Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.03.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. MARZ 1990 C 15 Lean, O’Tooie, Sharif og framleiðandinn Sam Spiegel í eyðimörkinni við gerð Arabíu-Lárensar. Snilligáfu hans er að fínna í klipp- ingunni, frábærri samsetningu hljóðs og myndar bæði á milli og innan atriða. Robert Bolt hefur sagt að hann eigi hugmyndina að ein- hveiju þekktasta atriði kvikmynd- anna þegar Peter O’Toole í Arabíu- Lárensi slekkur á eldspýtu og upp kemur eldrauð sólin yfir allt tjaldið í næsta atriði. Það má vera að Bolt sé í fullum rétti að eigna sér það en myndir Leans eru yfirfullar af svipaðri hugkvæmni. Brothljóð í gleri tengir hann skrölti í sporvagni í Zivagó lækni. Hósti í betlara verð- ur að hergöngumarsi spilaður til heiðurs breskum foringja í Ferðinni til Indlands. Hósti betlarans gefur hljómsveitinni tóninn - fátækt Ind- lands gerir bresku herraþjóðina því voldugri. Christopher Hampton varð f rð að hverfa; Hættu- leg sambönd greip inní. Tvaer Dickens-myndir Leans; Oliver.Twist og Great Expectations . Robert Bolt tók við af Hamp- ton; önnur sýn á bókina. gekk ekki upp. De Laurentiis gerði hana síðar með Mel Gibson í aðal- hlutverkinu. E.M. Foster og saga hans, Ferðin til Indlands, braut um síðir einangrun Leans. Mynd hans úr breska nýlendutímanum á Ind- landi var geysilega vel tekið um allan heim og þótti Lean blessunar- lega endurheimtur með alla sína fyrri töfra óskerta. Lean byijaði við klippiborðið og hann hefur aldrei yfirgefið það. I Ferðinni til Indlands stóð: „Leik- stýrt og klippt af David Lean.“ Meðgöngutími mynda Leans er alltaf langur, yfirleitt fimm ár, og Nostromo er engin utantekning. „Drífum í þvi,“ sagði hann við Christopher Hampton árið 1986 og núna fyrst eru tökur að hefjast. I millitíðinni liggur þrotlaus vinna í handriti. Hampton hefur lýst því hvernig var að vinna með Lean að undirbúningnum. „Við unnum sam- an í sex mánaða lotu og vorum þá komnir með nk. „uppkast" og ljóst varð. að við mundum ekki ljúka verkinu svo við sömdum um annað sex mánaða tímabil." En það var ekki aðeins handritið heldur öll bíó- myndin sem var að fæðast þessa mánuði. „Við teiknuðum atriðin . . . og ræddum við kvikmynda- tökumenn um hvemig ákveðin at- riði yrðu lýst. Og listamenn teikn- uðu myndir af því hvemig tenging- in yrði á milli tveggja atriða. Þetta er ekki gert lengur. Og meðan á þessu gekk vomm við þegar farnir að prófa leikara. Fjómm sinnum reyndum við grískan leikara að nafni Georges Corraface í hlutverk Nostromo, sem var í mynd Peter Brooks, The Mahabharata.. . . Ég man að Lean sagði að Corraface hefði svipuð áhrif á hann og Omar Sharif þegar hann fyrst sá hann. Það sem mér líkaði best við Lean var hversu opinn hann var fyrir hugmyndum. Hann hafði hrifist mjög af bókinni og var afar spennt- ur fýrir mörgum atriðum hennar og hvemig þau kæmu út á filmu." En Hampton þótti nóg um. Níu mánuðum og sex uppköstum seinna fannst honum þeir hjakka í sama farinu. „Mér fannst við gera breyt- ingar breytinganna vegna.. . . Við eyddum viku í að greina hvern þátt í uppfærslu atriðis þar til við feng- um myndirnar í nákvæmlega rétta röð . . . og þremur vikum seinna var það allt rifíð niður og byijað uppá nýtt. Maður fékk nóg þegar hann sagði: „Jæja, föram og lítum aðeins aftur á fyrsta atriðið." Eftir 12 mánuði varð Hampton frá að hverfa því Milos Forman var að fara af stað með sína útgáfu af Hættulegum samböndum svo það varð að hafa hraðar hendur ef út- gáfa Hamptons átti að verða á undan. Hann sagði upp hjá Lean með tveggja vikna fyrirvara. „Ég held hann hafi skilið það. En ég held hann hafi ekki verið ánægður. Ég held hann hafi litið á það sem einskonar liðhlaup," sagði Hampt- on. Lean snéri sér að Bolt, sam- starfsmanni frá Arabíu-Lárensi, Zivagó lækni og Dóttur Ryans. Bolt lagði aðrar áherslur á söguna og vill ekki segja hvað hann notar úr handriti fyrirrennara síns. Hampton telur hana vera um blekk- inguna sem þráin eftir efnislegum gæðum fóstrar en segir söguna svo margslungna að erfitt sé að lýsa henni í einni setningu, ekki frekar en Hamlet. Bolt segir hana vera um „fall“ hetjunnar Nostromo, „mannsins sem allir treysta á en sem stelur og svíkur það traust. Hann er kallaður okkar maður og okkar maður fellur.