Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 MIHAII VILL VERÐA KÓNGUR ÍRÍKISÍNU inn gaf okkur systrunum ejnnig fánann hér í horninu sem kommún- istamerkið í miðjunni hefur verið rifið úr. Hann barðist í uppreisninni og komst naumlega undan öryggis- sveitunum en vinur hans var drep- inn við hlið hans.“ Prinsessumar geta bjargað sér á rúmensku. Fjölskyldan talar ensku eða frönsku saman. „Enska er al- þjóðlegt tungumál fjölskyldunnar,“ sagði Mihai I og átti þá við allar helstu konungsfjölskyldur Evrópu. Dætumar voru aldar upp með ann- an fótinn í konungshöllum ættingj- anna og hinn meðal almúgans. Margarita nam félagsfræði í Edin- borg og hefur meðal annars starfað hjá Matvæla- og landbúnaðarstofn- un Sameinuðu þjóðanna. Hún heyrði Vigdísi Finnbogadóttur flytja ræðu þar. „Hún var frábær. íslendingar hljóta að vera mjög stoltir af henni.“ Ótímabært að spá um framtíðina Byltingin gegn Ceausescu í des- ember kom konungi ekki á óvart. „Ástandið í landinu var orðið svo slæmt að það hlaut að koma að byltingu fyrr eða síðar. Tímasetn- ingin kom helst á óvart. Breyting- amar í Austur-Evrópu ýttu auðvit- að undir en aðförin að ungverska prestinum í Timisoara kom öllu af stað.“ Hann veit ekki hvað segja skal um ástandið nú. „Það er mjög óljóst," sagði hann. „Gömlu flokk- amir em rétt að byija að skipu- leggja starfsemi sína aftur. Það mun taka þá sinn tíma. Þeir em í mjög erfiðri aðstöðu, hafa hvorki pappír, ritvélar né fjölritara. Og allir helstu fjölmiðlamir em í hönd- um Þjóðarráðsins. Margir í röðum ráðsins hafa verið viðriðnir Komm- únistaflokkinn alla tíð síðan ég var hrakinn úr landi. Og mér líst ekki á hvað margir smáflokkar hafa verið stofnaðir. Eg hef heyrt að þeir séu um 30. Það minnir mig á aðferðir kommúnista 1945 og 1946. Þá stofnuðu þeir fjölda smáflokka sem spruttu upp eins og gorkúlur. Þeir vom kallaðir lýðræðislegum nöfnum en vom kommúnistafiokk- ar. Ég er ekki hlynntur því að það séu mjög margir flokkar. Það dreif- ir stjómmálakraftinum í landinu. Stuðningsfundurinn með Þjóðar- ráðinu 29. janúar minnir einnig á aðferðimar ’46 og ’47. Þá óku þeir líka fólki til borgarinnar í rútum og á vörubílum til að taka þátt í fundahöldum. Sama sagan virðist vera að endurtaka sig.“ Kommúnistaflokkurinn rak harð- an áróður gegn konungsíjölskyld- unni eftir að hún var rekin úr landi.„Þeir sögðu að hún hefði búið í 150 höllum, mergsogið þjóðina og haft gull og gersemar með sér úr landi,“ sagði Margarita hæðnislega. „Fólk veit ekkert um sögu landsins né það sem okkar fjölskylda gerði fyrir þjóðina. Því hefur verið neitað um sögufræðslu í yfír 40 ár.“ sagði konungur. Hvað með einræði föður hans? „Það var slys í sögunni. Ég ber enga ábyrgð á því og þarf ekki að biðjast afsökunar á gerðum hans. Ég býst við að það séu margir sem vilja að ég snúi aftur til Rúm- eníu en þeir em hræddir við að segja það opinberlega. Rétti tíminn er ekki kominn og málið er ekki á dagskrá. En konungur gæti haft góð áhrif og stuðlað að stöðugleika eins ög í Vestur-Evrópu. Hann myndi vera hafinn yfír stjómmála- deilur og standa vörð um frelsi og lýðræði í landinu." Mihai I Rúm- eníukonungur sagðist vera reiðubú- inn að snúa heim aftur ef málin þróast þannig. LOKINNI BYLTINGU Texti og myndir: Anna Bjornadóttir BÚKAREST VAR grá og dimm um síðustu mánaðamót. Ný stjórn- völd hafa aukið rafmagn en myrkrið virtist svartara en á Vestur- löndum vegna mengunarinnar í loftinu. Fólk var fátæklegt til fara í slitnum skjólflíkum. Ceausescu-loðhúfur settu svip á bæinn. Fyrir byltingu höfðu þrír ekki fyrr safhast saman á götuhorni en eftirlitsmenn komu á vettvang og leystu upp hópinn. Hermenn og lögregla voru enn áberandi en létu fólk í friði. Það naut þess og stóð víða og skiptist á skoðunum. 