Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 9
munu ráða forgangsréttarákvæði, sem eru í kjarasamningum. í lögum um samningsrétt opinberra starfs- manna er þó kveðið á um skylduað- ild að samtökum starfsmanna. Full ástæða er að spyija, hvort með þessu sé ekki verið að skerða frelsi einstakl- ingsins. Evrópuráðið ályktaði í fyrra að með forgangsréttarákvæðinu og skylduaðild að launþegahreyfingu, bijóti íslendingar í bága yið mann- réttindasáttmála Evrópu. í 73. grein stjórnarskrárinnar er þegnum tryggður réttur til að stofna félög. Réttindi einstaklingsins gagnvart félögum þarf hins vegar augljóslega að vernda. Frekari umfjöllun um þetta atriði er að finna í ágætri grein Gunnars Jóhanns Birgissonar, lög- fræðings, í 3. tbl. Frelsisins 1986. Þótt engar óyggjandi tölur séu til á íslandi um hlutfall launþega í stétt- arfélögum má ætla að það sé vart undir 90%. Lausleg athugun sýnir, að á síðasta ári hafi rúmlega 100 þús. íslendingar verið í stéttarfélagi, þar af um rúmlega 62 þús. í félögum með aðild að ASÍ og um 17 þúsund innan BSRB-félaga. í atvinnuvega- skýrslum Þjóðhagsstofnunar má lesa að unnin ársverk launþega hafi verið tæplega 112 þúsund á árinu 1987. Hér er ekki að öllu leyti um sams konar upplýsingar að ræða, en niður- staðan sýnir að um 92% íslenskra launþega séu í stéttarfélagi. Víða eriendis er mun lægra hlut- fall launþega í stéttarfélögum, um og undir 50% í Evrópulöndum mörg- um, og raunar aðeins Svíar, sem komast nálægt okkur í þéssum efn- um, en þar eru 88% launþega í stétt- arfélögum. í Bandaríkjunum hefur þetta hlutfall lækkað úr rúmum 'A. fyrir 20 árum niður í 15%. Þetta hlutfall hefur hækkað í þeim löndum sem búið hafa við ijölgun opinberra starfsmanna, en í þeim geira eru stéttarfélögin hvað' sterkust í dag, enda atvinnuöryggi meira en á al- mennum markaði. Vagga verkalýðshreyfingarinnar er í Bretlandi og þróun síðustu ára í því landi einkar athyglisverð. Breska þjóðin var í helgreipum rót- tæklinga sem tekið höfðu völdin í stéttarfélögunum á síðustu stjórn- arárum Verkamannaflokksins. Frú Thátcher tókst að takmarka veruiega skemmdarstarfsemi verkalýðsfélag- anna, m.a. með því að koma á virk- ara lýðræði innan þeirra t.d. með póstatkvæðagreiðslum. Sem dæmi um hversu virkt lýðræðið er í hinni íslensku verkalýðshreyfingu má nefna að um nýgerða kjarasamninga kusu tæplega 10% félagsmanna í VR, en rúmlega 80% þeirra guldu samningnum atkvæði sitt. Vel skipu- lagðir hópar geta því hæglega tekið yfir starfsemi stéttarfélaga. Islenskir stjórnmálamenn hafa ekki sinnt skyldu sinni, að setja al- mennar leikreglur fyrir starfsemi verkalýðsfélaga. Vinnumálalöggjöfin er nímlega hálfrar aldar gömul, og lögin sem slík svara engan veginn þörfum nútímans. Túlkanir Félags- dóms á þeim eru þau réttarreglur, sem búið er við í dag og þær túlkan- ir eru vegna eðlis máls oft ærið víðar. V^terkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill! MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 8 TÆKNI/£r tréspírinnframtíbin? Bílaeldsneyti framtíðarínnar TRÉSPÍRINN EÐA metanól virðist sérstökum gáfum gæddur til að reyna að koma sér í stað annarra efha sem hafa öðlast sess meðal mannkyns. Hingað til hefur nefiiilega þó nokkuð oft verið reynt að Iáta hann koma í stað venjulegs spíra, og að láta hann uppfylla sama höfuðtilgang, aðeins við vægara verði. Slíkar tilraunir hafa allar í besta tilfelli endað mönnum að skaðlausu, en