Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Fjölskyldan fær góðar fréttir í dag. Einhvetjar tafir geta orðið á fjármálasviðinu. I starfinu tekur þú ákvörðun sem helgast af hugsjónum þínum. Naut (20. apríl - 20. mai) Þú vinnur sigur í félagslífinu, en einhver peningavandræði láta á sér kræla. Þú kemur auga á heimspekilegt efni sem vekur áhuga þinn. , Tvíburar (21. maí - 20. júnO Það gengur hvorki né rekur hjá þér í dag. Þó opnast þér nýjar leiðir. Þú færð stuðning vegna verkefnis sem þú ert með í tak- inu. Krabbi (21. júní - 22. júlf) >“SS Þú ert að hugsa um að innritast á námskeið. Skapandi einstakl- ingum gengur vel í starfi sínu í dag. Innsæi færir þér svörin við spumingum sem leitað hafa á huga þinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) ' Vandamál í vinnunni eða heima fyrir setja strik í reikninginn hjá þér í dag. Þú færð góðar fréttir af fjármálasviðinu. Tíminn vinnur með þér. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Þú ættir ekki að blanda saman leik og starfi í dag. Þú kannt að fá skemmtilegt heimboð sem þú ættir að þiggja. Rómantíkin getur sýnt á sér hinar ólíkle- gustu hliðar. VÖg (23. sept. - 22. október) Sumir eiga nú í erfiðleikum með venslamann. Framtíðarhorfur þínar í starfi eru jákvæðar og áfangasigur innan seilingar. Láttu þolinmæðina ráða ferð- inni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) 9)jj0 Þú ættir að spjalla við ráðgjafa þína í dag. Þeir sem eru skap- andi fá innblástur. Bogmaöur (22. nóv. - 21. desember) m Þú prýðir heimili þitt í dag. Smávægileg vandræði gætu lát- ið á sér kræla. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert hálfstefnulaus í vinnunni í dag. Láttu maka þinn hafa forgang. Þú átt auðvelt með að komast að samkomulagi við fólk. Vertu samvistum við fólkið þitt. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Einhver snurða hleypur á ástar- samband þitt. Fjárhagshorfurn- ar eru góðar hjá þér og þú hlýt- ur viðurkenningu sem þér þykir mikilsverð. í Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú gleðst yfir velgengni bams- ins þins. Tómstundagaman örv- ar þig á andlega sviðinu. Þú gætir lent í smárimmu við vin þinn. AFMÆLISBARNIÐ hefur til að bera meiri sjálfsaga en al- mennt er um þá sem fæddir eru í þessu stjömumerki. Það á sér hugsjónir og er tilbúið til að leggja mikið á sig til að þær verði að veruleika. Það er sjálfs- rýnið og íhugult og laðast oft að starfi á sviði trúar- eða lær- dómsiðkana. Mikilvægt er að því takist að takmarka sig við ákveðið efni. Þó að það hafi áhuga á velferð annars fólks er það oft og tíðum hálfgerður ein- fari inn við beinið. Það hrífst mjög af tónlist, leikhúsi og list- um almennt. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvól. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðrcynda. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND SMÁFÓLK Af hverju þýt ég hingað niður eftir á hveijum morgni, tíu mínútum fyrir tímann, svo ég missi ekki af skólabílnum? ... og stend svo hér í tíu mínútur og vona að hann komi ekki? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Fremur er fátítt að vörnin geti komið sagnhafa í kast- þröng, en það kemur þó fyrir, einkanlega í lágum grandsamn- ingum. Venjulega er þá um ein- falda þvingun að ræða, en hér sjáum við dæmi um sjaldgæfara afbrigði — víxlþröng í vöm: Austur gefur; enginn á hættu. Vestur Norður ♦ 32 ♦ Á1042 ♦ K82 + 10754 Austur ♦ K9874 ♦ G10 ♦ 85 II VK76 ♦ ÁG6 ♦ D753 *K93 + Á862 Suður ♦ ÁD65 ♦ DG93 ♦ 1094 ♦ DG Vestur Norður Austur Suður - - Pass 1 grand Pass Pass Dobl Pass Pass Pass Útspil: spaðasjö. Eftir pass í upphafi taldi aust- ur óhætt að berjast yfir veikri grandopnun suðurs. Sagnhafí fékk fyrsta slaginn á spaðadrottningu og svínaði strax fyrir hjartakóng. Austur dúkkaði, en drap næst á kónginn og spilaði spaða. Suður gaf, en vestur yfirdrap gosa makkers og fríaði litinn. Þegar suður hafði tekið slagina sína á hjarta leit staðan þannig út: Norður ♦ - ♦ - ♦ K82 + 1075 Vestur Austur ♦ 84 ♦ - ¥- 111 ♦ - ♦ Á ♦ D753 + K93 Suður + 6 ♦ - ♦ 1094 + DG ♦ Á8 Spili suður tígli lendir blindur í einfaldri kastþröng þegar vest- ur tekur spaðaslagina. Svo hann spilaði sig útH’laufi. En vestur hoppaði upp með kóng og lagði grunninn fyrir víxlþröngina. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson í skákkeppni stofnana og fyrir- tækja, sem er nýlokið, kom þessi staða upp í skák þeirra Kristjáns Sylveríussonar, Tímaritinu Skák, og Árna Emilssonar, Búnaðar- bankanum A-sveit, sem hafði svart og átti leik. Síðasti leikur Kristjáns, sem nýlega varð 75 ára, var mjög óheppilegur, 26. f2-f3?, en 26. h4! hefði fest vinn- ingsstöðu hans í sessi. 26. — Bxf3! (Fórnin byggist á því að eftir 27. gxf3 — Dg2 má hvítur ekki leika 28. hfl vegna 28. — Dd2 mát) 27. Hgl — Bxg2, 28. ■ Dc2 — f3 (Nú á hvítur enga vöm við hótuninni 29. — De3+) 29. Hxg2 - fxg2, 30. KÍ2 - Hd2+ og hvítur gafst stuttu síðar upp. A-sveit Búnaðarbanka fslands sigraði í keppninni, hlaut 23 v. af 28 mögulgum, en sveit Lög- jnanna, Ránargötu, varð önnur með 17 v. Fjölbrautaskólinn við Ármúla varð þriðji með 16'Av. og ' síðan komu Landsbankinn og Iðn- skólinn með 16 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.