22. desember þegar forsetinn var flæmdur úr höllinni. Blaðið var nú sagt flytja hlut- lausar fréttir. Starfsmaður mál- gagns Fijálslynda flokksins sagðist senda fólk þangað þegar það kæmi til hans með bitastæðar fréttir svo að sem flestir gætu lesið þær. Flokksmálgagnið kemur aðeins út einu sinni í viku í 50.000 eintökum. Einn þeirra sem hann sendi til RL var fyrrverandi þjófur sem sagðist hafa séð hervagna aka líkum inn í fangelsisgarðinn þar sem hann var í haldi í byltingunni. Hann ákvað að segja Þjóðarráðinu frá þessu þegar það veitti honum sakarupp- gjöf en það bað hann í guðanna bænum að nefna þetta ekki við nokkum mann. Honum var útveguð íbúð og afhent ávísun upp á 30.000 lei, sem er yfír tíföld mánaðarlaun venjulegs verkamanns, fyrir að þegja. Hann gat ekki sætt sig við það og fór með fréttina í blöðin. Hún var birt á forsíðu. RLbirti einn- ig á forsíðu frétt breska dagblaðsins Independent þar sem vitnað var í Silviu Brucan, einn af leiðtogum Þjóðarráðsins, og hann sagður álíta kjósendur skiptast í tvo hópa, hina heimsku og hina greindu. Heimsk- ingjar ættu að sætta sig við að gáfumenn færu með stjóm í skipt- um fyrir sæmileg lífskjör. Haft var eftir Bmcan að 18 milljónir kjós- enda í Rúmeníu væra heimskar en Egg til sölu, egg til sölu! Biðraðir myndast oðfluga. 2 milljónir greindar. Fréttin vakti mikla athygli og var límd á veggi fyrir sem flesta að sjá. Blaðið birti svar Brucans á sama stað daginn eftir. Hann sagði að Independent færi með fleipur. Á þriðja degi sagði hann af sér ábyrgðarstöðu í Þjóðar- ráðinu en starfar áfram með því. Viðmælendur mínir, sem voru ekki flokksbræður hans, kölluðu Brucan Stalínista og fussuðu og sveiuðu við honum. Hann gegndi mörgum ábyrgðarstöðum fyrir Kommúnista- flokkinn en féll í ónáð hjá Ceaus- escu 1988. Tveir 22ja ára verkfræðinemar vora meðal þeirra sem urðu hvumsa við skoðunum Brucans. Þeir fengu ljósrit af frétt Independents í breska sendiráðinu um leið og þeir tóku út bunka af bókum á bókasaflú þess. Þeir höfðu notað safnið reglu- lega í nokkur ár. Bækurnar Aniniðí Farm og 1984 eftir George Orwell voru ekki fáanlegar en annar hafði lesið ljósrit kunningja síns af Ani- mal Farm í rúmenskri þýðingu- Honum fannst hún góð. Þeir töldu víst að þeir væru á lista öryggislög- reglunnar fyrir að venja komui' sínar í sendiráðið. Þeir kærðu sig kollótta en foreldrar þeirra báðu þá oft um að vera varkára og hugsá um framtíðina. Þeir óttuðust að hún Hópamir í kringum neðanjarðarbraut- arstöð háskólans vora sérstaklega áberandi. Blóm- sveigir og kerti vora allt í kringum hana, eins og á öðram stöðum þar sem barist var í byltingunni. Fólk á öllum aldri tendraði ljós fyrir þá sem féllu og lögðu lítil blóm á dán- arstað þeirra. Teiknimyndir, yfírlýs- ingar og áskoranir voru límdar á veggi og fólkið drakk allt í sig. Það var langþyrst í annað efni en það sem Ceausescu leyfði því að sjá og heyra. Þeir þóttu heppnir sem náðu búlgarska sjónvarpinu á meðan hann réð ríkjum því það sýndi er- lendar fréttamyndir og Radio Free Europe var svo vinsælt að stöðin var kölluð „Búkarest 4“. Lesefnið á veggjunum virtist allt beinast gegn Þjóðarráðinu og vara við kommúnistum. Blöð vora rifín út um leið og blaðasalar birtust. Dagblaðið Romania Libera (RL) var sagt best. Það var prentað í 1,3 milljónum eintaka í byijun fe- brúar og fór vaxandi. Upplagið var 600.000 fyrir byltinguna og blaðið þótti lítt spennandi. Þá var það yfir- fullt af Ceausescu-fréttum eins og aðrir fjölmiðlar. Einræðisherrann kunni þó ekki að meta einn ritstjóra þess og setti hann í bann. Sá kom beint á ritstjómina úr stofufangelsi Ibúar Búkarest Iesa fréttirnar af veggjum neðaryarðarbrautarstöðva R0FAR RL í GAMLA K0NUNGSRÍHNU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.