gráðu hom sín á milli. I miðju var rými, að nokkru leyti opið, og þaðan átti að vera inngangur inn í byggingar undir geymunum. í miðj- unni var tíunda geyminum fundinn staður, ofan á honum var áformað að hafa veitingastað. - Sjálfstæð- ismenn í Reykjavík geta því með óyggjandi sagnfræðilegum rökum hafnað þeirri aðdróttun, íað hug- myndina að væntalegum veitinga- stað megi rekja til matgleði núver- andi borgarstjóra en hann er fædd- ur árið 1948. Hugmynd Sigurðar Thoroddsens gerði ekki ráð fyrir veitingastað en: „9 heitavatnsgeymar standa í hvirf- Morgunblaðið/Emilta Veitingastaðurinn „Askjan“, hugmynd Sigurðar Guðmunds- sonar og Eiríks Einarssonar 1949. ■ ij m mhí@ m ■ T"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.