Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 25
C 25 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 Guðrún Þ. Jóhanns- dóttir - Minning Fædd 27. ágúst 1914 ' Dáin 11. janúar 1990 Með tryggð máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. í æðri stjómar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. (Einar Ben.) Löngu og ströngu veikindastríði minnar elskulegu vinkonu Guðrúnar Þórdísar Jóhannsdóttur, er lokið. Hún var jarðsungin frá Dómkirkj- unni í Reykjavík þann 18. janúar sl., við mikið fjölmenni. Um það bil 20 ár eru liðin síðan við kynntumst fyrst og hélst sú vin- átta ætíð síðan. Þessi ár geyma ógleymanlegar minningar enda verður margs og mikils að sakna. I minningunni er einhver ljómi, sem erfitt'er að útskýra og þeir aðeins skilja, sem höfðu því láni að fagna, er kynntust persónunni Guðrúnu Þórdísi Jóhannsdóttur. Heimili Guð- rúnar og eiginmanns hennar, Karls Sigurðar Jónassonar, læknis, bar vott um slíka ást og umhyggju, að unun var á að líta og það sem meira var hver hlutur á heimilinu.tók á sig persónugervi lifandi veru með sál og öllu tilheyrandi að mér fannst. Eg er viss um að margir hafa upplif- að heimili þeirra hjóna á svijjaðan hátt. Gestrisni var einstök á Asvöll- um eins og við kölluðum Ásvallagötu 24 og mun margur minnast dásam- legra stunda við söng, píanóleik og höfðinglegar veitingar. Hennar næma tóneyra naut sín vel á slíkum stundum og mun ávallt verða í minn- um hafður hennar ógleymanlegi ásláttur á píanóið, enda ákaflega listræn kona, auk þess var hún píanókennari. Guðrún var gædd miklum skilningi á allt, bæði sagt og ósagt, það var eins og hún fyndi svo margt á sér, enda leituðu marg- ir til hennar bæði í gleði og sorg, og öruggt er að betri þátttakandi og hlustandí var ekki hægt að finna. Guðrún var glæsileg kona, fríð sýn- um og greind mjög bæði til munns og handar, sem engum duldist, sem á annað borð höfðu einhver sam- skipti við hana. Eg vil þakka þessari einstöku vin- konu minni allar ánægjulegu sam- verustundirnar og fel hana Guði á vald. Elsku Karl, þér og fjölskyldu þinni votta ég mína dýpstu samúð. Ásrún SkemmtiYundur Félags harmonikuunnenda verður í Templarahöllinni í dag, sunnu- dag, kl. 15.00. Hljómsveitir. félagsins- spila ásamt öðrum góðum hljóðfæra- leikurum. Góðar veitingar. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. IfV innréttingar. Dugguvogi 23, gæðanna vegna Vegna breytinga í verslun okkar verða til sölu sýningareldhús og baðinnréttingar. Góður afslóttur Sími 35609. skemmir ekki skó né teppi oq veldur ekki ryði Besta, Nýbýlavegi 18, Kópavogi, sími 91-641988 ATTÞU HLUTABRÉFí TOUVÖRUGEYMSLUNNI Fyrir hverjar 1.000 krónur að nafnverði staðgreiðum við 1.100 krónur HMARK HLUIAimf:l AMAI(KAI)URIN\ III VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, Reykjavík, Slmi: 68 15 30. HMARK-afgreiösla, Skólavöröustíg 12, Reykjavík, Simi: 2 16 77. Mánudaginn 5. mars, opnar Iðnlánasjóður í nýju hús- næði á þriðju og fjórðu hæð húss- ins við Ármúla 13a. Flutningur og sjálfstæður rekstur sjóðsins leiðir af sér ný framtíð- armarkmið til bættrar þjónustu við viðskiptamenn og betri árang- urs til hagsbóta fyrir íslenskt at- vinnulíf. Skrifstofan er opin frá kl. 9.00 til kl. 16.30 alla virka daga. Ur Armúla 7 í Armúla 13a » i | Í IÐNLAISIASJÓÐUR ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVlK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.