Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 7 ing, en á milli þeirra myndast autt hringmyndað svæði, um 30 m. að þvermáli. Þessu svæði má loka að ofan með hvelfíngu úr gleri og verður þar stór skáli eða höll“. Milli þeirra hitaveitugeyma sem nú eru risnir er lokað rými stór salur sem oft er nefndur „Vetrargarður" og þar yfir er hvelfíng úr gleri - eins og Reykvíkingum er auðsjáanlegt. Þess má geta að Sigurður Thor- oddsen skilaði einnig annarri tillögu þar sem gefur á að líta turn með líkneski efst. Að vissu leyti ekki óáþekkt sigursúlum sem prýða höf- uðborgir evrópskra hernaðarþjóða. Sagan ekki öll „Hin lýsandi Perla og Vetrar- garður“, þ.e.a.s. þau mannvirki sem nú eru risin, voru kynnt lesendum Morgunblaðsins sunnudaginn 8. maí 1988. Þar var sagt frá hug- myndum Sigurðar Guðmundssonar um veitingastað frá árinu 1949 en ekki getið um teikningar hans frá árinu 1938. - E.t.v. má virða það blaðamanni til vorkunnar að starfs- mönnum Hitaveitu Reykjavíkur sem Morgunblaðsmaðurinn ræddi við, var ókunnugt um áformin 1938, og engar teikningar fundist í hirsl- um Hitaveitunnar _ né heldur hjá byggingafulltrúa. Á Borgarskjala- safni fundust útboðsgögn sam- keppninnar. í þeim er getið dóm- nefndarmanna. Auk bæjarverk- fræðings og „einhvers meðlims úr hinu Akademiska Arkitektafélagi" voru í nefndinni Ásmundur Sveins- son myndhöggvari, Einar Sveinsson að teikna þá byggingu sem nú er risin, sagði Morgunblaðinu að Sig- urður Thoroddsen hefði einu sinni minnst lauslega á þátttöku í sam- keppni árið 1938. Á sínum tíma spurðist Ingimundur fyrir hjá Hita- veitunni en sú eftirgrennslan leiddi ekki neinar teikningar fram í dags- ljósið. Aftur á móti sagðist Ingi- mundur vera kunnugur hugmynd- um Sigurðar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar frá árinu 1949 enda eru þær þekktar meðal arki- tekta. Hugmyndin lifir Eins og fram hefur komið hlaut engin tillaga fyrstu verðlaun og dómnefndin áleit bestu lausnirnar ekki nothæfar án verulegra breyt- inga. Við nánari íhugun var og horfíð frá því ráði að láta geymana standa yfír jörðu en þess í stað skyldi þrýstingur aukinn með dælu- stöð. í september 1939 braust seinni j | | [' Hugmynd Sig- --- urðar Guð- | J _ mundssonar og ' Eiríks Einars- _ sonar 1940. u Enginn veit- ingastaður en 11 hár útsýnis- turn. B 11 arssonar minnist þess að þeir félag- ar ræddu það oft hve fögur útsýn kryddaði góðan mat. - í geymslum Hitaveitu Reykjavíkur eru varð- veittar teikningar frá október 1949 sýna 23 metra háan tum inn á milli heitavatnsgeymanna og skyldi hann hýsa útsýnisveitingastað, „Öskjuna" svonefndu. Axel Helga- syni var falið að gera líkan eftir teikningum. Bæjarráð Reykjavíkur skoðaði líkanið 9. október 1951. Málið virðist ekki hafa hlotið frek- ari umíjöllun að þessu sinni. Árið 1956, 15. mars, var aftur hreyft við málinu. Þórður Björnsson bæjarfulltrúi framsóknarmanna lagði fram tillögu þess efnis að: „Bæjarstjórn ályktar að fela bæjar- ráði og borgarstjóra, í samráði við hitaveitustjóra, að hefja undirbún- ing þess, að reist verði bygging ofan á hitaveitugeymana á Öskjuhlíð, til þess að fólk geti notið sem bezt útsýnis þaðan. Sérstak- lega skal athuga, hvort tiltækilegt sé að hafa veitingastað í byggingu þessari." Tillaga Þórðar fékk ekki nægan stuðning (1 atkv.). Eins og alkunnugt