Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 BAKÞANKAR "Haddería- Haddera Það var löngu fyrir sjón- varp, Shadows og Bítlana að litla Gitte Henning kom til íslands og spilaði sverðdans- inn á sílafón. Við pabbi fórum að sjá hana, við fórum saman á allt svona lag- að, hann uppá- búinn og með hattinn burst- aðan, ég á mat- rósafötum. Ég Gunnarsson held mig ekki misminna þeg- ar ég segi að Gitte Henning kunni lítið annað en sverð- dansinn, hún spilaði hann sleitulaust og þegar hún þreyttist tók pabbi hennar við og lék lagstúf á sög, svo var hún aftur komin í stuð og allt ætlaði vitlaust að verða. — Æ, ég er orðinn of gamall fyr- ir þetta, sagði pabbi. Þetta voru stórkostlegir tímar. Ári síðar kom sirkus í ■^bæinn og við feðgar fórum að sjá hann. Við sátum á fremsta bekk. Tamið bjarndýr hljóp hring eftir hring á þar til gerð- um trépalli, pallurinn var í sundur á einum stað og þar brann bál, björninn hoppaði yfir. — Ja, það væri ekkert grín ef þessi delerantur yrði fonnímaður, sagði pabbi, hann sat með hattinn á hnjánum, þegar bjamdýrið gjóaði á okkur auga á tíunda —Jhringnum. Þar næst gekk fram kona sem stillti þrem trékeflum upp á nefið á sér og fleygði síðan eggi efst. Þegar eggið reis upp á endann og stóð kyrrt og graf- arkyrrð ríkti í sirkustjaldinu þá sagði faðir minn stundar- hátt, andaktugur, svo allir máttu heyra: — Mikla orkans æfingu hlýtur þetta að þurfa. Og ég gat ekki annað gert en nikka til samþykkis. Stuttu síðar kom vísna- söngvarinn Snoddas til lands- ins, en hann var sama mark- inu brenndur og Gitte, hann kunni aðeins eitt lag, Hadd- .^ería-Haddera. — Nei, nú fer ég ekki oftar, sagði faðir minn. Það var dávaldurinn Frísenettí sem var næstur á dagskrá. Hápunkturinn á sýn- ingu hans var dáleiddur hani sem reykti sígarettu. Hálf Reykjavík horfði í fomndran á þetta viðundur. Á leiðinni heim sagði faðir minn fátt og þegar móðir mín spurði: Var gaman? svaraði pabbi og skellti í góm, æ, asskotinn, nei, þetta var eitt hanakvik- indi með sígarettu í kjaftinum, ég held maður sé orðinn vit- laus að láta draga sig á svona- lagað, enda var þetta í alsí- j^ðasta sinn sem ég fer. Ekki all löngu seinna var sagt frá útlendingi í blöðunum sem hafði orðið fyrir því óláni að fæðast handleggjalaus. Með þrotlausri þjálfun hafði hann lært að nýta sér fæturna, sem um hendur væri að ræða og nú var hann væntanlegur til íslands, hann ætlaði að sýna landsmönnum hæfni sína í Austurbæjarbíó. Þegar tjaldið var dregið frá féll ljósið á vingjarnlegan mann sem sat upp á borði og -^hélt á spilastokk með tánum. Þegar hann tók að stokka svo þyrlaði í spilunum, sagði faðir minn andaktugur: — Mikla orkans æfingu hlýtur þetta að þurfa! Við sátum á fremsta bekk feðgarnir. Til að vera vissir um að fá sæti á fínum stað, —höfðum við farið strax að kaupa miða, þegar forsala þeirra hófst. Ptastkossar ogskúflur Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Einnig vagnarog verkfærastatíf. Hentugt á verkstæðum og vörugeymslum. Ávallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS OG HEILDVERSLUN BiLDSHÖFDA 16 SIMI 6724 44 Gódandagirm! Handunnin Rattan húsgögn í miklu úrvali 3ja sæta sófi kr. 88.900,- stgr. 2ja sæta sófi kr. 71.800,- stgr. Stóll kr. 51.120,- stgr. Sófaborð kr. 16.000,- stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.