“ (Nostromo fær það verkefni að fela silfurfarm upp- reisnarhersins en lætur sem hann hafi tapast á hafinu. Hann stelur raunar silfrinu og hyggst verða „ríkur í makindum" á því.) Þeir hafa ólíkan skilning Bolt og Hampton á fleiri þáttum sögunnar en yfír þeim svífur Lean. Atriði sem kalla á myndrænan stórfengleik setur hann greinilega í ham en hann kann líka vel að meta að- ferðir sem stytta honum leið, segir Bolt, sérstaklega ef það hjálpar ijárhagsáætluninni. „Einu sinni eða tvisvar segir hann: Robert getum við ekki gert þetta með færra fólki? Getum við myndað í herbergi og heyrt í fjöldanum utandyra?" Þess má geta að Lean hefur reynt að fá Marlon Brando til að leika hrottalegan hershöfðingja myndar- innar en leikstjórinn heldur mikið uppá Brando og sagði í viðtali fyrir nokkrum árum að hann hafi íhugað hann í titilhlutveVkið í Arabíu- Lárensi. „Ég held hann sé einn mesti kvikmyndaleikari heimsins. Mér finnst hann frábær en hann hefur ekki fengið mörg góð hlut- verk,“ sagði Lean. Allir gera þeir sér grein fyrir að í höndum þeirra er ekki neitt popp- komsfóður, sérstaklega nú á tímum stórgróðaæðis í Hollywood og fram- haldsmyndaflóðs. Þeir vita að þeir eiga varla eftir að græða á bók- menntalegu meistaraverki sem aldrei hefur verið kvikmyndað áður. En það dregur ekki úr þeim mátt. Bolt segir: „Hvað get ég gert? Einhver segir: Vilt þú gera handrit- ið að Nostromo? Ég segi: Frábært. Einhver segir við mig: Vilt þú gera handritið að Indiana Jones? Ég segi: Nei, jæja . . . hvað geturðu borgað mér mikið?" Hampton segir: „Þegar allt kem- ur til alls er þetta mjög dmngaleg og flókin saga og maður glímir við hana aðeins af því að mann langar til þess. Ekki með því hugarfari að hún eigi eftir að hala inn 100 millj- ónir dollara." Byggt á American Film og fleiru. hveijum göllum. Lean væri einum of fullkominn. Ferli hans má skipta í tvennt, í tímann fyrir og eftir Brúna yfir Kwai (1957). Hann byijaði sem klippari (Pygmalion) og er enn einn af fremstu klippurum kvikmynda- heimsins og hafa leikstjórar eins og Steven Spielberg ekki lært lítið af verkum hans, sérstaklega er varðar samtengingar atriða. Fjórða myndin, sem hann leikstýrði, róm- antíski gimsteinninn Brief Encount- er (1945) vakti fyrst á honum veru- lega athygli og á eftir fylgdu tvær Dickens-myndir, Great Expectati- ons og Oliver Twist, sem enn er það besta sem eftir Dickens hefur verið myndað. Upphafsatriðið í fyrrnefndu myndinni er skólabókar- dæmi um notkun klippingar til að skapa og magna spennu. Á eftir fylgdu fimm smærri myndir á árun- um 1949 til 1957 þegar við tóku Hollywood-stórmyndimar, sem haldið hafa nafni Leans á lofti æ síðan. Þijár fyrstu rúlluðu yfir heiminn en með þeirri fjórðu, Dóttir Ryans (1970), kom skellur sem bergmál- aði í 14 ár. Gagnrýnendur rökkuðu hana heiftarlega í sig. Hún var tæpir fjórir tímar og innihaldið þoldi ekki slíka maraþonfilmu (í staðinn fyrir að líta út eins og allar þessar milljónir sem hafa verið lagðar í hana virkar hún eins og tíminn sem fór í að gera hana, skrifaði gagn- rýnandi). Lean dró sig í hlé úr kvik- myndaheiminum og inní skel heima á Englandi. Á þessu tímabili reyndi hann að fá kvikmyndaframleiðand- ann De Laurentiis til að gera með sér myndina Uppreisnin á Bounty eftir handriti Roberts Bolts en það „AHRIFAMIKIL „UMDEILD“ „ÁTAKANLEG ,ATAKANLEG, EN SNJÖLL“ Woman ’s Journal „Ég mæli með Undirheimum Brooklyn, þó ekki fyrir þá sem eru viðkvæmir“ Sunday Express „Mannleg, en fögrn- í villimennskunni** Time Out „Fagmannlega unnin mynd...stórfengleg og mögnuð mynd“ The Times „Þú munt aldrei gleyma þessari mynd“ DailyStar Sýndkl. 5 - 7 - 9og 11 Bönnuðinnan 16ára ÍÖHL HÁSKÓLABÍÖ HIIMÍlllHlmSÍMI 2 21 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.