stundum með slysi. Nú er tréspírinn aftur að reyna að koma sér að, þar sem annað eftii er fyrir, neftiilega bensín. Öllu meiri von er um að honum takist þetta betur en tilraunir hans til að koma sér í stað etýlalkóhóls eða venjulegs áfengis. Nú þegar ganga a.m.k. tugþúsundir bíla heimsins fyrir þessu eftii. Það hefúr sína kosti og galla til slíks brúks. Brýn þörf er á að ráða bót á þeirri mengun sem bilar og iðnaður valda. Metanól kemur einna helst til greina af þeim efnum sem menn velta fyrir sér að komi í staðinn fyrir bensín sem venju- legt bílaeldsneyti. Önnur efni sem koma helst til greina eru: venjulegur vínandi (akó- hól), jarðgas, rafmagn af raf- hlöðum og vetni. eftir Egil Séu kostir og Egilsson gallar allra þessara efna vegnir og metnir, lítur sem stendur út fyrir að metanólið hafi vinninginn. Það er ódýrt í framleiðslu. Sem stendur er hleypt út miklu magni jarðgass frá olíulindum heimsins, og því brennt. Það fínnst nógu víða til að ekkert land eða heimssvæði ætti að geta komið sér upp einok- unaraðstöðu til að hækka verðið. Því mætti spyija.: Af hveiju má ekki nota jarðgasið beint, þeim mun frekar sem það missir um þriðjung orkuinnihalds síns, sé það ummyndað í metanól. Vita- skuld ekur nú þegar nokkuð af bifreiðum á gasi, en talið er að það muni ekki verða samkeppn- isfært, vegna kostnaðar við geymslu undir þrýstingi, stofn- kostnaðar geymis og brennsluút- búnaðarins í bílunum og á „bensín“-stöðvum. Rafbílarnir eru enn sem komið er ekki sam- keppnishæfir heldur vegna þess að ekki eru til nógu góðar raf- hlöður. Þær eru of þungar, akst- ursvegalengd enn of stutt, og rafmagnsframleiðsla stórþjóð- anna ekki tilbúin að mæta hinni auknu rafmagnsþörf. Vetni má nota til rafframleiðslu, og hið eina sem myndast yrði vatn. Vélar slíkrar gerðar eru langt í frá. komnar á framleiðsustigið. Einkum á eftir að leysa öryggis- mál sem fylgja því að geyma vetni undir þrýstingi í bílnum. Metanólið hefur einna helst þann galla, að brennsluorka á rúm- málseiningu er ekki nema rúm- lega helmingur á við í bensíni. í fólksbílum er nú orðið farið að gernýta svo að segja hvem lítra rúmmáls inni í bílnum. Eigi slíkur bíll að ganga fyrir metan- óli, verður það ekki gert nema auka við rúmmál hans. Kostir metanólsins eru hins vegar fyrst og fremst: Miklu fullkomnari bruni en á bensíni. Og að þar með sé ráðin bót á umhverfís- vanda þeirra stórborga sem eru margar hveijar að breytast í víti á jörð vegna mengunar iðnaðar og bíla. Sem stendur lítur einna helst út fyrir að sú lausn sem verður valin næstu áratugina verði blanda bensíns (um 15 af hundraði) og metanóls. Hvers vegna? Sjá næstu grein. MONDIAL -armbandið Skartið sem bætir er loksins komið aftur! beUR^ij: Laugavegi 66 -101 Reykjavík - Símar 623336 - 626265 Póstkröfuþjónusta - Greiðslukortaþjónusta Pantanasímar: (91) 62 33 36 og 62 62 65 Varist eftirlikingar Fæst aóeins h já okkur Yfir 2 milljónir Evrópubúa nota MONDIALdaglega. Fjölmargir íslendingar hafa notið áhrifa MONDIAL arm- bandsins og þeim fjölgar stöðugt sem hafa samband við okkur og láta vita af góðum árangri. MONDIAL er með vandaða gull- og/eða silfurhúð. Verðið er hagstætt. Silfur......kr. 2.590,- Silfur/gull ..rkr. 2.590,- Gull........kr. 3.690,- Þú tekur enga áhættu með kaup- um á MONDIAL gegn póstkröfu, því við veitum sjö daga skilafrest fyrir þá sem kaupa MONDIAL armbandið óséð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.