Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 ,J<bmdu þérn/ður. Écy ercui prjóno- þette^ fyrir SÍeJpu cp hseStu hae2>. " ... að moka frá dyrum hennar. TM Rog. U.S. Pat Off.—all riflhts resorved © 1990 Los Angeles Times Syndicate Farangurinn ykkar hefur skilað sér en börnin ykkar eru á leiðinni til Búda- pest... Með morgnnkafiinu Auðvitað þykir mér vænt um þig þó mér þyki vænna um hundinn ... HÖGNI HREKKVÍSI o o e> „NÆSTI ..TVEIR Á /MEÖRUNARFveo/." Á FÖRMUM VEGI Kostur að hafa höfuðborgina innan seilingar Selfossi. VAL á búsetu er einn þeirra þátta sem fólk stendur frammi fyrir á lifsleiðinni og sumir oftar en einu sinni. Hvort þá verður fyrir valinu búseta á landsbyggðinni eða á höfúðborgarsvæðinu ræðst að megin- hluta af starfsmöguleikum á hverjum stað ásamt því hvernig stað- hættir eru og aðstæður til að skapa sér og sínum viðunandi umhverfi til að hrærast í. róun undanfarinna ára hefur verið sú að fólk hefur flust af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. í umræðunni hefur hallað nokkuð á landsbyggðina einkum vegna erfiðleika varðandi atvinnu- uppbyggingu. í öllu talinu um gjald- þrotin og erfiðleikana hafa þeir þættir gjarnan orðið útundan sem fólk telur jákvæða við búsetu í hinum minni byggðarlögum. Á Selfossi verða ekki stórar sveifl- ur í atvinnu- og mannlífi. Þar geng- ur lífíð og tilveran fyrir sig með taktföstum hætti eins og í samsvar- andi byggðárlögum sem byggja á iðnaði og þjónustu. Sigríður Björnsdóttir húsmóðir með 1 'h árs son sinn Tryggva. Nálægðin við sveitirnar er góð „Sem gamall sveitamaður fmnst mér fyrst og fremst gott að geta verið í nálægð við sveitirnar," sagði Högni Guðmundsson bensínaf- greiðslumaður um kosti þess að búa á landsbyggðinni. „Hér á Selfossi eins og sjálfsagt annars staðar á landsbyggðinni er maður í meiri tengslum við fólkið á staðnum en gengur og gerist í Reykjavík og svo er rólegra héma. Mínir leiðinlegustu dagar eru þegar ég þarf að fara .til Reykjavíkur. Það er nú bara þannig að ég finn enga ókosti við að búa hér. Við höfum allt héma við hendina sem við þurf- um og höfum því lítið að sækja til Reykjavíkur,“ sagði Högni. Gott að ala hér upp börn „Það er rólegra hér og heilbrigð- ara mannlíf að mörgu leyti en í Reykjavík," sagði Bergsteinn Ein- arsson framkvæmdastjóri. „Við njót- um auðvitað nálægðarinnar við Reykjavík og höfum því allt til alls. Fasteignir hér, í einkaeign og í at- vinnurekstri, era í lægra verði en á höfuðborgarsvæðinu og það er galli. Hins vegar má segja að það sé aftur á móti viss kostur fyrir þá sem búa hér og hafa tök á betur launaðri atvinnu á höfuðborgarsvæðinu en hér gefst. Varðandi dreifbýlisstefnuna þá er varasamt að byggja upp of marga byggðakjarna og dreifa þjónustunni um of þannig að hún verði of dýr. Selfoss er orðinn góður þjónustu- kjami. Það er gott að ala hér upp börn á skólaaldri. Hér era minni vandamál varðandi ferðir þeirra á milli heimilis og skóla,“ sagði Berg- steinn Einarsson. Hér ræður maður tímanum „Það er mjög gott að búa héma með börn og rólegt að vera hér,“ sagði Sigríður Bjömsdóttir húsmóð- ir. „Hér er þokkalega mikið gert fyrir böm, það er hér ný dagvistar- stofnun svo eitthvað sé nefnt. Það kæmi ekki til greina að búa á höfuðborgarsvæðinu enda sé ég ekki neinn kost við að búa þar um- fram það að vera her enda er héðan stutt til allra átta. Ástæðan fyrir því að ég vil frekar búa hér á Selfossi en á höfuðborgarsvæðinu er að þar ræður tíminn yfir fólki en hér ræður maður yfir tímanum og getur skipu- lagt hann út frá sjálfum sér.“ Víkverji skrifar Averðbólgutímum gefast menn upp á því að fylgjast með verðlagi á einstökum vörutegund- um, telja það sjálfsagðan hlut að verð hækki dag frá degi og að ekki sé ómaksins vert að leggja það á minnið. Nýgerðir kjarasamningar ættu á hinn bóginn að gera það mögu- legt að halda verðbólgunni í skefj- um og þar með vöruverði. Stað- reyndin er þó sú að tilhneiging til hækkunar virðist alltaf vera fyrir hendi. Gefur það tilefni til að vel sé fylgst með verðlaginu. Ber því að fagna að nokkur verkalýðsfélög hafa haft frumkvæði að því að félagsmenn þeirra verði þar sér- staklega á verði og geri vart við óeðlilegar hræringar á þeim vett- vangi. Sannleikurinn er sá að verðlagseftirlit verður aldrei raun- hæft og skilar tilætluðum árangri nema almenningur sjálfur taki þátt í því. Full ástæða er til að menn al- mennt taki þátt í þessu verðlags- eftirliti - minnugir þess að ef sú tilraun, sem nú er gerð til þess að draga úr verðbólgunni, bregst, keyrir um þverbak að nýju. xxx Stundum er talað um að veður- far hér sé slíkt að landið sé lítt byggilegt. Auðvitað eru veður hér válynd, en fréttir undanfarna daga sanna að það geta þau einn- ig verið annars staðar og á suð- lægari slóðum þar sem mannsk- aðaveður hafa gengið yfir. Víkverji ræddi við mann nýkom- inn frá Englandi. Hann var stadd- ur á suðurströnd landsins, þegar veðrahamurinn þar var sem mest- ur. Þakkaði hann sínu sæla að vera kominn aftur til íslands. Hér sagðist hann oft hafa lent í vonskuveðri en annað eins og í Englandi hefði hann aldrei upplif- að, þar hefði hann í fyrsta skipti óttast um líf sitt. Sennilega þyrftu Islendingar að kynnast þessari hlið á veðráttunni erlendis til þess að vera sáttari við það sem þeir hefðu hér. Þar væri svo sannar- lega ekki alltaf sól og blíða. Um fátt er meira talað þessa dagana en handbolta. Ástæða þess er að sjálfsögðu þátt- taka íslendinga í heimsmeistara- keppninni í þeirri íþróttagrein og að Sjónvarpið gefur mönnum kost á að horfa á leikina inni í stofu hjá sér um leið og þeir fara fram. Ekki er annað að ætla en að handboltamennirnir séu eins vel undir þessa keppni búnir og sann- gjarnt er að krefjast, en Víkverji hefur orðið var við að þjóðin er betur undir hana búin en t.d. Ólympíuleikana í Seoul. Kröfur hennar eru ekki eins miklar. Þá heimtaði hún ekkert minna en verðlaunasæti. Nú eru menn jarð- bundnari, gera sér grein fyrir að brugðið getur til beggja vona. En hvernig sem allt fer höfum við rétt á að vera stoltir af hand- boltamönnunum okkar, því eins og Birgir Þorgilsson minnir á í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag er það eitt að öðlast rétt til þátt- töku í heimsmeistarakeppninni mikið afrek.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.