er, þurfti að endurnýja geymana á Öskjuhlíð og þeir gömlu voru rifnir árið 1985 og aðrir reistir í þeirra stað. Og nú má segja að loksins rætist gamall draumur og hugmynd. Rétt og skylt er þó að taka fram að áætlanir Hitaveitunnar og borgaryfírvalda em til muna víðtækari en einn veit- ingastaður með útsýni. Þarna verð- ur miðstöð fyrir útivistarsvæðið á Öskjuhlíð’. í Perlunni og Vetrar- Öskjuhlíðin 1990. Morgunblaðið/Ámi Sæberg húsameistari og Einar B. Pálsson síðar borgarverkfræðingur og pró- fessor, Einar B. Pálsson er enn á lífí. Einar upplýsti blaðamann nokk- uð um forsendur og tildrög sam- keppninnar. Einar mun hafa dvalist erlendis er Perlan var kynnt í íslenskum fjölmiðlum í maímánuði 1988. Ingimundur Sveinsson arkitekt sem hefur haft veg og vanda af því Önnur tillaga Sigurð- ar Thoroddsens, minnismerkj á og yfír Öskjuhlíð. I ■ 0 D heimsstyijöldin út. Af ófriðnum leiddi að hitaveituframkvæmdir töfðust um tvö ár. Áætlanir og hönnun héldu þó áfram. Til era teikningar merktar arkitektunum Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni af áformuðum mann- virkjum efst á Öskjuhlíð, á teikning- unum má sjá hitaveitugeyma eins og síðar vora byggðir á fimmta áratugnum og í byijun þess sjötta. Teikningar gera ráð fyrir útsýnis- turni milli geymanna enda er óvíða fegurra útsýni. Af þessu gat þó ekki orðið, aðallega vegna flugvall- arins, sagði Sigurður í samtali við dagblaðið Vísi 19. október árið 1951. Þrátt fýrir breyttar aðstæður lifði hugmyndin um veitingastaðinn. Helga Helgadóttir ekkja Eiríks Ein- garðinum verður hægt að njóta menningar og lista, afþreyingar, sýna sig og sjá aðra. Af útsýnispöll- um blasir fagur fjallahringurinn við og gert er ráð fyrir því að þar verði langdrægir sjónaukar. Þegar litið er yfír fimmtíu ára sögu veitingastaðar á Öskjuhlíð, er e.t.v. óhætt að álykta að hugmynd- in um veitingarekstur á þessum stað sé umdeilanleg og lífseig. - Einnig er það íhugunar og rann sóknar virði að athuga tengslin milli matarlystarinnar annarsvegar og umhverfísins og útsýnisins hins vegar. Fyrirhugaður veitingastaður opnar nýja og spennandi rannsókn armöguleika á þessu sviði; alþekkt er að matargestir munu verða stað settir á snúningsgólfi. Fer Esjan eða Suðurnesin betur með steikinni? 1 m bb as mu | II! 1 1 !ll 1 Tökum að okkur almenn verkefni oc aðstoð í sambandi við markaðssetn ingu vöru/þjónustu fyrir fyrirtæki. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt: „Samvinna - 1“. Sundaborg 3, 104 Reykjavík, sími 678200 Alveg einstakur ofn HEILDVERSLUN HF. COnVOíSÖGOD3 SKYLDUSPARNAÐUR ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA Að gefnu tilefni eru launþegar á skyldusparnaðaraldri hvattir til að fylgjast gaumgæfilega með því, að launagreiðendur geri lögboðin skil á skyldusparnaði þeirra til veðdeildar Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 Reykjavík, sími: 60651. Bent skal á, að ábyrgð ríkissjóðs vegna ríkisábyrgðar á skyldusparnaði, við gjaldþrot launagreiðanda, er takmörkuð þannig, að skyldusparnaður sem ekki hefur verið greiddur inn á skyldusparnaðarreikninga, getur glatast. Launþegum skal bent á að snúa sér til starfsmanna skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík, sími: 696900. ' cSg húsnæðisstofnun ríkisins LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.